Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 19
f Föstudagur 12. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 ÚTVARP REYKJAVÍK Arnór Sigur- jónsson. FYRIR hádegi á sunnudag, 31. maí var útvarpað messu séra Gunnars Árnasonar úr Kópavogs kirkju. Var það á margan hátt ágæt messugerð. Þó undraði mig, að hann skyldi taka að hallmæla afbrotamanni, sem ein frænd- fþjóð okkar tók af lífi fyrir tæp- um 19 árum. Það er virðingar- vert, þegar prestar reyna að leið þeina þeim, sem enn eru ofar foldu og benda þeim á bresti sína. Hitt er annað mál, hvort það er í verkahring prestanna að hallmæla sakamönnum, sem þeg- ar hafa tekig út refsingu sína þessa heims og væntanlega einn- ig að nokkru leyti annars heims, eér í lagi, ef þeir standa mjö,g nærri okkur í tíma. Þetta hefur fcjálfsagt verið hugsað okkur til viðvörunar og auðvitað ekki illa meint. En mér fannst þetta 'held- ur lýta góða prédikun. Um kvöldið flutti Arnór Sig- tirjónsson, rithöfundur, fyrra er- indi sitt um stjórnmálafund að Ljósavatni 1908. Síðara erindið fJutti hann á mánudagskvöld. Á fundi þessum var rætt um „Upp- ikastið“ fræga, og var meirihluti fundarmanna fylgjandi því, enda kusu Þing- eyjingar Pétur Jónsson á Gaut- löndum á- þing, en hann var ein dreginn fylgis- maður Uppkasits ins, en Sigurður Jónsson á Arnar vatni, Uppkasts- andstæðingur, laut í lægra haldi. Frásögn Arnórs af fundi þess- um var skilmerkileg. Hann dró jþá ályktun, að barátta beggja, Ibaeði uppkastsandstæðinga og fylgjenda Uppkastsins hefði að lokum leitt til sigurs í sjálfstæð- isbaráttunni. Þetta eru auðvitað engin ný sannindi, þótt vel mætti minna á þau enn og þótt sumir þeirra, sem harðast hafa karpað um þe§si mál í vetur og vor, hafi stundum haldið öðru fram. Það karp var líka nokkuð barnalegt á stundum og gekk svo langt að fcyrjað var að deila um, hvor (hefði verið höfðinglegri ásýndum og haft tilkomumeiri málróm Hannes Hafstein eða Björn Jóns- eon! Ijklega hefur Þingeyjingum láðst að ganga til atkvæða um það á Ljósavatnsfundinum 1908. Á mánudagskvöldið talaði Kristján Sturlaugsson, trygging- arfræðingur, um daginn og veg- jnn. Hann ræddi einkum ýmsar vísindalegar framfarir með tilliti til atvinnu- og efnahagsmála. Hann minntist á þá gömlu kenn- ingu, að bókvitið yrði ekki lát- ið í askana. Nú væri sú kenning Bvo úr sér gengin, að ómenntað fólk ætti oft í vandræðum með að afla sér góðrar atvinnu, þar sem hinu menntaða stæðu hins vegar ýmsar leiðir opnar. Hann Eagði, að íslendingar hefðu að visu enn takmankaða getu til ýmissa vísindalegra rannsókna í þágu atvinnulífsins og efnahags- lífsins og því yrði að einbeita þeim að þeim Eviðum, þar sem þær væru mikil- vægastar og lík legastar til að bera árangur. Kristján taldi, Bð enn hefðum við ekki hagnýtt ©kkur stærð- fræði nógsam- lega í þágu at- vinnuveganna. Sagði hann, að við hefðum t.d. ekki enn reynt eð reikna út, hversu mikið fiski- tnagn okkur væri hagkvæmt að veiða á ákveðnum miðum. Krist- ján sagði, að rafeinda’heilar væru ekki eins spakir að viti og marg- Kristján Sturlaugsson. ir hefðu freistazt til að álykta. Þeir hefðu hefðu réttilega verið r.efndir heimskustu og hraðvirk- ustu þjónar mannsins. Margháttaðan fróðleik annan týndi ræðumaður til, og var þetta gott erindi, ‘þótt það væri dálítið einhæft. Grunnmúruð efnis- hyggja réði þar lögum og lof- um .Kristján heilsaði hvorki né kvaddi. Hefur trúlega reiknað út, að sú fyrirhöfn borgi sig ekki. Á þriðjudagskvöld flutti séra Jakob Jónsson erindi, sem hann nefndi „Trúræn skynjun". Var það fyrra erindi hans um það efni. Jakob sagði meðal annars, að frumstæðar þjóðir væru stund um eingyðistrúar og hefðu all- háleit trúarbrögð. Þá ræddi hann um skynheim mannsins, sem væri byggður upp af skynjunum og reynslu. Skynjunin byggðist annars vegar á áhrifum utan að, en 'hins vegar á innri túlkun. Er- indi séra Jakobs ólgaði af kraft- mi'klum heilabrotum, og lagðist hann mjög djúpt í hugleiðingum sínum. Á miðvikudagskvöld las Ævar R. Kvaran, leikari, kafla úr leik- ritinu: „Hinri'k fjórði“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Ævar er vinsæll útvarpsmaður og ekki að ástæðu lausu, því hann hefur mjö-g við- feldna rödd, er góður leikari og hefur oft flutt afar skemmtilegt efni í Útvarpið. Höfund leikrits íns og þýðanda er víst óþarft að prísa á þessum vettvangi. „17 ára keppninni" var enn haJði áfram þetta kvöld ,og að þessu sinni lýsti Sigurdís Jó- hannesdóttir á Svalhöfða í Dala- sýslu reynslu sinni og nefndi: Sólskinsdagar í sveit. Guðrún Ás mundsdóttir las. Sigurdís greindi meðal annars frá „þingmála- fundi" þar sem, auk fleiri voru samankomnir þeir Tryggvi Þór- hallsson, Jón Þorláksson og Jón- as Jónsson frá Hriflu. Það vakti at'hygli hennar, að jafnfrægur maður og Jónas Jónsson hafði lát ið setja bót á jakka þann, er hann gekk í. Aliþýðufólk þurfti þá að bennar dómi ekki að skammast sír. fyrir að ganga í bættum flík- um: Hvað höfðingj arnir hafast að hinir meina sér leyfist það. Bætur eru nú fáséðar orðnar hæði á stjórnmálamönnum og öllum almenningi. Vissulega voru þær sjaldan til prýði, og er lítil eftirsjá ag þeim. En stjórn- málamenn hafa enn ekki gleymt þeirri list að vera alþýðlegir í framgöngu á „þingmálafundum“. Á fimmtudagskvöld flutti Guð mundur R. Magnússon, skóla- stjóri, fyrra erindi sitt um Banda ríkjaför á vegum Fulbrightstofn- unarinnar. Var það mjög fræð- andi erindi. Síðar um kvöldið var þátturinn „Raddir skálda“. Var hann helgaður Þóri Bergssyni (Þorsteini Jónssyni) rithöfundi. Jón Aðils las smásöguna „Silfur 'búin svipa", og Þorsteinn Ö. Stephensen las kvæði eftir skáld ið. „Mótív" smásögunnar er eink ar snjallt. Gamli maðurinn, sem fær fagurgjörða svipu frá Bún- aðarfélaginu fyrir 50 ára dygga vinnumennsku á sama stað hjá manni, hvers konu hann elskar, leggur alla-n æviharm sinn, bældann undir fargi langr- þrælkunnar í þetta eina son er einn af elztu núlifandi rithöfundum okkar, fæddur 1885. Fyrsta bók hans kom ekki út fyrr en 1939 ,en áður var hann orðinn landskunnur fyrir hinar snjöllu smásögur sínar. Alls hef- ur hann gefið út 8 bækur: 5 smá- sagnasöfn, 2 skáldsögur og 1 ljóðabók. Er nú brátt von á heild arútgáfu verka hans. Þorsteinn mun ávalt verða talinn einn af snjöllustu smásagnahöfundum okkar á þessari öld. Föstudagurinn 5. júní er mehk- isdagur í lífi þeirra Útvarpshlust enda, sem eiga eða hafa vonir um að eignast 350,000 krónur, áður en þeir gefa upp andann. í þætt- inum „Efst á baugi“ var nefni- lega upplýst, að með því að frysta menn látna með nýjusitu vísindalegum aðferðum eru mikl ar líkur til að hægt verði að vekja þá aftur til lífsins eftir ca. 100-200 ár. En frystingin er, eins og áður getið, nokkur dýr, en von ir standa þó til, að kostnaður við aðgerð þessa fari lækkandi. Það fer sem sagt, að fá nýja-n og fersk an tilgang að „safna til elliár- anna.“ Ekki veit ég, hvað þeir Efsta baugs menn sjá sér í því að vera að sn-uðra uppi fjárreiður er- lendra leikkvenna og sikýra Út- varps'hlustendum frá niðurstöð- um sínum. Ég .get ekki meint, að nokkur þeirra hafi áhuga á slíku, jafn'hliða 'því sem 'þeim er boðað eilíft líf. Sei-nna þetta kvöld flutti Ólaf- ui' Ólafsson, kristniboði, ágætt er indi um útvarpstækni í þjónustu kirkjunnar. Síðar flutti Jakob Jónasson, læknir, síðara erindi sitt um geðlækningar. Greindi hann frá ýmsum aðferðu-m, sem beitt er við -geðsjúkli-nga. Ein er sú að reyna að losa sjúklinginn við kom-pleksa og afbrigðilegar hugsanir með endurteknum við- ræðum við hann um vandamál hans og annað, sem kann að hafa snerti- punkta við þau. Þessi aðferð er mjög tímafrek og hentar hvergi nærri öllum sjúkhngum. Af öðrum læknin-ga aðferðum nefndi Jakob dáleiðslu, sjálfslökunaraðferg og heilaþvott, og sagði hann að síðast talda að- ferðin hefði gefið sérlega góða rsun í Rússlandi. Það upplýstist i erindi Jakobs, að heilaþvottur er írauninni grundvallaður á áhrifum vanans á mannleg við- brögð. Útvarpið mætti gjarnan endurtaka þessi tvö erindi Ja- kobs Jónassonar um geðlækning- ar. Skemmtileg og fróðleg voru viðtöl Jónasar Jónassonar við þá Bjarna Jónsson, forstjóra og Jónas Sveinsson, lækni „í viku- lokin“ á laugardaginn. Það var eiginlega að læknisráði sem Bjarni Jónsson hóf hinn umfangs mikla bíórekstur sinn árið 1914 (Nýja bíó). Hann þoldi nefni- lega ekki að vinna að þeirri iðn- grein, sem hann hafði numið og hafði og hefur enn mikinn áhuga á, sem sé húsgagnasmíði. Bjarni sagði, að bíórekstur væri ágæt atvinna, en kvikmynd- ir út af fyrir sig hefðu aldrei vak ið neinn eldlegan áhuga hjá sér. Á laugardagskvöldið las Thor Vilhjál-msson, rithöfundur, upp úr nýútkominni bók sinni um Kjarval. Hástemdar, glitofnar, dulúðugar myndir voru dregnar upp á snjöllu máli, en undirstað- an var grjót og meira grjót. Að loknu stuttu, gamansömu saka- málaleikriti eftir John Dickson Carr var slegið upp dansleik til mjðnættis. Sveinn Kristinsson. högg sem hann ir húsbón-da sín- ____ um með svip- unni nýju. „Og sittu með það!“ eru síðustu orð gamla mannsins, áður en hann er ofurliði borinn. Heiðursgjöf Bún aðarfélagsins var þannig, eftir allt saman, eikki valin út í hött. Þorsteinn Jóns greið- Þorsteinn Jónsson. Jakob Jónasson. Alltaf fjölgar Volkswagen VOLKSWACEN er fynrliggjandi Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar staðhætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbrigði, það sannar hið háa endursöluverð hans. Ferðist í VOLKSWAGEN Sími 21240 Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.