Morgunblaðið - 14.06.1964, Page 23

Morgunblaðið - 14.06.1964, Page 23
Sunnudagur 14. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 Þórólfur Þorvaldsson í DAG 14. júní hefði vinur minn, Þórólfur Þorvaldsson, orðið sjö- tugur. Vil ég minnast hans með nokkrum orðum. Hann var til moldar borinn 22. apríl frá Borgarneskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Sókn arprófasturinn séra Leó Júlíus- son jarðsöng. Þórólfur var fæddur 14. júní 1894 á Litlu-Brekku í Borgar- hreppi, sonur hjónanna Helgu Sigurðardóttur og Þorvalds Er- lendssonar. Þórólfur ólzt upp að mestu með systkinum sínum, sem voru átta, 5 bræður og þrjár systur ©g af þeim eru tvö á lífi. Guðmundur bóndi á Brekku í Borgarhreppi og Helga húsfrú á Geitagerði á Fljótsdalshéraði, Þórólfur andaðist á heimili sínu í Borgarnesi 14. apríl eftir all- langa vanheilsu. Hann varð fyr- ir því óhappi að lenda í slysi árið 1955 með þeim afleiðingum að brjóstkassinn laskaðist og þrengdi æ síðan að öndunarfær- unum og náði hann sér aldrei eftir það. Hann bar þrautir sín- ar með mestri stillingu. Hann var vel gefinn maður, skýr og vel hugsandi. Þórólfur var hraust- menni mikið og kraftamaður, og átti því létt með að vinna ölll venjuleg störf, bæði til sjós og lands, enda hlífði hann sér ekki. Þórólfur var mikill hestamað- ur og átti hann góða gæðinga á meðan hann bjó í sveitinni og nokkru eftir að hann flutti til Borgarness. Var hann ^áður skepnuhirðir. Þórólfur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Jónas- dóttir og eignuðust þau sex börn og eru þrjú á lífi: Áslaug, gift Ólafi Ingvarssyni, skóla- stjóra á Varmalandi. Jónas, gift- ur Guðríði Jónsdóttur, búsettur í Borgarnesi, Kristján, giftur Jóhönnu Helgadóttur, búsett í Reykjavík. Þórólfur byrjaði búskap sinn á Litlu-Brekku í Borgarhreppi í Mýrarsýslu og eitthvað bjó hann í Brekkunesi, sem var býli úr Brekkulandi. Þórólfur heitinn kvæntist seinni konu sinni, Maríu Tómas- dóttur, 19. maí 1945, hinni ágæt- ustu konu og góðum förunaut. — Það var ástúðlegt og elskulegt hjónaband. Þau' báru hvers ann- ars byrðar í veikindum sínum. Hún hefur átt við heilsuleysi að stríða. í jölritun — prentun — kópering Klapparstíg 16 Símar: 21990 — 51323 Það var gestkvæmt hjá þeim hjónum í litla húsinu þeirra oft og tíðum en alltaf var pláss fyr- ir þá, sem að garði bar. Þau voru bæði samvalin með gestrisni, ástúð og hlýtt viðmót við alla sem til þeirra komu. Þórólfur heitinn var skemmti- legur maður í viðmóti og allri framkomu. Gætinn í orðum og prúðmenni hið mesta. Hann bar allt með gætni og stillingu, sem að höndum bar. Hann var traust- ur vinur vina sinna, eins og öll hans systkini, enda átti hataa marga vini og kunningja. Ég bið góðan himnaföðurina að blessa þennan góða látna via minn og gefa honum góða heim- komu í landið hið eilífa. Sömuleiðis bið ég guð að blessa konuna hans og gefa henni styrk og þrek í hennar erfiðleikum. Svo votta ég konu hans og börnum og öllum hans ættingjum og vinum mína innilegustu sani- úð. — íbúð 'óskast 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu, sem fyrst. — Upplýsingar í síma 34199. Stór gufukelill 250 ferm. að hitafleti með öllum útbúnaði, brennara o. fl. algjörlega ónotaður fyrirliggjandi. Góðir greiðsluskilmálar. — Leitið upplýsinga. GÍSLI HALLDÓRSSON .. VÉLAMIÐSTÖÐIN Hafnarstræti 8 — Sími 17800. Ingimundur Sæmundsson. VERID FORSJÁl j FEROALAGIO FERÐAH AN D BOKI N NI FYLGIR VEGAKORT, MIÐHÁLENDISKORT OG VESTURLANDSKORT Það er á allra vitorði að í flugvélaiðnaðinum er vöndun og öryggi framar öllu. Þessar ástæður valda því að SVENSKA AEROPLAN A/B, framleiðendur SAAB 96 SAAB 95, hafa einnig í þessari framleiðslu sinni kapp- kostað að byggja fyrir yður bifreið þar sem öryggið er í fyrsta sæti. Þessi til áréttingar má benda á hinar TVÖFÖLDU KROSSBREMSUR og STÖÐUGLEIKA á malarvegum ekki síður en á eggsléttum hraðbrautum. Ferðalög á SAAB eru þess vegna bæði ÞÆGILEGRI og ÖRUGGARI en þér eigið að venjast. — Seinustu bílar fyrir sumarfrí verða afgreiddir í byrjun júlí. \UB Sveinn Björnsson tyg & Co. Reykjavik —mm- þrjár undraverðar breytingar liafa orðið á LUX Hin fagra kvlkmyndad/s Antonella Lualdi vill ekkert nema Lux-handsápu. Ástæðan er sú, að hin mjúka og milda Lux-handsápa, veitir hinu silkimjúka hörundi kvenna þá fullkomnu snyrtin^u, sem það á skilið. Lux-handsápan, sapan sein 9 af hverjum ÍO kvikmyndastjörnum nota, fæst nú í nýjum umbúðutn, með nýrri lögun og með nýjum ilm, Veljtb ybur hina nýju eftirsóttu Lux-handsápu. i hvítum, gulum, bleikum, bláum eöa grœnum lit. Verndið yndisþokka yðar ijieð LUX-handsápu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.