Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 2
I í-. , '* VÍM ' t ■ MORGUNBLAÐIÐ V I 1 * ■ r • • Þrlðjudaffur 23. júnf 1964 Einar með íyrstu kartöfluuppsk eruna í júnímánuði. Farinn að taka upp nyjar kartöflur Fær með kynbótum harðgerðar kartöflur NÝJA.R kartöflur á borðið eru ávallt gleðiefni og þeirra beðið með óþreyju. Flestir eiga þó ekki von á að geta tekig upp úr görð- um sínum fyrr en í ágúst. Einar Slgurgeirsson, kennari, er þó þegar farinn að taka upp úr garði sínum stórar og fallegar kartöflur. En Einar er mikill áhugamaður um kartöflurækt og heftrr m.a. verið að reyna að fá fram með blöndun kartöflur sem þola kulda og spretta fljótt, ti. að hægt sé að fá nýjar kart- öflur snemma. Og árangurinn er semsagt þessi: hann er farinn að taka upp í júnímánuði, meira en mánuði á undan öðrum. Kartöflurnar hans eru kyn- blendingar milli kartöflu frá Peru annars vegar og bandarískr ar kartöflu, sem heitir Ohio, en hún hefur aftur verið blönduð ísl. GuMauga. Perú-kartaflan hefur þann kost að vera fljót- vaxin og þrozkast við mjög lágt hitastig í 3000 feta hæð i Perú, ea hún er ekki góð matarkart- afia að smekk íslendinga, segir Einar. Hann hefur því reynt að blanda hana bragðbetri kartöfl- um, þannig að báðir kostirnir komi að notum. Er þetta í fyrsta skipti sem Einar tekur upp úr garðinum svona snemma. Fyrst lét hann kartöfluna forspíra inni í sandi og plantaði út 3. apríl í moldarjarðveg á ber- svæði. Eru kartöflunar nú full- þrozkaðar um mitt sumar og er uppskeran sem svarar 160 tunn- um af hektara. Einar segir að þessi kartafla eigi að geta þolað allt að 3 stiga frost án þess að grös falli, þar sem ýmsar tegundir þola ekki emu sinni 1 stigs hita. Aðspurð- ur hvort hægt sé að fá hjá hon- unr. kartöflur, svarar hann því til að hann hafi ekki nóg af þeim. En nassta sumar mundi það hægt, ef þessar kartöflur væru á skrá og það mættL Vírusrannsóknir á isi. kartöflum. Einar er með ýmsar aðrar kart öflutilraunir á prjónunum. Hann stundar t. d. rannsóknir á vírus í kartöflum. — Margir telja að vírus finnist ekki í ísl. kartöfl- um segir Einar, en vírus er í sumum tegundum, sem hér eru notaðar, t. d. í Eyvindi og önnur tegund i King Edward. Með því að taka jurtasafann úr kart- öflunum og setja hann á jurtir, sem eru mjög næmar fyrir vír- usum, má komast að raun um hve mkil brögð eru að því að vírus sé í kartöflunum. En ef mikið er af honum, getur upp- skeran minnkað um aMt að helming og auk þess geymast þær mjög illa þegar þannig er. Ónæmar tegundir fyrir hnúðormum Þá hefur Einar verið að reyna j að fá kartöflur ónæmar fyrir hnúðormum og með kynbótum tfckizt að rækta tvær tegundir, sem þannig eru ónæmar. Er hann með þá kartöflugarða austur á Eyrarbakka, þar sem mikil brögð eru að hnúðormum í kartöflum. Hefur hann notað t:l kynöótanna Perú-kartöflur og ýmsar ísl. kartöflur. Aðspurð ur sagði hann að þessir stofnar væru ekki á skrá hjá kartöflu- n:atinu, en annars væru til 4 mjög góðir stofnar ónæmir fyrir hnúðormum, sem hægt væri að láta fólk fá. Hefðu komið fram á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Keflavík tveir sjálfræktaðir stofnar, sem eru ónæmir. Einar er kennari á vetrum, en eyðir miklu af tíma sínum á sumrin í þetta gagnlega tóm- slundagaman. Rússar mótmæla ferðum PanAm frá NY tilV-Berlínar Flugvél frá félaginu fer þessa leið í dag með viðkomu á Keflavíkurflugvelli Moskvu 22. júní (NTB-AP) SOVÉTSTJÓRNIN mótmælti í gær beinum flugferðum banda- riska flugfélagsins Pan American yfir Austur-Þýzkalandi tii Vest- ur-Berlínar, á.n samþykkis aust- ur-þýzkra stjórnarvalda. Pan American hefur fjórar ferðir vikulega frá New York til Vestur Berlínar og hófust þær fyrir mánuði. Ein þessara ferða er með viðkomu í Keflavík. Að því er fulltrúi Pan American í Reykjavík tjáði blaðinu í gær- kvöldi var áætlað að héðan færi í morgun þota frá félaginu beint til Berlínar. Af flugfélags- ins hálfu hefðu engar breytingar \erið tilkynntar á þessum áætl- unarferðum. Hér á eftir fara fréttaskeyti NTB og AP um mótmæli Sovét- stjórnarinnar: Sovétrikin hafa sent Bretum og Bandaríkjamönnum samhljóða orðsendingar vegna áætlunar- flugsins miMi New York og V- Berlínar, sem bandaríska flug- félagið Pan American hóf fyrir mánuði. í orðsendingunum leggja Sovét ríkin áherzlu á fyrri yfirlýsing- ar þess efnis, að flugferðir yfir austur-þýzkt landssvæði séu ólög legar, nema austur-þýzk yfirvöld samþykki þær. Bandaríkjamenn beri sjálfir ábyrgð á afleiðingun- um, sem það geti haft að fljúga yfir Austur-Þýzkaland án sam- þykki stjórnar landsins. Fregnir frá A-Berlín herma, að stjórn Austur-Þýzkalands hafi mótmælt flugferðum Pan Ameri can og segist ekki geta tryggt öryggi fluvélanna. Bandaríkjamenn og Bretar hafa tilkynnt, að þeir hyggist hafa Siglufirði, 22. júní. SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins höfðu um hádegi í dag tekið á móti 166.228 málum síidar, en aðeins 53.277 malum á sama tima í fyrra. Síidin skiptist þannig á verksmiðjur SR: Siglufjörður 36.278 mál, Raufarhöfn 86.774, Seyðisf jörður 21.162, Húsavík 8.972 og Reyðarfjörður 13.532. Rauðka hafði tekið á móti á samráð um svar við orðsending- um Sovétstjórnarinnar. Hefur það vakið undrun, að mótmælin berast ekki fyrr en mánuði eftir að flugferðirnar hófust. Talsmaður utanríkisráðuneytis ins í Washington sagði í dag, að Sovétríkin hefðu áður lýst þvi yfir, að þau gætu ekki ábyrgst öryggi flugvéla, sem væru í ferð um miMi Rerlínar og Vestur- landa. Því væri ekki talið, að orðsendingarnar í dag bentu til þess að látið yrði til skarar skríða til þess að stöðva flugferð irnar. hádegi í dag aMs 31.500 málutn, en aðeins 1.700 málum á sama tíma í fyrra. Eftirtalin skip lönduðu a?la sínum hér í dag: Hamravík 1100 mál, Sigurvor Ak 550, Guðbjörg ÓF 650, Fróðaklettur 300, Helga RE 1344, Hafrún ÍS 1624, Árni Magnússon S33, Gjafar VE 1300. Von var á skipum hingað seint í kvöld og nótt. — Guðjón. SR bafa alls tekið á móti 166.228 málum Blóðugir bardagar d landa* rnærum Malaysíu Kuching, Tókíó 22. júní (AP-NTB) Á aðfaranótt niánudagsins kom til blóðugra bardaga á landamærum Sarawak, eins aðildarríkis Malaysíu, og Indónesíu á N.-Borneó Stóðu bardagarnir nokkrar klukku.stundir áður en Sara wakmönnum tókst að hrekja skæruliða Indónesíu á brott. Bardagarnir hófust sólar- hring eftir að tilkynnt var í Tókíó, að viðræður æðstu manna Indónesíu, Malaysíu og Filippseyja hefðu farið út um þúfur. Gekk Súkarnó Indónesíuforseti af fundi á- saimt f.vlgdarliði sínu, er Ab- dul Rahman, forsætisráðherra Malaysíu, krafðist þess að Indónesíumenn hættu fjand- skap við ríki hans þegair í stað. Áður en fundurinn fór út um þúfur hafði verið samþykkt, að Akureyri, 22. júní. UNDANFARIN ár hefur Ak- ureyrarbær gefið ferðafólki, sem leið á til Akureyrar eða um Akureyri, kost á ókeypis tjald- stæði á túninu sunnan sund- laugar bæjarins. Þar hefur einn ig verið komið upp smyrtikfef- um handa ferðafólkinu. Mikill fjöldi fólks hefur not- að þessa aðstöðu enda er al- gengt að sjá þarna 50-60 tjöld og stundum miklu fleirL Hins vegar heíur þótt nokkuð bresta á góða umgengni, þótt all ur þorri ferðafólksins hafi kunn ad að meta íyrirgi'eiðsiuna. Einn utanríkisráðherrar ríkjanna hitt- ust til þess að ræða tillögu Macapagals, forseta Filipps- eyja, um að sett verði á stofn fjögurra manna nefnd til þess að rannsaka ágreininginn vegna Malaysíu. Subandrío, utanrvkisrá ðberra Indónesíu, sagði í dag, að þar sem íundur æðstu manna í Tokió hefði farið út um þúfur, myndu Indónesíumenn halda áfram að reyna að koma Malaysíu á kné. Útvarpið í Djakarta tók í sama streng og sagði, að eftir hinn ár- angurslausa fund, myndu Indó- nesíumenn auka aðgerðir sínar á N.-Borneó og hrekja Malaysíu- menn þaðan. Abdul Rahman, sagðist í dag vilja benda á hve alvarlegt ástand rikti nú á N.-Borneó vegna hernaðaraðgerða Indónes- íumanna. Yrði ráðizt á Malaysíu, væri það sama og árás á allan hinn frjálsa heim. Rahman kvaðst vonlítill um að fundur utanríkisráðherra lándanna þriggja, sem sátu ráðstefnuna í Tókíó, yrði á næstunni. ig hafa friðsamir tjaidbúar a/Il- oft átt svefnlitlar nætur vegna örfárra varga í véurm, sem hafa haft í frammi há-vaða og jafnvel ófrið. Nú hefur bæjarstjórn Akur- eyrar samþykkt, að láta girða svæðið, koma upp vandaðri snyrtikleifuim en áður voru og ráða mánuðina júlí og ágúst sér stakan gæzlu- og ef irlitsm.ann, sem fylgist mfcð því að umgengn isreglur séu í heiðri hafðar. Til þes6 að mæta þes9um kostnaði verður tekið 25 króni gjald á sólarhring fyrir hvert tjaid- stæði — Sv. P, Macapagal, forseti Filippseyja, sem vann mest að því að konia á fundi Súkarnós og Rahmans, lét í ljós þá skoðun eftir að fund- urinn fór út um þúfur, að hann hefði verið gagnlegur þrátt fyrir suróuna, sem hljóp á þráðinn. 17 ára pilt- ur lær- og handleggs- brotnar ÞAÐ SLYS varS kl. 21.20 í gær- kvöldi á móts við Vesturgötu 56, að 7 ára piltur, Brynjar Þörðar- son, sem var á mótorhjóli, varff fyrir bíl. Brynjar var fluttur á Slysa- varðstofuna og siðar á Landa- kotsspítala. Hann reyndist lær- brotinn og handleggsbrotinn. Síld í IVIorð- fjarðardýpi Neskaupstað, 2. júni. í NÓTT og í dag hafa eftirtaldir bátar tilkynnt komu sína með síld til Neskaupstaðar. Bára GK 600 mál, Björg NK 700, Heiðrún 850, Mummi íg 250, Manni 400, Mímir 450, Sæ- unn GK 400, Stjarnan 700, Dofri 700, Auðunn 400. Síldin veiddist öll á svæðinu frá Reyðarfjarðardýpi og nórður á Héraðsflóa, 20—40 mílur und- an landi. Mjög erfiðlega gekk að veiða síldina, þar sem hún var mjög stygg og stóð djúpt. Síld fannst einnig í Norðfjarðardýpi, mun nær landi, en stóð þar svo djúpt, að ekki var kastandi á hana. Nú hefur brælt á miðuruim og flestir bátar halda í höfn eða í var undir land. Hér er iogn og hiti. — Ásgeir, Aðstaða tjaldbúða- fólks bætt á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.