Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 26
26 ií* * MOR&unmrAtoio FSstudagur ' 12.4 'juiif 1964 Jonasarmótið a morgun: Svínn er beztur en ekki sigurviss Gestirnir frá Norðurlöndum koniu í gær í GÆRKVÖLD var væntanlegt til landsins sundfólk það sem ÍR-ingar hafa boðið hingað til lands vegna „Jónasar“-mótsins í sundi, sem fram fer í Vesturbæj- arlauginni á laugardag kl. 3. — Þetta eru Jan Lundin, frægasti sundmaður Svía, Kirsten Strange frægasta sundkona Dana nú, og eru bæði stærstu vonir landa sinna á OL í Xokíó. Hinn þriðji er Hörður B. Finnsson, iR-ingur sem verið hefur við vinnu og æfingar í Stokkhólmi að undan- fömu, en er Norðurlandamethafi í 100 m. sundi og sænskur meist ari frá í vor í 200 m.bringusundi. Þetta fólk, ásamt okkar fólki ætti að geta séð um að góður árang- ur náist í hverri grein mótsins. Það er gaman að bera saman tíma okkar beztu manna og t.d. Svíans Jan Lundin, sem Svíar láta afar mikið með um þessar mundir og telja sinn allra bezta sundmann o'g eitt mesta efni fyrr og síðar. Lundin er 21 árs og sér- staklega fjölhæfur, álíka og Guð mundur okkar Gíslason, nema heldur betri í öllum greinum nema baksundi. Hér þregðum við upp í töflu- formi afrekum þessara garpa á- samt tímum Davíðs Valgarðsson ar sem mun án efa blanda sér í sigurstríðið í ýmsum greinum. Beztu tímar þeirra í þeim grein um sem keppt verður í eru þessir^. á milli og þetta er einrvígi tveggja af beztu sundkonum Norður- lanida. Ef til vill nást á þessu afrek sem fleyta vinnendum til Tokiíóleikanna. En hvað um það hér er um mikið mót að ræða, sem sundunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. KR vaniD Myndirnar eru frá leik KR og Þróttar í fyrrakvöld. Sú efri sýnir eitthvert glæsilegasta mark sem skorað hefur verið á undanförnum árum. > Á þeirri neðri, KR skorar. , Keppni fyrir unglinga í frjálsum á vegum FRÍ 100 400 100 100 200 skrið skrið flug baks. fjors. Lundin 55,8 4.23,3 1.01,5 1.06,6 2.22,2 Guðmundur 57,0 4.38,5 1.03,8 1.06,1 2.23,3 Davíð 60,4 4.38,8 1.05,1 1.15,1 2.33,1 Það skal tekið fram, að tímar Guðmundar á óllum vegalengdun um eru isL met. Athygli skal og vakin á þvi, að Davíð er í mjög örri framför og syndir vart þá vegalengd nú að hann bæti ekki tíma sinn. Má geta þess að til- greindur tími Davíðs í 400 m. skriðsundi er unninn á 33 m. braut og því um raunverulega betra afrek að ræða en met Guð mundar er. Um keppni Hrafnhildar Guð- mundsdóttur og Kirsten Stange er sömu sögu að segja. Þar ber Frjólsíþrótta- nómskeið hjó Ármanni Frjálsíþróttadeild Ármanns mun gangast fyrir námskeiði í frjálsum íþróttum á íþróttasvæði félagsins við Sigtún fyrir pilta 13 ára og eldri. Námskeiðið mun verða hald- ið mánudaga, þriðjudaga, fimmtu daga og föstudaga kl. 6—8 e.h. Aðalkennari námskeiðsins verð ur þjálfari frjálsíþróttadeildar- innar Artúr Ólafsson og honum til aðstoðar munu verða nokkrir félagar frjálsiþróttadeildar. Allir pilta eru velkomnir á umrætt námskeið sem mun standa í mán uð. Lngmörk nng- linga til Norður- landakeppni STJÓRN FRÍ hefur á fundi sín- um í dag, 10. júní samþykkt eftirtalin lágmörk, sem gilda fyr ir væntanlegu vali til þátttöku í Norðurlandamóti unglinga, sem fram fer í Osló 8.—9. ágúst nk. Jafnframt samþykký; stjórnin, að væntanlegir keppendur greiði helming ferðakostnaðar. Stjórn FRÍ vekur athygli á að þátttaka verður takmörkuð, þrátt fyrir tilskilin lágmarks- afrek. Lágmörkin eru þessi: 100 m hlaup: 11,0 sek. 200 m hlaup: 22,5 sek. 400 m hlaup: 50,0 sek. 800 m hlaup: 1:57,0 mín. 1500 nj hlaup: 4:00,0 mín. 3000 m hlaup: 8:50,0 mín. 110 m. gr. hlaup 15,5 sek. 400 m gr.hlaup: 55,0 sek. 1500 m hindrunarhl.: 4:23,0 mín Hástökk: 1,90 m. Stangarstökk: 3,90 m. Langstökk: 6,90 m. Þrístökk: 14,20 m. Kúluvarp: 14,75 m. Kringlukast: 43,00 m. Sleggjukast: 45:00 m. Spjótkast: 65,00 m. UNGLINGAKEPPNI FRÍ fer fram í Reykjavík dagana 29. og 30. ágúst. Fyrirkomulag keppn- innar er þannig, að allir ung- lingaflokkarnir, þ.e. sveinar, — drengir og unglingar og svo stúlknaflokkur, þreyta keppni hvert á sínum heimavelli (eða öðrum velli) frá upphafi keppnis tímabils til 1. ágúst. Afrekin skulu síðan send Laganefnd FRÍ pósthólf 1099, fyrst 1. júlí og síð an lokaskýrsla í síðasta lagi 5. ágúst. Þegar stjórn FRÍ hafa borizt skýrslur um afrekin mun birtast listi í blöðum og útvarpi, fyrst í byrjun júlá til þess að keppend ur geti fylgzt með möguleikum til að komast í úrslit í lok ágúst. Síðan kemur skrá um þá sem verða í lokakeppninni. Stjórn FRÍ greiðir helming far areyris utanbæjarmanna og mun einnig aðstoða við útvegun á svefnplássi ef þess er óskað. Keppnisgreinar Unglingakeppn innar 1964 eru þessar: Sveinar (f. 1948 eða síðar): 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m. hlaup, 80 m. grindahlaup, há- stökk, langstökk, kúluvarp, — kringlukast og spjótkast. Drengir (í. 1946 og 1947): 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, hástökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlu- kast og spjótkast. Unglingar (f. 1944 og 1945): 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, 400 m. hlaup, 800 m. hlauip, 1500 m. hlaup, 3000 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 400 m. grindahlaup, langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast. Stúlkur (f. 1946 og sáðar): 100 m. hlaup, 200 m. hlaup, 400 m. hlaup, 80 m. grindahlaup, lang stökk, hástökk, kúluvarp, kringlu kast, spjótkast. Keppendum er aðeins heimilt að vera með í sínum aldursflokki, — sveinar mega t.d. ekki keppa í drengjaflokki eða drengir í ung lingaflokki. (Frá FRÍ). Skák frá Amsterdam Eftirfarandi skák er tefld í 14. umferð: Hvítt: Bela Berger (Ástralíu) Svart: Boris Spassky (Sovétr.) Sikiley j ar-vörn. 1. e4, c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Bg5 * Be7 7. Dd2 (Það er orðið fremur sjaldgæft að sjá þetta afbrigði, en það varð að víkja fyrir hinum „agg- ressíva“ leik 7. f4). 7. — a6 8. 0-0-0 b5 J. x3 Bb7 10. Í3 Rbd7 11. Bd3 (Til álita kom að bíða með biskupsleikinn, og reyna þess í stað að hefja peðasókn á kóngs- væng með h4 og g4, eins og hern- aðarátælun hvíts er stíluð upp á). 11. — Hc8 12. h4 Re5 13. Kbl Rc4 14. Bxc4 (Nú kemur greinilega í ljós að Bd3 var leiktap). 14. — Hxc4 15. g4 0-0 16. h5 b4 17. axb4 Hxb4 18. Be3 d5 19. g5 20. g6 Rd7 (Staðan er nú orðin allflókin. Með síðasta leik sínum hyggst Berger sprengja upp svörtukóngs stöðuna, en yfirsést snjöll flétta frá hendi Spasskys. Bezt er senni lega fyrir hvít að leika fyrst 20. Ra2 (Ekki 20. exd5, Re5!) 20. . Ha4. 21. g6 og staðan er mjög tvíeggjuð). 20. — Hxb2f!! 21. Kxb2 Re5 22. Del Rc4f 23. Kbl (Eftir 23. Kal getur svartup unnið lið 'til baka með pressu- leiknum 23. — Bb4). 23. — Db6f 24. Rb3, Rxe3. 25. Ra4, Da7. 26. Hd3, Rc4. 27. Dgl, Dxgl. 28. Hxgl, Hc8. 29. gxf7t, Kxf7. 30. c3? (Sennilega er tímaihrakig far- ið að hrjá keppendur. Skárra' var 30. Rc3). 30. — 31. Rac5, 32. exd5, 33. dxe6t 34. Rxc5t 35. Hd4, 36. Hxg7, 37. Hc7 Bc6. Bb5. Bxc5. Kxe€. Hxc5 HxhS Hh2. Rd2t. Hvítur tapaði á tima, en stað- an var vitaskuld töpuð. L R. Jófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.