Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 17
Föstudagur 12. júní 1964 MORCU N BLAÐIÐ 17 Skiptakjör á þorsk- veiðum með nót Heilbrigt frjálsræði örugg asta leiðin til hagsældar — iír roeðu Cylfa Þ. Císlasonar á aðal fundi kaupmannasamtakanna í gœr . GYLFI Þ. Gíslason, viffskipta- málaráffherra, hélt ræðu í gær á affalfundi Kaupmannasamtaka ls lands. Ræddi hann um ástandiff ■ efnahags- og viffskiptamálun- nm, einkum með hliffsjón af sam komulaginu um launamál, sem tekizt hefur milli launþegasam- takanna, samtaka atvinnurek- enda og ríkisvaldsins. Ráffherr- ann fagnaffi samkomulaginu og kvaff þaff skapa ný viffhorf og ffefa ástæffu til bjartsýni. Niffurlag ræffu ráðherrans var á þessa leiff: En heilbrigt frjáls- ræffi til framkvæmda off viff- Bkipta í samvinnu við öflugt ríkis vald, sem tryggir trausta undir- stöffu efnahagslífsins og félags- legt réttlæti, er öruggasta leiffin til sívaxandi hagsældar. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr ræffu viffskiptamálaráffherra: Tímabilið frá styrjaldarlokum til 1960 einkenndist af rangri gengisskráningu og höftum á flestum sviðum atvinnu- og við- ekiptalífsins. Það verður auðvit- að aldrei sannað, að hagvöxtur- inn á íslandi hefði getað orðið Ihraðari, ef hér hefði verið rétt gengisskráning og frjálsari við- skipti á þessu tímabili. En reynsla annarra þjóða bendir þó ótvírsett í þé átt. A.m.k. væri það undarleg tilviljun, ef allar ríkis- etjórnir í Ve'stur-Evrópu, hvort eem þær eru kenndar við svo mefnd hægri öfl eða vinstri öfl t stjórnmálum, hefðu kosið að leggja áherzlu á rétta gengis- ekráningu, frjálsræði í viðskipt- um og baráttu gegn verðbólgu, ef þær teldu ekki rétt, bæði fró fræðilegu sjónarmiði og með hliðsjón af reynslu sinni, að hag vöxturinn yrði örari með þessu móti og þá um leið lífskjarabót almennings meiri. Sú stefna, sem tekin var upp 1960 og er í raun og veru í grundvallaratriðum ger ólík þeirri stefnu sem hér á landi hefur verið fylgt í efnahagsmál- um, ekki aðeins fá stríðslokum, heldur í raun og veru allar götur frá því í heimskreppunni miklu eftir 1930, verður ekki dœmd út frá reynslu fárra áa, heldur verð ur að framkvæma hana í einn til tvo áratugi til þess að fullur ár- angur hennar geti komið í ljós. Mikilvægi launasamkomu- lagsins. Ég álít, að það sé fyrst og fremst í ljósi þessarar staðreynd ar, sem samkomulagið um launa 1 málin nú í þessum mánuði sé 1 mikilvægt.- Það hafði tekizt að koma á réttri gengisskráningu. Það hafði tekizt að stórauka ffrjálsræði í utanríkisviðskiptum og að því er snertir framkvæmd- ir innanlands. Það hafði tekizt eð stórbæta greiðslujöfnuðinn gagnvart útlöndum og koma upp gildum gjaldeyrisvarasjóði. Það hafði tekizt að leggja grundvöll- inn að stórauknum sparnaði í landinu. Það hafði tekizt að fryggja áframhaidandi bót lífs- kjara alls almennings samfara miklum umbótum í félagsmálum og menningarmálum. En það hafði þvi miður ekki tekizt að Btöðva víxlhækkunarkapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Ef það héldi áfram, væri þeim já- kvæða árangri, sem náðst hafði é öllum hinum sviðunum, stefnt i beinan voða. Forsendur bættra lífskjara. En meginþýðing samkomulags- Ins er einmitt fólgin í því, að allir aðilar pess virðast viður- kenna, að víxlhækkanir verðlags Og káupgjalds verði að stöðva. Samið hefur verið um, að ekki verði breytingar á almennu grunnkaupi næstu 12 mánuði. Út Ciutningsframleiðslan <fg annar atvinnurekstur í landinu hefur því fengið aukið öryggi um af- komu sína næsta árið. Gengi krónunnar er ekki lengur í hættu. Menn þurfa nú ekki leng- ur að flýta sér með framkvæmd ir af ótta við yfirvofandi kaup- og verðlagshækkanir. Ef áframhald verður á þeirri stefnu í launamálum, sem mörk- uð var með samkomulaginu nú í þessum mánuði, má í raun og veru segja, að ný viðhorf hafi skapazt í íslenzkum launamálum. Vonir ættu þá að standa til þess, að árlegar grunnkaupshækkanir verði ekki meiri en svarar til ár- legrar framleiðniaukningar, þann ig að verðlag innanlands og gengi erlends gjaldeyris ætti að geta haldizt stöðugt um langt tímabil. En þar með væru ein- mitt fengnar forsendurnar fyrir því, að hagvöxturinn gæti orðið sem örastur Og lífskjarabótin sem mest. Jafnframt væri þá feng- inn hinn æskilegasti grundvöllur fyrir því að afnema þær hömlur á viðskiptum, sem óvissan, sem siglt hefur í kjölfar ringulreiðar innar í kaupgjalds- og verðlags- málunum, hefur enn gert nauð- synlegar. Þetta er að mínu viti meginþýðing launasamkomulags- ins, sem nú hefur verið gert. Jafnvægi forsenda afnáms verfflagseftirlits. Að síðustu skal ég fara nokkr- um orðum um verðlagsmálin. Ég geri mér Ijóst, að hér, eins og í öðrum nálægum löndum, muni verðlagseftirlit í því formi, sem því hefur verið beitt hér undan- farna áratugi, eflaust smám sam ■ an verða afnumið. Hins vegar tel ég mikilvægt, að allir geri sér þess grein, hvers vegna við höf um hér haldið verðlagseftirliti lengur en nokkur önnur nálæg þjóð. Það stendur í beinu sam- bandi við hið óeðlilega ástand, sem hér hefur ríkt í verðlags- og kaupgjaldsmálum, lengur en hiá nokkurri annarri nálægri þjóð. Verðlagseftirlitið, í því formi, sem það hefur verið hér, hefur verið óhjákvæmilegur fylgifisk- ur hins óstöðuga verðlags, sem fylgt hefur í kjölfar síbreytilegs kaupgjalds. Þegar gífurlegar breytingar hafa orðið á öllu verð la’gi svO að segja á hverju ári, þá er ekki óeðlilegt, að neytend- ur hafi óskað þess, að hið opin- bera hefði hönd í bagga með því, að verðlagsbreytingarnar yrðu þó ekki meiri en óhijákvæmilegt væri. Nógu miklar hafa þær orð- ið samt. Það er staðreynd,, sem hefur orðið að taka tillit til, að ekki aðeins forystumenn laun- þegasamtaka, heldur einnig laun þegar yfirleitt hafa haft trú á verðlagseftirliti til þess að hamla gegn ónauðsynlegum verðhækk- unum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hagfræðingar hafa yfirleitt takmarkaða trú á almennu verðlagseftirliti, nema undir vissum kringumstæðum og í takmarkaðan tíma, og hið sama hefur í vaxandi mæli átt við um stjórnmálamenn, bæði hér og þó einkum í öðrum lönd- um. En hér hefur það verið skoðun stjórnarvalda, og þá yfir leitt óháð því, hvaða flokkar hafa setið við völd, að naúðsyn- legt hafi verið að halda almennu verðlagseftirliti, meðan óróinn í verðlags- og kaupgjaldsmálun- um hefur verið jafn mikill og hann hefur verið hér undanfarna áratugi. Forsenda þess, að unnt sé að afnema verðlagseftirlit í því formi, sem það enn hefur hér, er því, að jafnvægi skaþist í verðlags- og káupgjaldsmálum. Þegar slíkt jafnvægi hefur náðst, er verðlagseftirlit í hinu gamla formi óþarft. Þetta hefur verið skoðun allra rikissbjórna í nálæg- Gylfi Þ. Gíslason um löndum, hvort sem þær hafa verið kenndar til vinstri stefnu eða hægri stefnu. Heilbrigt frjálsræffi til framkvæmda Ég hefi í þessum orðum mínum vikið að ýmsum helztu viðfangs- efnunum, sem nú eru á döfinni í íslenzkum efnahagsmálum. -Ég vona, að það geti orðið til þess að auðvelda mönnum að mynda sér skýra og rökstudda skoðun á því, hvaða stefna og hvaða ráð- stafanir séu iíklegastar til þess að ráða giftusamlega fram úr vandamálunum, sem framundan eru. Ég tel, að hið nýgerða launa samkomulag valdi því, að nú sé bjartara framundan í íslenzkum efnahagsmálum en verið hefur um skeið undanfarið. Stórt skref hefur verið stigið til að ná aftur því jafnvægi, sem raskazt hafði. Forystumönnum launþegasamtak anna og atvinnurekendasamtak- anna, sem að þessu hafa unnið, ber að þakka þá ábyrgðartilfinn ingu, sem þeir hafa sýnt. Það hlýtur nú að vera von allra góðra manna, að sá friðartími, sem framundan er, verði ekki'stundar fyrirbæri, heldur varanlegur. Ég þykist vita, að íslenzk verzlunar- stétt muni vilja að því stuðla af öllum mætti. Henni er það ekki síður hagsmunamál en þjóðar- heildinni allri, að jafnvægi hald- ist í kaupgjalds- og verðlagsmál um, að gengi krónunnar sé stöð- ugt, greiðsluafgangur sé í utan- ríkisviðskiptunum og fjárhagur þjóðarinnar traustur, út á við og inn á við. Það er hinn eini öruggi grund- völlur þess, að áfram sé hægt að vinna að auknu frjálsræði til framkvæmda og viðskipta. En heilbrigt frjálsræði til fram- kvæmda og viðskipta í sajnvinnu við öflugt ríkisvald, sem tryggir trausta undirstöðu efnahagslífs- ins og félagslegt réttlæti, er ör- uggasta leiðin til sívaxandi hagT sældar. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna: ÞORSKVEIÐAR í nót er ný veiði aðferð hér við land. Fyrst munu þessar veiðar hafa verið reyndar af 4—6 bátum fyrir 2—3 árum og þá með heldur litlum árangri, enda skipin vanbúin til þessara veiða. Meiri þátttaka var í veið- unum á nýafstaðinni vetrarvertíð en verið hefur áður, eða alls um 80 skip, þegar- flest voru. Skipin voru betur búin veiðarfærum og voru nú mikið notaðar sérstakar þorskanætur. Árangur af veiðun- um varð eins og flestum er kunn- ugt mjög góður, en fróðir menn telja, að ekki sé hægt að reikna með jafnmiklum afla í meðalári og varð si. vertíð, vegna þess að veður var sérstaklega hagstætt jafnhliða óvenjulega mikilli fiski gengd. Kostnaður við þorskveiðar í nót varð mun meiri en menn höfðu gert ráð fyrir, og stafaði það m.a. af því, að veiðarnar voru mikið stundaðar á fremur litlu dýpi, og kom því oft fyrir að næt urnar festust í botn. Þurftu næt- urnar því oft stórviðgerða við og má gera ráð fyrir að þessum veið um fylgi mikil hætta á nótatjón- um. Útvegsmönnum var það ljóst, að samningar um þessar veiðar voru ekki hafðir í huga þegar samið var um skiptakjör á hin- um ýmsu veiðum. Landssamband ísl. útvegsmaniia skrifaði því aðal viðsemjendum sínum á því svæði, sem veiðarnar eru stundaðar frá, Sjómannasambandi fslands og Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands 31. janúar sl., eða rúmum mánuði áður en veiðarn- ar hófust og óskaði eftir að samn ingsviðræður yrðu teknar upp. Fyrrgreind sjómannasamtök svör uðu þessari málaleitan LÍÚ munn lega á þá leið, að samningavið- ræður væru óþarfar vegna þess, að samningurinn um síldveiðarn- ar gilti einnig um þessar veiðar. Jafnframt var á það bent af fyrr- greindum aðilum, að mál væri fyrir dómi í Hafnarfirði út af uppgjöri á bát, sem stundað hefði veiðar með þorskanót, og sjó- mannasamtökin myndu ekki vilja semja um þessar veiðar fyrr en það væri útkljáð. Það má segja, að þessi afstaða sjómannasamtakanna hafi valdið því, að deila sú er risin, sem hér er rætt um, því það verður að teljast skylda slíkra samtaka að taka afstöðu til máls sem þessa og semja um skiptakjör, þegar ný veiðiaðferð er tekin upp. Með dómi þeim, sem nú hefur verið kveðinn upp í málinu Jó- hann Guðmundsson sjómaður, gegn Sæmundi Sigurðssyni út- gerðarmanni, Hafnarfirði, er það staðfest, að samningur um skipta kjör á síídveiðum og um veiðar með netum, ná ekki yfir þorsk- veiðar í nót, og er því enginn samningur til milli samtaka út- vegsmanna og sjómanna um skiptakjör á þeim veiðum. Jafn- framt kemur fram í dómnum, að samningur sá, sem útgerðarmað- urinn gerði við skipshöfnina með lögskráningunni er gildur, vegna þess að hann brýtur ekki í bága við samninga viðkomandi stétta- félaga. Varðandi uppgjör við einstakar skipshafnir virðist því ljóst, að skiptakjör þau, sem samið hefur verið um við lögskráningu munu gilda, hvort heldur þau hljóða upp á netakjör eða síldveiðikjör. Nokkuð margir bátar skráðu upp á væntanlega samninga og eru þeirra mál enn óleyst og verða það þar tij. samningar hafa tek- izt, en hjá því verður ekki kom- izt að semja um skiptakjör á þess um veiðum eins og öðrum, og vænta útgérðarmenn þess, að sjómönnum sé ljóst að óheppi- legt sé, að hver. útgerðarmaður sé að semja við sína skipshöfn og samningar verði jafnvel eins margir og skipin eru mörg. Áður en sjóménn mæta til þeirra samninga væri æskilegt að þeir gerðu sér ljóst, að þeirra hagsmunir eru ekki bezt tryggð- ir með því að gera kröfu til oí stórs hluta af verðmæti því, sem skipin afla, sem þeir síðan flytja að meira eða minna leyti til ríkis og bæja í opinberum gjöldum. Hagsmunir sjómanna eru betur tryggðir með því að útgerðin geti gengið með eðlilégum hætti, byggt ný og glæsileg fiskiskip og fylgt nýjungum í útgerð hverju sinni. Þær kauphækkanir, sem sjómenn eiga að fá eru fólgnar í bættu og verðmeira fiskmagni, en ekki stærri og stærri hluta af því, sem skipið aflar. * Skátaþingið haldið á Akureyri SKÁTAÞING verður haldið að Skíðahótelinu í HMðarfjalli við Akureyri dagana 12.—14. júná. Þangað munu koma 80—90 full- trúar fná flestum skátafélögum á landinu. Enn fremur verða þar áheyrnarfulltrúar og verða alls á annað hundrað skátar þarna samankomnir. Skátalþing er haldið annað hvert ár. Á síðasta þingi voru þessir kosnir í laganefnd: Fáll Gíslason, varaskátahöfðingi; — Ragnhildur Helgadóttir, lögfræð- ingur; Erla Gunnarsdóttir frá Kvenskátafélagi Reykjavíkur, —- Guðmundur Ástráðsson frá Skéta félagi Reykjavíkur og Ingólfur Ármannsson, framkvæmdastjóri bandalagsins. Tillögur nefndar- innar um breytingar á lögum bandalagsins liggja nú fyrir og munu verða aðalmál þingsins, á- sarht fræðslumálum, útgáfumál- um og fjármálum B.Í.S. Þingsetning fer . fram í skíða- hótelinu kl. 8 e.h. 12. júní og er áætlað að það standi fram á miðti an dag 14. júní. Skátahöfðingi íslands er Jónas B. Jónsson. — Minning Framhald af bls. 8. Mörg síðustu árin, átti Gama- líel heimili hjá syni sínum Krist- jáni og Gunnþóru konu hans í Hafnarfirði.Hafnarfirði. Sýndu þau honum mikla umhyggju svo sem börn hans öll, og átti hann góða daga í ellinni eftir erfiðan og strangan vinnudag. Var það eitt hans helzta yndi eftir að hann hætti að vinna að ganga r.iður að höfninni og horfa á skip in. Áður hafði hann verið þátt- takandi í sókn þeirra á miðin, nú var það gleði hans að horfa á hinn sístækkandi flota færa feng sinn á land. Með Gamalíel Jónssyni er geng inn traustur maður, sém skilað hefur lön.gum vinnudegi. Skyldu rækni og trúmennska voru hans sterkustu eiginleikar. Hann er kvaddur meg virðingu og þökk af öllum, er hann þekktu. Bless- uð sé minning hans. Matvöruverzlun Til sölu er matvöruverzlun í fullum gangi á góðum stað. Fæst með góðum kjörum. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Verzlun — 4989“ fyrir 19. þ.m. Veiðimenn Nokkrir veiðidagar lausir í Langá á Mýrum. _ Hringið í síma 18 eða 44, Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.