Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐiÐ Fostudagur 12. júní 1984 Kennslukonurnar drepnar, börnin brennd Köln, 11. júní (AP). FERTUGUR verkamaður var gripinn æði í skóla einum í Köln i daff. Réðist hann á tvær kennslu konur og stakk þær til bana, en beindi siðan heimatilbúinni eld- vörpu að skólabörnunum með þeim afleiðingum að 28 þeirra Beðið um aðstoð HJÓN á sjötugsaldri hér í borg- inni eru bæði heilsulítil og ný- komin heim af sjúkrahúsi og eru mjög bágstödd efnalega, en vilja samt reyna að bjargast sjálf heima. Gæti nú ekki eitthvert góðvilj a5 fólk rétt fram hjálparhönd með dálitlum fjárframlögum. Nú virðast allir hafa svo mikið og margt smátt gjörir eitt stórt. Guð elskar glaðan gjafara. Árelíus Níelsson. Hap;stæður vöru- skiptajöfnuður VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd hefur orðið hagstæð- ur um 52.945.000 krónur fyrsta ársþriðjung þessa árs, 1. janúar tM 30. apríl 1904. Á sama tima- bíti i fvrra, 1963, var hann óhag- stæður um 41.641.000 krónur. í aprílmánuði var jöfnuðurinn óhagstæður um 25.095.000 kr. (í apríl í fyrra var hann óhagstæð- ur um 108.242.000 kr.). Inn var flutt í þeim mánuði fyrir 384.543.000 kr. (í fyrra 380.495. 000), en út fyrir 359.448.000 kr. (í fyrra 272.253.000). Á tímabil- inu jan.-apríl 1964 var flutt inn fyrir 1.320.792 kr. (í fyrra fyrir 1.227.551.000 kr.), en út fyrir 1.373.737.000 kr (í fyrra fynr 1.185.910.000. Tölurnar, sem upp eru gefnar fyrir árið 1964 eru bráðabirgðatölur. Leiðréltinp; Á SJÖUNDU síðu Mfol. í gær var frétt um skólaslit barnaskólans á Akranesi. í fréttinni varð sú leiða villa, að orðið ekki féll nið ur en orðrétt átti setningin að hljóða svo: „Þessi börn fengu béikaverðlaun, sem frú Ingunn Sveinsdóttir gaf, og er þetta ekki í fyrsta skipti, sem frúin sýnir barnaskólanum ræktarsemi". — Mbl. biður hlutaðeigendi velvirð ingar á mistökunum. — Dómar Framhald af bJs. 1 höidin í dag, en dauðarefsing liggur við skemmdarverkum. Stjórninni í Suður-Afríku hafa borizt áskoranir víða að um að sýna hinum ákærðu miskunn og dæma þá ekki til lífláts. Hefur ríkisstjórnin ekki viljað sinna þessum óskum. hlutu slæm brunasár. Segja tals- menn lögreglunnar að 12 barn- anna séu i lifshættu. Verkamaðurinn, Walter Seifert, reyndi að strjúka á brott þegar lögreglan kom á staðinn. Varð lögreglan að beita skotvopnum til að stöðva hann, og hæfði hann einu skoti í mjöðmina. En áður en hann var tekinn drakk hann út úr lítilli flösku, sem hann bar á sér. Reyndist innihald hennar vera skordýraeitur. Var dælt upp úr Seifert í sjúkrahúsinu, en hann lézt skömmu seinna. Sjálfur sagði Seifert svo frá, að hann hafi undanfarin fjögur ár þjáðst af berklum. Var hann óánægður með það hve illa lækn um tókst að bæta mein hans, og „langaði til að hefna sín“. Tvær tog- arasölur TVEIR TOGARAR seldu í gær i Grimsby. Þorsteinn Ingólfsson seldi þorskafla af Grænlandsmið um, 190 tonn fyrir 10.876 sterl- ingspund. Röðull seldi ýsufarm af heimamiðum, 110 lestir fyrir 9.907 sterlingspund. Hér er um mjög góða sölu að ræða. Ragnar tekur við hljómsveitar- stjórn UNGVERSKI hljómsveitarstjór- inn, Istvan Szalatsy, sem stjórn- aði hljómsveitinni í Þjóðleikhús- inu í Sardasfursinnunni, fór af landi brott s.l. mánudag, en í stað hans hefur Ragnar Björnsson tek ið við stjórn hljómsveitarinnar. Ragnar hefur áður stjórnað hljómsveit fyrir Þjóðleikhúsið. Auk þess hefur hann stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands nokkr um sinnum og hefur um margra ára bil verið stjórnandi „Fóst- bræðra“. Engin leyfi laus í Miðf jarðará í FRETT í blaðinu í gær um veiðina í Miðfjarðarár var það ranghermt að eitthvað af veiði- leyfum i ánni væri til sölu. Að því er leigutakar tjáðu Mbl. í gær, seldust allir dagar í ánni á einum degi í janúarlok, og því aðeins væri hægt að fá þar daga, að einhver leyfishafa gæti ekki farið af óviðráðanlegum orsök- um. Það gerðist þó sjaldan. Aðeins sex stangir eru nú í ánni, en þeim fjölgar er líður á sumarið. Fyrsti hópurinn fékk í ánni einn lax, næsti hópur þrjá og sá þriðji fimm laxa. HID nýja kæliskip Jökla h.f. Hofsjökull, lagðist að bryggju laust fyrir fjögur í gærdag. Skipið var afhent frá Grangemouth Dockyard skipa smíðastöðinni í Skotlandi 2. júní s.l. og sigldi þá til Lond- on til að taka þar farm til Reykjavíkur Skipstjóri á skipinu er Ing ólfur Möiler, yfirvélstjóri er Eyiþór Fannberg, 1. stýrimað- ur Eyjólfur Guðjónsson og bryti Guðjón Guðnason. í reynsluferð á Forthfirði, rétt áður en skipið var athent eig- endum, mæidist ganghhraði skipsins 13,5 mílur, fullhlaðið. Kom með saumnálar og vara hluti — fer með fisk Samtal viS Ingólf Möller, skipstjóra á nýju skipi, Hotsjökli M/s Hofsjökull er fullkom- lega einangrað frystiskip til að flytja hvort sem er fisk eða ávexti. Skipið er 2860 dw. og á að geta lestað um 2500 tonn af frosnum fiski. Ráð- gert er að það flytji frystan fisk frá íslandi til Evrópu og Ameríku og flytji til baka al- mennar vörur eða ávexti. Stærðarmái skipsins eru þessi: Öll lengd 293 fet, lengd milli lóðlína 270 fet, breidd á bandi 44 fet, dýpt að neðra þilfari 15 fet, dýpt að aðalþil- fari 23 fet, djúprista (hlaðið skip) 17 fet og 6 þuml. Að- alvélin er af Deutzgerð RBV 12 M 350, skipsskrúfan er Stonemangan-bronze skrúfa. Þá er í skipinu fullkomið rið- straumskerfi Vistarverur eru loftræstar og hitaðar með hi- pres-kerfi, gólf ýmist terras- sosteinlögð eða flísalögð. Lúg- ur eru fjórar og við hverja þeirra losunarkrani, frysti- vélar fyrir farmrúmin og mat argeymslur eru af Sabroe- gerð. Skip er mjög vel búið sigl- ingatækjum. í því er Telefunk en radíóstöð, talstöð, loft- skeytastöð og miðunarstöð, ennfremur Anschutz-gíró-átta viti með sjálfstýringu, sem tengdur er miðunartækjum á stjórnpallsvængjum, miðunar- stöðinni og öðrum radarnum. Dýptarmæiir er Kelvin Hug- es, radar er af Deccagerð D 40 og D 202. Til notkunar fyrir yfirmenn og áhöfn eru út- varpstæki og sjónvarpstæki. Blaðamaður Morgunblaíðs- ins átti stutt tal við Ingólf Möller, skipstjóra á Hofsjökli, rétt eftir að skipið lagðist við Faxagarð. Ingólfur sagði, að jómfrúferðir. hefði gengið eins og bezt yrði á kosið, skipið hefði hreppt ágætis veður alla leiðina. — Við lögðum af stað frá London 7. júní, seint um kvöld ið, sagði Ingólfur. Með í för- inn var forstjóri Jökla Ólafur Þórðarson, sem tók við skip- inu í Grangemouth, ásamt 25 manna áhöfn, þar af 24 ís- Ingólfur Möller, skipstjóri, og Ólafur Þórðarson, forstjóri Jökla, um borð í Hofsjökli. lendingar og einn Þjóðverji, sem er „garantí“-meistari. AU ir skipverjar ljúka upp einum munni með það, að skipið sé í alla staði framúrskarandi, og mér er óhætt að segja að þeir hlakka til að bindast frekari böndum við skipið. Skipið er 725 tonnum stærra en Drangajökull, sem hefur verið stærsta skip Jökla til þessa. í fyrstu ferðinni vorum við með á 6. hundrað tonn, allt frá saumnálum upp í stóra vörubíla. — í hverju er skipið aðal- lega frábrugðið öðrum skip- um Kaupskipaflotans? — Aðalbreytingarnar eru þessar: í fyrsta lagi er í skip- inu vél af nýrri gerð af svO kallaðri V-gerð. Slík vél hef- ur einungis verið sett í 15 skip í öllum heiminum, og sú fyrsta í íslenzka flotanum. í öðru lagi eru losunarkran- ar við lestarlúgurnar í stað- inn fyrir bómur, eins og venja er. Sá stærsti þeirra lyftir 15 tonnum en hinir þrír lyfta 5 tonnum. Öll spil eru vökva- drifin. Einn maður stjórnar krönunum með tveimur hand- föngum. í þriðja lagi eru lestarlúg- urnar þannig úr garði gerðar, að neðra dekkið er færanlegt, og gerir það einn maður ef með þarf. Lestarlúgurnar eru einangraðar þannig, að hver þeirra um si£ getur haldið því hitastigi, sem æskilegt er, hvar sem æskilegt er, hvar sem er í heiminúm. — Hvað hafið þér verið lengi skipstjóri, Ingólfur? — í sautján ár. Ég var fyrst skipstjóri á Foldinni, en árið 1952 var skipið selt til Jökla, og ég með, ef svo má að orði komast. Seinast var ég skip- stjóri á Drangajökli. — Hvert er svo ferðinni heitið? — Við förum út á land og lestum fisk, og siglum siðan með hann til Rússlands. astri vi11 frið við P akistan — en segir Kínverja verða að hafa forgöngu um bætta sambúð K LAL Bahadur Shastri, hinn nýkjörni forsætisráð- herra Indlands, flutti í dag fyrsta útvarpsávarp sitt til þjóðarinnar. Sagði hann m.a. að Indland og Pakistan hefðu of lengi átt í innbyrðis deil- um, og að kominn væri tími til að binda enda á þær. Varðandi Kína sagði ráð- herrann hins vegar að Pekingstjórnin hafi gengið freklega á hluta indversku þjóðarinnar og ríkisstjórnar- innar með sí-endurteknum árásum. Það væri ekki hlut- verk Indverja að eiga frum- kvæði að samningum við Kínverja, heldur bæri Kín- verjum að sýna í verki að þeir hefðu breytt um stefnu frá því þeir hófu landamæra- styrjöldina árið 1962. Shastri tók við embætti for- sætisráðherra fyrir þremur dög- um, og var þetta í fyrsta sinn sem hann kom opinberlega fram eftir embættistökuna. Áður en hann flutti ávarpið hafði hann unnið mikinn sigur í þinginu, þegar stjórnarandstaðan stóð með Kongressflokknum um traustyfirlýsingu á stjórnina. Fyrri hluti ræðunnar fjallaði um innanríkismál. Skoraði hann á alla trúarflokka og stjórnmála- hópa að standa nú einhuga sam- an um að beriast gegn fátækt og stjórnleysi. En mesta áherzlu lagði Shastri á að bæta sambúð- ina við Pakistan. Sagði hann að allt frá því Jawaharlal Nehru lézt hinn 27. maí sl. hafi Moham- med Ayub Khan, forseti Pakist* Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.