Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 ii í heimsókn hjá Volvo Þar sem ársframleiðslan hefur tólffaldazt frá 1960 Ný bílasmiðja tók til starfa í gær f GÆR, föstudag, var mikið um dýrðir í Gautaborg, og komu þar saman ýmsir for- ustumenn Svíþjóðar með Gustaf VI. Adolf Svíakonung í broddi fylkingar. En tilefnið var það að þá tók Volvo-sam- steypan nýja 180 þúsund fer- metra bílasmiðju í notkun. Til þess að gefa nokkra hugmynd um stærð verksmiðjunnar má geta þess að hún nær yfir svæði, sem er svipað og allt svæðið milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs frá Miklu- braut til sjávar. Þó er þetta ekki í rauninni bílasmiðja, heldur aðeins samsetningar- verksmiðja, þar sem fyrst um sinn er fyrirhugaff að setja saman um 110 þúsund Volvo Amazon bíla á ári. Er þá að- eins ætlað að vinna á einni vakt. í tilefni opnunarinnar var tveimur íslenzkum blaðamönn um, frá Mbl. og Vikunni, boð- ið að skoða verksmiðjuna fyrr í þessum mánuði. Haldið var utan á sunnu- dagsihádegi með Loftleiðavél- inni Snorra Sturlusyni og við stjórnvöiinn sat Þorsteinn Jónsson, flugstjóri. Flugvélin var á leið frá New York, og fjöldi útlendra farþega í henni að vonum. Dumbungs- veður var, lágskýjað, og sá ekki til sólar. Þótti okkur blaðamönnunum einkennilegt að flugvélinni var ekki beitt beint í skýin, heldur haldið neðar og stefnt í suður. En skýringin kom þegar Þor- steinn flugstjóri ávarpaði far- þega og sagðist ætla að sýna þeim nýju eyjuna í Vest- mannaeyjaklasanum, Surts- ey. Hafði Surtur verið óvenju líflegur um nóttina, og þótti rétt að reyna að gefa útlend- ingunum kost á að sjá fyrir- bærið. Flogið var fram og aftur yfir Surtsey svo allir fengju skoðað undrið, og rakti flug- stjórinn sögu eyjarinnar. Þeg- ar allir höfðu séð nægju sina tók Þorsteinn stefnu í austur, * haekkaði flugið og tilkynnti að lent yrði á Torslanda-flug- velli við Gautaborg eftir tæp- lega fjóra og hálfan tíma. Flogið var í glampandi sól ofar skýjum, og ljuffengur há degisverður stytti farþeguim stundirnar. Við vorum fjórir saman I þessari ferð, því auk okkar blaðamannanna voru tveir fulltrúar frá Volvo-umboðinu í Reykjavík, þeir Ásgeir Gunn arsson og Árni Filippusson. Töldum við sennilegast að lítið yrði um að vera þetta sunnudagskvöld í Gautaborg, því dagskráin okkar hjá Volvo átti ekki að hafjast fyrr en á mániudag. Þó var ráð fyrir því gert að fulltrúi frá Volvo tæki á móti okkur á fluigvellinum og æki okkur til gististaðarins. Reyndist það rétt, því þegar við komum frá vegabréfasikoðuninni beið okkar hár og myndarlegur Svíi írá upplýsingadeild Volvo, eða P. R. eins og þeir kalla það á enskan hátt. Sviinn kynniti sig og reynd ist heita Olof Wallén. Sagði hann að við yrðuim að hafa hraðann a, því við værum boðnir f síðdegisdryfcikju til forstjóra P. R. deildarinnar, Hans Blenner, klukkan 5, en klukkan var þá orðinn rúm- lega hálf sex. Ók Olof okkur 1 flunkunýjum, sjálfskiptum Volvo Amazon til Grand Hotel, þar sem við áttum að búa, og dokaði við meðan við þvoðum af okkur ferðarykið Siðan var ekið heim til Blenn- ers forstjóra, sem býr í Hovás, rétt utan við Gautaborg. Þegar við svo komum til veizlunnar voru þar fyrir nokkrir blaðamenn frá Kanada og 3andaríkjunum, sem við áttum eftir að kynn- ast nánar næstu þrjá dagana. Að síðdegisdrykkju lokinni tók við kvöidverðarboð í golif skála þeirra Hovás-búa. Dag- skrá næstu þriggja daga var þannig að fyrst áttum við að kynnast torfærubifreiðum Volvo, síðan tveimur kapp- aksturshetjum, sem hjá Volvo starfa, þeim Tom Trana og Sylviu Österberg. Svo var sjó ferð með hraðbátum knúnum Volvo Penta vélum og seinna skoðuð gamla verksmiðjan, þar sem allir Volvo bílar hafa verið settir saman hingað til. Loks var rusínan í pylsuend- anum, en það var nýja Tors- landaverksmiðjan. Hana átti að skoða síðast. AFDRIFARÍKUR FUNDUR í VEITINGAHÚSI Áður en lengra er haldið, er rétt að 9kýra nokkuð frá þessu risafyrirtæki, sem Volvo er nú. Þetta er annað stærsta iðnfyrirtæki Norðiu-- landanna, og nam velta þess á árkui 1963 2.174 milljónum sænskra króna, eða rúmlega 18 þúsund milljónum ís- lenzkra króna. Volvo er nokk urskonar almenningsihlutafé- lag, því hluthafar eru 28 þús- und, og á enginn einstakling- ur yfir 1% hlutafjár Aðalfram leiðslan er bílar, og voru á árinu 1963 smíðaði.r alls 120 þusund bílar af ýmsum gerð- um. Sögu Volvo má rekja aftur til ársins 1924 þegar tveir framsýnir Svíar hittust af til- viljun í veitingahusi. Þetta Loftmynd af nýju Volvo-bílasmiðjunni. Hún er rúmur kíló- metri á lengd og 180 þúsund fermetrar. voru þeir Assar Gabrielsson, þáverandi sölustjóri hjá kúlu- leguverksmiðjunni SKF, og Gustaf Larson, tæknilegur framkvæmdastjóri Galco fé- lagsins. Báðir þessir menn höfðu lengi gengið með þá hugmynd að reyna að setja á stofn sænska bílasmiðju, og á fundi þeirra í veitingahúsinu ákváðu þeir að kanna nánar möguleikana á því. Undirbún- ingurinn tók tíma, en í apríl 1927 kom fyrsti Volvo-inn frá nýju verksmiðjunni þeirra. Og á því ári voru alls smíðaðir um 300 bílar. Eftirspurnin jókst jafnt og þétt eftir þessum nýju sænsku bílum og verksmiðj- urnar stækkuðu ár frá ári til að hafa undan. Árið 1950 var ársframleiðslan komin upp í 10 þúsund bíla. Síðan hefur hún tólf-faldazt. Elftir því sem Volvo óx fiskur um hrygg, færði félagið út kvíarnar. Eru dótturfyrirtæiki Volvo nú sex með sextán verksmiðjur í 12 borgum Sviþjóðar, og þar starfa um 20 þúsund fastir starfsmenn. Auk þess kaupir Volvo ýmsa bíla- og vélahluta utan frá, og eru viðskiptafyr- irtækin alls um 1800, þar af 800 í Svíþjóð. FJÖGURRA MILLJONA FERMETRA LAND Eins og gefur að skilja krafðist framleiðsluaukningin hjá Volvo stöðugt aukins hús- rýmis hjá samsetningarverk- smiðjunni gömlu í Gautaborg. En landrými var þar tak- markað. Árið 1955 voru snmíð- aðir 30 þúsund bílar, og var þá þegar ljóst að eitthvað yrði að gera til að bæta úr húsnæðisskorti. í Gautaborg- arsmiðjunum var ekki unnt að smíða nema um 55 þúsund Vi'irJilsmynd yfir einn vinnusalinn í Torslandasmiðjunni. bíla á ári ef unnið var á dag- vakt eingöngu. Með því að láta vinna á tveimur vöktum mátti tvöfalda afköstin, en bjartsýnismenn sáu fram á að jafnvel það væri ekki nóg. Voru þá gerðir út sérfræðing- ar til að kanna hvað gera bæri. Niðurstaða þeirra varð sú að eina lausnin væri að byggja nýjar bílasmiðjur og þá ekki tjalda aðeins til einn- ar nætur. Samkvæmt þessari niðurstöðu sérfræðinganna ákváðu stjórnendur Volvo haustið 1959 að festa kaup á fjögurra millj. fermetra landi í Torslanda, rétt norð-vestan við Gautaborg, og byggja þar nýju smiðjuna. Byggingarframkvæmdir hóf ust í Torslanda strax árið 1959, og var hluti nýju simiðj unnar tekinn í notkun 1961. En verksmiðjan í heild var opnuð í gær. Nemur bygging- arkostnaðurinn til þessa um 240 milljónum sænskra króna, eða rúmlega tvö þús- und milljónum ísl. kr. Og þarna er unnt að setja saman 110 þúsund bíla á ári miðað við að unnið sé aðeins á dag- vöktum. Ef í harðbakka slær má vinna þar á tveimur vökt um og auka afköstin upp í tvö hundruð þúsund bíla. Þarna verða eingöngu settir saman Volvo Amazon og soprtbíllinn P 1800, en aðrar gerðir verða áfram í gömlu smiðjunum. Og þegar þessi nýja bílasmiðja verður orðin of lítil er nóg landrými til uppbyggingar. Þegar við íslenzku blaða- mennirnir fórum að skoða Torslanda verksmiðjuna höfðu fleiri erlendir blaða- menn bætzt í hópinn. Auk blaðamanna frá Kanada og Bandarikjunum voru nú með okkur blaðarnenn frá Eng- landi og Hollandi, svo við vor um alls um 30. Frá þjóðvegin- um séð leynir verksimiðjan á sér, því hún snýr aðeins gafl- inum í vegfarendur. En eftir að við komum að byggingunni datt mörgum helzt í hug að efast uwi að upplýsingar okk- ar væru réttar, en þar stóð að heildarlengdin væri „að- eins" rúmur kílómetri. Hún virtist meiri. Fyst var haldið upp í fundarherbergi, þar sem tveir af forsvairs'mönnum Volvo fluttu fyrirlestra um fyrirtæikið og svöruðu fyrir- spurnum. Per Eriksson, einn af framkvæmdastjórum Volvo, skýrði m.a. frá erfið- leikum í sambandi við inn— flutningstolla á bílum, sem eru miklu lægri í Sví- þjóð en flestum löndum öðrum. Gerir þetta það að verkum að innfluttir bílar hafa mun betri sam- keppnisaðstöðu í Svíþjóð en Volvo-bílar erlendis. Þótti honum til dæmis óheyrilegt að í Frakklandi nema tollar á innfluttuim bílum um 50%. En hann minntist ekki á toll- ana okkar hér á Fróni, og var ég honum þakklátur fyrir það. VILDU EKKI VERZLA VB3 CASTRO Ýmsir skemmtilegir punkt- ar komu fram á þessum blaða mannafundi, eins og t. d. að hver hreyfing hvers starfs- manns er mæld út samkværnt sérstöku kerfi til að gera vinnu allra sem jafnasta. Svo er hver vinnuhópur ein eind, og hverri eind greidd laun eftir afköstum. Þá minntist Eriksson á sölu á brezkuon strætisvögnum til Kúbu, en sala þessi olli talsverðum ágreiningi milli Breta og Bandaríkjamanna. Kom þá í Ijós að nokkrum miánuðum áður en gengið var frá samn ingi um sölu á Leyland stræt- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.