Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ Barna- dagurinn hinn fjöl- mennasti til þessa SUMARDAGURINN fyrsti hefur hlotið nafnið „barna- dagurinn", enda eru há- tíðarhöld þess dags miðuð við yngstu kynslóðina. í fyrra- dag var Reykjavíkurborg kvik af smáfólki og reyndar fylgdarliði þess af eldra stofni Barnavinafélagið Suimargjöf Séð yl'ir útisamkomuna í L: sá að vanda um hátíðarhöld- in. Munu aldrei áður hafa verið eins margir viðstaddir á útisamkomur og skrúðgöng- ur á sumardaginn fyrsta. Hátíðahöldin hófust með skrúðgöngum tveim. Var önn- ur farin frá Melaskólanuim, en hin frá Austuribæjarslkólan- Skrúðgangan frá Melaskólanum fer um Skothúsveg yfir Tjarnarbrúna. um. Lúðrasveitir léku fyirir göngunum, sem mættust í Lækjargötunni. Þar var hald- in útiskemmtun. Farmaður Suimargjafar, Ásgeir Guð- mundsson, kennari, flutti ræðu, þá ræddi séra Ólafur Skúlason við börnin, Lúðra- sveit drengja lék sumarlög og Ómar Ragnarsson skemmti. Til þess að börnin mættu öll sjá Ómar, lét hann krana hefja sig hátt á loft. Vakti það mikinn fögnuð. Þá voru víða skemmtanir innanhúss og réði húsrými áhorfenda- fjölda. Barnavinafélagið Sumar- gjöf er 40 ára um þessar mundir. Voru merki félagsins og Sólskin, blað þess, seld á götum Reykjavíkur. Allur ágóði merkja- og blaðasöl- unnar, og ennfremur af skemmtununum rennur til starfsemi félaigsins, sem, eins og kunnugt er, beitir sér eink- um fyrir rekstri barnaheim- ila og dagheimila. iGott veður i gær IHÆÐIN fyrir A land var á' ) hreyfingu SA í gaer og lægð- I |in SA af Hvarfi breiddisti i norður vaa Grænlandshaf. '7 Faerðist regnsvæði hennar ' norður á bóginn og var bú- jizt við henni hér í dag. — | Veður var skínandi f agurt | i norðanlanda í gær, nærri 'á logn og sólskin og hitinn allt J að 10 stigum. Sunnanlands' 1 dró upp flokaský í gsermorg- i Jun. Siðasti leikur Norðmanna í kvöld f KVÖLD leika norsku hand- knattleiksmennirnir síðasta leik sinn að þessu sinni. Þeir mæta FH að Hálogalandi. FH mun án efa ekki láta sinn hlut eftir liggja með sína snöggu og fræknu landsliðs- menn. Norðmennirnir munu og hyggja U að fara með sigur heimleiðis hvað sem hann kostar. Mjallhvít og dvergarnir sjö fara um borgina í vagni. ^vty.-.>:^ STAKSTEII^AR Danska „Alþýðubanda- lagið" klofnar Alþýðublaðið birtir leiðara um þa'ð sl. fimmtudag, að flokk- ur Aksels Larsens í Danmörku, hið svokallaða Alþýðubandalag, sé nú að klofna. Kemst blaðið m.a. að orði um þetta á þessa leið: „Nú hafa þau tíðindi gerst, að þetta danska Alþýðubandalag er að klofna. Tveir af þingmönnum þess hafa sagt sig úr flokknum og eru nú utanflokka á þingi. Varaformaður flokksins hefur lýst yfir, að hann verði ekki í kjöri fyrir flokkinn aftur og mik- ill fjöldi trúnaðarmanna og ó- breyttra flokksmanna hefur sent úrsagnir. Það eru hinir fyrrverandi Al- þýðuflokksmenn, sem eru að sprengja Alþýðubandalagið. Þeir tilgreina eina ástæðu fyrir þess- um klofningi. Þrátt fyrir fögur Ioforð og lýðræðislega stefnu- skrá, hefur danska alþýðubanda- lagið verið undir stjórn komm- únista. Héðinn og Hannibal Alþýðublaðið lýkur forystu- grein sinni á þessa leið: „fslendingar hafa tvisvar upp- lifað stofnun slíkra flokka. í fyrra skiptið gekk Héðinn Valdi- marsson með mörgum Alþýðu- flokksmönnum til bandalags við kommúnista og myndaði Sam- einingarflokk alþýðu. Héðinn sá fljótlega hvers kyns var. Hann sagði skilið við kommúnista, þeg- ar hið rétta eðli Sameiningar- flokksins kom í ljós. Hannibal Valdimarsson fetaði i fótsporin nokkrum árum siðar og myndaði Alþýðubandalagið, sem að vísu er ekki flokkur, heldur aðeins nafn fyrir sundur- laust kosningabandalag. Hanni- bal hefur vafalaust rekið sig á sömu staðreyndir og Héðinn. En hann er minni maður en Héð- inn og hinir dönsku þingmenn og hefur ekki þorað að horfast í augu við sannleikann eða taka afleiðingum hans." V-stjórnin og verkalýðssamtökin Vinstri stjórnin sáluga lýsti þrf yfir við valdatöku sina, að hún hyggðist hafa náið og gott sam- starf við verkalýðssamtökin í landinu. Niðurstaðan varð þó sú, að vinstri stjórnin lét það verða sitt fyrsta verk að setja bráða- birgðalög til þess að lækka kaup gjald, taka aftur hluta þeirra kauphækkunar, sem kommúnist- um og Framsóknarmönnum hefði tekizt að knýja fram með hin- um pólitisku verkföllum árið 1955. En Hannibal Valdimars- syni og Lúðvík Jósefssyni fannst sjálfsagt og eðlilegt að lækka kaupgald með bráðabirgðalögum, þegar þeir sjálfir sátu í ráð- herrastólum. Samstarf vinstrí stjórnarinnar við verkalýðssamtökin varð eft- ir þessu, enda má segja, að aldrei hafi annar eins ófriður ríkt á vinnumarkaðnum eins og í tíð vinstri stjórnarinnar. Og það var kaldhæðni örlaganna, að AI- þýðusamband fslands skyldi verða til þess að fella þessa rík- isstjórn. Eins og kunnugt er gekk Hermann Jónasson, forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar, á fund Alþýðusambandsþings og grátbað verkalýðssamtökin að bíða í nokkrar vikur, meðan flokkar stjórnar hans reyndu a'ð ná samkomulagi um einhver úr- ræði sín í milli í dýrtíðarmál- uniuii. Alþýðusambandsþingið vildi ekki veita þennan frest og þar með var vinstri stjórnin fallin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.