Morgunblaðið - 04.07.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.1964, Síða 17
Laugadagur 4. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 miiiiitiHiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiui § E I N S og frá var skýrt í H blaðinu sl. þriðjudag, fór H fram fjórðungsmót Lands- H sambands hestamannafé- M laga að Bólstaðahlíð í Svart = árdal í A-Húnavatnssýslu = dagana 27. og 28. júní sl. — = Það skyggði mjög, á mót 1 þetta að veður var mjög 1 slæmt fyrri mótsdaginn og = fram um hádegi hinn síð- s ari. Hestamenn létu þetta § þó lítt á sig fá, þótt þeir = neyddust, sökum rigning- s ar, til að fresta mótsgrein- §É um til síðari dagsins. Ollu H tókst þó að ljúka, en kapp- M reiðar voru lélegri, hæði H vegna tímaskorts og svo | Af hestaþingi | á Norðurlandi | Sunnlenzkir hestamenn efna til móts á Þingvöllum 12. júlí þess að skeiðvöllurinn var rnjög þungur eftir hina miklu rigningu. Að sjálf- sögðu gafst mönnum minna tækifæri til að skoða sýn- ingarhrossin heldur en ef sýningar hefðu staðið báða dagana. Þarna voru hins vegar sýndir margir liinir gjörvilegustu gripir, eink- um þóttu hryssurnar hera af í hópi kynbótahrossa, svo og hrifu góðhestarnir margan áhorfandann. Blaðinu hafa nú borizt fall- egar myndir frá mótinu, sem fréttaritari þess á Skaga- strönd, Þórður Jónsson, hefir tekið. Stærsta myndin sýnir sýn- ingarsvæðið pg mótstaðinn .á tanganum neðan við Húnaver. Hún er tekin síðari hluta sunnudags og eru margir þá búnir að taka upp tjöld sín, því segja mátti að mörg þeirra væru á floti eftir úrhell is regnið. Þá getur að líta hópreiðina inn á sýningarsvæðið en þar fóru fjórir hvítir gæðingar í broddi fylkingar og var fáni borinn á einum þeirra. Síðan sjáum við hvar ein- um stóðhestanna hefir verið stillt upp með afkvæmum sín um og má þekkja þar sem knapa landskunna hesta- menn, svo sem Pál Sigurðsson er lengi var kenndur við Fornahvamm (annar frá hægri), Svein Guðmundsson á Sauðarkróki á hægri hlið Páls og Jón tamningamann í Dæli í Skagafirði (annar frá vinstri). Á minnstu myndinni sjáum við sýningarhrossin á hlið. Loks prýðum við þessa myndasíðu með mynd af ein- hverjum kunnustu knöpum landsins í hópi kvenna, en það eru þær Kol'brún Krist- jánsdóttir úr Reykjavík t.h. og Guðrún Jóhannsdóttir frá Dalsgarði í Mosfelssveit. Að síðustu skal þess getið að hestamann hafa ekki lokið mótum sínum á þessu sumri með þessu fjórðungsmóti. Sunnudaginn 12. júlí munu sunnlenzkir hestamann fjöl- menna að Skógarhólum í Þing vallasveit og munu þar efna til myndarlegar samkomu. Er vonandi að þar takist bet- ur til með veður en fyrir norðan svo að flestir megi þar fá notið þessarar vinsælu íþróttar. UIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIimillllllHIIIHINIIII

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.