Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 1
28 síður wgmMtitoifo 51. 4rgangur 138. tbl. — Þriðjudagur 23. júní 1964 Prentsmiðja M orgunblaSstm Krúsjeff kom til Svíþjóðar í gær Mikill viðbúnaður lögreglunnar — Erlander varð að sýna skilríki við sína eigin skrif stoíu Stokkhólmi 22. júní (NTB-AP) • Klukkan rúmlega 10 í morg- •ui varpaði „Basjkirija", skip Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovét rikjanna, akkerum í Stokkhólms- höfn. Forsætisráðherrann og fylgdarlið hans hélt í land með mótorbáti og á bryggjunni voru flestir ráðherrar sænsku stjórnar innar samankomnir til þess að fagna gestunum, • Fréttamenn segja, að ræðan, sem Krúsjeff flutti á hafnarbakk •num í Stokkhólmi hafi verið mnn vingjarnlegri en ræðan sem hann flutti við komuna. til Kaup mannahafnar, og sjálfur hafi 500 strætísvagnar í viðbót til Kúbu London, 22. júni (NTB) KÚBUSTJÓRN hefur pantað 500 strætisvagna frá fyrirtækinu Leyland Motors í Bretlandi til viðbótar 450 slikra vagna, sem pantaðir voru fyrr á þessu ári. Fyrstu brezku strætisvagnarnir verða sendir til Kúbu 28. þ. m. Verðmæti strætisvagnanna, sem Kúba hefur pantað hjá Leyland er um 600 milljónir ísl. kr. — Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt strætisvagnasölu Breta til Kúbu harðlega. Krúsjeff verið broshýrari. 1 ræð unni sagði forsætisráðherrann m.a., að eftir hina velheppnuðu beimsókn til Danmerkur fyndist honum hann vera hálfgerður Skandínavi. Tage Erlander, forsætisráð- herra, bauð Krúsjeff velkominn, síðan héldu hinir sovézku gestir til konungshallarinnar og snæddu miðdegisverð, en kvöld- verð snæddu þeir í boði utan- ríkisráðuneytisins. Gert hafði ver ið ráð fyrir, að Krúsjeff ræddi við sænska ráðherra í dag, en í símskeyti, sem hann sendi í gær- kvöldi frá skipi sínu, óskaði hann eftir að viðræðunum yrði frest- að til morguns. í kvöldverðarboðinu hélt Krús jeff ræðu og hvatti iti.sl. Svía ti'l þess að kynna sér nánar markaðs mál í Sovétríkjunum og þær vör ur, sem þau hefðu að bjóða. Einn ig hvatti hann til aukins sam- starfs á sviði vísinda og menning armála, en var stuttorður um al- þjóðamál. Þó minntist hanm á þá samninga, sem gerðir hafa verið í átt til afvopnunar og þá fyrst og fremst Moskvusáttmálann um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. í lok ræð- unnar minnti Krúsjeff á, að í dag væru liðin 23 ár frá því að naz- istar réðust inn í Sovétríkin og sagði, að lærdómurinn, sem sag- Framhald á bls. 27 Edward Kennedy borinn aí stysstaðnum á sjiikraböruni. Frá norrænu fiskimálaráðstefhunni, sem hófst í Reykjavik í gær. Frá vinstri: Davið Ólafsson, fiski- málastjóri; sjávarútvegsmálaráðherrar þriggja Norðurlanda: Magnus Andersen, Nor., Emil Jónsson, ísl. og A.C. Normann, Danmörk. „Við mörg vandamál að glíma", - sagði Emil Jónsson, sjávarútvegsmála- ráðherra, við setningu íiskiþings í gær VIÐ SETNINGU IX. nor- rænu fiskveiðiráðstefnunnar í Reykjavík í gærmorgun, bauð Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, gesti velkomna í stuttri setningarræðu. Kvað ráðherrann ráðstefn- una hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur íslendinga, því að sjávarútvegurinn væri sá at- vinnuvegur, sem við byggð- um afkomu okkar á að mestu leyti. Þess vegna höfum við líka mikinn áhuga á öllu. sem orðið gæti til framfara, bæði hvað snertir aukna tækni við veiðarnar, betri sölumögu- leika og meiri vörugæði. — (Sjá kafla úr ræðu Davíðs Ólafssonar, fiskimálastjóra, á baksíðu, og almenna frásögn af störfum ráðstefnunnar í gær, svo ©g kafla úr ræðu fiskimálaráðherra, annars staðar í blaðinu). Kvað Emil Jónsson engan vafa á, að umræður á ráðstefn- unni gætu orðið gagnlegar og fræðandi fyrir alla, sem hana sitja. Rakti ráðherrann síðan í stuttu máli, hvernig þjóðin hefði breytzt úr bændaþjóðfélagi í útvegsþjóð, og fiskiskipafloti okkar eflzt og batnað, svo að fiskiskip okkar, sem eru um 500 —600 að tölu veiddu nú w 800.000 tonn af fiski á ári hverju, sem væri mjög mikil veiði, þegar henni væri jafnað niður á skip- in. Einnig gat Emil þess, að fisk- ur væri að heita eina útflutnings vara okkar. Væri því sérstaklega mikilvægt fyrir íslendinga að varðveita landhelgi sína óskerta. „Við mörg vandamál er að glíma", sagði ráðherrann, „en ég vona, að þessi ráðstefna geti hjálpað okkur til að leysa vanda- málin." Síðan lýsti hann ráðstefnuna setta, en hann var jafnframt þingforseti til hádegis. Uppreisnarmenn mynda stjórn í Albertville Sagt að þeir hyggist gera órás á höfuðborg A-Katanga ElísabethviJle 22. júní (NTB) Stuðningsmenn hins vinstri- sinnaða uppreisnarleiðtoga Pierre aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimii Edward Kennedy á batavegi I Las dagblöðin — tók á móti gestum Northamton, Massachusetts, 22. júná (AP—-JMTB). I.ÆKNAR við Cooley-Dickin son sjúkrahúsið i Northamton sfeýrðu frá því i dag, að Ed- wi*ni Kennedy öldungadeild- arþingmanni Massachusetts, liði vel fttir atvikum, en hann liggur í sjúkrahúsinu vegna áverfca, e» hann lilaul er IIiir- vél ham hrapaði aðfaranótt K.L laufarda^s. Einn af læknum Kennedys, Tiioras Corriden, sagði að öld ungadeildarþingmaðurinn væri hress og hefði viljað sjá morgunblöðin i morgun. Hann er nú talinn úr allri hættu. Röntgenrnyndir, sem teknar voru af Kennedy, er h;.nn ko<m í sjúkrahúsið sýndu, að tvö rií vinstra megin voru brotin, þrir hryggjali©ir og þrjú þverbein, sem skýla mæo unni. Öldungadeildarþingmað- urinn hafði skorizt á höndum og fótum. í sjúkrahúsinu var honum gefinn einn og hálfur lítri af blóði, og á laugardag- inn var honum nokkrum sinn um gefið súrefni. Læknarnir segja, að mæna Kennedys hafi ekki skaddast í slysinu og engin hætta sé á að hann muni lamast. Talsmaður sérfræðinga, sem rannsökuðu slysið, skýrði frá þvi, að flugvélin hefði rekizt á eplatré, sem stendur á hæð Framh. á bk. S W»»mwMmmttlBUmill»««lwmwiWWlMMlwiB«im«(».Hi»liM»»llllwrtmiMi»ii imu<uimmmmmn»mmm<m»m»mmmimiwmMmmmímmmmuwm Mulele hafa myndað stjórn í hér- aðinu N.-Katanga í Kongó. Þessar fregnir bárust frá AI- bertville í dag, en pá borg hafa uppreisnarmenn á valdi sínu. Tóku uppreisnarmenn borgina í s.l. viku og hröktu á flótta 900 hermenn úr liði Kongóstjórnar. Hafa þeir leiiað hælis í nærliggj andi þorpum. Það var ræðismaður Belga i Elísabethville, sem fékk fregnir um stjórnarmyndunina í N.-Kat- anga. Eru fregnirnar mjög óljós- ar, en sagt, að fyrrv. forsætisráð- herra N.Katan,ga sé flúinn frá Al- bertviile og talið sé, að hann hafi leitað hælis I þorpi Balubamanna í nágrenni borgarinnar. Ræðis- maðurinn belgiski, Etienne Hum- blet, segir, að ítuðningsmenn Mulele hafi i hyggju að leggja undir sig höfuðborgina í Austur- Katanga, Baudouinville, en hún er fyrir sunnan Aíbertville. Flwgvöllurinn í Albertville er enmþá iokaður og engar íregnir hafa borizt um hverjir eigi sæti I stjórn uppreisnarmanna. Pierre Mulele, leiðtogi upp- reisnarmanna, var kennslumila- ráðherra í stjórn Patrioe L;im- umba. Frá því að Lumumba var myrtur hefur Mulele dvalizt 1 Peking og lagt stund á kommún- ísk fræði. >M*Htll>>>>'>>.»»« I Shastri til | Sovetnkjonna ! Nýju Delhi, 22. júní (NTB) I JTALSMAÐUR indverska ut-1 | anríkisráðuneytisins *kýrði | | frá því í dag, að Lal Badhur I : Shastri, forsætisráðherra, 1 | hefði þegið boð um að heim- f | sækja Sovétríkin. Ekki hefur I | verið ákveðið hvenser af heim I l sókninni verður. »..............Hwli >••«» iMMiHiHmiHIHi HHHMNMHWMMI r «"•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.