Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLADIÐ
Teikningar Snorra
Sveins Friðriksonnar
SNORRI Sveinn Friðriksson er
ungur listamaður, sem nú hefur
efnt til sinnar fyrstu sýningar í
Bogasalnum. Hann sýnir ein-
göngu teikningar, gerðar með
penna og kolum, ásarnt einni
litographíu. Þotta eru um þrjátíu
myndir samtals.
Þessi sýning kom mér nokkuð
á óvart. Satt að segja bjóst ég
ekki við að sjá svo aðlaðandi
teikningar eins og raun bar vitni.
Maður er orðiran dálítið svektur
á sumu því, sem kallað er mynd
list í blöðum hérlendis, óg það
er á stundum nokkur ráðgáta,
hvað er á ferðinni þegar maður
sér það fúsk, som margir gerfi-
listamenn bera á borð fyrir al-
menning. I>að er því sannarlega
gleðilegt að sjá ungan mann,
sem vekur athygli manns og gef
ur okkur fyrirheit um, að unnið
aé af einurð og hógværð að skapa
hughrif með línum og formum
í svörtu og hvítu. Þetta gerir
Snorri Sveinn Friðriksson, og
hann sýnir tvímælalaust góða
hæfileika og vissan skilning á við
fangsefnum sínum. Hitt er svo
önnur saga, að hann skortir enn
sem komið er ýmislegt, sem gerir
teikningar hans að stórbrotinni
list. En efniviðurinin er hér fyrir
hendi, og það verður skemmti-
legt að sjá, hvað þessum unga
listamanni verður úr því vega-
nesti, er hann þegar hefur. Það
er ógerningur að spá með nokkru
um framtíð listamanns. Samt
langar mig til að láta þau orð
falla, að maður, sem stundar list
grein sína á jafn innilegan hátt
og Snorri Sveinn, ætti að geta
náð þroska og árangri á kom-
andi árum. Persónuiega verka
kolmyndir Snorra Sveins miklu
sterkar á undirritaðan en penna
Ein af kolmyndum listamannsins
teikningar hans. Það er eins og
honum takist ekki að ná eins
viðkvæmri spennu í pennastrikið
þar og þegar hann teflir saman
svörtum mössum og Ijósum flöt-
um. Þar sést einnig bezt, hve
næma tilfinningu þessi ungi lista
maður hefur fyrir ljósi og
skugga, og hver takmörk hann
getur sett sér við myndgerð.
Þetta er ég hef nú nefnt, eru
fágætir eiginleikar, sem geta orð
ið undirstaða að góðu framhaldi
þess er Snorri Sveinn sýnir nú.
Eg fagna því, að þessar teikning-
ar hafa komið fram fyrir sjónir
almennings, og væri vel, ef mót-
tökur yrðu að sama skapi. Við
Islendingar höfum sannarlega
ekki efni á því að láta tómlæ'ti
Stjórnarfrumvarp um útsvarslækkun — ferðamálaf rumvarp ríkisstjórnarinna afgreitt frá Alþingi
FUNDIR voru í gær í sameinuðu
Alþingi og i báðum deildum. f
sameinuðu þingi voru atkvæða-
greiðslur um visun mála til
nefnda. í efri deild var rætt um
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
tekjustofna sveitarfélaga og því
siðan vísað til 2. umræðu og
nefndar. Frumvarpi um sölu jarð
arinnar Áss í Hafnarfirði var am-
ræðulaust vísað til 2. umræðu og
nefndar, en mál það" er komid
frá neðri deild.
1 neðri deild var atkvæða-
greiðsla um vísun seðlabanka-
frumvarpsins til 3. umræðu.
Það var samþykkt með 18 atkv.
gegn 16 atkv. stjórnarandstöff-
unnar.
Frumvörpunum um dragnóta-
veiðar í fiskveiðilandhelgi, bú-
fjárhald í Reykjavík og varðskip
og skipverja á þeim var öllum
vísað til 2. umræðu og nefnda.
Þá var frumvarp rikisstjórnar-
Innar um ferðamál afgreitt sem
lög frá Alþingi.
Gísli Guðmundsson mælti fyr-
Ir frumvarpi sínu og nokkurra
Framsóknarmanna um hafnar-
gerðir. Frumvarpið gerir ráð fyr-
ir auknum ríkisstyrk til hafnar-
sjóða og færði Gísli fram rök
flutningsmanna fyrir þesseum
aukna styrk, en hann kvað fjár-
hag hafnarsjóða mjóg þröngan.
TEKJUSXOFNAR
SVEITARFÉLAGA
í efri deild lagði Magnús Jóns-
«on fram frumvarp ríkisstjórnar-
innar um breytingar á lögum um
tekjustofna
sveitarfélaga.
Fjármálaráð-
herra var fjar-
verandi vegna
veikinda og
flutti þingmað-
urinn tilmæli
hans um að
frumvarpið yrði
afgreitt til nefnd
ar, enda myndi hann gefa nefnd-
inni allar upplýsingar og deild-
inni við 2. umræðu málsins. —
Frumvarp þetta er flutt jafn-
framt frumvarpinu um breytingu
á lögunum um tekju- og eignar-
skatt.
í greinargerð frumvarpsins seg
ir m.a.:
Breytingar þær frá núgildandi
lögum, sem felast í frumvarpi
þessu, ef að lögum verður, eru
þessar helztar:
1. Lagt er til, sjá 5. gr., að regl
unum, sem nú gilda um álagn
ingu útsvara verði breytt í
meginatriðum. í stað afsláttar
af útsvari vegna fjölskyldu-
stærðar er gert ráð fyrir á-
kveðnum frádrætti frá tekjum
til samræmis við þau ákvæði,
sem gilda um tekjuskattsálagn
ingu. í öðru lagi er gjaldþrep-
um fækkað úr átta í tvö. Á-
lagning verður þannið auð-
veldari og einfaldari í fram-
kvæmd.
2. Hámarksákvæði um aðstöðu-
gjald af fiskiðnaði er lækkað
úr lVz% í 1%. Enn fremur er
gert ráð fyrir að viðmiðun að-
stöðugjalds við veltuútsvör á
árinu 1961 verði úr gildi num-
in í áföngum á þremur árum,
sbr. ákvæði til bráðabirgða.
3. Loks er lagt til, að gerðar
verði ýmsar breytingar á á-
kvæðum laganna, sem reynsl-
an hefur sýnt, að rétt sé að
gera.
Verður nú vikið að athuga-
semdum við einstakar greinar.
ÚTSVARSLÆKKANIR
FRUMVARPSINS
Til fróðleiks eru hér birtar eft-
irfarandi töflur, sem sýna saman-
burð á útsvarsálagningu sam-
kvæmt gildandi lögum og álagn-
ingunni eins og hún yrði, ef frum
varp þetta verður að lögum.
120 000 18 600 14 800
140 000 23 500 19 600
170 000 30 800 26 900
200 000 38 100 34 300
in moS 3 börn:
50 000 2 600 0
70 000 6 700 3 300
100 000 13 000 8 500
120 000 17 600 13 500
130 000 20 000 15 900
150 000 24 900 20 800
170 000 29 800 25 700
200 000 37 100 33 000
iltsvör skv. gildandi útsvarsregium fíettótekjur Útsvör skv. frv
Einhleypingar: 30 000 2 400 800
50 000 6 000 4 300
70 000 10 100 7 700
90 000 14 300 12 600
100 000 16 400 15 100
110 000 18 500 17 600
150 000 28 200 27 500
200 000 40 400 39 700
Hjón: 30 000 1700 0
50 000 5 300 2 400
70 000 9 400 5 800
90 000 13 600 9 700
100 000 15 700 12 300
120 000 20 200 17 300
150 000 27 600 24 700
200 000 39 700 36 800
Hjón með 2 börn:
40 000 1700 0
50 000 3 500 700
70 000 7 700 4 100
100 000 14 000 9 700
Um þetta mál ræddu síðan
þeir Karl Kristjánsson og Alfreð
Gíslason. Karl kvað hér nú held-
ur á ferðinni fallega sumargjöf í
skrautlegum umbúðum. Rakti
hann nokkuð útsvarsmálin.
Alfreð kvað það kost frum-
varpsins, að möguleikar sveitar-
félaga til afsláttar mundu
minnka, því að sá afsláttur hefði
ekki verið sanngjarn, því að hann
yrði hærri í krónutölu til hálauna
manna. Skv. þessu frumvarpi
ættu þó allir að lækka í útsvari
og gagnrýndi þingmaðurinn það,
og sagði það í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar að
draga úr stighækkandi sköttum.
Magnús Jónsson tók að lokum
til máls og áréttaði, að tilgangur
frumvarpsins væri að leiðrétta
gildandi lög til samræmis við
þær verðhækkanir og kaups, sem
orðið hefðu, þannig að hlunnind-
in, sem veitt væru almennum
launatekjum héldust, þrátt fyrir
hækkanirnar.
Frumvarpið hefði í för með sér
mikilvæg hlunnindi fyrir lág-
launafólk og væri hagsbót fyrir
almenning.
Frumvarpinu var síðan visað
til 2. umræðu og nefndar.
menn og málleysingja, oft undir
stjórn vitlausra manna. Dýrin
gætu verið erfið, en þau væru þó
tamin og margir hefðu af þeim
ánægju. Ekki væri ætlast til að
banna ætti bíla og ætti því að
meta þessi mál nokkuð sameigin-
lega. Nefnd ætti að íhuga þetta
mál og menn mættu ekki vera
alltof finir.
BiLAR OG BUFE
Einar Olgeirsson lét að sér
kveöa víð afgreiðslu frumvarps-
ins um búfjárhald í Reykjavík,
sem veitir heim-
ild til þess að
banna slíkt bú-
fjárhald. Einar
kvað slíka heim-
ild fremur óeðli-
lega, enda væri
sama ekki látið
gilda um hin vél
rænu villidýr,
sem ækju um
götur borgarinnar og dræpu
FERDAMALAFRUMVARPIÖ
SAMÞYKKT
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um ferðamál var afgreitt frá Al-
þingi í gær. Frumvarpið, sem nú
verður að lögum færir með sér
ýmsa nýung, en það er í 40 grein-
um. I. kafli fjallar um ferðaskrif-
stofur almennar og skilyrði fyrir
leyfi til slíks rekstrar. II. kafli
fjallar um ferðamálaráð, sem á
að vera ráðgefandi um ferðamál
og stuðla að örvun þeirra pg
skipulagningu. III, kaflinn fjallar
um Ferðaskrifstofu ríkisins.
Einkaleyfi hennar til móttöku er-
lendra ferðamanna er afnumið,
en skrifstofan starfar áfram og
eru jafnframt fengin ný verk-
efni, einkum landkynning og
fræðsla og kynningarstarfsemi
um ferðamál. Þá gerir frumvarp-
ið ráð fyrir stofnun ferðamála-
sjóðs, sem skal styrkja og veita
lán til framkvæmda, sem stuðla
að bættri aðstöðu við móttöku
ferðamanna.
Laugardagur 25. apríl 1964
og jafnvel leti verða ungum og
efnileguim listamönnum að farar
tálma.
Auðvitað er ýmislegt á þessari
sýningu, sem ég gæti furtdið að,
en samt er það svo að. þessi
-fyrsta sjálfstæða sýning Snorra
Sveins er furðulega laus við
hortitti og smekkleysur, en hér
er ef til vill nokkur galli á gjöf
Njarðar. Það vamtar í þessa sýn-
ingu þann frumkraft og óstýri-
læti, sem mér finnst alltaf góðs
viti hjá ungum listamönnurn.
Snorri Sveinn Friðriksson mætti
gjarnan sigla í svolítið meira öldu
róti og beita meir í báruna. Lista
brautin er úfið haf, og margir eru
þeir boðar og brot, sem verður
að forðast, ef koma á óskaddað-
ur í höfn.
Það verður skem.mtilegt að sjá
hverju fram vindur hjá þessum
unga listamanni. ofig hafði
ánægju af að sjá þessar teikning-
ar, og það er ýmislegt, sem bend-
ir til þess, að hér sé á ferð eftur
tektarverður nýliði í hóp alvar-
legra listamanna.
Valtýr Péturssoa.
ASV boðar tU
fundar um kjara-
mál 10. maí
ísafirði, 24. apríl.
STJÓRN Alþýðusambands Vest
f jarða ákvað á fundi sínum í gær
að boða til fundar á ísafirði 10.
maí nk. til a<V ræða um kaup-
gjaldsmálin og afstöðu sambands
félaganna til þeirra mála.
Stjórn ASV lýsti yfir samþylíkl
sínu og stuðningí við ályktun
miðstjórnar ASÍ um kjaramálku
Einnig lýsti stjórn ASV yfir
fyllsta stuðningi við ákvörðun
miðstjórnar ASÍ að bjóða ríkis-
stjórninni samstarf verkalýðs-
hreyfingarinnar til lausnar á
kaupgjaldsmálunum og fagnar
því að viðræður eru hafnar milli
þessara aðila. — H.T.
Nýr 192 tonna
bátur til Súganda-
fjarðar
MÆLT GEGN DRAGNÓTA-
VEIÐUM f LANDHELGI
Á kvöldfundi sl. þriðjudags-
kvöid flutti Davíð Ólafsson
langa og ýtarlega ræðu, þar sem
hann andmælti
samþykkt frum-
varpsins um
dragnótaveiðar í
fiskveiðiland-
helginni. Davíð
rakti þær hætt-
ur, sem slíkar
veiðar gætu haft
fyrir hrygningar
svæðin og ung-
fisk. — Vitnaði hann í álit fiski-
fræðinga líiáli sínu til stuðnings
og rakti reynsluna frá dragnóta-
veiðum innan fiskveiðilandhelg-
Súgandafirði, 24. april.
NÝR bátur kom hingað sl. nótt
og heitir hann Ólafur Friðberts-
son, 192 smálestir að stærð. Hann
er búinn öllum nýjustu tækjura,
Eigandi hins nýja báts er Von
hf og skipstjóri er Filip Höskulda
son og vélstjóri Jón Hinrik Jóns-
son. Báturinn hreppti vont veður
á heimleið frá Flekkefjord í Nor-
egi og reyndist mjög vel.
Kirkjukór Húsa-
víkur heldur
samsön^
Húsavík, 24. apríl.
KIRKJUKÓR Húsavíkur hél*
samsöng í samkomuhúsinu síð-
asta vetrardag við ágæta aðsókn
og undirtektir. Söngstjóri var
Reynir Jónasson, en undirleik
annaðist frú Björg Friðriksdóttir.
Einsöng með kórnum söng fröMc
en Ingibjörg Steingrímsdóttir frá
Akureyri og söng hún einnig
fjögur einsöngslög við mikla
hrifningu áheyrenda.
As^eir Overby
skákmeistari Isa-
fjarðar
ísafirði, 24. april.
SKÁKÞINGI ísafjarðar lauk I
síðustu viku og voru keppendur
8 í fyrsta flokki. Skákmeistari
ísafjarðar 1964 varð Asgeir Över-
by. Hraðskákmót Jór fram á
mánudagskvöld og voru kepp-
endur 23 frá ísafirði, Súðavík og
Bolungarvík. Hraðskákmeistari
ísafjarðar 1964 varð Mattihías
Kristinsson með 20 vinninga af
22 mögulegum. — H.T.