Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1964, Blaðsíða 23
Laugardagur 25. apríl 1964 MORGUNB* ADfÐ 23 - V O LV O Framhald af bls. 15 isvögnum frá Bretlandi til Kúbu, barst Volvo bréf frá fyrirtæki í Sviss, sem vildi kaupa ákveðinn fjölda af strætisvögnum. Við nánari at- hugun kom í ljós að strætis- vagnarnir áttu að fara til Kúbu, svo Volvo neitaði til- boðmu. í>egar hér var komið vildu ýmsir fá frekari útskýringar. Upplýstist þá að Volvo selur enga bíla til kommúnistaríkj- anna. Ekki er þetta þó af póli- tískum ástæðum, og ekki af því að ekki sé unnt að selja Volvo bíla austan járntjalds. Nokkrum sinnum hefur verið rætt um það í milliríkjasamn ingum að kaupa Volvo-bíla til Austur Evrópu, en Volvo- menn vilja fylgjast með bíl- um þeim, sem seldir eru til útlanda, hafa sína eigin um- boðsmenn á stöðunum til að tryggja góða þjónustu og við hald bílanna. Þetta er ekki fyrir hendi í kommúnistaríkj- unum, og þá kæra Volvo- menn sig ekki um viðskiptin. Til að auka viðskiptin við ríkin i Efnahagsbandalaginu hefur Volvo nú komið á fót verksmiðju i Belgíu, þar sem fyrst um sinn verða smíðaðir 14 þús-und bílar á ári. Einnig er ný samsetningarverksmiðja tekin til starfa í Kanada, og önnur í íran. Bráðlega taka samsetningarverksmiðj- ur Volvo til starfa í Finn- landi, Frakklandi, Sviss, Vest- ur Þýzkalandi og Bandaríkj- unum, og fleiri útibú eru í undirbúningi, sagði Eriksson. Eftir að hafa setið góða stund og hlustað á þessar og aðrar upplýsingar um Volvo, var haldið út til að skoða nýju verksmiðjuna. Ég var sannast sagna farinn að hálf kvíða því að þurfa að arka eftir öllu þessu verksmiðju- bákni, því mér hefur alltaf þótt erfitt að ganga langar vegalengdir á steyptum stétt- um eða gólfu.m. En þegar út kom birti yfir mörgum, því þar stóð farartæki, sem átti að flytja okkur um verksmiðj una. Var þetta dráttarvél, og aftan í henni um 10 flutninga vagnar með bekkjum á. Við hvern bekk var svo hátalari, tengdur við hljóðnema í fremsta vagninurn. Tó'kum við okkur sæti, og síðan var ekið af stað. Við hljóðnem- ann sátu sérfræðingar frá Volvo, sem útskýrðu allt það, sem fyrir augun bar. SJÓNVARPSVÉLAR OG RAFMAGNSHEILAR Fyrst var farið í ,,body" deildina. Þangað koma yfir- byggingar bílanna í • pörtum frá stálpressunum í Olof- ström, og eru settar saman. Gan.ga bílhlutarnir á færi- böndum og virðist við fyrstu sýn sem þarna ríki algjör ringulreið. En fljótlega sést að allt er skipulagt og hver mað- ur fær réttan hlut í hendurn- ar á réttum tíma. Svo eru hlut irnir soðnir s&man, og við hverja yfirbyggingu þarf um 10 þúsund „punktsuður". Þessu næst kemur slipun, svo hvergi finnist arða á stálinu. Hver maður hefur sitt ákveðna verk að vinna og all- ir eru sérfræðingar á sínu sviðí. En til öryggis eru alls staðar eftirlitsstöðvar þar sem farið er yfir bílana og sann- prófað að öll vinna sé í „Volvo gæðaflokki". Að lokinni slípun fara yfir- byggingarnar í böð. Fyrst er það sérstök upplausn til að fjarlægja alla feiti, svo er skolun, þá ryðvörn og undir- málning. Þegar þessu er lokið flytjast yfirbyggingarnar á færibönd- um inn á málningarverkstæð- ið, þar sem þær eru sprautað- ar fimm sinnum og liturinn brenndur til að herða hann. Svo flytjast yfirbyggingarnar inn á aðal verkstæðið, þar sem endanleg samsetning fer fram. Þar koma vélar, öxlar, hjól, sæti, mælaborð, stýri og önnur stjórntæki fljúgandi á færiböndum, og allt lendir þetta á réttum stöðum á rétt- um tíma. Til að tryggja að engar vitleysur eigi sér stað stjórna sjónvarpsvélar og raf- magnsheilar færiböndunum, og í stjórnklefa vei-ksmiðj- unnar situr einn maður og sér á töflu fyrir framan sig alla starfsemina. Við fylgdumst þarna með því hvernig Volvo bíll verður til, ailt frá því að hlutirnir í hann koma til verksmiðjunn ar frá dótturfyrirtækjunum og öðrum viðskiptavinum og þar til bíllinn rennur léttilega út úr verksmiðjunni, og hon- um ekið á tilraunabraut. Áður en bíllinn er sendur af stað til væntanlegs kaupanda fer hann um margskonar eft- irlitssöðvar, þar sem farið er yfir hvern einasta hlut. Lýkur eftirlitinu með vatnsprófun. Er bílnum ekið inn í klefa þar sem spiautað er á hann 800 lítrum af vatni á minútu til að ganga úr skugga um að hvergi leki. Finnist eittihvað athugavert, hversu smávægi- legt sem það kann að vera, er bíllinn sendur i sérstaka deild þar sem lagfæringar eru gerð ar. Því Volvo-menn eru hreykir af því að „Volvo- gæðin" eru viðurkennd, og vilja þeir ekkert til spara til að tryggja að svo verði áfram. NÝR BÍLL Á MÍNÚTU HVERRi Ökuferðin um verksmiðj- urnar tók ekki ýkja langan tíma, en hún varð til þess að sannfæra okkur um að til að kynnast starfinu þar þyrfti marga daga. Svo fjölbreytt er það og flókið. Og helzt þyrfti útlærðan verkfræðing til. Þarna er nýjustu tækninni beitt út í yztu æsar, og öll vinna skipulögð til að gefa sem beztan árangur. Svíar eru viðurkenndir snillingar á vegum tæ>kninnar, og þarna hafa þeir komið sér upp yerk smiðju, sem þeir hafa ástæðu til að stæra sig af. Nú er þessi mikla verksmiðja tekin til starfa og þaðan kemur nýr Volvo bill á hverri mínútu, sem unnið er. Þar skila þrjú þúsund starfsmenn 110 þús- und bílum á ári, eða hver starfsmaður rúmlega þremur bílum á mánuði. Og annar hvor bíll fer til útflutnings, enda er Volvo stærsti útflytj- andi Svíþjóðar, með söluum- boð í 108 löndum. bt. Umferöarnefnd tndeúf með hægri handar akstr? Leggur til að breytingin komi til framkvæmda árið 1968 UMFEROARNEFND Reykjavík- ur hefur nýlega lagt fram umsögn um frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, varðandi hægri lu.ndar akstur á íslandi. Mælir nefndin' með því, að hægri hand- ar akstur verði upp tekinn hér árið 1968. Höfuðrök fyrir þessu telur nefndin vera þau, að stýri bif- ~- Togararnir ' Framh. af bls. 24 verkun aflans unnu um 70 manns og eru áætlaðar vinnulauna- greiðslur ca. 140—150 þúsund króniur. Verið er r«ú að ljúka við vinnslu aflans. Togarimn fór héðaíii í gærkvöldi ít veiðar. Atvinnuástand hér nef- ur verið lélegt í vetur, enda afla- laust á gruninmiðum. Vélskipið Skagfirðingur stundar nú tog- veiðar og hefur farið 4 veiðiferð- ir og aflað alls um 100 tonn. Löndun Bjarna Ólafssonar var mjög kærkomin, enda hefur það hleypt meira fjöri í atvinnulífið ihér en verið hefur í marga mán- uði. — Jón. Yfir 100 manns vinna virV aflann Siglufirði, 24. apríl. TOGARINN Þorsteinn Ingólfs- son kom hingað að kvöldi sumar Guðbjörn Charlesson, flugmaður, eigandi nýju vélarinnar, við farkostinn á Ísafjarðarflugvelli. — (Ljósm. Mbl. H. T.). Flugvélin komin til ísaffarðar ísafirði, 24. apríl. HIN nýja flugvél Vestanflugs kom hingað í gær og lenti um fjögurleytið á Ísafjarðarflug- velli. Mikill mannfjöldi var sam an kominn á flugvellinum til þess að fagna flugvélinni og eig- anda hennar, Guðbirni Charles syni, flugmanni. Bæjarstjórn ísafjarðar tók á móti flugmann- inum og forseti bæjarstjórnar, Halldór Ólafsson, ritstjóri frá Gjögri, flutti ávarp og bauð flug mann og flugvél velkomna til ísafjarðar. Taldi hann að mikil sam- göngubót yrði að því fyrir ísa- fjörð og byggðirnar á Vestfjörð- um að hafa flugvél staðsetta hér, sem gaeti annazt farþega- flug og sjúkraflug auk vöru- flutninga innan Vestfjarða. Bæjarstjórn ísafjarðar bauð Guðbirni og nokkrum gestum til kaffisamsætis að Mánakaffi. dagsins fyrsta af Austur-Græn- la<ndsmi3um meS 180 tonn fiskj- ar. í mor.gun var byrjað að skipa upp og vinna fiskinn í Hrað- frystihúsi SR cg verður unnið til kl. 11 í kvöld, allan daginn á morgun og eitthvað sennilega á sunnudag. Þetta er yfirleitt stór þorskur en magur og ekki nema miðlungs góður vinnslufiskur. Gert er ráð fyrir að um 100 tonn af fiskin- um verði unnið í frystihúsinu, en um 80 tonn fari í herzlu. Um 80 manns vinna í frysti- húsinu og að þeim meðtöldum sem að uppskipun unnu, spyrð- ingu og upphengingu, má gera ráð fyrir að yfir 100 manns hafi fengið verk að vinna við komu togarans. Hversu miklar beinar kaupgreiðslur verða af þessu er erfitt að fullyrða um, en þau verða mikil búbót Siglfirðingum í slæmu atvinnuárferði. Það er í sjálfu fér ekki eins dæmi að aðkomutogarar leggi hér upp fisk til vinnslu, iafnvel ekki Reykjavíkurtogarar, en þó alltof fátítt og fleiri slikir fiskifarmar væru fagnaðarefni Siglfirðingum vetrar- og vormánuði. Siglujarðartogarinn Hafliði Iagði hér á land sl. mánudag um 110 tonn fiskjar, sem veiddur var út af Vescfjörðum. — Stefán. Flugvélin TF-ELL er af gerð inni Piper Apache, tveggja hreyfla, og getur flutt 4—5 farþega. Flughraðinn er 175 míl ur á klst. og var vélin 55 mínút ur á leiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar þrátt fyrir nokkurn mótvind. Til þess að hægt sé að staðsetja vélina á ísafirði þarf að koma upp benzingeymi á flugvellinum og sömuleiðis þarf að reisa flugskýli þar fyrir vél ina. Vestanflug mun leggja áherzlu á flugþjónustu á Vest- fjörðum, en einnig taka að sér leiguflug til annara lands- hluta. Vestfirðingum er mikil ánægja að komu þessarar flug- vélar og telja að mikil sam- göngubót sé með henni feng- in. — HT. reiða hér á landi verði rétt stað- sett með þessari breytingu og ökumaður verði því „virkari" í umferðinni, þar sem hann þurfi að aka bæði á vinstri og hægri vegarhelmingi þar sem akreina- kerfi er og fylgist betur með um- ferðinni. Nefndin telur hættu á slysum minnka við hcc^ri handar akstur og bendir m. a. á, að erlendir ferðamenn, vanir hæ^ii ui?.rtá*r akstri, átti sig oft á tíðum seint á núgildandi fyrirkomulagi. Talsverðan kostnað telur nefnd in þessa breytingu hafa í för með sér, einkum vegna breytinga á almenningsvögnum, en bendir á að Svíar láti það ekki aftra sér, því þeir muni taka upp hægri handar akstur árið 1967. Ekki orðið vart nýrra gosstöðva SAMKVJ:MT upplýsingum frá Pétri Sigurðssyni, forstjóra Land helgisgæzlunnar, hafa hvorki varðskip né flugvélar orðið var- ar við nýjar gosstöðvar við Surtsey og ekki hafa heldur mælingar varðskipanna sýnt breytingar á sjávarbotni. Eins og skýrt var frá í blað- inu sáu skipverjar á Herjólfi, svo og menn á Eyrarbakka gos- stróka, er þeir töldu vera frá uýju gosi. Er nú talið líklegt, að hér hafi verið um hitauppstreymi að ræða, en það getúr litið út sem gosstrókur. Lík rak við Korpíiifsstaði í FYRRADAG fann rnaSuT, sem var á gangi við sjóinn undan Kozpúlfsstöðum iík af öldruðum manni i flæðarmálinu. Virtist sem það hefði legið stutt í sjó. Rannsóknarlögregian fékk mál þetta til meðferðar, og að því er Mbl. var tjáð í gær, er nú upp- lýst hver maður þessi var. Hann var 69 ára gamall, einhleypur, og átti heima í Reykjavík. Þess var óskað að nafn hans yrði ekki birt í dag, þar sem ekki mun hafa náðst til allra ættingja. Drengialúðrasveit Kefla*- víkur heldur hljómlelka DRENGJALUÖRASVEIT Kefla- víkur heldur nemendatónleika í Félagsbiói i Keflavik í kvöld. Þetta er þriðja starfsár drengja lúðrasveitarinnar, og hefur hún konnið víða fram á þessu starfs- ári svo sem á jólaskemmtunum í barnaskólanum og gagnfræða- skólanum, ennfremur í kirkj- unni, þar sem flutt var „Jóla- hugleiðing" eftir Herbert Hribers chek við messuna 2. jóladag. Einnig léku sex drengir fyrir messu á aðfangadag gamla jóla- sálma. Flestir drengjanna Ieika nú í Lúðrasveit Keflavíkur og áttu þeir drýgstan þátt í jólaskemmt- unum, sem Lúðrasveitin hélt í Keflavik, Grindavik og Sand- gerði, allsstaðar við ágæta að- sókn og undirtektir. í drengjalúðrasveitinni eru nú 20 drengir, auk þriggja nýliða. Talsverð samvinna 'hefur verið á þessu starfsári milli Tóhliotar- skólans og drengjalúðrasveit- arinnar, þar sem drengirnir hafa komið fram sem einleikarar á músíkfundum skólans, en nem- endur hans annast undirleik. Á þessum nemendatónleikum koma fram 6 drengir sem ein- leikarar, einnig vei-ður tvileik- ur og samleikur á ýmis hljóðfæri. Auk þess leikur drengjalúðra- sveitin mörg lög. Píanóuhdirleik annast eins og í fyrra frú Gauja Guðrún Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.