Morgunblaðið - 04.07.1964, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.07.1964, Qupperneq 1
24 síður Róm, 3. júlí (AP) ANTONIO Segni, forseti Ítalíu, fól í'dag Aldo Moro að reyna -að mynda nýja ríkisstjórn, en Moro var forsætisráðherra þar til sl. föstudag, þegar hann baðst lausn ar fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir að þingið felldi frumvarp- hans um aukið ríkisframlag til einka- skóla. \ Aldo Moro tókst að mynda frá- farandi stjórn sína í desémber- byrjun í fyrra, mánuði eftir að Giovanni Leone hafði beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, sem aðeins hafði setið að-völdum I fimm mánuði. Að stjórn Moros stóðu fjórir flokkar, kristilegir demókratar, Nenni-sósíalistar, jafnaðarmenn og repúblikanar. Höfðu flokkar þessir ríflegan meirihluta í báðum þingdeildum, þ.e, 386 af 630 í neðri deild og 191 af 315 í efri deild. Þótti það sérstökum tíðindum sæta að Pietro Nenni, formaður sósíalista flokksins, sem venjulega er við hann kenndur, tók nú sjálfur ráðherrasæti í fyrsta sinn í 16 ár. Áður hafði hann oft óbeinlínis Framh. á bls. 23 Keimsókn Krúsjeffs til Noregs lýkur í dag Philip prins fór í gær af landi brott í fögru veðri eftir þriggja daga heimsókn. — Hér sést hann kveðja forsætisráðherra Bjarna Benediktsson á flugvellinum. Aðrir viðstaddir, sem sjást á mynd- inni, eru Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra (sést aöeins á hánn) og forseti Íslands. . . Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Ósló, 3. júlí (AP-NTB) HEIMSÓKN Nikita Krúsjeffs, forsætisráðherra, til Noregs lauk í dag. í því tilefni var í dag birt sameiginleg yfirlýsing hans og Einars Gerhardsens, forsætisráð- herra. Þar heita ráðherrarnir því að vinna að friði í heimin- um og aukinni afvopnun. Einnig deGaulle í Bonn Bonn, 3. júlí (NTB) • De Gaullé, Frakklandsfor- seti, kom í dag í opinbera heimsókn til Bonn. Forsetinn kom með flugvél, og tók Lud- wig Erhard á móti honum á flugvellinum. Munu þeir de Gaulle og Erhard ræðast við í dag og á morgun, en helztu umræðuefnin eru talin vera Berlínar og Þýzkalandsmálin, verðbólguhættan í löndum EfnahagsbandaTigsins, þróun in í Austur-Evrópu c<g stjórn- málmeining Vestur-Evrópu. Framkvæmd mannréttindalag- anna gengur árekstrarlítið Hörðustu amdstæðingamir teSJa lögin brot á stjórnarskránni BLÖKKUMENN víða í Banda- ríkjunum könnuðu í dag hvernig nýju mannréttindalögin, sem Johnson forseti undirritaði í gær, reyndust í framkvæmd. Sóttu þejr ýmsa veitinga- og samkomu staði, sem áður voru a'ðeins opnir hvítum mönnum, og gekk það yfirleitt árekstralaust. Ekki hafa allir viljað sætta sig við nýju lögin, og hafa nokkrir veitingahúsaeigendur lokað hús- Mildaður dómur í máli Heianders en hann þó talinn haía skrifað dreifibréfin Stokkhólmi, 3. júlí — NTB. LÖGMANNARÉTTURINN í Stokkhólmi kvað í dag upp dóm í máli Helanders biskups. Úr- ekurðaði rétturinn að Dick Ilel- nnder hafi skrifað nafnlausu bréf in, sem dreift var um Stráng- nás bisikupsdæmi fyrir biskups- kosningarnar þar árið 1902. Hins vegar telur rétturinn þá sök ekki aægja til embættismissis, og felldi úr gildi brottvikningardóm borg arréttarins í Stokkhólmi frá 1953. Þá dæmdi Lögmannarétturinn Helander til að greiða alls 75 sekt ir fyrir meiðyrði. Fjórir dómarar áttu sæti í Lög mannaréttinum, og voru þeir ekki sammála um úrskurðinn. Tveir þeirra vildu láta brottvikn infiardóminn standa, en hinir Framhald á bls. 2 um sínum í bili. Þá hafa ríkis- stjórarnir George Wallace í Ala- bama og Paul Johnson í Missis- sippi lýst því yfir að mannrétt- indalögin séu brot á stjórnarskrá Bandarikjanna. Skýrði Wallece frá því að hann muni leita að- stoðar dómstólanna til að fá lög- in numin úr gildi. Þegar Johnson forseti hafði undirritað mannréttindalögin í gærkvöldi flutti hann ávarp, sem útvarpað var og sjónvarpað um öll Bandaríkin. Sagði hann að lög in væru merkur áfangi í langri baráttu fyrir frelsi, sem hófst í Bandaríkjunum fyrir 180 árum. Hét forsetinn því að fylgzt yrði vel með því að lögin væru hald- in. Þau væru ekki staðbundin, heldur næðu þau til allra ríkja Bandaríkjanna. Þeim væri ekki ætlað að skapa sundrungu heldur einingu. Ein fyrsta tilraunin til að kanna framkvæmd mannréttindalag- anna var gerð í Kansas City i Missouri. Þar í borg stendur yfir ársþing CORE, sem eru samtök þeirra, er berjast fyrir jafnrétti kynþáttanna. Þrettán ára dreng- ur, Eugene Young, var sendur í rakarastofu Muehlebach hótels- ins til að fá klippingu. En dreng- urinn hafði fyr í vikunni verið rekinn út úr rakarastofu þessari. í dag gekk allt að óskum, og 1 *agði forstjóri hótelsins á etfir að allir gætu fengið afgreiðslu þar framvegis, ef íþeir gætu borgað. Mikið hefur verið um árekstra að undanförnu í borginni AJbany 'í Georgia ríki. En í dag var þar allt með kyrrum kjörum og um 20 veitingahús borgarinnar af- greiddu blökkumenn í fyrsta segjast ráðherrarnir vera sam- mála um að vinna beri að aukn- um samskiptum Norðmanna og Rússa á sviði viðskipta og menn- ingarmála. Ekki er í yfirlýsingunni minnzt á aðild Noregs að Atlants hafsbandalaginu, en Krúsjeff sagði í ræðu nýlega að hann teldi rétt fyrir Noreg og Danmörku að ganga úr bandalaginu og mynda hlutlaust svæði ásamt Finnlandi og Svíþjóð. Á fundi með frétta- mönnum í dag sagði Gerhardsen hinsvegar að Norðmenn teldu það þjóna hagsmunum sínum bezt að taka virkan þátt í vest- rænni samvinnu. „Að sjálfsögðu lítum við ekki á Atlantshafsbanda lagið sem árásarbandalag, held- ur tryggingu fyrir friði í heim- inum“, sagði forsætisráðherr- ann. Kvaðst. Gerhadsen álíta að Sovétríkin viðurkenndu nú aðild Noregs og Danmerkur að banda- laginu sem staðreynd, er ekki verði breytt. Krúsjeff og fylgdarlið hans heldur heimleiðis snemma í fyrra málið. Lyndon B. Johnson, forseti Bandríkjanna, undirritar mannrétt- indalögin í „Austur herbergi“ Hvíta hússins s. 1. fimmtudags> kvöld (Símamynd frá AP). Aldo Moro falin stjórnarmyndun '¥ 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.