Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 6
e WORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 12. Júnf 1964 Tékknesk þingmannanefnd kemur hingað í júlímánuði Rætt við Alexej Voltr, sendiherra Tékkóslóvakiu á íslandi Hart í bak, irumsýnt í Færeyfum 17. júná Fyrsti ísl. leikflokkurinn til Fœreyja á förum SENDIHERRA Tékka á íslandi, Alexej Voltr, hefur verið stadd- ur á íslandi undanfarna daga ásamt konu sinni. Morgunblaðið hitti sendiherrann að máli í gær og sagði hann m.a.: — Aðsetur mitt er í Stokk- hólmi, en jafnframt er ég sendi herra lands míns í Noregi og á Islandi. Hér höfum við ágæta að- stöðu, höfum ágætis húsnæði og duglegan chargé d’affaires. — Ég var skipaður sendiherra hér árið 1962 og afhenti forseta íslands emibættisskilríki min í nóvembermánuði það ár. í>etta er í þriðja sinn, sem ég kem til íslands, kom hingað einnig á s.l. ári, en þá hittist svo illa á, að forsetinn var erlendis, en ég hitti hann í Stokkhólmi í staðinn. — Ég hef hitt hér að máli nú forsetann, Emil Jónsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, og fleiri áhrifamenn. — Samskipti íslands og Tékkó slóvakíu eru að okkar áliti mjög góð og vinsamleg og fara stöðugt batnandi. Við kunnum vel að meta vinsamlega afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar varðandi sam búð landanna. Tékkneska þjóðin, ekki aðeins við hjónin persónu- lega, dáist að íslenzkri menningu og sögu. Fjölmargar bækur ís- lenzkra rithöfunda hafa verið þýddar á tékknesku og menning artengsl landanna fara vaxandi. — Sendinefnd frá tékkneska þinginu er væntanleg til fslands í júlímánuði n.k. í boði forseta Alþingis, Birgis Finnssonar. Eru 4 í sendinefndinni. Það var árið 1962 sem fulltrúar Alþingis fóru til Tékkóslóvakíu í boði þings okkar og er boðið nú eiginlega til að endurgjalda það. Við erum þeirrar skoðunar, að sendinefnda skipti sem þessi séu þýðingarmik il vegna persónulegra kynna og sambanda sem skapazt. — Ég hef ferðazt nokkuð um landið, einkum þó hér sunnan- lands, en ég hef séð mikið af landinu úr flugvél, því mennta- málaráðherra var svo vinsam- legur að bjóða mér í kynningar- flug. — Island á sér mjög sérstæða náttúrufegurð og einkum hefur vakið athygli okkar hjónanna litafegurðin og þá ekki hvað sízt eins og hún er að haustinu til. Einnig hefur hrifið okkur hinn nýtízkulegi byggingarstíll hér og þær miklu og stórstigu framfarir atvinnuveganna, sem hafa átt sér stað. í Tékkóslóvakíu hefur nokk ur breyting orðið á varðandi framleiðsluna. Við leggjum ekki lengur eins mikla áherzlu á þungaiðnaðinn og áður, þó við leggjum á hann mikla áherzlu. Hvers konar léttari iðnaður hef- ur verið efldur og áherzla lögð á framleiðslu hvers konar neyzlu vara. — Þá er þess að geta, að við leggjum aukna áherzlu á að laða ferðamenn til Tékkóslóvakíu, enda hefur landið margt upp á að bjóða. Einkum hefur ferða- mannastraumurinn aukizt á s.l. ári. Við erum þeirrar skoðunar, að mjög gagnlegt sé að fólk kynn ist háttum annarra þjóða. Og það verður að segjast eins og er, að við höfum vanrækt nokkuð ferða málin. — Verzlunarviðskipti landa okkar hafa verið talsverð og góð og hafa aukizt ár frá ári. Er ekki að efa, að svo verður í framtíð- • Lítil veiði Illa gengur þeim að ná í laxinn, aldrei þessu vant. Nú er það vatnsskorturinn, sem háir laxveiðinni, svo að það er jafn- vel erfitt að hugga sig við það, að svo og svo stór lax hafi sloppið, slitið sig af önglinum. Slíkar sögur er hægt að segja, þegar vatnið er of mikið í án- um. Annars er auðvitað endalaust hægt að finna ástæður fyrir því að laxveiðimenn veiða ekki lax — og satt að segja veit ég ekki hvort algengara er — að þeir veiði eða ekki. Ef vatnið væri ekki of lítið, þá væri'það senni- lega of mikið. Og úr því að sjálf máttarvöldin eiga erfitt með að fara meðalveginn — og hafa mátulega mikið vatn í án- um, þá ætti engan að undra, þótt mannskepnan rati aldrei þennan gullna meðalveg. inni. íslenzk verzlunarnefnd er væntanleg til Prag í september- mánuði ti lað ræða viðskipti land anna. — Við hjónin komum hingað 3. júní s.l. en förum heimleiðis aftur á föstudagsmorgun 12. júní. Við hörmum það mjög, að geta ekki verið hér á 20 ára afmæli lýðveldisins 17. júní. En áður en við förum ætlum við að sjá bóka- og myndlistarsýningarnar í Þjóð minjasafninu. — Að lokum vil ég endurtaka, að sambúð landa okkar er nin ágætasta og vona að svo verði einnig í framtíðinni. • Mikill áhugi í þessu sambandi minnist ég þess að hafa heyrt, að Stanga veiðifélag Reykjavíkur hafi sótt um leyfi til borgaryfirvalda til þess að gróðursetja trjá- plöntur meðfram Elliðaánum. Mér finnst þetta vel til fundið, þ.e.a.s. ef ætlunin er að gróður- setja íslenzkt birkj. En ef ætl- unin er að hola þarna niður ein hverjum pálmatrjám eða öðru, sem ekki fellur inn í íslenzka náttúru, þá finnst mér heppi- legra og skemmtilegra að láta Elliðaárnar vera ósnortnar að svo miklu leyti sem það er hægt. Tilgangurinn hjá Stanga- veiðifélaginu er e.t.v. að koma sér upp skjólgarði með trjá- gróðri — þannig, að veiðimenn, sem vilja njóta útiverunnar og náttúrunnar við veiðar, þurfi ekki að hafa öskutunnur íbú- anna í kring fyrir augunum. LEIKFÉLAG Reykjavíkur er að senda leikflokk til Færeyja með „Hart í bak‘ eftir Jökul Jakobs- son og verður það í fyrsta skipti sem íslenzkir leikarar fara í sýn ingarferð til Færeyja. Fer leik- flokkurinn, sem er 19 manns, í tveim hópum. Þeir fyrstu fara sjóveg með Heklu á laugardag, en aðrir með flugvél næstkom- andi þriðjudag. Allir koma svo heim með Heklunni þann 24. júní n.k. Havnarsjónleikarfélag- ið í Þórshöfn mun annast móttök urnar í Færeyjum. Frumsýningin á Hart í bak Það er út af fyrir sig skiljan- legt. En Elliðaárnar eru það stór hluti af höfuðstaðnum, að jafn- vel þeir Reykvíkingar, sem aldrei renna fyrir lax, fylgjast af áhuga með því hvort eitthvað veiðist þar. Vegfarendur hafa gaman af að fylgjast með veiði- mönnunum — og hver lax, sem dreginn er á land, gleður meira en eina sál. Elliðaárnar eru því ekkert einkamál laxveiðimanna — og þótt þeir hafi ekki áhuga á að fylgjast með vegfarendum, þá hafa vegfarendur áhuga á að fylgjast með þeim. • Fánastengur Maður nokkur hringdi og bað mig að koma því á fram- færi, að kominn væri tími til að hyggja að fánastöngunum í borginni. Honum fannst of lítið gert af því að setja upp fána- verður í Sjónleikarhúsinu í Þórs höfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Leikið verður á íslenzku, sem vonast er til að Færeying- arnir skilji, eb úrdráttur úr leik ritinu er birtur á færeysku í leik skrá. í öllum hlutverkum eru sömu leikarar sem verið hafa hér og Gísli Halldórsson, er sem fyrr leikstjóri. Þó þetta sé í fyrsta skipti, sem af því verður að leikflokkur fari til Færeyja, eru þetta ekki fyrstu samskipti leikara á báðum stöðum. Erna Sigurleifsdóttir, sem mikið lék hjá Leikfélagi Reykjavíkur, stjórnaði leiksýn- ingu hjá Havnarsjónleikarfélag inu meðan hún var búsett þar i landi í nokkur ár. Þá hafði verið áformuð sýningarferð með Galdra Loft, sem ekki varð þó af. Leikfélagið hefur áður haft leiksýningu erlendis, þegar far- ið var með sýningu þess á Gullna hliðinu til Helsinki 1948 á vegum Þ j óðleikhússins. Hart í bak hefur nú verið sýnt miklu oftar í einu en nokk urt annað leikrit á íslandi. í kvöld er 190. sýningin á leikn um, var í gær verið að selja upp á sýninguna, og munu 40—50 þús. manns hafa séð hana. Er frétta- menn spurðu Gísla Halldórsson í gær hvort leikararnir yrðu ekki fjarska leiðir á að leika svona oft sama hlutverkið, kvað hann nei við og sagði: — Við höfum lagt allt kapp á að halda sýningunni ferskri, að ekki kæmi í hana þreyta né sprell, og ég held að okkur hafi í sameiningu tekizt það þrátt fyrir fjölda syn- inga. stengur við nýbyggð hús — og ég er honum sammóla. Hitt sagði hann, sem ég vissi ekki, að því færi fjarri að allar fána- stengur borgarinnar væru not- aðar við hátíðleg tækifæri — vegna þess, að trassað væri að gera við: Setja nýjar línur í stengurnar o. s. frv. — og þegar til ætti að taka væri allt í ólagi. Þjóðhátíðardagurinn er nú skammt undan og því tími kom inn til að menn gefi þessu gaum. • Orðin þreytt Gömul kona hefur komið máli við Velvakanda og kvartað yfir óreglunni hjá strætisvögn- unum. Hér er ekki átt við að strætisvagnastjórar séu neitt ó- reglusamari en aðrir — heldur eru viðkomustaðir vagnanna á reiki á ýmsum stöðum í bæn- um vegna viðgerða, sem um þessar mundir fara fram á göt- um borgarinnar. í dag er þessi gata lokuð — á morgun hin gatan o. s. frv. — en SVR hef- ur engin færanleg spjöld, sem sýna breytingu á viðkomustöð- um vagnanna af þessum sök- um. — Sú gamla sagðist vera orðin þreytt á að þeysa á eftir vögnunum í Vesturbænum. Hún biði hér, hún biði þar — en strætó stanzaði alltaf einhvers staðar annars staðar. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - umboðið Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.