Morgunblaðið - 04.07.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 04.07.1964, Síða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Laugadagur 4. júlí 1964 Heimsókn Philips prins lauk í gær Skoðaði Reykjavík í fögru veðri fyrir brotfförina Suðurlandsbrautina er dgúpur hitaveituskurður með ólokuð- um stokk í. Þar var aftur stanzað. Þarna á skurðbarm- inum skýrði hitaveitustjóri prinsinum frá hitaveitunni í Reykjavík, og spurði hann margra spurninga þar og við borholuna á Lækjarhvamms- túninu, sem var opin. Krakkarnir úr nágrenninu komu eins og skæðadrífa úr öllum áttum, þegar bílarnir stönzuðu og skildu ekki að þau máttu ekki lengur fara ofan í skurðinn sinn eða nálg- ast þennan gest e'ins og aðra, sem koma í hverfið. Síðast var stanzað við hita- veitugeymana á Öskjuhlíðinni, þar sem borgarstjóri útskýrði P H I L I P prins fór af landi burt á hádegi í gær eftir þriggja daga vel heppnaða heimsókn á íslandi. Síðasta morguninn kom hann í brezka sendiráðið, ók um bæinn í fylgd með Geir Hallgrímssyni borgarstjóra, skoðaði lista- verk Ásmundar Sveinssonar og hitti listamanninn, stanz- aði við borholu og hitaveitu- framkvæmdir, hafði langa við .dvöl í Þjóðminjasafninu og ók síðan út á Reykjavíkurflug- völl, þar sem hann kvaddi forseta íslands, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, borg arstjóra og fleiri, steig upp í Comet-þotu sína, sem hóf sig á loft og virtist sigla með 45 gráðu horni upp í geiminn, hnitaði hring yfir höfuðborg- inni, sem sýndi sína. beztu hlið í sólskininu, og tók stefnu á Lundúnaborg. Kl. 10 um morguninn kom hertoginn af Edinborg í heim- sókn á heimili brezka sendi- herrans, Basil Boothby, og fengu brezkir þegnar á ís- landi þar tækifæri til að hitta hann. Þaðan ók hann með Geir Hallgrímssyni, borgar- stjóra, og Gunnlaugi Péturs- syni, borgaritara, og í bifreið- um á eftir óku Agnar Klemenz Jónsson, ráðuneytisstjóri, Páll Líndal, skrifstofustjóri í borg- arskrifstofum, forsetaritari, Bonham-Carter aðmíráll, Com fort, sendiráðsritari, Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri o. fl. — Veður var hið fegursta, sól og hlýja. Var ekið um götur bæj- arins, upp Flókagötu og yfir í Sigtún. Þegar bílarnir óku fram hjá garði Ásmundar Sveinssonar, var myndhöggvarinn þar úti að vinna með hjálp nokkurra verkamanna við að stækka og steypa upp mynd sína „Tröll- konan“. Philip prins lét stöðva bílinn, gekk inn í garðinn og gaf sig á tal við Ásmund, sem ekki hafði átt von á tignum gestum og stóð þar í verka- mannabuxum sínum og dugg- arapeysu. Ásmundur heilsaði á frönsku, er hertoginn tók í höndina á honum. Bíðið, ég Philip prins heilsaði upp á Ásmund Sveinsson, myndhöggvara, sem var að vinna í garði sínum. um þarf að ná í lykilinn að vinnu stofunni, sagði hann og þaut . af stað inn. Fylgdarmenn höfðu orð á því að ekki væri tími til þess. En Ásmundur kallaði á hlaupunum að hann yrði enga stund, og prinsinn gekk hinn rólegasti um garð- inn og beið við sýningarskál- ann, broshýr og léttur í skapi. Síðan fór hann inn í skálann með listamanninum og dvaldi þar 3—4 mínútur við að skoða listaverkið og skrifa í gesta- bókina. Tíminn var naumur, en prinsinn hafði orð á því að nokkrar eldri myndir minntu sig á enska mynd- höggvarann Moore. Nú var ekið upp í Laugarás- inn, Langholtsveg og Álf- heima, en á gatnamótum við útsýnið og leysti úr mörgum spurningum prinsins um borgina og þróun hennar. En þá var kominn tíminn til að fara í Þjóðminjasafnið og, var ekið þangað. Við Þjóðminjasafnið beið Við hitaveitugcymana á Oskju hlíð. fjöldi manns til að sjá þennan tigna gest. Forseti íslands tók á móti honum í safninu. Krist- ján Eldjárn gekk með þeim um báðar hæðir safnsins. — Prinsinn langaði til að sjá elztu minjar íslenzkar og eins stöku hluti sem bentu til sam- bands milli íslands og Eng- lands og hafði gaman af að skoða þátalíkönin á neðstu hæðinni. Áður en farið var úr safn- inu gaf Ásgeir Ásgeirsson Philip prinsi albúm með myndum frá ferð hans hingað, er Pétur Thomsen hafði tekið. Gengu þeir síðan út á tröpp- urnar og stóðu þar góða stund í sólskininu og prinsinn veif- aði til áhorfenda, sem safnazt höfðu saman fyrir utan. Síðan var ekið út á flugvöll. Á Reykjavíkurflugvelli biðu Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, og Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráð- herra og kvöddu þeir og for- seti íslands prinsinn með virktum áður en hann steig upp í hið volduga farartæki sitt, Comet-þotu, merkta Royal Air Force Traffic Command, með blaktandi hertogafónan- um framan á. Þótti áhorfend- farkosturinn rennilegur þar sem hann sigldi nærri beint upp í loftið og hvarf í suðurátt. Um svipað leyti sigldi Brit- annia, konungssnekkjan, út Faxaflóa og suður fyrir Reykjanes. Heimsókninni var lokið. Jóhannes Zoega, hitaveitustjórl, útskýrir hitaveituna fyrir hertoganum af Edinborg við oplnn hitaveitustokk. — Raðsprengt Framh. af bls. 3 Flestir, sem sitja um kyrrt inn- an húss, verða jarðskj'álftans varir, einkum á efri hæðum Ihúsa, en mörgum kemur ekki jarðskjálfti í hug. Titringur likt og þegar bíll ekur nálægt hús- inu.“ Sjö stiga jarðskjálfti er sá tal inn, þegar ltíið tjón verður á vel byggðum húsum en talsverð ar skemmdir á SUa bygigðum hús um. 12. stig er hæsta stig jarð- skjálfta, og eyðileggjast þá næst um öli mannvirki. Lima, Perú, 2. júlí NTB • Fimmtíu börn hafa látizt í barnaveikifaraldrinum í Pall- asca-héraðinu fyrir norðan Lima. Skrá.ð hafa verið 430 til felli og óttazt er, að veikin breiöist enn víða, þar sem lítið er til af bóluefni á staðn- um. New York, 2. júlí AP Þotu með 13 manns innan- borðs hlekktist á á Kennedy- flugvelli í gærkveldi. Tveir menn hlutu minni há.ttar meiðsl — aðrir sluppu óskadd aðir með öllu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.