Morgunblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. apríl 1964
A SUMARDAGINN fyrsta
var opnuð í Kristalsal Þjóð-
leikhússins sýning á bókum
og myndum í tilefni 400 ára
afmaelis Shakespeares. Sýn-
ing þessi verður opin gestum
Þjóðleikhússins fyrir og eftir
leiksýningar og í leikhléum,
en fyrir þá er vilja skoða
hana utan þess tíma verður
hún opin í dag, sunnudag, írá
klukkan 6 til 7 og síðan alia
vikuna, frá mánudegi til
föstudags, frá klukkan 4 til 6.
Á sýningu þessari eru m a.
myndir af öllum leiksýning-
um sem hér hafa verið á verk
um Shakespeares, margar
myndir frá brezkum sýning-
um á verkum hans og nokkuð
af myndum úr kvikmyndum
sem gerðar hafa verið eftir
þeim.
Brezka sendiráðið og Lands
bókasafnið lánuðu Þjóðleik-
húsinu bækur á sýninguna,
m. a. Ijósprentað eintak af
fyrstu útgáfu Hamlets frá
1604 en leikritið mun hafa
verið leikið á sviði tveim ár-
um áður. Páll V. G. Kolka,
læknir léði einnig eintak sitt,
No. 249 af 1000 tölusettum, á
merkri bandarískri heildarút
gáfu af verkum skáldsins,
sem gefin er út í Fíladeilfíu
fyrir áramót.
Þá eru á sýningunni leik-
inga sem verið hafa hér á
skrár allra Shakespeare-sýn-
landi og uppi á veggjum hang
ir fjöldi mynda úr þeim.
Fyrsta verk Shakespeares
sem sett var hér á svið var
„Twelfth Night“ sem Indriði
Waage setti hér á svið ánð
1925 í þýðingu nafna síns
Einarssonar. Uppi á vegg er
svo mynd af Indriða Waage
í hlutverki Malvolios og þar
hjá fleiri myndir frægra
Shakespeare-sýninga, s. s.
sýning Leikfélagsins á Kaup-
manninum í Feneyjum árið
1945, með Haraldi Björnssyni
í aðalhlutverkinu og Hamlet-
sýningin 1949 með Lárusi
Pálssyni í hlutverki Dana-
prinsins. Þá lék Laertes ung-
ur maður nýkominn frá leik-
listarnámi í London, Gunnar
Eyjólfsson. Og loks eru svo
þarna á vegg L. R. myndir úr
Rómeo og Júlíu sem nú er
sýnt í Iðnó. Hinumegin dyr-
anna eru svo myndir úr hin-
um fjórum leikritum Shake-
speares sem sýnd hafa verið
í Þjóðleikhúsinu, Hamlet,
Eins og yður þóknast, Jóns-
messunæturdraumnum og
Júlíusi Cæsar.
Ofan af súlu sinni úti við
vegg horfir Matthías skáld
Jochumsson yfir salinn og
kemur líklega kunnuglega
fyrir sjónir sitthvað það sem
glerið geymir þarna í einu
borðinu skáhallt við súluna
hans. Þar er nefnilega að
finna Shakespeare-þýðingar
íslenzkar og skáldið á Sigur-
hæðum getur hrósað þar
drjúgum hluta. Auk þess ber
honum heiðurinn af hinm
fyrstu, sem var þýðing hans
á Macbeth. Annar afkasta-
mikill Shakespeare-þýðandi
er Helgi Hálfdánarson, lyfsali
norður í landi og listamaður
á að snara orðum skáldsins
góða. En fleiri hafa lagt hönd
á plóginn, m. a. Eiríkur Magn
ússon, sem valdi sér Storminn
til þýðingar og Sigurður
Grímsson, sem þýddi Kaup-
manninn í Feneyjum. í
Margt er þarna fleira for-
vitnilegt en líklega verður
flestum starsýnt á erfðaskrá
Shakespeares þar sem skáld-
ið m. a. arfleiðir konu sína,
svo sem frægt er orðið, að
sínu „second-best bed“, en
um þá ráðstöfun verður
mönnum tíðrætt enn í dag.
Þó margt sé muna á sýning
unni fer því fjarri að allt
hafi verið til tínt sem færi
gafst á — „við höfum ekki
getað notað nema svo sem V\
þess sem við gátum fengið“
sagði Klemens Jónsson, leik-
ari á föstudagskvöldið, er
hann sýndi okkur salinn,
„það var úr nógu að velja,
en takmarkað hvað fyrir
kemst hér“.
Séð' yfir Shakespeare-sý ninguna í Kristalsalnum.
Shakespeare-sýning
Ráðstefna um
áfcngismá!
RÁÐSTEFNA um áfengismál
hófst í Sjálfstæðishúsinu (Sig-
túni) kl. 10 í gærmorgun. Dóms-
og kirkjumálaráðuneytið boðaði
til ráðstefnunnar í samráði við
Landssambandið gegn áfengis-
bölinu. Til ráðstefnunnar voru
boðaðir nokkrir embættismenn
og forystumenn félagsmála.
Tilgangur ráðstefnunnar var
að fá svör við því, hvað helzt
eigi að gera til að bæta úr nú-
verandi ástandi í áfengismálum
þjóðarinnar, með því að fá for-
ystumenn á sviði félagslifs,
menningarmála, heilsugæzlu og
löggæzlu til þess að bera sam-
an þekkingu sina og reynslu
varðandi orsakir óhóflegrar
áfengisneyzlu og áhrif hennar á
KLUKKAN 20,15 í kvöld gengst
íþróttafélag stúdenta fyrir mik-
illi íþrótahátíð að Hálogalandi.
Keppt verður í körfuknattleik,
handknattleik og knattspyrnu.
Til þessarar keppni hafa Háskóla
stúdentar boðið mjög sterkum
liðum: Þrótti, sern er íslands-
meistari í innanhússknattspyrnu;
úrvalslið úr Reykjavíkurfélögun
unr leikur við körfuknattleikslið
Háskólans og FH í handknattleik.
einstaklinginn og þjóðfélagið og
benda á ráð til þess að draga úr
áfengisneyzlu.
Ráðstefnan hófst á ávarpi
dómsmálaráðherra, Jóhanns Haf
steins. Síðan voru haldin fjögur
framsöguerindi: Uppeldi, mennt
un og áfengi (dr. Broddi Jó-
hannesson, skólástjóri), Áfengi,
löggjöf og löggæzla (Sigurjón
Sigurðsson, lögreglustjóri), Fé-
lagslífið og áfengið (Jónas B.
Jónsson, fræðslustjóri) og Sál-
rænar orsakir drykkjuhneigðar
og lækning (dr. Tómas Helga-
son, prófessor).
Kl. tvö eftir hádegi kom ráð-
stefnan saman í háskólanum.
Þar skiptu menn sér í umræðu-
hópa, og voru erindin rædd frá
Mótið hefst með ávarpi Páls
Eiríkssonar, formanns íþróttafél.
stúdenta, en að því loknu verð-
ur gengið til keppni.
Með þessari íþróttahátíð Há-
skólans, verður rekinn endahnút-
ur á hin fjörugu innanhússmót
vetrarins og eru íþrótaunnendur
hvattir til að láta ekki þetta
síðasta tækifæri til að sjá
skemimtileg? óke.onni fara fram
hjá sex.
ýmsum hliðum. Kl. 5 átti að
hefjast sameiginlegur fundur,
þar sem framsögumenn umræðu
hópanna gerðu grein fyrir því,
sem fram kom á hópfundunum.
Að lokum áttu að fara fram al-
mennar umræður.
'tls. 1 Þjóðsagan bak við gítar-
inn, Segovia og hljóðfær
ið, sem hann „fann upp“.
— 2 Svipmynd: Salvador de
Madariaga.
— 3 Lambið sem hvarf, smá-
saga eftir Dag Þorleifs-
son.
— 4 Delfí, ljóð eftir Einar M.
Jónsson.
— 4 Önnur ferð yfir Eski-
f jarðarheiði, eftir Berg-
þóru Pálsdóttur frá Vet-
urhúsum.
— 5 Bókmenntir: Bækur og
ástir í Frans, eftir
Claude Mauriac.
— 7 Lesbók Æskunnar: Fag-
ur gripur er æ til yndis.
— g Hlutskipti Sovétkonunn-
ar, eftir Elenu Whiteside.
— 9 Gísli J. Ástþórsson: Eins
og mér sýnist.
—10 Fjaðrafok.
—13 Gamlar minningar að
vestan, eftir Vaidimar
Björn Valdimarsson.
----KORT, sem sýnir hvar
rignir.
—14 Úr annálum miðalda.
Guömundur Guðni Guð-
mundsson tók saman.
—16 Krossgáta.
----líridge.
íþróttahátið
Jafnvægi
í efnahags-
máluni
Helgarráðstefna
1 Borgarnesi
Árni Grétar
SAMBAND ungra Sjálfstæð-
ismanna og Félag ungra Sjálf
stæðismanna 1 Mýrarsýslu
efna til helgarráðstefnu um
Jafnvægi í Efnahagsmálum í
Hótel Borgarnesi dagana
2.—3. maí n.k.
Á ráðstefnu þessari mun
próf. Ólafur Björnsson flytja
erindi um peninga- og verð-
lagsmál, Bjarni Bragi Jóns-
son, hagfræðingur flytur er-
indi um ríkisbúgkapinn og
Þórir Einarsson, viðskipta-
fræðingur ræðir um kaup-
gjaldsmál.
Að loknum flutningi þess-
ara erinda verða umræður í
umræðuhópum svo og ai-
mennar umræður.
Þórir Bjarni Bragl
Einarsson Jónsson
Ungir sjálfstæðismenn á
Vesturlandi, Reykjavík og
Suðurnesjum eru eindregið
hvattir til þess að sækja ráð
stefnuna og að sjálfsögðu er
ungum sjálfstæðismönnum
hvaðanæva af landinu heimil
þátttaka. Upplýsingar um ráð
stefnuna, gistingar og ferðir
eru veittar hjá félögum ungra
sjálfstæðismanna í Vestur-
landskjördæmi og á skrifstof-
um SUS og Heimdallar f
Reykjavík, sími 17100. Árni
Grétar Finnsson formaður
SUS setur ráðstefnuna en Aa
geir Pétursson, sýslurr.aður i
Borgarnesi flytur ávarp.
Ólafur Ásgeir
Björnsson Pétursson
Næðst æZsta heiðursmerki skáta
VIÐ skátamessu á. sumardag-
inn fyrsta afhenti Jónas B.
Jónsson, skátahöfðingi, Ósk-
ari Pálssyni, skátaforingja,
næstæðsta heiðursmerki
Bandalags ísl. Skáta. Banda-
lagið hefur nýlega tekið upp
nýja gerð heiðursmerkja og
er þetta í fyrsta skipti, sem
merki af þessari gerð eru
veitt, en þau eru viðurkenn-
ing fyrir starf innan skáta-
hreyfingar.
Óskar Pá.lsson, skátaforingi,
sem heiðursn. rkið hlaut, er
einn elzti starfandi skátinn
hér á landi .Hann er 57 ára,
og 2. nóv. n.k. hefur hann
starfað innan skátahreyfingar
innar í 48 ár.
Lægðin suð-austur af Reykja A, nokkur rigning og 6—7 st. i<
nesi hreyfist lítið úr stað og hiti. Norðanlands ef hægviðri, /
er því útlit fyrir hlýnandi léttskýjað og víðast 2—5 st. 1
veðráttu hér á landi. Við Suð hiti. 1
urströndina er vindur allhvass |