Morgunblaðið - 14.06.1964, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.1964, Side 16
10 MQHGUHBLABiB Sunnudagur 14. júní 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. LANDB ÚNAÐ URINN OG FRAMTÍÐIN t ræðu, sem dr. Sturla Frið-" riksson flutti á landbún- aðarráðstefnu ungra Sjálf- stæðismanna á Hellu nýlega, gerði hann framtíðarmögu- leika íslenzks landbúnaðar að umræðuefni. Hann vakti at- hygli á, að ýmsar þjóðir á norðurhveli jarðar hafa á síð- ari árum leitazt við að efla landbúnað í norðurhéruðum sínum. Þetta hefðu til dæmis Svíar, Finnar, Rússar og Bandaríkjamenn gert í norð- urbyggðum sínum. Með nýj- um ræktunaraðferðum og vali á harðgerðari nytjajurt- um hefði tekizt að rækta jörð og stunda landbúnað á norð- lægari svæðum en áður. Dr. Sturla kvað brúna nauðsyn bera til þess fyrir íslendinga að fylgjast með nýjungum þessara þjóða og annarra og hagnýta þær í okkar landi. En jafnframt yrðum við að ryðja nýjar brautir, byggðar á er- lendri réynslu. Hann lagði á- herzlu á nauðsyn aukinnar vísindastarfsemi og rann- sókna í þágu íslenzks land- búnaðar. Framleiðsla hans yrði að verða miklum mun fjölbreyttari/ Dr. Sturla ræddi einnig möguleika þess að stofna til stóryrkjix á samfelldum rækt- unarsvæðum, þar sem við- hafa mætti verkaskiptingu og beita stórvirkum vélum á hag rænan hátt. Allar eru þessar hugleiðing- ar hins unga vísindamanns hinar athyglisverðustu. — Kjarni málsins er, að land- búnaður getur átt glæsilega framtíð á ísiandi. En hér eins og annars staðar vérðá hin hagnýtú vísindi að koma til skjalanna. Ræktun landsins og nýting þess verður að byggjast á víðtækri þekkingu í gæðum þess og möguleik- um. Búin þurfa að stækka til þess í senn að bændurnir geti bætt afkomu sína og neytend- urnir f'engið fjöíbreyttar og góðar Íandbúnaðarafurðir við skaplegu verði. Að þessu tak- marki ber að stefna. Með þetta í huga ber að efla ís- lenzkan landbúnað og bæta aðstöðú íslenzkra bænda. - STÆKKUN TÚNANNA k ukning túnræktarinnar og stækkun túnanna er ein ánægj ulegasta staðreyndin úr búnaðarsögu síðari ára. Tún- in í sveitum íslands eru nú talin um 80 þúsund hektarar að flatarmáli. Á sl. ári stækk- uðu þau um 4400 hektara og mun það vera mesta túna- stækkun, sem orðið hefur á einu ári. Þetta er enn ein sönnun þess, að íslenzkir bændur trúa á framtíðina og vinna ötul- lega að ræktun landsins. — Stórfelldum öðrum fram- kvæmdum hefur síðustu árin jafnframt verið haldið uppi í sveitunum. Ný og góð húsa- kynni hafa verið byggð yfir menn og skepnur, raforka hefur verið leidd til stöðugt fleiri sveitabæja og akvega- sambandið hefur verið að batna, enda þótt mikið bresti enn á að íslenzkir vegir full- nægi þörfum atvinnulífsins til lands og sjávar. Mestu máli skiptír, að rækt unin er í sókn. Aukgrasrækt- arinnar eru skógrækt og sand græðsla í öruggum vexti. Öllu þessu ber að fagna. Allt þetta gefur fyrirheit um betra, arðgæfara, og fegurra ísland. AFTURGÖNGUR KOMMÚNISTA að hefur verið dauft yfir kommúnistum á íslandi undanfarið. — Flokksdeild þeirra hefur verið hrjáð og hrakin af sundurlyndi og margvíslegum klíkuskap. — Gamlir Stalínistar, sem mynd að hafa kjarna flokksins hafa verið 'í'fýlu en „endurskoðun- arsinnar“ hafa vaðið uppi. Deilan milli Peking og Moskvu hefur ekki bætt um. Einnig hér á íslandi hafa kommúnistar skipzt í flokka með eða á móti þeim Krús-, jeff og Mao tse-tung. , Nú á að hressa upp á tæt- ingsliðið. En ekki eru úrræðin til þess þó sérlega líkleg til þess að bera mikinn árangur. Það er ný Keflavíkurganga til þéss að mótmæla samvinnu íslands við véstræriar lýð- ræðisþjóðir um öryggis- og utanríkismál. Á sl. vetri fluttu kommún- istar tillögu um það á Alþingi, að utanríkisstefnu íslands yrði breytt, tekið yrði upp hlutleysi og náin samvinna við kommúnistaríkin í austri, í stað vestrænnar samvinnu. Kommúnistar urðu háðu- lega úti í umræðUrtum um þessa tillögu. Síðan hafa þeii: að mestu þagað um utanríkis- og öryggismálin. En nú segj- Frá íslenzku deildinni í sý ningunni. „Svenska Massau" í Gautaborg „SVENSKA Massan“ er al- þjóðleg vörusýning, sem hald in er í Gautaborg í maí ár hvert. Þetta er umfangs- mesta vörusýning á Norður- löndum. Milli 30 og 40 lönd taka þátt í henni og fjölmörg fyrirtæki frá hverju landi. ísland hefur verið með á þessari sýningu, og hefur hinn íslenzki generalkonsúll í Gautaborg, hr. Gullbrand Sandgren, einkum séð um þá þátttöku. Það eru einkum flugfélögin tvö og Ferðaskrif stofa ríkisins, sem lagt hafa til sýningarefni og gert þessa þátttöku kleifa. Sýningin þetta ár var hald- in dagana 15.—24. maí. Gest- ir á henni voru um 160 þús- und frá 41 landi. ísland hafði þarna lítinn bás með mynd af hinni gjós- andi Surtsey fremst. Vákti þessi bás svo mikla athygli, að segja má, að hann hafi þessa 10 daga, sem sýningin var opin, verið þéttskipaðúr forvitnum spyrjendum, sem vildu fræðast um þetta furðu lega eyríki, frægt fyrir gaml ar bækur, sjóðandi jarðvatn, nýjar eyjar, sem rísa úr hafi og lítið flugfélag, sem hefur svo mikið að gera, að risa- flugfélögum heimsins stendur ógn af. Um þessi efni fjölluðu spurningar manna þá stuttu stund, sem sá ar þetta ritar 3tóð þarna við. Eg spurði sænska frú, sem þarna veitti upplýsingar, hvað vekti einna mesta at- hygli gesta I þessum íslenzka bás. Ságði hú.ii það vera gæru skinn, sem þarna var, vand- aða peysu úr íslenzkum lopa prjónáða heima og Sindra- stól klæddan fleklkióbtri ís- lenzkri gæru. Auk þess væri mikið blaðað í myndabókum Almenna bókafélagsins og listaverkabókum Helgafells, sem lágu þarna i borði. Eftir prentanir íslenzkra málverka kvað hún einnig vekja mikta athygli. Það eru einkum tveir sænsk ir fslandsvinir í Gautaborg, sem allar þakkir eiga fyrir þennan íslenzka bás, general- konsúllinn, Gullbrand Sand- gren, og Bengt Silfverstrand, listmálari. Þeir höfðu i hendi allar framkvæmdir við að koma sýningunni upp og lán- uðu meira að segja márgt a£ þeim íslenzku gripum, sem þarna Yoru til sýnis. Allmikið mun hafa verið reynt til að vekja áhuga is- lenzkra fyrirtækja i þessari sýningu, án þess þó að það bæri teljandi árangur. Virðist slíkt tómlæti vandskilið, þar eð risasýning sem þessi hlýt- ur að vera sérlega hentug til að auglýsa vörur. Einnig er þarna gullið tækifæri til land kynningar, en óneitanlega hefði verið hægt að veita fyllri upplýsingar um landið, sem útlendir menn verða að sjá án teljandi islenzkrar að- stoðar. Eirikur Hretnn Finnbogasow. 4 vikulegar ferðir Fagra- ness um Isafjarðardjúp Skipið verður einnig í hópferðum í sumar ÉSAFIRÐI, 12. júní. f sumar verður efnt til hópferðar um ísa- fjarðardjúp og Jökulfirði með djúpbátnum Fagranesi. Verða ferðir þessar á sunnudögum á tímabilinu frá 15. júní til 15. ágúst. Annan hvorn sunnudag verður farið um ísafjarðardjúp, en hinn sunnudaginn um Jökul- firði og jafnvel til Hornvíkur. Er áætlað, að ferðin taki 9—10 klst. Fargjald verður 250 — 300 kr. Leiðsögumaður verður í þess ast þeir ætla að „ganga aft- ur!“ Það sætir sannarlega engri furðu, þótt talað sé í spaugi I um afturgöngur kommúnista. um ferðum og mun skýra hið markverðasta í hátalarakerfi skipsins. Þessar hópferðir eru algjört nýmæli og má búast við, að mikil þátttaka verði í þeim, þar sem landslag er mjög fagurt og tilkomumikið i þessum slóðum og ekki alfaraleið. Mjög góður aðbúnaður er á Fagranesinu fyrir farþega og matur og aðrar veitingar seldar þar allan dag- inn. Áætlunarferðum um ísafjarðar djúp hefur nú verið fjölgað og verða nú fjórar í viku. Á þriðju- dögum og föstudögum verða ferð ir að Melgraseyri með viðkomu- á 12—14 stöðum. Margir eru þegar farnir að nota þessar föstu íerðir sem skemmtiferðir um Djúpið. Á miðvikudögum og laug ardögum eru beinar ferðir & Melgraseyri og Ögur. Eru þetta sérstaklega heppilegar ferðir fyrir þá, sem vilja 3tytta sér landleiðina til ísafjarðar, e« vegalengdin Bjarkalundur —* ísafjörður er 251 km., Bjarka- lundur — ögur 119 km. og Bjark arlundur — Melgraseyri 67 km, Fagranes getur flutt fjóra tU fimm fólksbíla og «r flutnings- gjald 2S0—400 kr. Auk þes* verður Fagranesið leigt til hóp- ferða. Fagranes kom til landsina seint á síðasta hausti og hefur reynzt mjög vel, og farþegunt líkað mjög vel við skip og að- búnað um borð. Skipstjóri er Áa» berg Kristjánsson. Fréttaritari. Washington, 12. júní NT8 Charles Stelle sem síð- ustu fjögur ár hefur veriS fonnaður bandarísku sendi nefndarinnár á afvopnunar ráðstefnunni í Genf lézt i Washington í gærkveldi 54 ára að sldri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.