Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 1

Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 1
28 stðtir Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Ásgeir Ásgeirsson tók viö forsetaembættinu í fjórða sinn í gær I GÆR um kl. 16 átti að setja Asgeir Asgeirsson inn í em- bætti forseta Islands. Var það í fjórða skipti, sem Asgeir Asgeirsson tekur við embætt- inu, en hann var þjóðkjörinn vorið 1952 og síðan sjalfkjör- inn þrisvar sinnum. Athöfnin hófst í Dómkirkjunni kt. 15,30 í gær, um það bil er JWbt. fór í prentun. í kirkjunm étti að fara fram stutt athöfn. Biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson, las ritningarorð og flutti bæn. Dómkirkjukórinn Kuif sálma. í kirkjunni rúmuð- ust einRÖngu boðsgestir, hand- hafar foretavalds, þ. e. forseti Hæstaréttar, forseti Sameinaðs Alþingis og staðgengiU forsætis- ráðherra, ráðherrar, hæstaréttar dómarar, alþingisfosetar, ýmsir embættismenn og erlendir sendi- herrar. Um kl. fjögur átti að ganga úr kirkju í Alþingishúsið, í sal Neðri deildar. Þar lýsti forseti Hæsta- réttar, dr. Þórður Eyjólfsson, kjöri forseta. Siðan undirritaði forseti eiðstafinn, en að því loknu afhenti forseti Hæstaréttar hon- um kjörbréf. Þá átti forseti og frú hans að Framhald á bls 2 Námumönnunum bjargað á mánudag? Champagnole, 1. ágúst (AP—NTB). VONIR standa nú til að unnt verðí að bjarga námumónnun- iim níu, sem innilokaðir hafa verið í kalksteinsnámunni í Champagnole frá því á mánudag. Telja björgunarmenn að þeim takist að ná mönnunum upp úr wámunni sneanma á mánudags- morgun. Björgimarrwænnrjjjir haf» tek- ið í notkun nýjan olíubor frá Bandaríkjunum, sem grefur um tveggja metra göng á klukku- stund, en göngin eru nærri 60 sentimetrar í þvermál. Um há- degið í dag átti eftir að bora um 70 metra til námumannanna, og gæti borinn lokið því verki um miðnætti á sunnudag. Eftir er þá að styrkja göngin og koma iyftitækjum fyrir, en áætlað er að það t- ki um sex kiukkustund- kr. Frábærar myndir af tunglinu Sýna þunnt ösku- og ryklag. Yíirborðið J þakið smá gígum. Líklegt að geimför geti lent á tunglinu Pasadena, Kaliforníu, 1. ág. — (AP-NTB) — í D A G voru birtar nokkrar af þeim 4.316 ljósmyndum, sein „Aagner 7“ sendi til jarð- ar í gær rétt áður en geim- farið lenti á tungiinu. Segja vísindamenn myndirnar frá- bærar, en það mun taka þá uin þrjú ár að vinna úr þeirn. En myndirnar hafa þegar leitt í ljós að menn geta lent á tunglinu án þess að gera þurfi verulegar breytingar á á þeim geimskipum, sem fyr- irhugað hefur verið að nota til þeirra ferða. Vísindamenn sýndu fréttamönn um fyrstu tíu myndirnar af tungl inu í gærkvöldi (eftir Kaliforniu- tíma, snemma í morgun eftir ísl. tíma), og eru þetta fyrstu Ijós- myndirnar, sem teknar hafa ver- ið af tunglinu úr svo litilli fjar- lægð. Sögðu vísindamennirnir að myndirnar væru 1.000 sinnum betri en myndir teknar úr stjörnu kíkjum eða geimförum til þessa, enda sýna þær smá gígi, sem eru aðeins um metri í þvermál og ekki var vitað um fyrr. Alitið var að ryk eða öskulag væri á tunglinu, en ekki vitað hve þykkt. Nú segja vísindamennirn- ir að nýju myndirnar sýni þetta ryklag, en einnig að það muni vart vera nema nokkra þuml- unga þykkt, og mest um eit( fet eða 30 sentímetrar. Undir þessu Framhald á bls. 27 ÞESSI mynd var tekin á eina af sjónvarpsvélunum í „Ranger 7” í gær, rétt áður e*» geimfarið lenti á tunglinu. Eru þetta raunverulegar tvær myndir af lendingarstaðnum, og sýnir neðri myndin svæði, sem er um 18 sinnum 30 metr ar að stærð. eða eins og sæmi- leg byggingarlóð. Efri myndin er ekki fullgerð því gelm- farið rakst á tunglið áður en tókst að ná myndinni til jarð- ar. Vinstri hluti myndarinnar er heill, en til hægri eru ein- tómar truflanir, sem mynduð- ust þegar geimfarið rakst á tunglið. Á myndunum sjást margir smá gígir, og eru þeir minnslu aðeins um einn metri í þvermál. Sjónvarpsvélin, ' 11 sem myndin er tekin á, var ein af sex vélum í geimfarinu Hún var búin 25 mm linsu, f. 1, og hóf ekki myndatöku f.vrr en í 1000 feta hæð. Sýnir hún þvi lendslag og aðstæður á tunglinu betur en nokkurn- tima áður hefur komið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.