Morgunblaðið - 02.08.1964, Síða 5
Sunnudagur 2. ágúst 1964
AÐID
5
í SUMRI OG SÓL
Þaff kom einn sólardagur í síðustu viku, og þaff ber ekki á öðru en aff unga kynslóðin kunni að
notfæra sér bann. Þarna eru nokkrir krakkar aff sóla sig fyrir vestan Fríkirkjuna. Takiff sérstaklega
eftir snáðanum, sem hefur lagt sig á gangstéttina í makindum, og minnir mann óneitanlega á þá
félagana í Ægisgötu Steinbecks. 1 baksýn er gamli Tjarnarhólminn og húsin viff Tjarnargötuna.
Strákarnir þar á ofan á hornsílaveiðum.
FRÉTTIR
Kvenfélag Hallgrímskirkju fer í
•kemmtiferð 6. ágúst 1964 kl. 9 frá
Hallgrímskirkju. Farið verður 1 Þjórs
Ardal. Takið með ykkur gesti. Upp-
lýsingar í símum 1-44-42 og 1-3S-93
Viðtalstími séra Felixar Ólafssonar
•r alla virka daga nema laugardaga
kl. 6 — 7 á Háaleitisbraut 18, sími
38352
unarvarnir á mánudögum kl. 4—6 e.h.
Viðtalstími minn í Neskirkju, er
mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga
og fimmtudaga kl. 4.30 til 5.30 sími
10535. Heimasími 22858. Frank M.
Halldórsson.
VKF. FRAMSÓKN fer skemmtiferð
8. til 9. ágúst (helgarferð Upplýsingar
verða gefnar á skrifstofu félagsins,
símar 1-28-31 og 2-03-85, og hjá Pálínu
f»orfinnsdóttur, Urðarstíg 10, sími
1-32-49. Tilkynnið þátttöku sem allra
fyrst.
Sunnudagsskrítlan
Sigga litla hafði verið óþæ,g og
varð að hátta um miðjan dag.
Hún fann, að hegningin var óum-
flýjanleg, og þegar mamma henn
ar fór að lesa bænirnar með
henni, sagði hún við sjálfa sig:
— Ja, guð veit, að þetta eru
fyrstu kvöldbænirnar, sem hann
fær í dag.
Verð fjarverp.ndi um tíma. Vottorð
fyrir Fríkirkjuiólk afgreidd á Hag-
•tofunni. Þorsteinn Björnsson fri-
kirkjuprestur.
Frá Ráðleggingastöðinni, Lindargötu
9. Læknir og ljósmóðir eru til viðtals
um fjölskylduáætianir og um frjóvg-
I
Sjómannaskóli
í IMoregi
NÝLEGA sóttu ellefu íslenzk-
ir piltar og tveir fararstjórar
mót, sem KFUM í Noregi
gekkst fyrir á Risýy, skammt
frá Tvedestrand í Noregi. Þátt
takendur mótsins héldu til í
hinum rúmgóðu húsakynnum
Lýðháskólans fyrir sjómenn á
Risöy, og bað skólastjórinn fs-
lendingana fyrir sérstaka
kveðju heim til lands síns:
„Við höfum haft nemendur
frá mörgum löndum, en við
söknum íslendinga. Berið sér-
staka kveðju þeim íslenzku
æskumönnum, sem hafa í
hyggju að stunda sjómennsku,
og segið þeim, að þeir séu
hjartanlega velltomnir í skóla
okkar“.
ÍLýffháskólinn á Risöy
einstæffur í Noregi
í ár eru liðin 100 ár, síðan
lýðháskólar voru stofnaðir í
Noregi. Norsk skólayfirvöld
telja 75 skóla í landinu vera
lýðháskóla, en skólinn á Risöy
(Hrísey) er einstæður að því
leyti, að hann er einkum ætl-
aður sjómönnum og verðandi
sjómönnum. Skólinn stendur á
skógiklæddri klettaeyju rétt
við Tvedestrand, og tengir brú
eyjuna við land. Skólinn er
því á þeim slóðum í Noregi,
sem einna kunnastar eru fyrir
sjómennsku og farmennsku.
Náttúrufegurð þarna er ann-
áluð.
Öfugmælavísa
Dún ég hestinn hreinsa sá,
hámerina brýna ljá,
hnisur liggja eggjum á
urffarkött aff beita ljá.
Hœgra hornið
Gerffu alltaf rétt. Þaff mun
gleffja suma, en gera hina
undrandi.
„Sigíingar eru skilyrffi
fyrir tilveru Noregs“,
segir Rörvik, skólastjóri. „En
okkur ber skylda til að veita
æskumönnum okkar andlega
kjölfestu og þá sérfræðilegu og
almennu þekkingu, sem þeim
er nauðsyn á, svo að þeir geti
ferðast öruggir á sjónum og
varðveitt framtíð okkar á haf-
inu. Það eru þrjár kristilegar
hreyfingar í Noregi, sem
standa að lýðháskólanum á
Risöy. Hefur skólinn nú um
30 ára skeið veitt ungum pilt-
um, sem hafa áhuga á sjó-
mennsku, liðsinni og undirbún
ingsmenntun og greitt þannig
götu þeirra til framtíðarstarfs-
ins. Sumir nemendurnir hafa
verið erlendir, og nú langar
okkur einnig til þess að sjá
íslendinga á meðal okkar.
Nemendur 17 ára og eldri
Skólinn tekur nemendur,
sem orðnir eru 17 ára (eða eru
tæplega 17 ára). Skólinn sæk-
ist einkum eftir nemendum,
sem þegar hafa verið á sjón-
um og vilja afla sér frekari
menntunar og komast í æðri
stöður. En einnig er skólinn
opinn nýliðum, sem ekki hafa
stundað sjómennsku. \
Nemendur skulu hafa lokið I
barnaprófi og hafa meðmæli í
eða siðferðisvottorð, þannig ;
að ljóst sé, að þeir vilji kom- 1
ast áfram og leggja sig fram. 1
Skólinn starfar í fjórum t
aðaldeilum, og er ein deildin /
t.d. einkum ætluð þeim, sem ;
vilja komast í loftskeytaskóla, \
en hafa ekki gagnfræðamennt \
un. i
Skólinn starfar sem hér seg- \
ir á komandi vetri: í
14 vikna námskeið, hefst í í
september.
36 vikna námskeið, hefst í
september.
22 vikna námskeið, hefst. í
janúar.
Að námi loknu geta nemend
ur farið í fagskólana eða haf-
izt þegar handa á sjónum. —
Skólinn veitir aðstoð um at-
vinnu á norskum skipum",
segir Rörvik skólastjóri að
lokum. —
Annars staðar í blaðinu er
auglýsing frá Lýðháskólanum
fyrir sjómenn á Risöy, og má
þar sjá áritun til skólans.
Trésmiðir óskast
í mótasmíði. — Hádegismatur á staðnum.
Upplýsingar í síma 41314 og 21055.
PÉTUR JÓHANNESSON
húsasmíðameistari.
Lokað
vegna sumarleyfa frá 3. ágúst til 24. ágúst.
ÁGÚST ÁRMANN H F.
heildverzlun.
Hinar margeftirspurðu
ítölsku keramik
haðflísar
nýkomnar. — Einnig
Vinyl
góLfflísar 2 mm. Og
Svart harðplast
HAGKVÆMASTA VERÐ LANDSINS.
MAGNÚS HARALDSSON, heildverzlun
Skipholti 5 — Sími 16 40 1.
-- - — . ... ,
Tilkynning frá
Húsnæðismálastjórn
Að marggefnu tilefni vill húsnæðismálastjórn taka
fram að ennþá eru í gildi lög um 150.000,00 kr. há-
inarkslán til íbúða og ekki verður á þessu stigi sagt
hvenær gildistaka boðaðrar lagasetningar um ný
hámarkslán á sér stað.
HEFI TIL SÖLU EINA AF
ILZTU SfRVIRZLUNUM
Reykjavíkur, stofnuð 1916, á góðum stað í mið-
bænum, með góð innlend og bein erlend verzlunar-
sambönd. — Upplýsingar ekki gefnar í síma.
ÞORVALDUR ARI ARASON
hæstaréttarlögmaður
Hafnarhvoli 3, Reykjavík.
I ðnaðarhúsnœði
fyrir hreinlegan iðnað óskast til leigu eða kaups.
Stærð ea. 50 ferm., helzt á jarðhæð, má vera bíl-
skúr. — Upplýsingar merkt: „Fljótlgea — 1865“
sendist afgr. Mbl.
FIAT 1200
(G r a n 1 u c e ) til sölu. Upplýsingar frá og með
mánudeginum 3. ágúst í síma 22833.
EINAR SVEINBJÖRNSSON.