Morgunblaðið - 26.04.1964, Side 21
Sunnudagur 26. apríl 1984
MORGUNQLAÐIÐ
21
GREININ um kvikmyndun
sögu Kazantzakis „Gríski
Zorba“, sem hér fer á etfir
nokkuð stytt, birtist í New
York Herald Tribune fyrir
skömmu. Hún er eftir Thomas
Quinn Curtiss, sem fylgzt hef-
ur með kvikmyndatökunni á
Krít.
Hómer lýsir fegurð og auði
Krítar 900 f. Kr. og segir, að
menn séu þar óteljandi, en
borgir 90. Flestar þessara
borga eru nú orðnar að ryki
og ösku, og eyjan er strjál-
býlli en á frægðardögum sín-
um, en hún er fögur og ljóm-
andi í vorsólinni, umgirt glitr-
andi hafi. Krit er ekki enn
komin i þjóðbraut ferðamann
anna, þótt aðeins sé nokkurra
Anthony Quinn (í miðið) í hlutverki Zorba og Irene Pappas sem ekkjan fagra.
Saga Kazantzakis „Gríski
Zorba" kvikmynduð á Krít
klukkustunda flug þangað frá
Aþenu, en talið er að straum-
ur þeirra til eyjarinnar auk-
ist mjög þegar kvikmyndin,
„Gríski Zorba“, eftir sam-
nefndri sögu Nóbelsverðlauna
hafans, Nikosar Kazantzakis,
kemur á markaðinn. En um
þessar mundir er unnið að
töku myndarinnar í þorpinu
Chania við sjávarströndina og
milli glóaldintrjánna við mið-
bik eyjarinnar.
Þessi saga Kazantzakis fjall
ar um rithöfund. í bókinni er
hann Grikki, en í kvikmynd-
inni Breti af grískum uppruna.
Hann kemur til Krítar í von
um að geta hafið á ný starf-
rækslu brúnkolanámu, sem
hann erfði eftir föður sinn.
Hiin hlédrægu störf hans í
heimi bókmenntanna veita
honum ekki næga ánægju og
hann langar til þess að starfa
á' öðrum sviðum um leið og
hann safnar efni í bók um
Búdda og kynnir sér Búdda-
heimspeki. Á leið sinni til
Kritar kemur rithöfundurinn
við í hafnarborginni Píreus og
hittir þar á knæpu gamlan,
gráan og hrottalegan mann að
nafni Zorba. Þeir taka tal sam
an og Zorba tekst að fá vinnu
hjá rithöfundinum sem mat-
sveinn og forstöðumaður nám-
unnar.
Rithöfundurinn, bókamaður,
sem hefur nær sagt skilið við
mannlegt eðli, mætir þarna
hinum frumstæða manni, sem
er fullur af lífsþrótti, og Kaz-
antzakis lýsir áhrifunum, sem
þeir hafa hver á annan og
baráttunni, sem verður milli
þeirra. Þeir lenda í margvís-
legum ævintýrum í þorpinu
við námuna og maðurinn, sem
er niðursokkinn í hugsanir
sínar lærir margt af mannin-
um, sem varpar sér út í hring-
iðu lífsins.
Zorba fær sér lagskonu,
skömmu eftir komuna í þorp-
ið, gamla og léttlynda frá
Frakklandi. Hún var farin að
láta á sjá og hafði dagað uppi
á Krít, þegar fjórir elskhug-
ar hennar, allir aðmírálar,
sigldu á brott eftir fyrri heims
styrjöldina. Rithöfundurinn
hrífst af myndrænum og fjör-
legum frásögnum Zorba af ást
arævintýrum sínum, gleymir
Búdda og vinnur hug ungrar
fagurrar ekkju. En sælan var-
ir ekki lengi því ættingjar
ungs manns, sem drekkti sér,
vegna þess að ekkjan endur-
galt ekki ást hans, hefna sín
og drepa hana. Ástkona Zorba
gefur einnig upp öndina, og
þegar hún liggur á líkbörun-
um ræna þorpsbúar hinum fá-
tæklegu eigum hennar.
Námurekstur Englendings-
ins og Zorba fer út um þúfur
og leiðir þeirra skilja. En rit-
höfundurinn finnur að Zorba
hefur leyst hann úr hinu kæf-
andi fangelsi sem bókmennta-
störf hans höfðu hneppt
hann í.
Það er gríski leikstjórinn
Michael Cacoyannis, sem
stjórnar töku kvikmyndarinn-
ar um Zorba, en hann er m.a.
frægur fyrir kvikmyndun sína
á „Electru" Euripídesar. —
Anthony Quinn fer með hlut-
verk Zorba, brezki leikarinn
Alan Bates leikur rithöfund-
inn, griska leikkonan Irena
Pappas leikur ekkjuna hríf-
andi og Simone Signoret er
óþekkjanleg í hlutverki hinn-
ar frönsku vinkonu Zorba.
Pia Lindström, dóttir Ingrid
Bergman, leikur rússneska
stúlku, sem Zorba hittir á ferð
um sínum og nokkrir velþekkt
ir grískir leikarar fara með
hlutverk í myndinni, t. d. Ge-
orge Foundas, George Voya-
djis og Sotiris Moustakas, en
aukahlutverk eru öll leikin af
íbúum Chania. Cacoyannis tek
ur myndir af þeim í kaffihús-
unum, fiskibátunum, á mörk-
uðunum og í eldhúsunum.
Svipmikil andlit þeirra gefa
atriðunum raunveruleikablæ
eins og andlit bændanna í kvik
myndum Eisensteins. Enginn
þessara fjárhirða, sjómanna,
matsveina og húsmæðra hefur
leikið áður, . en þau virðast
leikarar frá náttúrunnar hendi
og geta leikið, sungið og dans-
að af svo mikilli list, að fag-
menn fyllast aðdáun. Cacoy-
annis tekst mjög vel að blanda
saman atvinnuleikurum og ó-
breyttum þorpsbúum og sum
artiðin eru undraverð. Zorba
dansar alltaf af krafti, þegar
hann verður fyrir geðshrær-
ingu, sama hvort um gleði eða
sorg er að ræða. Eitt sinn kom
Cacoyannis á veitingahús í
Chania þar sem verkamenn
dönsuðu þjóðdansa. Hann
hringdi þegar í Anthony
Quinn og kvikmyndatöku-
mennina. Anthony slóst í hóp
hinna dansandi verkamanna
og þetta atriði lýsir, í kvik-
myndinni, fögnuðinum, þegar
náman er opnuð.
■---★-------
Cacoyannis er sonur lög-
fræðings á Kýpur, fæddur
1922. Hann lagði stund á lög-
fræði í London, en hætti námi
á stríðsárunum og stjórnaði
sendingum brezka útvarpsins
til Grikklands meðan landið
var hernumið. Að stríðinu
loknu hóf hann nám í leiklist
og leikstjórn við Old Vic og
lék nokkur hlutverk við leik-
hús í London m.a. titilhlut-
verkið í „Caligula" eftir Cam-
us. Fyrstu kvikmynd sína tók
Cacoyannis í Grikklandi, gam
anmynd, er hlaut mjög góða
dóma.
Cacoyannis segir, að sögur
Kazantzakis séu mjög vel
fallnar til kvikmyndunar,
þær séu svo myndríkar og
lifandi. En saga Kazantzakis
hefur þegar verið kvikmynd-
uð og keyptur hefur verið rétt
urinn til þess að kvikmynda
„Frelsið eða dauðann."
-----★------
Anthony Quinn á mjög ann-
ríkt um þessar mundir. Frá
áramótum hefur hann leikið í
tveimur kvikmyndum, „Heim
sókninni" eftir Ingrid Berg-
man og „Marco Polo“, en þar
leikur Quinn keisarann í Kína.
Síðarnefnda myndin var tekin
í Belgrad. Þegar töku Zorba
er lokið, heldur Quinn til
Vestur-Indía til þess að ieika
í kvikmynd. Síðan fer hann til
London og leikur í leikritinu
„Don Quxiote" eftir Fielding.
Auk þessa yfirgripsmikla leik
starfs vinnur Quinn að ritun
endurminninga sinna.
„Sjálfsævisaga mín nær að-
eins til 20. afmælisdagsins",
segir hann, „eftir þann dag er
ævin aðeins endurtekning."
„Ég er fæddur í Mexíkó,"
heldur Quinn áfram, „faðir
minn var íri, en móðir mín
mexíkönsk. Ég var enn á
barnsaldri þegar foreldrar
mínir fluttust til Kaliforníu,
og faðir minn tók að starfa
við kvikmyndir. Hann lézt
þegar ég var 13 ára. Þá varð
ég að hætta í skóla og vinna
fyrir móður minni og systur.
En móðir mín giftist á ný og
þegar ég var 17 ára hóf ég
nám í byggingarlist og fleiri
listgreinum við háskóla í Los
Angeles. Á þessum árum var
ég mjög bókhneigður og eyddi
miklum tíma í bókaverzlun
einni þar sem rithöfundar
komu saman til þess að ræð-
ast við. Þar hitti ég m.a. Sar-
oyan, Steinbeck og Jim Tully.
Einn vina minna í bókaverzl-
uninni kynnti mig fyrir John
Barrymore..... Þegar ég var
20 ára hófst leikferill minn.
I fyrstu kvikmyndinni lék ég
Indiána." N
En það fór ekki eins fyrir
Quinn og mörgum leikurum í
Hollywood, sem staðna í vissri
tegund hlutverka. Hann byrj-
aði vel sem Indíáni og hætta
var á að honum byðust ekki
annars konar hlutverk, en
hann var duglegur og fram-
gjarn og tókst að skapa sér
fjölbreytta listabraut. Hann
hefur leikið í mörgum fræg-
um kvikmyndum við góðan
orðstír og einnig getið sér
frægðar í leikhúsum vestan
hafs og austan.
----★------
Enski leikarinn Alan Bates,
sem leikur rithöfundinn, er
nýkominn fram á sjónarsviðið
sem kvikmyndaleikari, en
hann hefur fengið góða dóma
fyrir leik á sviði bæði í Lond-
on og New York. Hefur hann
t.d. leikið i „Horfðu reiður um
öxl“ og „Húsverðinum."
Æfingar í gúmbát
svo dögum skiptir
ÞÓRARINN Björnsson, skip-
Iherra, hefir sent blaðinu eftir-
tfarandi pistil, sem vekur allra
ethygli:
Danir eru nú 1 þriðja skiptið
að gera athuganir með gúmim-
björgunarbáta, þannig að menn
eru hafðir í gúmtoát vissan tíima
út á sjó undir eftirliti, t.d. nú
verða þrír yfirmenn úr sjóhern-
tim í 6 daga í venjulegum gúm-
björgunarbát á Norðursjó.
Tilraunir þessar fara fram á
vegum Söværnets 'havariskole.
Varðskip fylgist með bátnum í
minnst 5 sjóm. fjarlægð.
Gúmlbáturinn sendir út merki
frá neyðarsendi. Þá verður far-
þegaflugvél frá SAS látin svipast
um eftir bátnum meðal annars
með það fyrir augum fyrst og
fremst að miða sig inn á hann,
eftir neyðarsendingum frá hon-
um, síðan að athuga, hvernig
hann sést úr lofti.
Væri ekki tilvalið fyrir okkur
hér á íslandi að gera slíkar at-
huganir. Það er ekki svo sjaldan,
að íslenzkir sjómenn hafa orðið
að yfirgefa skip sin á hafi úti og
fara í gúmibjörgunarbát, en sem
betur fer hafa oftast skip verið
nálægt og komið til hjálpar fljót-
lega .en það er ekki víst, að bau
séu alltaf fyrir hendi.
Slíkar athuganir hafa ómetan-
legt gildi að mínu áliti.
Fyrst vil ég nefna neyðar-
senda. Nú er mér ekki kunnugt
um hvað komið er á markaðinn
af slíkum tækjum og mér vitan-
lega hefur ekkert senditæki enn-
þá verið viðurkennt hér af
Skipaskoðuninni. Sjálfsagt væri
að hafa þau tæki, sem til eru
í bátnum og athuga hvað bezt
reyndist.
í öðru lagi er látið reka á bátn
um við ýmis veðurskilyrði. Hef-
ur þá mjög mikla þýðingu að
athuga, hvernig bátinn rekur og
hvað hratt. Því vnjulegast veit
maður nokkurn veginn, bvernig
veður og vindur hafa verið á
þeim slóðum, sem skip hefur
sokfcið þá er hægt að reikna út,
hvert gúmtoátinn hefur rekið.
í þriðja lagi flugvél þarf að
miða sig inn á bátinn eftir neyð-
arsendingu frá honum.
Hún þarf að athuga, hvernig
er að sjá hann úr lofti á öllum
tímum sólarhringsins.
Hún þarf að athuga, hvort
hægt er að bæta nokkuð úr út-
liti bátsins til að hann sjáist bet-
ur.
Þeir sem í bátnum eru verða
að halda nákvæma dagbók um
allt er gerist, veður sjólag, líðan
þeirra sjálfra ,hvernig matar-
pafckinn reynist ofl. ofl.
Varðskip fylgist nákvsemlega
með ferðum bátsins veðri og
fleiru.
Eg legg til ag við byrjum með
að hafa gúmbát úti í 3 daga með
3 mönnum. Ég efast ekki um að
margir mundu bjóða sig fram
sem sjálfboðaliðar í þetta ferða-
lag, þar sem vitað er að þetta er
ágætis megrunraðferð.
Að síðustu vona ég að réttir
aðilar athugi þetta mál gaum-
gæfilega.
Þórarinn Björnsson.
Framtíðarstarf
Duglegur og reglusamur maður getur fengið vinnu
á verkstæði okkar strax. — Hátt kaup.
Upplýsingar í dag í síma 40593 kl. 1—3; og í síma
19988 kl. 5—7.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35, Reykjavík.