Morgunblaðið - 04.07.1964, Síða 8
8
MORGU N 8LAÐIÐ
Laugadagur 4. júlí 1964
Borgarráði er nú heimilt að leyfa matvöru-
verzlunum kvöldsölu til kl. 22.oo
Fjölgun vöruflokka í söluturnum
LOKIÐ er nú afgreiðslu í
borgarstjórn á tillögum um, að
heimill skuli borgarráði að
veita matvöruverzlunum
kvöldsöluleyfi til kl. 22.00 og
aukningu vöruflokka í sölu
turnum. Tillögur þessar voru
samþykktar á fundi borgar-
stjórnar í fyrrinótt og taka
því bráðabirgðaákvæði gildi
um kvöldsölu í Reylíjavík.
f fyrrinótt voru afgreiddar til-
lögur til breytinga á samþykkt
um afgreiðslutíma verzlana í
Reykjavík o.fl.
Frá heilbrigðisnefnd komu
tvær breytingartill. Sú fyrri var
við íyrri málslið 3 mgr. 5. gr.,
þar sem fjallar um vöruflokka,
sem heimilt er að selja í sölu-
turnum. Felur brtilL í sér aukn-
ingu á vörum í þessum flokki.
Málsliðurinn hljóðar nú svo:
„Þar skal heimilt að, selja kort,
frímerki, dagblöð, tímarit, rit-
föng rafmagnsöryggi, nýja
ávexti, ís, sælgæti, tóbaksvörur,
eldrpýtur, öl, gosdrykki, heitar
pylsur rakblöð, raksápu, hand-
sápu, tannkrem, rafhlöður, raf-
magnsperur. spil, skyndiplástur,
kaffi, te, kakao, kex (innpakkað)
ávaxtasafa, niðursoðna ávexti,
tannbursta, greiður, bómull,
dömubindi, V.S.-pappír, kven-
sokka, vinnuvettlinga, filmur,
sólgleraugu og annað slíkt. —
Heilbrigðisnefnd ákveður, hvað
selja megi á hverjum stað og á-
kveður nánar, hvernig umbúnaði
skuli hagað“. N
Við þessa tillögu flutti Sigurð-
ur Magnússon (S), breytingar-
tillögu um að fellt yrði niður:
kex, ávaxtasafi, niðursoðnir á-
vextir, V.S.-pappír og vinnuvetl-
ingar. Sú tillaga var felid með
13 atkv. gegn 1.
Önnur breytingartill. heilbrigð
isnefndar var við 6. gr. og leiðir
af fyrri breytingunni, þ.e. að þær
verzlanir sem hafa á boðstólnum
smurt brauð, öl, gosdrykki, mjólk
o.£L. megi enn fremur selja vörur
sem um getur í 3. mgr. 5. gr. (þótt
ekki séu neyzluvörur, ef heil-
brigðisnefnd telur aðstæður til
slíks fullnœgjandi.
Þó var einnig ákvæði til bráða
birgða, sem borgarráð hafði sam-
þykkt. I>að hljóðar svo:
„Borgarráð getur heimilað
verzlunum, sem hafa til sölu
sæmilegt úrval helztu nauðsynja-
vara, að hafa opið -með þeim
hætti, sem um ræðir í 1. mgr. 3.
gr. (þ.e. til kl. 22,00 alla daga
nema stórhátíðisdaga).
Áður en leyfi skv. 1. mgr. verð-
ur veitt, skal leita umsagnar neil
brigðisnefndar og lögreglustjóra,
og má ekki veita leyfi, nema með
mæli þeirra komi til.
Um framkvæmd að öðru leyti
skal fara eftir ákvæðum sam-
þykkarinnar eftir því, sem við
getur átt.
Borgarráð getur áskilið greiðslu
gjalds, skv. 11. gr., fyrir hvert
leyfi, sem veitt verður, skv. þess-
ari grein.“
Við þetta bráðabirgðaákvæði
flutti Sigurður Magnússon svo-
fellda frestunar- og frávísunar-
tillögu:
„Með því að í ljós hefur kom-
ið, að samþykkt á bráðabirgða-
ákvæði um breytingu á sam-
þykkt um afgreiðslutíma verzl-
ana í Reykjavík.o.fl. hefur ekki
í för með sér breytingu á nú-
gildandi lokunartima sölubúða,
sökum ákvæðis í kjarasamning-
um milli launþega og vinnuveit-
enda, en talið af béðum aðilum
að stuðlað geti að misrétti og
ýmiskonar röskun, ef samþykkt
yrði, telur borgarstjófn ekki á-
stæðu til sérstakra samþykkta í
þessu efni að svo komnu máli“.
Þessi tillaga var felld með 11
atkv. gegn 3; Sigurðar og tveggja
Alþfl.-manna.
Fram kom einnig breytingar-
tillaga frá Kristjúni Benedikts-
syni (F), að 4. málsliður brb.ákv.
félli niður, -svo og frá Alþbl.-
mönnum að aftan við fyrstu máls
grein till. kæmi „gegn því að
lokað verði jafnlangan tíma að
degi til“.
Þessar till. voru báðar felldar,
sú fyrri með 10 gegn 2 og sú síð-
ari með 10 gegn 3.
Breytingartillögur heilbrigðis
nefndar og bráðabirgðaákvæði
borgarráðs voru samþykktar,
fyrri brtill. heilbr.n. með 12 gegn
1, en sú síðari samhl. og brb. ákv.
var samþykkt með 11 atkv. gegn
3 atkv. Sigurðar Magnússonar og
tveggja Alþbl.-manna. Allmiklar
umræður urðu um þessar tillög-
ur og þá einkum bráðabirgða-
ákvæðið.
Sigurður Magnússon (S), tók
fyrstur til máls og krvaðst vera
á móti bæði ákvæðinu frá borgar
ráði og till. heilbrigðisnefndar.
Hann spurði hvaða tilgangi flutn
ingur þessara tillagna þjónaði. Ef
heimila ætti að hafa allar mat-
vöruverzlanir opnar allan ársins
hring til kl. 22,00 yrðu áhrif þess
ekki glæsileg. Ef
slíkt ákvæði
yrði notað
myndi það verða
til að brjóta gild
andi kjarasamn.
milli stétta. Þeir
aðilar, sem hér
ættu hlut að
máli hefðu bent
á þetta bréflega
og að þessi samþykkt myndi að-
eins hafa illt verra í för með sér.
Þá sagði Sigurður, að stóraukn
ing vörulista á kvöldsölustöðum
væri aðeins til þess að grafa und
an eðlilegri uppbygingu matvöru-
dreifingarinnar í borginni. Mat-
vörudreifingin hefði átt við að
búa slikt eymdarhlutskipti að
hvergi hefði annað eins þekkst í
öllum heimi þar til samþykktin
um afgreiðslutíma verzlana í
Reykjavík hefði verið samþykkt
á síðasta ári. Þá kvað hann heil
brigðisvöldin hafa stöðugt dag-
legt eftirlit með matvöruverzlun-
um bæjarins og spurði hann
hvernig það mætti fara saman að
nú skuli mega selja á sjoppum
svo til fullkominn matvörulager.
Kvað hann heilbrigðisnefnd nú
myndi draga sjoppurnar í dilka,
ein mætti selja þetta, önnur
nokkru meira, og einn annar
allt sem leyft væri. Hann spurði
hvort það væri tillaga borgar-
stjórnar að koma þessari skipan
á. Ennfremur spurði hann hvort
slíkt eymdarástand hefði ríkt í
verzlunarmálum borgarinnar að
nauðsynlegt væri að grafa undan
uppbyggingu matvörudreifingar-
innar með þessum ráðstöfunum.
Hann kvaðst að lokum skora á
borgarfultrúa úr öllum flokkum
að hafna ekki samstarfi við verzl
unarmannastéttirnar.
Óskar Hallgrímsson (A) taldi
að Sigurði Magnússyni hefði ver
ið nær að fara hægar í fyrri að-
gerðum sínum, er samþykkt um
afgreiðslutíma verzlana í Reykja
vík oJl hefði verið til umræðu
á sínum tíma. Þá þyrfti ekki að
glíma við þetta vandamál í dag.
Hann kvað neytendur þarfnast
aukinnar þjónustu. Hann sagði
að þakka bæri
þeim kaupmönn
um, sem hefðu
viljað veita hina
auknu þjónustu.
Tillögur þessar,
sem nú væru
fram komnar,
væru til þess að
bæta neytendum
það tjón er þeir
hefðu orðið fyrir með fyrri sam-
þykkt. Samþykktin hefði hras-
að um þann þröskuld, sem hefði
verið, að kaupmenn og verzlun-
arfólk hefði ekki sarnið um lok-
unartíma verzlananna miðað við
þær heimildir, er í samþykktinni
fælust. Þá kvað hann rýmkun á
vöruflokkum söluturna til þess
gerða að hagnýta ‘mætti þá til
að veita uppbót á þá þjónustu,
sem almenningur hefði misst. Ósk
ar benti á, að heilbrigðisnefnd
hefði nú og hefði haft ákvæðis-
vald um hvað selja mætti á hverj
um stað svo að hér væri ekki
um neina nýjung að ræða.
Böðvar Pétursson (K) kvaðst
hafa á sínum tima varað við á-
kvæðum þeim er væru í núgild-
andi samþykkt og með.því væri
borgarstjórn að kalla yfir sig
þau vandamál, er hún væri nú
að glíma við að leysa. Hann
kvað þá samþykkt hafa verið
óundirbyggða og sama gilti um
þessar tillögur, enda gætu
þær aldrei’ orðið að
veruleika. í gildi væru samning-
ar við verzlunarfólk til ársloka
1965 um hvenær loka skuli verzl
unum. Þetta væri því til þess
fallið að koma á stríði milli kaup
manna og verzlunarfólks. Svo
kynni að vera, að til væru kaup-
menn, sem ekki væru samnings-
bundnir innan samtaka kaup-
manna og gætu þvi afgreitt sjálf-
ir, en samtök verzlunarfólks
gætu þá hindrað þá starfsemi,
eins og venja væri þegar gengið
væri á samningsrétt þeirra.
Hann kvað samþykkt þessa
hafa lítið gildi, eí hún væri ein-
asta til að borgaryfir^öldin gætu
sagt, „ekki stöndum við í vegin-
um fyrir þjónustu við fólkið'*. —
Þá kvað hann hina mörgu neyt-
endur ekki hafa látið til sin
heyra um málið. Á fundi neyt-
endasamtakanna í vetur hefðu
það verið kaupmenn og verzlun
armenn sem fyrst og fremst létu
til sín heyra um það mál en hinn
almenni neytandi hefði lítið sagt.
Böðvar kvað það geta verið, að
atvinnu einhverra væri svo hátt
að að erfitt væri fyrir þá að ná
í búðir á venjulegum tíma, en
þeir væru svo fáir, að ekki væri
hægt að byggja verzlunarkerfið
í allri borginni á þörfum þeirra.
Hann kvað það ekki geta þjónað
neinum góðum .íilgangi að sam-
þykkja tillögur, sem væru til þess
aðeins að sýngst, til að koma á
ófriði milli stétta og sem ekki
væri hægt að framkvæma. Hann
kvaðst styðja till. Sigurðar Magn
ússonar um að fresta málinu.
Birgir tsl. Gunnarsson (S),
minnti á, að þegar samþykktin
um afgreiðslutíma verzlana var
til umræðu og samþykktar í borg
arstjórn í september s.l., hefðu
fjögur meginsjónarmið ráðið
þeim reglum,
sem þar voru
settar um af-
greiðslutíma
verzlana. — í
fyrsta lagi hefði
verið komið til
móts við þær
raddir, sem
töldu, að hættu
stafaði af svo-
nefndu „sjoppuhangsi“ unglinga
kvöldsörustöðunum.
í öðru lagi hefði verið komið
til móts við óskir kaupmanna og
reynt hefði verið að meta hags-
munaaðstöðu þeirra innbyrðis í
samræmi við skoðanir formanns
og stjórnar kaupmannasamtak-
anna.
í þriðja lagi hefði langur tími
átt að líða frá því samþykktin
var afgreidd, þar til hún skyldi
taka gildi — samtals sex mánuð-
ir — í trausti þess, að sá tími
yrði notaður til hins ýtrasta til
að ná samkomulagi við verzlunar
fólk, innan ramma samþykktar-
innar, svo að ekkert yrði gert í
máli þessu án þess vilja.
í fjórða lagi átti að tryggja
hagsmuni neytenda með hverfa-
verzlun á kvöldin eftir ákveðn-
um reglum.
Það hefði verið algjör forsenda
þess, að samþykktin hlaut at-
kvæði meirihluta borgarstjórnar,
að jafnvægi héldist á milli bess-
ara þátta, en því miður hefði það
brugðizt. Samiþykktin hefði tekið
gildi 1. apríl s.l., þá hefði þjón-
ustan við neytendur verið stór-
lega skert, án þess að nokkuð
kæmi í staðinn.
Þeir níu mánuðir, sem liðu frá
því samþykktin, var gerð og þar
til nú, hefðu ekki verið notaðir
sem skyldi til að reyna að ná
samkomulagi milli kaupmanna
og verzlunarfólks og virtist reynd
ar lítill áhugi vera á báða bóga
til að ná samkomulagi. Aðilum
mátti þó vera ljóst, að borgar-
stjórn neyddist til að grípa til
einhverra aðgerða, þar sem borg
arstjórn hafði boðað það með
samþykkt frá 16. apríl s.l.
Birgir minnti á það ástand sem
komið var á, áður en núgildandi
samþykkt hefði tekið gildi, er
afgreiðsla fór fram út um lúgur
eða í verzlunum sjálfum eða hlið
aðplássi frá þfeim, en alls 30 verzl
anir í borginni hefðu verið búnar
að taka upp það fyrirkomulag.
Það virtist iþá ekki hafa nein á-
hrif á gildandi samninga verzl-
unarfólks eða hafa stuðlað að
stríði milli aðila.
Þá benti Birgir og á brtill. Al-
þýðubandalagsmanna um að borg
arstjórn ákvæði fyrir samnings-
aðila að lokað skyldi jafnlangan
tíma á daginn og opið væri á
kvöldin. Slíkt væri að sjálfsögðu
ein lausn af mörgum, sem til
greina kæmu til lausnar þessarar
deilu milli V.R. og kaupmanna.
Hins vegar væri það ný stefna af
hálfu Alþýðubandalagsmanna að
vilja binda í lögum eða reglugerð
um ákveðnar leiðir til lausnar
kjaradeilum.
Birgir undirstrikaði að lokum
í ræðu sinni, að bráðabirgðaá-
kvæðið yrði ekki lengur í gildi
en þeir aðilar vildu, sem nú hefðu
sameinast í andstöðu gegn því.
Strax og V.R. og kaupmenn
hefðu náð viðunandi samkomu-
lagi sín á milli væri grundvöllur
þess ekki lengur fyrir hendi. Það
væri því alveg undir þeim sjálf-
um komið. Kvaðst borgarfulltrú-
inn myndi fagna því, er viðun-
andi samkómulag tækist milli
þessara aðila, sem gerði all't í
senn, tryggði hagsmuni verzlun
arfólks, kaupmanna og neytenda.
Einar Ágústsson (F) kvaðst me<5
mæltur tillögum þeim er fyrir
laagju. Hann kvaðst vilja svara
fyrir sig hver hann áliti að væri
tilgangurinn
með þeim. Hann
■^eri að bœta
það ástand sem
nú ríkti í ?ölu-
málum ’nöfuð-
staðarins, en það
hefði horfið til
hins verra, er
samþykktin tók
gildi. Hann
kvaðst hins vegar vilja spyrja
Sigurð Magnússon, hvað hann
meinti, er hann nú væri ánægðr
ur með samþykkt þá er hann
hefði á'sínum tíma svo mjög beitt
sér fyrir, en þó væri ekki hægt
að framfylgja einu meginatriði
hennar. Þá kvaðst hann og vilja
spyrja um, hvað hann meinti með
því að vilja banna sölu niður-
soðinna ávaxta og vinnuvettlinga
á þeim stöðum sem heimiluð
væri sala nýrra ávaxta.
Hann kvaðst ekki hafa séð að
nokkur tillaga í borgarstjórn
hefði nokkru sinni sameinað þá
Sigurð Magnússon og Böðvar Pét
ursson eins vel og þessi og
kvaðst vona, að það yrði til þess
að þessir fulltrúar þeirra sam-
taka, sem hér ættu samningshlut
að máli, sameinuðust um að leysa
mál þessi farsællega.
Varðandi till. Alþbl.manna
kvað hann það ótilhlýðilegt að
borgarstjórn segði til um hvernig
leysa ætti samningsmál.
Þá tóku þeir aftur til máis
Sigurður, Böðvar og Óskar, og
svöruðu nokkrum atriðum, og
loks gerði Gróa Pétursdóttir (S),
grein fyrir atkvæði sínu. Hún
kvaðst styðja til
lögur borgarráða
og heilbrigðis-
nefndar. Kvaðst
hún þekkja fjöl-
margt fólk, sem
oft og einatt
hefði ekkj tæki-
færi til að
verzla á tiltekn
um verzlunar-
tíma og tók sem dæmi, að oft
væru sjómenn kallaðir fyrirvara
laust til starfa og gæti þá komið
sér vel fyrir þá að geta náð sér
í vinnuvetninga.
Að lokum fór fram atkvæða-
greiðsla er lauk sem fyrr segir.
Ferð um Vesturland
VESTURLANDSFERÐ Ferða-
félags íslands er ein af skemmti-
legustu og fjölbreyttustu ferðum
sumarsins. Hún er farin um alla
merkustu og fegurstu staði þess
landshluta. Einn kostur hennar
er sá, að hvergi er farið hratt
yíir. Alltaf gefið tóm til að skoða
sig vel um á tilkomumestu stöð-
urium. Má þar t. d. nefna Vatns-
dal á Barðaströnd, einn falleg-
asta blettinn á Vestfjarðakjálk-
anum, Látrabjarg, sem ekki á
sinn líka á öllu landinu,
Þá er Dynjandi í Arnarfirði
geysi voldugur foss og fallegur,
en yndislegur tjaldstaður rétt
norðan við hann, við spegilslétt
an voginn.
Á Ísafjarðardjúpi má nefna
eyjarnar Vigur og Æð'ey, er báð-
ar verða heimsóttar og skoðaðar.
þar eð Skip verður leigt um
Djúpið einn dag. Hefir sá dagur
löngum verið einhver dýrðlegasti
dagur ferðarinnar að allra þeirra
dómi, sem farið hafa.
Au/k áður nefndra staða, verður
Reykhólasveitin skoðuð sérstak-