Morgunblaðið - 02.08.1964, Page 13
Sunnudagur 2. ágúst 1964
MORGUNBLAÐIÐ
13
Þorsfeinn Bjarnason
bókfœrslukennari 70 ára
ÞÓ að hraðinn aukist með hverj-.
um deginum, sem líður, gefurn
vér oss ennþá einstaka sinnum
tóm til að lita um öxl. Og þeg-
ar merkum áfanga er náð á
braut ævinnar, viljum vér jafn-
vel staldra við andartak, kasta
mæðinni, litast um og athuga
kennileiti.
Einn af vorum ágætu sam-
ferðamönnum, Þorsteinn Bjarna
son, bókfærslukennari við Vérzl-
unarskóla íslands, verður sjöt-
ugur á morgun. Hann var í
(þennan heim borinn í Keflavík
3. dag ágústmánaðar árið 1894.
Má því segja um Þ-oivtein, að
snemma beygist krókurinn tii
þess, sem verða vill, þar sem
hann kaus að líta ljós þessa
heims á sjálfri hátíð verzlunar-
manna, þeirrar stéttar, sem
hann er og hefur alla ævi verið
tengdur svo traustum böndum.
Faðir Þorsteins, Nicolai Bjarna
eon, var á sinni tíð umsvifamik-
iil kaupmaður hér í borg, og
hans faðir, en afi Þorsteins, Jó-
hann Pétur Bjarnason, var
verzlunarstjóri í Vestmannaeyj-
um. Móðir Þorsteins kennara
Bjarnasonar, frú Anna, var kaup-
mannsdóttir, því að faðir hennar
var Þorsteinn Thorsteinsson, al-
þingismaður og kaupmaður á
Isafirði.
Hvað var því eðlilegra en að
hinn ungi sveinn væri settur t:l
verzlunarnáms? Menntaðist hann
á því sviði bæði utanlands og
innan, m.a. í Ribe Handelsskole
í Danmörku.
Fyrstu starfsár sín hér heima
stundaði Þorsteinn ýmiskonar
verzlunar- og skrifstofustörf,
bæði sjálfstætt og í annarra þjón
ustu. En árið 1931 gerist hann
kennari í bókfærslu við Verzlun-
arskóla íslands. Þá má segja að
hefjist meginþáttur í ævistarfi
Þorsteins Bjarnasonar. Við Verzl-
unarskólann hefur hann jafnan
eiðan kennt bókfærslu og endur-
ekoðun, verið aðalkennari í þess-
ari höfuðgrein skólans. Raunar
hefur Þorsteinn gert miklu meira
en að annast kennsluna, því að
svo má að orði kveða, að hann
hafi lagt nýjan grundvöll að þess
ari kennslugrein við skólann með
eamningu fjölda kennslubóka
og verkefna.
Að öðrum ólöstuðum held ég
að fáir kennarar hafi gert sér
jafnmikið far um að fylgjast vel
með nýjungum í sinni grein sem
Þorsteinn Bjarmann. Hefur hann
hvorki sparað fé né fyrirhöfn. ef
hann hefur séð færi á að afla
eér nýrrar þekkingar á sínu sviði
með bókum og utanferðum. Verð
ur slikt aldrei fullþakkað eða met
ið sem skyldi í landi, þar sem
andleg einangrun og stöðnun vof
ir jafnan yfir, ef ekki er verið
því betur á evrði.
Þorsteinn er maður vörpulegur
á velli, rammefldur. enda gædd-.
ur miklu þrekj ti! líkama og sál-
ar, og enginn veifiskati. Sumum
nemendum hefur hann skotið
akelk í bringu. Þeim hefur þótt
maðurinn mikilúðlegur og ekki
árennilegur. En að lokum hefur
Þorsteinn öðlazt traust þeirra og
virðingu. Öllum hefur þeim fyrr
eða síðar orðið Ijóst, að hlýtt
hjarta sló bókaranum í brjósti,
þó að hann léti stundum brúnir
eíga.
Ekki hefur Þorsteinn Bjarnason
eíður átt vinsældum að fagna
meðal samkennara sinna. Hefur
hann jafnan verið hrókur alls
fagnaðar í þeirra hópi og höfð-
ingi heim að sækja. Hann er hið
mesta tryggðatröll og á allan
hátt stór í sniðum, svo sem hann
á kyn til.
Þorsteinn Bjarnason er tvígift-
ur. Fyrri konu sína, frú Stein-
unni Pétursdóttur, missti hann
érið 1942. Höfðu þau eignazt
íimm mannvænleg börn. Seinni
kona Þorsteins er frú Klara Sig
urðardóttir. Hafa þau hjón eign
szt einn son, Jóhann, hinn mesta
dugnaðar- og efnispilt. Á heimili
þeirra ólst einnig upp dóttir frú
Klöru af fyrra hjónabandi henn- ,
ar, Margrét Jóhannsdóttir, braut
skráð úr Verzlunarskóla íslands
og ni'i gift kona.
Er vér vinir Þorsteins Bjarna-
sonar og samstarfsmenn samfögn
um honum. konu hans og öllum
ástvinum á þessum merkisdegi
ævi hans og færum honum vorar
alúðarfyllstu pakkir og hjartan-
legar árnaðaróskir, viljum vér
sérstaklega biðja forsjónina eins:
að láta hina góðu giftu, sem jafn
an heíur einkennt allt ævistarf
Þorsteins, endast honum til
hinztu stundar.
Jón Gíslason.
„BÓKARINN", eins og við nefn- .
um hann okkar á milli, eða m. ö.
orðum Þorsteinn Bjarnason, þók-
færslukennari við Verzlunarskóla
íslands fyllir sjöunda tuginn 3.
ágúst nk. Ekki er það ætlunin
að rekja æviferil hans með þess-
um fáu línum heldur aðeins að
árna honum heilla á þessum
tímamótum og kvitta fyrir
ánægjulega viðkynningu um ald-
arfjórðungsskeið. Lítið hefur
I maðurinn breytzt á þeim 25 ár-
um síðan ég kynntist honum
fyrst, mikilúðlegur í fasi og
gustmikill, svo að beigur settist
í fyrstu að óhörðnuðum ungling-
um er hófu nám i 1. bekk Verzi-
unarskóla íslands, og sóttu tím-
ann í bókfærslu. Linkind og
slóðaskapur attu ekki upp á paL-
borðið hjá honum, þegar námið
var annarsvegar. Við lærðum að
meta Þorstein af verðleikum er
námið sóttist lengra.
Hann er traustur vinur vina
sinna, gæddur góðri kímnigáfu,
og vinarúargur.
Þorsteinn hefur nú í meira en
þrjá áratugi leitt nemendur
Verzlunarskóla íslands í gegnuin
völundarhús bókfærslunnar.. —
Hann hefur lagt sig eftir að
fylgjast með sínum gömlu nem-
endum og er furðu fróður um
hagi þeirra og frama, eftir að
námi lauk.
Með þessum fáu orðum sendi
ég honum sjötíufaldar árnaðat-
óskir á þessum tímamótum, etr
hvort hann færir mér það í
„debet“ eða „credit“ hliðina í
dagbókina verður að ráðast.
G. M.
LL FERÐIR
Guðmundur Jónasson
ÖSKJUFERÐ
8. ágúst — 13 dagar
kr. 5.330,00. j
Gistingar og fæði Hl
innifalið. S
LÖND LEIÐIR
Adolstrceti 8 simar —
Smurbrauðsstúlka
óskast sem allra tyrsf
Brauðstofan Vesturgötu 25
Wellaform hárkrem heldur hárinu þétf og vel, og gef-
ur því ferskan og mjúkan blæ.
Ákjósanlegt fyrir hverskyns hárlagningu. Engin feiti.
Klístrar ekki. M|ög drjúgt. Wella fyrir alla fjölskylduna.
HALLDOR JÓNSSON H.F. Heiidverzlurt
Hafnarstreeti 18-Símar 239 95 og 1 25 86
Janis roll-on deodorant gefur yöur ferskan og
svalan ilm undir hendur, sem endist allan dag-
inn. Gjörsamlega skaðlaust húð og fötum.
Sjálfvirka kúlan í flöskuopinu ber létt og ná-
kvæmlega á það sem þér þurfið í hvert sinn.
HALLDÓR JÓNSSON H.F. Heildverzlun
Hafnarstræti
mar 23 995
1 25 86
Lýðháskóli fyrir sjómenn,
Risöy, IMoregi
Norskí Lýðháskólinn fyrir sjómenn býður unga
íslendinga velkomna til náms. Piltar, 17 ára og eldri
(og tæpiega 17 ára) geta komizt á eftirfarandi
námskeið:
14 vikna námskeið, hefst í september.
36 vikna námskeið, hefst í september.
22 vikna námskeið, hefst í janúar.
Skólinn skiptist í fjórar deildir: Þilfarsdeild,
véladeild, inatsveinadeild og fræðilega deild.
Skriíið og biðjið um upplýsingar! Áritun: Risöy
Folkshöyskoie for sjömenn, Risöy, Tvedstrand, Noreg.
HUSMÆÐUR
DIXAN ER SÉRSTAKT ÞVOTTADUFT FYRIR |
ALLAR TEGUNDIR ÞVOTTAVÉLA.
• Vélin yðar þarfnast sérstaks
þvottaefnis — þessvegna
varð DIXAN til.
• DIXAN freyðir lítið og er því
sérstaklega gott fyrir sjálf-
virkar þvottavélar.
• DIXAN fer vel með vélina og skilar beztum
árangri, einnig hvað viðkemur gerfiefnum.
• DIXAN er i dag mest keypta efni í þvotta-
vélar í Evrópu.
• DIXAN er framleitt hjá HENKÍS. í Vestur-
Þýzkalandi.