Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. apríl 1964 MORGU NBLAÐIÐ 13 Giiðmtifidiiir Gudmundsson, íMúfistúní: ím veiöimái Árnesinga og tilboð SVFR Ég hef nokkra löngun til að rifja upp ýmislegt í sambandi við fund Veiðiféiags Árnesinga, sem fram fór að Selfossi 26. f. m. og sitthvað fleira, sem hefur gerzt og-er að gerast í þeim félagsskap. Eins og kunnugt er gerði Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigutilboð í allt vatnasvæði Ölf- usár-Hvítár sl. haust og það var þetta stórmál, sem var tilefni fundarins og eina málið, sem nokkru skipti, sem rsett 'var á fundinum. Meirihluti stjórnar Veiðifélags- ins lagðist með öllu sínu afli gegn tilboðinu og taldi því margt til foráttu. Tillaga frá meirilhluta stjórnarinnar, sem bæði var frá- munalega klaufalega og ósmekk- lega orðuð, þess efnis að hafna til'ooðinu, var samþykkt með 105 atkvæðum gegn 79. Leigutilfooð SVFR var kr. 2M> milljón á ári til 10 ára og kr. 500.000,- til fiski- ræktar árlega. Þetta tilboð gerði kr. 300,00 fyrir hverja einingu vatnasvæðisins. Stangaveiðifélagið lét þá ósk fylgja tilboðinu, að því bærist svar um áramót eða í síðasta lagi fyrir 1. febrúar. Við pessa-ri kurt- eislegu ósk brást veiðifélags- stjórnin svo myndarlega, að fund urinn um málið var haldinn 26. febrúar. Ennfremur óskaði SVFR þess að fá að senda áheyrnarfull- trúa á fundinn. Því var neitað. Hvers vegna? Óttaðist meirihluti veiðifélagsstjórnarinnar, að and- stæðingar hennar í þessu máli myndu biðja hann um skýringar á ýmsum atriðum tilboðinu við- víkjandi og svör hans yrðu ikannski þannig, að þau myndu rugla suma og gera þá blendna í trúnni, sem þeir voru búnir að „kristna", kannski með svolitlum vafasömum skýringuim á Leiguitil- boðinu. Það er ekki nema von, því þeir vildu ekki eiga það á hættu, að allt þeirra erfiði frá |því að tilboðið feom fram til febrúarioka, yrði gert að engu á síðustu stundu. Þessi ákvörðun meirihluta veiðifélagsstjórnarinn ar að neita SVFR u>m að fá að hafa áheyrnarfulltrúa á fundin- um er aiveg einstakt í sinni röð og hefur mælzt afar illa fyrir, eins og fram kom hjá mörgum ræðumönnum á fundinum. í sambandi við bæði þessi til- tnæli SVFR hefur meirihluti stjórnarinnar komið vægast sagt mjög leiðinlega fram, óvifcurlega og af lítilli kurteisi. Meiriihluti stjórnarinnar hefur vitað hvað hún var að gera, þegar hiki dró það langt umfram það sem oskað vár að taka ákvörðun í málinu. Aðstaða SVFR var því verri að etand-a við tilboðið því len.gur •em leið, enda var komið á yztu mörk. Formaður stjórnarinnar og sa<m fierjar hans héldu því fram, að leigutilboðið væri alltof Lágt, þeg • r það væri borið saman við það eem Vatnsdalsá væri leigð fyrir, og óvíst væri uan gengi pening- ann-a í framtíðinni. En það var einmitt þetta, sem minnzt /ar á í tilboðinu, að SVFR væri reiðu- búin að taka tiLLit til, og það var laukrétt sem Einar á Hæii sagði, að um þetta mundi auðvelt að gera potttþétta samininga. Og ef þetta hefur verið ástæðan að leig «n væri of lág, því hafa þeir þá ekki leitað eftir hærra tilboði Því hefur vatnasvæðið ekki verið boðið út og reynt að krækja í einihvern enskan miLLjónera, sem væri íúm til að borga nokkrar miiLljónir i viðbót? Það væri víst enginn á móti því. En þetta hefur «kki verið gert og ekkert sem bendir til þess að það verði gert. Meirihluti stjórnarinnar vill haLda öllu I sama horfimu. Hún vill að þeix sem fram að þessu hafa haft aðstoðu til að hremma mest af Laxinum haldi sböðu sinni áfram, þótt aðrir hafi ekki heitt. Allur jöfnuður í þessu máli er henni eitur í beinum. Og þá finnst henni þetta ekki nóg. Á auka fundinum á Selfossi fékk hún það samþykkt að félagið tæki alla veiði í sínar hendur 10 fyrstu daga veiðitímans og 5 þá síðustu. Þá væri öLL net tekin upp og öll stangaveiði bönnuð öðrum en félaginu. Það var látið í það skína, að þetta væri mikil fórnfýsi og drengskapur af hendi neta- manna. En kunnugir vita betur. Þessir fyrstu og síðustu dagar eru einmitt sá tími, eftir því sem netamennirnir sjálfir hafa sagt, sem Lang minnst veiðist í Ölfusá og Hvítá. Og það skyidi elcki vera að búið væri að taka netin upp í fLestum ánum, áður en kemu'r að þessari 5 daga fórn. En þessu er öðruvísi farið með bergvatnsárn- ar og þveröfugt. Þar eru fyrstu og síðustu dagarnir venjulegast beztir. Þannig er það hér við Stóru-Laxá. Þessi breytimg á veiðiréttinum torveidar mjög möguleika þeirra, sem búa við bergvatnsárnar, að koma þeim í eitbhvert verð eða jafnvei eyði- Lagt hann með öllu í mörgum til- fellum. Dálaglegt fraimferði það. Ágóðann af þessari nýju skip- an á svo að nota til fiskiræktar. Allt i einu fékk meirihluti stjórn arinnar brennandi áhuga á fislki rækt. Þegar stjórnarformaðurinn var um daginn á SeLfossfundin- um að útmáLa þerunan mikla ræktunaráhuga, þá datt mér í hug revíuleikari og enginn við- vaningur, sem ætti marga aðdó- endur. En þeir, sem eru kutinugir fortíð þessa féiagsskapar, ajá í gegnum leikaraskapinn. Ræðumenn stjórnarinnar reyndu að gera þetta að tilfinn- ingaméli. Sögðu að það væru ekki peningarnir fyrst og fremst, heldur hitt að afsaia ekki réttin- um, gerast ekki þrælar o.s.frv. Þannig var allur þeirra málflutn- ingur. Hefði meirihluta stjórnarinnar verið alvara að afla fjár í þessu skyni, þá hefði hún farið öðru- vísi að, í stað þess að vera með þennan óskapning, sem hvorki er fugt né fiskur. Hú hefði Lagt gjald á hvern lax, sem veiddist á vatnasvæðinu. Vitaniega hefði það lagzt þyngst á þá sem mest veiða, netamennina. Þetta hefði verið það einfaLdastá, örugigasta og arðvænlegasta ráðið til að afla fjár, og síðast en elcki sízt það réttlátasta. En þetta datt þeim ekki í hug. Þó er þetta allt ósköp skiljanlegt. Þetta er ekki gert af ræktunaráihuga, þó hann sé nú mikill í orði. Meirihluti stjórnarinnar er knúinn fram af utanaðkomandi þvingun. ÞvæList út í þetta vegna þess ákvæðis í leigutiiboði SVFR, að leggja fram Vz milljón til fiskuppeldis áriega. Þetta var of stórt fram- lag. Það varð að hafa eiruhver látalæti í frammi, svona tii mála- mynda. Ýmsar auðtrúa sálir gætu þá tekið það sem góða gilda vöru, svona fyrst. Það er ekki sama hvort menn ganga að verki með áhuga og dugnaði, eins og SVFR hefði gert, eða aðeins til að sýnast. Aðaisjónarmið meirihluta þeirra, sem með stjórn félagsins fara, er veiðiskapur. Þannig er, að meiri- hluti þeirra, sem í sbjórninni sitja, hafa . mikilla hagsmuna að gæta, hvað veiðiskap snertir, bæði í ÖLfusá og Hvitá, og það verður ekki annað séð ea að við þetta atriði, veiðiskapinn á líð- andi stu.nd, sé hugur þeirra allur. Hvað framtíðin ber í sikauti sínu er þeim óviðkornandi. Það er slæmt að þetta skuLi vera svona. En svona er það og svona verður það, þar til þeir sem eitbhvað hugsa léngra fram í tímann en um daginn í dag, taka við stjórn- artaumunum. Þannig standa mál- in í dag. Afturhald, kyrrstaða. Engin ljósglæta um betri né batn andi framtíð, nema siður sé. Á fundinum á Seifossi kom í ljós alleinkennilegt fyrirbrigði. Nokkrir félagsmenn sem aldrei hafa fengið neitt fyrir sinn hlut í vatnasvæðinu og alveg útilokað að það verði á meðan það fyrir- komulag ríkir, sem hefur verið og er, en hefðu fengið drjúgan skilding ef LeigutiLboð í SVFR hefði verið tekið. Þeir fylgdu meirihluta stjórnarinnar og greiddu atkvæði á móti sínum eigin hagsmunum og þeim, er þeir áttu samstöðu með. Þetta sýnir það, hvernig tala mó um fyrir mönnum, sem ekki gera sér sjálfir grein fyrir gangi málanna. Guðmundur á Kópsvatni skrif- aði fyrir nokkru grein sem kom í Tímanum um leigutilboð SVFR. Þegar ég hafði hlaupið yfir grein in„ sá ég strax í hvaða tilgangi hún var skrifuð. Hún var skrifuð tiL að vekja sundrung og tor- tryggni, að lauma því inn hjá veiðieigendum, að ætlunin sé að véla þá og féfletta. Ég ætla ekki að fara langt út í þetta ritverk Guðmundar á Kópsvatni. Ég ætla aðeins að fara nokkrum orðum um þennan upp- vakning hans, jökulvatnið sem uppeLdisstöð. Ég held að það sé ætlun hans, að það geri ekkert til, þó enginn lax komist úr jökulvatninu, hann hrygnir bara í Hvitá og þá sé öLLu borgið. Þessi viturlega speki hefur ekki rekið upp kollinn nú um nokk- urn tíma fyrr en Guömundur er svo greiðvikinn að koma henni aftur á flot. En hún var fyrir eina tíð á ferðinni. Það var víst hugmyndin að fá þessu trúað — og það verða alltaf einhverjir til að trúa, hversu mikil vitieysa sem sögð er. í grein í SuðurLandi 25/3 1961 segi ég um þessa spá- nýju vizku. „Það hefur verið sagt í mín eyru að laxinn hefði ekkert að vilja upp í bergvatnsárnar, því hann hrygndi aiveg eins í Hvítá. Jú, hann hrygnir sjálfsagt í Hvítá, en það er bara sá galli á þeirri hrygningu að þau hrogn, sem þar faila, verða aldrei að Löxum. Þetta veit og skiiur hvert fermingarbarn, en hvort stjórn veiðifélags Árnesinga síkilur þetta, skal ég láta ósagt." Síðan hefur ekki verið á þetta minnzt, þar til nú, að upphafs- mönnum þeirrar uppeldisfræði hefur bætzt nýr liðsmaður, Guð- mundur á Kópsvatni. Guðmund- ur er stúdent. Nú vil ég gefa Guðmundi vimi mínum gott ráð, sem ég vona að hann kunni að hagnýta sér. Eins og hann veit hef eg nokkuð oft snúist í kringum kindur, oftast að þörfu, en líka stundum farið Langt úr leið einungis til að sjá kindur í öðrum sveitum eða hér- uðum. Ég hef ekki talið þefcta eftir mér. Ég hef haft gaman »C þessum erli, skemmt mér við þetta með ágætum. Og stundum hafa ýmsir meira að segja trúað mér fyrir því að veija fyrir sig undaneldiskindur og talið sig hafa hagnað af. Af þessu getur Guðmundur dregið þá ályktun, að ég slagi þó nokkuð upp í hann í fjármennsku, þó ég hafi ekkt skrifað eins mikið um kindur og 'hann og það muni vera óhætt að fara eftir því, sem ég legg til, þegar kindur eru annars vegar. Nú er það mitt ráð, að Gað- mundur fari með ærnar sínar upp á Hofsjökul fyrir sauðburð í vor, því þar sem hann telur góð skilyrði fyrir fiskungviði í jöku!- vatninu, þá er honum cihætt að treysta því að þau séu nákvæm- lega þau sömu fyrir unglomb á jöklinum sjálfum og ekki ættu þau að vera lakari. Þarna gæti Guðmundur sannað kenningu sína. Og það gæti komið sér vel fyrir meirihluta veiðifélagsstjóm arinnar. Að öðrum kosti er óvíst, að henni verði pessi skrif Guð- mundar að nokkru liði. Núpstúni 21/3 1964. Guðm. Guðmundsson. (L'Aventura), ítölsk, Bæjarbíó, 145 min. Leikstjóri: Michelangelo Antonioni. JÞAÐ er sannarlega ævintýri að fara suður í Bæjarbíó um þessar mundír, ævintýri sem ekki gleym ist strax, og það verður að skrif- ast . á menningarreikning stór- skuldugra áhorfenda, ef Ævin- týri Antonionis verður ekki sýnt þar lengi. Hér er um að ræða merkilegt og stílskapandi kvik- myndaverk og ég efast um að eftirtektarverðari kvikmyndir verði sýndar hér næstu mánuð- ina. Þegar ÆvintýriiS var fyrst sýnt í Cannes 1960, var Antoni- oni lítt kunnur utan fámenns hóps áhugamanna, en er nú við- urkenndur sem einn merkilegasti kvikmyndahöfundur heimsins. — ÆvintýriS er fyrsta mynd hans sem sýnd er hér á landi, en innan skamms mun Tónabíó sýna aðra mynd hans, Nóttina (La Notte), og er- það tilhlökkunarefni, því myndir hans marka tímamót í kvikmyndaþróun heimsins. í skemmtiferð til klettaeyju nálægt Sikiley, hverfur ung stúlka, Anna (Lee Massari), og um stund virðist áhorfandinn mega búast við spennandi og dul- arfullri mynd á la Hitchcock, þeg- ar elshugi hennar Sandro (Gabriele Ferzetti), og vinkona hennar, Claudia (Monica Vitti), hefja umfangsmikla leit að henni. En á meðan leitinni stendur, bein ast ástríður Sandros að Claudiu, sem reynir að haida sér í skef jum vegna sektartilfinningar gagn- vart horfinni vinkonu sinni. En undir yfirskini ieitarinnar liggja leiðir þeirra saman og brátt hverf ur þörfin og löngunin til að finna Önnu og myndin snýst ekki leng- ur um hvarf hennar, heldur sam- band Sandros og Claudiu, sem verður sífellt nánara. En þegar tilfinningasamband þeirra virðist sem sterkast, lætur Sandro glepj- ast af hóteLskækju. CLaudia kem- ur að þeim og flýr, niðurbrotin. Þau hittast fyrir utan hótelið, þar sem Sandro grætur af sjálfsfyrir- litningu og í grárri morgunskím- unni leggur Claudia fyrirgefandi hönd sína á álútt höfuð Sandros. Ævintýrltf er mynd um angist tiiverunnar, sálarlega einangrun mannsins og einmanaleika. í henni kemur fram sú skoðun Antonionis, að maðurinn sé ávallt einn og hvað tilfinningum og sið- gæði viðkemur, sé hann ákaflega óþroskaður og íhaldsamur á móts við vísindalega þroska hans. Til- finningalíf hans er mjög hverfult og hin öfgafulla sókn hans á eró- tíska sviðinu og áherzlan sem hann leggur á erótíkina, er að- eins merki um leit og fálm eftir raunverulegum tilfinningum og ást, sem hann hefur glatað, eða getur ekki staðið undir. í sínum innhverfa og hæga stíl kafar Antonioni svo djúpt niður í sál- arlíf persónanna, að sú spurning vaknar ef til vill hvort hann geri ekki of miklar kröfur til skiln- ings og eftirtektar áhorfenda, sem vanastir eru því að áhugi þeirra og eftirtekt sé vakinn á sama hátt og skrautglingri og dóti er hringlað framan í rellótt unga- barn. Hér er mynd sem krefst mikils af áhorfandanum, en gefur honum aftur á móti mikið í stað- inn ef hann gefur sig á vald stíl Antonionis, rólegum og æsingar- lausum, þar sem fátt virðist ger- ast, en svo óendanlega margt ger- ist í raun og veru, í einu augna- tilliti eða handahreyfingu, þar sem umhverfið er svo samofið persónunum og efninu að þær og umhverfið eru eitt og raunar ó- gerlegt að hugsa sér persónurnar án þessa umhvesrfis. StíU hans er svo fíngerður, viðkvæmur og hljóðlátur, að án ýtrustu eftirtekt ar getur allt farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki hafa sett sig inn í myndina og gefið sig á vald hennar. Ævintýrið er mynd sem áhorfandinn annað- hvort varpar frá sér algjörlega í heild, eða meðtekur að fullu. Þar er tæplega millivegur. Ævintýrið er einstaklega film- rænt verk, það er óhugsandi sem bókmenntalegt verk og raunar ekki hægt að lýsa því í orðum, þótt tilraunir séu til þess gerðar. Frásögnin liggur öll í myndinni, stílnum, hverri hreyfingu og til- liti og því sem ekki er sagt eða gert. Og eins og hjá ölium mikl- um kvikmyndaskáldum eru leik- endur nær eingöngu verkfæri í höndum leikstjórans og hér virð- ist Antonioni hafa fullt vald á sínum leikendum. AlLur leikur er dempaður, hvergi spennt á bog- anum eða ofleikið, frekar hið gagnstæða. Monica Vitti, sem leikið hefur í öllum síðari mynd- um Antonionis og er nú eigin- kona hans, er einstaklega „fóto- genisk" og dásamLega fögur og er eins og sköpuð fyrir Antonioni. Kvikmyndun er frábær, raunar Framh. á bis. 11. Gabriele Feraetti og Monica Vi tti, aðalpersónur í „Ævintj rinu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.