Morgunblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.07.1964, Qupperneq 23
r Sunnudagur 5. júlí 1964 MOkCU NBLAÐID 23 Verkamannabustaðirnir við Stigahlid Byggingafél. verkamanna í Reykjavík 25 ára við byggingarkostnað a tenings- n'.etra í sambærilegum bygging- um, sem byggðar hafa verið á hverjum tíma. Við þetta bætizt svo það, að þeir sem fullnægja þeim ákvæðum, sem sett eru fyrir því að menn geti fengið íbúð í verkamannabústöðum, búa við mun hagstæðari lána- og vaxtakjör en almennt gerist á frjálsum lánamarkaði og einnig samkvæmt lagaá'kvæðum fyrir ýmsar einstakac greinar útlána- starfsemi. Aðaltekjupóstur Byggingar- sjóðs verkamanna, sem lán veitir til íbúðanna, grundvallast á fram lögum sem bundin eru í lögum, en samkvæmt lögunum um verka mannabústaði ber bæjar- óg sveitarfglögum og ríkissjóði að Framhald á bls. 31. BYGGINGAFELAG verka- manna í Reykjavik er 26 ára í dag. Félagið var stofnað í sam- ræmi við lög um verkamanna- bústaði, 5. júlí 1939, og eins og ■egir í fyrstu fundargerð þess Guðm. í. Guðmundsson fyrsti formaður félagsins þeim tilgangi að koma upp verkamannabústöðum í Reykja- vík“. Stofnendur félagsins voru 173, en nú eru í féiaginu um 1300 meðlimir. í samræmi við framangreindan tiigang hefur félagið starfað og fcefur nú byggt samtals 422 íbúð- ír frá tveggja til fjögurra her- frergja, en alls eru húsin sem félagið hefur byggt á þessum 25 érum nú orðin 123.630,6 rúm- fuetrar. Skömmu eftir stofnun félagsins úthlutaði Reykjavíkurbær því ctóru byggingarsvæði í Rauðar- érholti og var hafizt handa við byggingu fyrstu húsanna þar í ec-ptembermánuði 1939. í Rauðar- árholtinu hefur félagið byggt B62 íbúðir, auk verzlunar og skrifstofuhúss, og standa hús félagsins við Háteigsveg, Meðal- holt, Einholt, Stórholt, Stangar- liolt, Skipholt og Nóatún, og eru fjórar til sex íbúðir í hverju fritisi í þessu hverfi. Þegar, lóðir þraut á þessu svæði fékik félagið lóðir fyrir fjögur stór fjölbýlis- en hitaveita hefur nú verið lögð hús við Stigahlíð nr. 6-36, en í hverri húsasamstæðu eru(fjögur stigahús. Hafa þarna verið’byggð ar 123 íbúðir, og loks er í bygg- ingu hús með 32 íbúðum við Ból- staðarhlíð nr. 40-44, og verður íbúðunum í því úthlutað til kaup enda á næstunni. Þá er og haf- inn undirbúningur að byggingu samskonar húss við Bólstaðar- hiíð nr. 46-50. Af íbúðunum, sem félagið hef- ur byggt eru 52 tveggja her- bergja ibúðir, 362 þriggja her- fcerga og 44 fjögurra herbergja, og er þá einungis miðað við sjálf- ar íbúðahæðirnar, en í kjöllur- um húsanna eru auk þess geymsl ur fyrir hverja íbúð og sam- eiginleg þvottahús, þurrkhús og herbergi fyrir upphitunarkerfi, í öll hús félagsins. Stærð minhstu íbúðanna, sem byggðar hafa ver ið eru 53 fermetrar, en þeirra stærstu 96 fermetrar. í húsum þeim, sem Byggingar Tómas Vigfússon miverandi l'ormaður félagsins féla.g verkamanna í Reykjavík hefur 'byggt munu nú búa um 2000 manns, en það svarar til meira en helmingi fleiri íbúa en í kaupstöðum eins og Seyðis- firði og Ólafsfirði og nokkru fíeiri en íbúa Neskaupstaðar eða Húsavíkur, en litlu færri en íbúa ísafjarðar eða Siglufjat’ðar, svo að dæmi séu nefnd. Á grundvelli þess markmiðs, að koma upp íbúðum fyrir efnalitið fólk, hefur Byggingarfélag verka- manna starfað frá stofnun þess fyrir 25 árum. Hús þess hafa ávallt fullnægt ströngustu kröf- um hvers tíma, íbúðirnar þóttu hagkvæmar og smekklegar, án þess að um nokkurn íburð hafi \erið að ræða, og þær hafa verið látnar kaupendum í té á kostn- aðarverði, sem jafnan hefur reynst undir meðalverði miðað llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillll | í TILEFNI af 25 ára af- § mæli Byggingarfélags 1 verkamanna brá blaðamað 1 ur sér í heimsókn á eitt s þeirra heimila, sem er í 1 einu af hinum fjölmörgu j§ húsum, sem félagið hefur Frú Sigríður Hannesdóttir við uppþvottinn. Verkamenn heffðu ekki getað eignazt íbúð, nema með hjúlp félagsins látið hyggja. Tilviljun ein réði hvert haldið var. Við hittum fyrir Hannes Pálsson, verkstjóra hjá Skip^ útgerðinni, og konu hans Sig- ríði Hannesdóttur. Þau hjón búa ásamt einni dóttur í efri hæð hússins nr. 9 við Meðalholt. íbúð þeirra hjóna er einkar smekkleg, samanstendur af 3 herbergj- um og eldhúsi og stórri geymslu í kjallara. Hún er 73 fermetrar að stærð og við komumst að því fjótlega að hún er 22 ára gömul, bygg- ingu hennar lokið 1942. — Þá var öðru vísi um að litast hér í Holtunum, segir frú Sigríður — hermanna- braggar allt í kring og við þurftum að ganga ofan á Laugaveg til að komast í verzl un og oft að fara gegnum braggana. En það var um að gera að drífa alla inn í íbúð- irnar sem fyrst, til þess þær lentu ekki í hernáminu. — Og hvernig reyndist verkafólki þá að komast yfir íbúð sem þessa? spyrjum við. — Útborgun var tæp 11 þús und og það var mikið fé þá. Árin áður hafði atvinna verið lítil, segja þau hjón — og kaup ið lágt. Við unnum bæði úti og stundum var þá betra fyrir konur að fá atvinnu en karl- menn. Við þurftum að taka 3000,00 kr. að láni. — Mér hefur alltaf verið illa við að skulda, segir Hannes og brosir við, — hef helzt viljað eiga krónurnar, sem ég hef þurft að eyða. En . þetta hefur allt saman bless- ast. Svo tók atvinnan að auk- ast á stríðsárunum svo okkur tókst að kljúfa þetta allt. íbúðina eignumst við svo ^smátt og smátt með árlegum afborgunum á 40 árum. — Hefði þetta ekki verið erfitt fyrir ykkur ef félagið he.fði ekki komið til? — Það hefði bara ekki ver- ið hægt, segja þau hjónin. — Mér hefur alltaf fallið vel við þetta félag, segir frú Sig- ríður, — það hefur hjálpað fólki, sem ella hefði alls ekki getað eignazt þak yfir höfuð- ið. Auðvitað kemur eitt og annað smávægilegt fyrir, sem öllum fellur ekki, en hvaða félagsskapur er líka svo full- kominn að öllum líki? — Okkur er ekki kunnugt um að neinn hafi þurft að hröklast út úr íbúð sinni, þótt sumum hafi stundum gengið erfiðlega að standa við greiðsl ur á réttum tíma. Það er líka kostur við þessar íbúðir að það er ekki hægt að fara með þær í brask. Þeir sem eru á bið- lista ganga fyrir um íbúða- kaup og fá þær á matsverði. — En hvað þurfa menn nú að borga í dag til að ná eign- arhaldi á íbúð sem þessari? — Nú fyrir tveimur árum voru það 210 eða 215 þúsund- ir fyrir álíka stóra, þriggja herbergja íbúð, sem borgg þurfti út. Já, allt hefur hækk- að. Að síðustu segja þau hjón okkur að þau hafi verið stofn- félagar og hlotið númer 81 og fengið úthlutað íbúð í öðtum áfanga. — Já, félagið okkar hefur orðið til mikils gagns. Það hefði bara þurft að koma upp eigin sparisjóði, þá hefði það getað gert enn meira. En það var .aldrei til fé til að setja í stofnsjóð fyrir hann. Þörfin hefur alltaf verið öll fyrir byggingu nýrra húsa, segja þau frú Sigriður og Hannes að lokum. Fiölskvldan i Meðalholli 9. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ, íiiiiiiiitiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiniiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.