Morgunblaðið - 26.04.1964, Page 15

Morgunblaðið - 26.04.1964, Page 15
fl Sunnudagur 26. apríl 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 I alíaraleið Á sunnudaginn var stanzaði Nitze, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, hér sem snöggvast á leið sinni til meginlands Evrópu. í einhverju hinna ómerkilegri blaða hafði birzt rosafyrirsögn, sem gefa átti til kynna, að ráð- herrann kæmi hingað til samn- inga um nýja flotastöð fyrir Bandaríkin hér við land. f>eir, sem ráðherrann hittu, létu mjög vel af honum og töldu hann ó- venju geðfelldan og greinargóðan í öllum tilsvörum. En á daginn kom, að erindi hans hingað var svo sem ekki neitt. Hann var einungis á ferð annað og leit þá inn í leiðinni, eins og tíðkazt hef- ur frá alda öðli. Jafnfráleitt er að gera mikið úr slíkum heim- sóknum eins og að teija þær einskis virði. Þær sýna fyrst og fremst, að hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er ísland nú í alfaraleið. Gagn af kynnum annarra TJm einangrun, hvort heldur gagnvart austri eða vestri, tjáir ekki lengur að tala. Á sínum tima flaug Krúsjeff yfir landið og sendi hingað sínar kveðjur. Það er ekki komið undir okkur, heldur ferðamanninum, hvort Fjöldi manna horfði á fjarstýrða skútu á Tjörninni á sumardaginn fyrsta. (Ljósm. Sv. Þorm.) REYKJAVÍKURBRÉF hann staldrar hér við og heilsar upp á heimamenn. Verður þó að viðurkenna, að misjafnlega auð- velt er að taka á móti gestum, og fylgdarlið sumra kann að vera svo umfangsmikið að illa rúmist í litlum húsakynnum. Stundum er sagt í niðrunar- skyni, að þjóðfélag • okkar sé engu öðru líkt, nema ef vera kynni óperettuþjóðfélagi á leik- sviði. Auðvitað er það rétt, að is- lenzka þjóðfélagið er að ýmsu engu öðru líkt. Þess vegna meg- um við ekki furða okkur á, þó að margt komi hér ókunnugum ein-' kennilega fyrir sjónir. Einmitt þess vegna er okkur vinningur að heimsóknum erlendra manna, sem á einhvern hátt kunna að hafa um að sýsla mál, sem okk- ur varðar. Þeir skilja ekki að- stæður hér, nema þeir fái færi á að kynnast þeim, og þá er svip- sjón betri en engin. Sjálfir meg- um við ekki af göflunum ganga, þótt sumt gerist hér með öðrum hætti en með stærri þjóðum, heldur gera okkur grein fyrir, að hið einstæða er, að við skulum geta haldið uppi sjálfstæðu þjóð- félagi, svo fáir sem við erum í erfiðu landi, en ekki hitt, þótt hér séu einhverjir gallar á, sem seint verða umflúnir. „Hver rífur svo . langan fisk úr roði?w Ekki eru liðnir nema fáir ára- tugir siðan verulegur hluti lands- manna hrökklaðist burtu, ekki sízt vegna einangrunar og ósjálf- stæðis landsins. Þessir útflytj- endur hurfu ekki héðan vegna þess, að þeir væru orðnir svo lærðir á þjóðarinnar kostnað, að þeir teldu lærdóm sinn meira virði en hún hefur efni á að borga þeim, eins og því miður þekkist nú á dögum, heldur leituðu þeir á burtu úr eymd og allsleysi. ör- lög þeirra hafa að sjálfsögðu orð- ið með ýmsum hætti og sennilega hefur flestum ekki fundizt bak- hjallurinn heima á íslandi ýkja sterkur, svo fámennt sem fólkið þar var miðað við þjóðahafið, ' Laugard. 25. apríl sem útflytjendurnir settust að í. Einn afkomandi þessara manna, John Sigvaldason, er nú fyrir eigin verðleika en ekki ætterni orðinn hér sendiherra lands síns, Kanada. — Sjálfur er John Sigvaldason fæddur í Kanada og hefur ekki haft samneyti við íslenzkumæl- andi fólk um 40 árá bil, eða frá því að hann var 17 ára. Hann er nú búsettur í Ósló og dvaldist hér að þessu sinni einungis 4—5 daga. Eftir æfinguna, sem hann fékk á þessum dögum, talar hann nú íslenzku, mál forfeðra sinna, reiprennandi á ný. Á tungutaki hans var engan vestrænan mál- hreim að heyra og í huga hans vöknuðu allt í einu löngu gleymd ar minningar úr bernsku. Þannig sagðist hann hafa verið að ganga á götum Reykjavíkur, þegar hann allt í einu mundi eftir orð- unum: „Hver rífur svo langan fisk úr roði?“ og ljóðlínunum: „Hann Skúli fógeti á farinu var ferðunum Hafnar vanur“. í upphafi þessarar aldar hafa börnum af íslenzkum ætt- stofni verið sagðar sömu sögurn- ar, hvort sem þau voru alin upp á sléttum Kanada eða í Skóla- vörðuholti. Góðar gæftir Blíðviðri og góðar gæftir gera ekki endasleppt við okkur á þessu vöri. Þorskaflinn síðustu vikur er meiri en menn áður minnast. Ný veiðitækni á vafa- laust sinn þátt þar í. Meira fæst nú af stórfiski en nokkru sinni áður. Sumir óttast þetta og segja, að við séum að eyða fiskistofnin- um fyrir sjálfum okkur. Fiski- fræðingarnir eru á annarri skoð- un, og halda því fram, að þessi golþorskur mundi skjótt verða eða hafa orðið sjálfdauður, ef hinar nýju nætur hefðu ekki komið til. Við leikmennirnir hljót um að spyrja, eftir hverra ráð- um eigi að fara, ef ekki þeirra, sem gert hafa að lífsstarfi sínu að kynna sér þessi mál. Hingað til hafa kenningar þeirra reynzt okkur hoilráð. Enn vita þeir að vísu ekki allt um fiskigöngur en þeir hafa nú þegar sagt fyrir svo margt um ferðir bæði síldar og þorsks, að fásinna væri að fylgja ekki ráðum þeirra. Sumir fiski- manna vilja láta banna öll veið- arfæri önnur en þau, sem þeir sjálfir nota. Auðvitað verður þeim mun minna eftir af fiski í sjónum sem meira er af honum veitt. En á meðan fiskifræðing- arnir telja ekki gengið á sjálfan stofninn og leggja ekki til, að á- kveðin veiðarfæri séu bönnuð, væri fásinna af öðrum að þykj- ast kunna á því betri skil. Stækkun land- helglnnar Stækkun landhelginnar er á- reiðanlega ein af orsökum hinna ágætu aflabragða nú. Álitsgerðir fiskifræðinga okkar og annarra fræðimanna áttu sinn þátt í sigri okkar í landhelgismálinu. Viður- kenning annarra þjóða á 12 mílna lögsögunni hafði mikla þýðingu. Hér við Suð-Vesturland og raunar víðar var þó friðun flóa og fjarða á árinu 1952 og hinar nýju grunnlínur, sem við- urkenndar voru árið 1961, enn afdrifaríkari. Áður voru erlendir togarar hundruðum saman við veiðar á Selvogsbanka, einmitt á þessum árstíma. Nú er þessi mikli hafflötur algerlega vernd- aður fyrir erlendri ágengni. Ein- kennilegt er að hugsa sér, að enn skuli vera til í landinu menn, sem halda því fram, að samning- urinn við Breta frá árinu 1961 um þessa friðun hafi verið land- ráð og réttindaafsal. Um Lúðvik Jósepsson er nú upplýst, með hans eigin játningu, sem hann gaf bandaríska prófessornum Davids hinn 25. marz 1960, að vonbrigði hans stafa af því að tífkast skyldi að ná sigri í land- helgismálinu með góðu sam- þykki Bfeta. Lúðvík og félagar hans vildu að vísu fá stækkaða landhelgi, en þeir vildu í leið- inni kljúfa okkur frá Atlants- hafsbandalaginu. Þetta er mál- staður fyrir sig, skiljanlegur frá kommúnísku sjónarmiði. En ó- skiljanlegt er, að Framsóknar- menn, sem þó fæstir eru komm- únistar í hjarta sínu, skuli vera jafn sárrreiðir og Lúðvík og flokksbræður hans. Það skyldi þó aldrei vera, að sumir þeir, sem mest skrifa í Tímann, séu hreinir kommar, þótt í dulargervi Fram- sóknar klæðist? Verður verðbólg- an stöðvuð? Ánægjulegt er að sjá, að nú skuli allir tala um nauðsyn þess að stöðva verðbólguna. Því mið- ur verður þó efazt um heilindi sumra, sem hæst hafa um áhuga sinn. Of margir vilja láta stöðva verðbólguaðgerðir annarra en ekki láta leggja nein höft á sjálfa sig. Sumir ætla sér beinlínis að græða á þeim eignatilflutningi, sem af verðbólgunni leiðir. Játa verður, að þetta hefur tekizt of vel á undanförnum áratugum. Ef slíku fer fram, hlýtur afleiðingin að verða sú fyrr eða síðar, að nýtt eignamat fari fram, svo að metin verði jöfnuð með álögum á þá, sem verðbólgugróða hafa hlotið. Vandkvæðin við slíkar ráðstafanir eru auðsæ og ættu því allir að hafa vit á að hegða sér svo, að hjá slíku verði kom- izt. En til þess þurfa menn að breyta um og koma sér saman um stöðvun verðlags og kaup- gjalds. Af liver ju spretta liækkanirnar? Ollum blöskra þær verðlags- hækkanir, sem orðið hafa síð- ustu mánuðina. En af hverju spretta þær? Fyrst og fremst af kaupgjaldshækkunum á sl. ári. Þetta er auðrakin saga. Hana var hægt að rekja fyrirfram, enda var það að mestu gert og æ ofan í æ bent á, hverjar afleiðingarn- ar hlytu að verða. Þeir, sem þá létu hæst um lélegan hag hinna verst launuðu, vildu engu sinna þeim úrræðum, sem ein gátu tryggt, að hinir verst settu fengju sinn hag bættan. Þá neitaði verka lýðshreyfingin að eiga hlut að því, að ekki yrði sinnt kröfum hinna betur settu. Allir áttu að fá hækkun með þeirri óhjá- kvæmilegu afleiðingu, að hún yrði engum að notum. Rökleysan lýsir sér bezt í því, þegar sömu mennirnir heimtuðu fyrst stór- bætt kjör opinberra embættis- manna, og sögðu ríkisstjórnina allt of nauma í tillögum sínum, heimtuðu svo nokkrum mánuð- um síðar, að allir yrðu að fá jafn mikið og embættismennirnír, og þegar þær hækkanir höfðu ná<5 fram, að þá yrðu embættismenn- irnir enn að fá sinn hlut bættan miðað við hina! Yfirboð Frainsókoar Framsóknarmenn eru í fyrir- svari þriggja almenningssam- taka: bænda, samvinnumanna og opinberra starfsmanna. Fratn- sóknarmenn telja, að allir þeSsir þrír aðilar hafi fengið of lítið skammtað að undanförnu. Þeir heimta, að bændur fái hærra af- urðaverð, að kaupfélögin fái hærri álagningu og opinberir embættismenn fái hærri laun. Samtímis skammast þeir yfir, að verðlagshækkanir síðustu mán- uða séu alltof miklar. Þær hækk- anir koma þó ekki sízt af hækkun á verði landbúnaðarafurða, af hækkun á álagningu og af skatta- hækkun, sem m.a. var óumflýjan leg vegna hinna miklu launa- hækkana til opinberra starfs- manna á sl. ári. Ef Framsókn hefði fengið fram gengt kröfum sínum um enn meiri hækkanir til þessara þriggja aðila, hefðu verðlags- hækkanirnar nú því orðið að verða þeim mun meiri. Þá líður naumast nokkur sá dagur, að Framsóknarmenn heimti ekki á Alþingi ný og ný útgjöld til hinna og þessara, misjafnlega þarfra, stofnana eða fram- kvæmda. Á meðan öllu þessu fer fram, þá ná þeir ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun út af því, að ekki sé haft nægt samráð við þá: Þeir séu ekki látnir ráða á meðan þeir eru í stjórnarand- stöðu! — Framsóknarbroddarnir hafa ekki enn áttað sig á, að það er þjóðarviljinn en ekki Fram- sóknarrangindi, sem eiga að ráða úrslitum þjóðmála. „Rauði fániuu mundi blakta yfir öllum heiminum44 Ábyrgðarleysi og ævintýra- mennska Framsóknar er íslenzkt sér-fyrirbæri, kreddufesta komm únista er alþjóðlegt vandamáL Menn velta því hvarvetna fyrir sér, hvort um hugarfarsbreytingu hjá Moskvukommúnistum sé að ræða, eða það sé einungis óttinn við afl annarra, sem haldi þeim niðri. Á þessu gaf Krúsjeff nokkra skýringu í ræðu, sem hann hélt 15. apríl. Þá sagðí hann: „Ef það væri einungis komið undir löngun okkar til að gera byltingu, þá get ég ábyrgzt ykk- ur, að miðstjórnin mundi hafa gert allt til þess, að ekki væri til neinn borgaralegur heimur og að rauði fáninn mundi blakta yfir öllum heiminum". Þessi orð mælti Krúsjeff, er hann var að gera grein fyrir deilu sinni við Kínakommúnista. Samkvæmt þeim er ekki um það að villast, að það er samtaka- máttur hinna frjálsu lýðræðis- þjóða, sem heldur kommúnistum í skefjum. Löngunina til að gera heimsbyltinguna skortir sem sagt ekki. Segja má þó, að í einn stað komi, staðreyndin sé engu að síður sú, að Krúsjeff prédiki nú að verkalýðnum ríði meira á að tryggja sér „gulash" en heims- byltingu. Þetta er mikjlsverður vinningur, sem með engu móti má glata. Eina tryggingin fyrir friðsamlegri þróun er sú, að frelsisunnendur slaki ekki á sam- tökum sínum. Á meðan þau hald- ast öflug og órofin, þá er von til þess að deilur smáhjaðni og allar þjóðir fái að njóta ávaxta hinnar friðsamlegu þróunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.