Morgunblaðið - 12.06.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.06.1964, Qupperneq 3
m 1 íMfáWtfi W i ð 3 Fo'átudáéur T2.1 ''iuní' 1964 NÁMSKEIÐ fyrir verðandi og Btarfandi kirkjusöngstjóra og organista er haldið á Akureyri nm liessar mundir. Það hófst binn 4. þ.m. og lýkur hinn 14. júní Það er haldið að frumkvæði ©g á vegum söngmálastjóra þjóð kirkjunnar, dr. Róberts A. Ottós sonar, sem veitir námskeiðinu forstöðu og kennir söngstjórn, tónheyrn og litúrgisk fræði. Aðr- ir kennarar eru V. M. Demetz, eem kennir raddþjálfun, og /akofi Tryggvason, sem kennir ©rganleik. Námskeiðið er styrkt aí Söngmálasjóði. Kennsla fer fram í Akureyrar kirkju og í Lóni, félagsheimili Karlakórsins Geysis, og er dag- skráin mjög ströng og námáReið < ■. ' ■x Þátttakendur í söngnámskeiðinu. Myndin er tekin í húsakynnum tónlistarskóla Akureyrar í Lóni. Aftast stendur forstöð umaður námskeiðsins, dr. Róbert A. Ottósson. Ljósm. Mbl. Sv.Þ. Söngmálanámskeið á Akureyri samsæti fyrir kennara og þátttak endur námskeiðsins í setustofu Heimavistar M.A. í boði sóknar nefndar Akureyrar. Sv.P. ið afar vel skipulagt. Söngmála-skeiðsins stjori hefur látið þess getið, að kirkj uorganistar hafi yfirleitt of litla reynslu í söngstjórn, hætti til að einskorða sig um of við organleikinn sjálfan, og því séu námskéið sem þetta mjög brýn bg nauðsynleg. Þeir þyrftu að vera allt í senn, organleikarar, söngstjórar, forsöngvarar og kunnáttumenn í kirkjulegum fræðum, auk þess að vera leið- andi menn í músiklífi síns byggð erlags. Þetta er annað námskeiðið af þessu tagi, sem haldið er á veg- um söngmálastjóra, hið fyrsta var haldið á Skálholtsstað í fyrra. Þátttakendur nú eru 15, hvaðan æva að af landinu og fólk á ýms um aldri, karlar og konur. Þeir búa og borða í Heimavist M. A. meðan námskeiðið stendur yfir. Á föstudagskvöld verður hald- ið kirkjukvöld í Akureyrar- kirkju. Þar flytja sr. Pétur Sigur géisson og dr. Rábert A. Ottós- (on ávörp, og þátttakendur nám- syngja nokkur lög á- samt Kirkjukór Akureyrar und- ir stjórn dr. Rófoerts. Þá mun V. A. Demetz syngja einsöng og Jakob Tryggvason og nemendi hans, Gígja Kjartansdóttir, leika einleik. á kirkijuorgelið. Auk Iþess verður almennur safnaðar- söngur. öllum er heimil ókeypis aðgangur, en fólk er beðið að taka með sér sálmaibækur. Á laugardagskvöld verður kaffi Frá kirkjusöngstjóranám- skeiðinu. Myndin er tekin við orgelið í Akureyrarkirkju. Við hljóðfærið situr Jakob Tryggvason, en til hægri er Demetz, söngkennari. Þeir voru þarna að æfa Kirkjuaríu eftir Stradella fyrir kirkju- kvöldið, sem haidið verður i Akureyrarkirkju í kvöld. Karlakór Akureyrir, sem nú er í söngför um VestfirðL — Karlakór Akureyrar í söngför um Vestfirði / Akureyrir. 10. júní. Karlakór Akureyrar fer söng- för til Vestfjarða á föstudaginn og syngur fyrst í kirkjunni á Reykhólum á föstudagskvöld kl. 21:30. Þaðan verður farið til Þing eyrar og sungið þar á laugar- dag kl. 15:30 og á ísafirði á laug- ardagskvöld kl. 21:00. Á sunnu- dag er ráðgert skemmtisigling um Djúp, ef veður leyfir, en síðan verður sungið í Bolungar- vík kl. 16:00 og á ísafirði aftur kl. 21:00 um kvöldið. Á mánu- dag verður ekið til Patreksfjarð- ar og haldinn samsöngur þar (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) kl. 21:00 um kvöldið. Kórinn heldur svo heim á þriðjudaginn. í fyrra fór kórinn söngför til Austfjarða, en þetta er fyrsta söngför hans til Vestfjarða. Söngmenn verða 32. Söngstjóri er Áskell Jónsson, einsöngvari Jóhann Daníelsson og undirleik- ari Guðmundur Kr. Jóhannsson. Formaður kórsins er Jónas Jóns- son frá Brekknakoti, en farar- stjóri Árni Böðvarsson. Á söngskrá eru 15 lög, og er hún hæði fjölbreytt og vönduð. Sv, F. — Laos Framhald af bls. 1 hafi á þriðjudag gert loftárás á Phong Savang, varpað niður 12 sprengjum og skotið tveimur eld- flaugum. Ekki segjast talsmenn Pathet Lao geta dæmt um það hvort flugmenn vélarina hafi verið „bandarískir heimsvalda- sinnar eða þjónar þeirra úr hópi innfæddra“. Varðandi eftirlitsflug banda- rískra flugvéla yfir Krukku- sléttu skýrði Richard Phillips, blaðafulltrúi bandaríska utanrík- isráðuneytisins frá því í dag að þeim yrði haldið áfram eftir því sem nauðsynlegt reynist. Sagði Phillips að vegna árása Pathet Lao á könnunarflugvélarnar, yrðu framvegis vopnaðar orustu- þotur með í könnunarferðunum. Ákvörðun um áframhaldandi könnunarflug sagði Phillips að væri tekin í fullu samráði við Souvanna Phouma, „og veit ég ekki til að nokkurntíma hafi ver- ið ágreiningur það mál.“ Tók fulltrúinn þetta fram vegna þess að í fyrri fréttum frá Vientiane var sagt að Souvanna Phouma hafi lýst því yfir að öllu könn- unarflugi væri hætt í bili. París, 8. júní AP. JAMES A. Roberts hefur verið skipaður aðstoðarfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, að því er til- kynnt var í París í dag. SIAKSIEIiAR Barizt við vindmyllur Tíminn licfur undanfarið dáðst mjög að frammistöðu manna sinna í stjórnarandstöðunni. Al- þýðublaðið drepur á þetta atriði í forystugrein í gær. Þar segir m. a.: „Fyrir ári siðan var háð harð- vítug barátta fyrir kosningar tii Alþingis. Þá byggðu framsóknar- menn stjórnarandstöðu sína á tveimur höfuðatriðum: Eitt var það, að ríkisstjórnin ÆTLAÐI að svikja þjóðina i landhelgismálinu. Reynslan hef- ur sýnt annað. Hitt var, að ríkisstjórnin ÆTL- AÐI að draga ísland inn í efna- hagsbándalagið. Reynslan hefur einnig þar sýnt annað. Enn í dag virðast framsóknar- menn ekki telja vænlegt að berj- ast við ríkisstjórnina á grund- velli þess, sem hún hefur gert. Þeir finna upp einhverja fjar- stæðu, sem þeir segja, að ríkis- stjórnin HAFI ÆTLAÐ að gera og berjast ákaft við þá vind- myllu.“ Skattalækkanirnar Vogar, blað Sjálfstæðismanna í Kópavogi, ritar nýlega um skatta lækkanir í vor. Þar segir: „Á nýafloknu Alþingi beitti rik isstjórnin sér fyrir þvi að breyt- ing var gerð á lögum um tekju- og eignarskatt. Þannig að um veVulegar skattalækkanir er að ræða. Stjórnarandstæðingar héldu venju sinni og komu með alls kyns yfirboð og málaleng- ingar. Þeir héldu því fram, að þessi breyting fæli í sér skattahækkun sérstaklega Framsóknarmenn, sem lagt hafa mikla áherzlu á að endurtaka í sífellu þessa blekk- ingu. Sannleikurinn er sá, að breyt- ingin sem Alþingi gerði í tekju- skattslögunum hefur í för með sér mjög verulegar skattalækk- anir. Nægir að nefna „nokkur dæmi því til sönnunar." Dæmin tala „Einstaklingur, sem hafði 65 þús. kr. nettó tekjur árið 1963 hefði samkv. þeim skattalögum, sem giltu í tíð vinstri stjórnar- innar sálugu, mátt greiða 2870 kr. í tekjuskatt. Samkv. lögun- um, sem giltu fyrir breytinguna hefði hann greitt 1000 kr. en á nú að vera algerlega tekjuskatts- frjáls. Hjón með 2 börn með 130 þús. kr. nettó tekjur árið 1963 hefðu orðið að greiða vinstri stjórn- inni 9.565 kr. í tekjuskatt. Samkv. lögunum, sem giltu fyrir breyt- inguna hefðu þau átt að greiða 4000 kr. en eiga nú að greiða 1300 kr. Hjón með 3 börn og 130 þús. kr. nettó tekjur árið 1963 hefðu verið krafin um 7.877 kr. í ríkiskassa Eysteins. Fyrir síðustu breytingu hefðu þau átt að greiða 2.500 kr. í tekjuskatt en eiga nú að vera skattfrjáls.“ Áróður Framsóknar „Þessi dæmi nægja til þess að sanna ög sýna hevrsu öfgafullar og fjarstæðar kenningar stjórn- arandstöðunnar eru, sem heldur því fram að breyting til lækkun- ar sé hækkun. En skattpíningarstefnu Ey- steinskunnar hefur verið ofboðið með margföldum skatta- eg tollalækkunum í tíð núverandi rikisstjórnar og því kýs hún hlut- verk strútsins og stingnr sér í blekkingarsandinn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.