Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 14

Morgunblaðið - 02.08.1964, Side 14
14 * V < M O P r, li N R l AÐIÐ •íunnudagur S. ágúst 1954 |Utr0iwl>ls^ilí Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjayík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. VERZL UNARMANNA- HELGIN T%Jú er. helgi ferðalaganna. — Þúsundir manna fara úr borg og bæjum og leita sér hvíldar og hressingar úti í náttúrunni. Sunnanlands er nú komið langþráð góðviðri eftir einstaklega rysjótta tíð og eykur það enn á fjölda þeirra, sem fara úr bæjunum um verzlunarmannahelgina. En þótt þetta sé fyrst og fremst helgi hvíldar og ferða- laga er verzlunarmannafrídag urinn einnig hátíðisdagur verzlunarmanna og þá ber að huga að afstöðu verzlunar- stéttarinnar og hag þjóðar- innar sem svo mjög er háður velgengni á sviði verzlunar. Langt er nú síðan verzlun- arstéttin hefir getað horft jafn bjartsýn til framtíðar- innar og nú, verzlunarfrelsi hefir aukizt mjög á undan- förnum árum og hagur verzl- unarfólks hefir bátnað stór- um. Menn gera sér það betur ljóst nú en oft áður, hve rík- an þátt verzlunarstéttin á í velgengni þjóðarinnar, og ekki heyrist — eins og stund- um áður — talað um, að verzl- unarmenn séu óþarfur milli- liður. Verzlunar- og kaupsýslu- menn hafa líka sýnt það, að þeir eru vandanum vaxnir, og sannleikurinn er sá, að verzlunarkostnaðurinn hér á landi er yfirleitt miklu minni en gerist meðal nágrannaþjóð anna. í sumum tilfellum er að vísu verzlunarstéttinni skorinn of þröngur stakkur og verðlagsákvæði eru til óþurft- ar verzluninni og þar með þjóðarheildinni. Á því má ekki verða lang- ur dráttur héðan af, að verð- lagshöft verði afnumin, þann- ig að verzlunin geti blómgazt •>g hagur fólksins batnað. Hið aukna frjálsræði á viði verzlunar hefir fært ólkinu miklar og ómældar :jarabætur, en kjörin myndu •nn batna, ef leyfarnar af vingununum og haftakerf- i yrðu upprættar. GÆTIÐ VARÚÐAR i miður hefir oft farið svo, að ekki hafa allir verið ns glaðir eftir verzlunar- lannahelgina og skyldi. Um- erðarslys hafa venjulega ver- ð fleiri eða færri um þessa aiklu umferðarhelgi. Nú ætíu menn að taka höndum saman um það að reyna að gæta sem mestrar varúðar í umferðinni, og hver og einn að leitast við að afstýra slys- unum. Hitt er einnig mikils um vert, að reglusemi og hátt- prýði sé gætt,‘ þar sem menn koma saman fleiri eða færri. Er vonandi, að þessi verzl- unarmannahelgi verði með meiri siðmenningarbrag en stundum hefir viljað við brenna á liðnum árum. BATNANDI HAGUR FMns og getið var um hér í í blaðinu fyrir nokkrum dögum, hefir gjaldeyrisstaðan farið batnandi og vöruskipta- jöfnuðurinn er nú hagstæðari en hann var í fyrra. Þannig standa nú vonir til að áfram- hald verið á hinum hagstæðu viðskiptum okkar við útlönd, sem hófust með viðreisnar- ráðstöfununum. Þegar viðreisnin var gerð var í rauninni brotið blað í efnahagssögu landsins, því að mjög óhagstæð þróun hafði verið í efnahagsmálum á tím- um vinstri stjórnarinnar. Á árunum 1955—1958 versn aði gjaldeyrisstaðan um 407 milljónir króna. Lántökur til lengri tíma en eins árs námu þá 1177 milljónum króna. Heildarstaðan gagnvart út- löndum versnaði þannig á ár- unum 1955—’58 um hvorki meira né minna en 1548 millj- ónir króna. Vegna þessarar óhagstæðu þróunar var viðreisnin 1960 óhjákvæmileg, og í kjölfar hennar fylgdi mjög hagstæð þróun í efnahagsmálum. Á árunum 1960—’63 að báðum árum meðtöldum, batnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 1455 milljónir króna. Lántök- ur til lengri tíma en eins árs námu 675 milljónum króna og til stuttra vörukaupa voru tekin lán að upphæð 441 milljón króna. Ef lántökurnar eru dregnar frá bata gjaldeyrisstöðunnar hefir heildarstaðan gagnvart útlöndum á þessu fjögurra ára tímabili batnað um 339 milljónir króna. Eins og áður segir, er nú á ný útlit fyrir heilbrigða þró- un í gjaldeyrismálum, eftir erfiðleikana sem urðu á síð- asta ári, vegna hinna miklu kauphækkana, sem þá áttu sér stað. Hljóp Kekkonen á sig I SJÚNVARPSVIÖTALI í Wt- en 20. júlí sagSi Urho Kekk- onen Finnlandsforseti m. a.: — Ég hef mér til ánægju veitt því athygli aS stjórnirnar í Danmörku og Noregi fuliviss- uðu Krúsjeff, er hann var hjá þeim í heimsókn, varnagla- laust (uten forbehold) um, að þær mundu ekki leyfa atóm- vopn í löndum sínum, og að Sovétstjórnin hefur Jýst yfir því að henni þyki vænt um þessar yfiriýsingar. — Þetta kom sem svar við spurning- um viðvíkjandi Kekkonen á- ætluninni svonefndu. um að gera Norðurlönd „atómvopna- laust svæði“. Þessi umrnæli forsetans í austurríska sjónvarpinu hafa ekki farið fyrir ofan garð og neðan hjá dörtsku og norskum blöðum. í einu norska blaðinu segir: „Forseti Finnlands Urho Kekkonen, sem fyrir nokkru vakti lítt lofsverða athygii fyrir að birta Kekkonen-áæti- un sína án þess að hafa ráð- fært sig við stjórnir ianda þeirra, sem hún nær til, lét hafa þetta eftir sér á mánu- daginn". (Síðan eru tilfærð ummæli Kekkonens hér að framan), Og svo heldur blaðið áfram: „Hvaðan hefur herra Kekk- onen það, að ekki sé sleginn Urho Kekkonen varnagli við ákvörðun Noregs um að hafna atómvopnum og framandi herbækistöðvum á norsku umráðasvæði? Oss vit- anlega er þetta þveröfugt. Norska stjórnin hefur gert skýra og mjög ákveðna fyrir- vara bæði hvað herbækistöð v- ar og atómvopn snertir. Þær stjórnaryfirlýsingar sem þetta varða og sem Stóhþingið hef- ur fallizt á, hljóða svo: — Norska stjórnin vill ekki gerast aðili að samningum við önnur ríki sem fela í sér að Noregur sé skyldur til að leyfa hervirkjum framandi ríkja landvist, svo lengi sem ekki hefur verið ráðizí á Nor- eg eða verið hótað árás. Það er þetta sem herra Kekkonen kallar „varnagia- laust“. En varnaglinn er tii. líka að því er notkun atóm- vopna snertir. Um það segir svo: .... stjórnin mun ekki leggja til að vikið verði frá stefnu þeirri sem fylgt hefur verið undanfarið af Noregs hálfu um að leyfa ekki kjarn- orkuvopn i Noregi i íriðar- tínium. Fyrri yfirlýsingin er frá 1949, sú síðari frá 1960-61. Það er furðulegt að finnski forsetinn skuli gera tilraun til að láta líta svo út, sem eitt- hvað nýtt hafi gerzt í norsk- um stjórnmálum varðandí þetta mál Eftir að blaðið hefur snupr- að forsetann finnur það hon- um þó eitt til afsökunar: í yfirlýsingunni sem gefin var út eftir Noregsheimsókn Krús jeffs stendur: „Af hálfu Sovét ríkjanna var látin í Ijós „for- stáelse for“ að norska stjórnin hefur ekki komið fyrir atóm- vopnum á norsku umráða- svæði, eða ætlar að gera það.“ Þarna vantar orðin „á frið- artímum“, en þau skipta vit- anlega miklu máli. — Esská. Er vandi að ÓEFAÐ er ptpan skæðasta vopnið í herferðinni, sem nú er hafin gegn sígarettunum, eftir að sannazt hefur að þær séu meinhættulegar lífi og heilsu. Pípureykingar eru að vísu ekkt taldar hættulausar heldur, en þó ekki „baneitrað- ar“ eins og vindlingurinn. Dg margir hafa hætt sígarettu- reykingum og snúið sér að ptpunni, því að „betri er hálf- ur skaði en allur“. En viðvaningar kvarta yfir því, að það sé erfitt að „fást við“ pípuna (og margir sem reykt hafa pípu árum saman. hafa ekki lært að fara rétt með hana). Gamalreyndur pípumaður norskur, S. Walter Rostoft, fyrrum stórþingsmaður, sem sjaldan sést án pípu £ munn- vikinu, hefur veitt blaði við- tal og það snerist um pípu- reykingar. Hann segir að menn þurfi að eiga 6—7 pípur (sjálfur á hann um 50). —• Frysta skrefið er að til- reykja pípuna. Það er hægt að eyðileggja nýja pípu með til- reykingunni en það er líka hægt að gera hana verulega góða. Um að gera að hafa píp- una ekki nema hálfa fyrst í stað og reykja hana í botn; þá kemur grá askan úr henni ef henni er barið laust í ösku- bakkann. Það verður að myndast þunnt lag innan í hausinn allan, — annars verð- ur pípan súr. — Ég játa að það er lítil ánægja að til- reykja pípu. Ég reyki ekki nýja pípu nema einu sinni á dag, en eftir hálfan mánuð er hún orðin góð. Rostoft dugar ekki að hafa tvær pípur til skiptanna held- ur hefur hann 4—5. Það er mjög áríðandi að troða rétt í pípuna — laust neðst en því þéttar sem ofar dregur. Ef troðið er of þétt neðst er ómögulegt að reykja pípuna í botn. — Pípan á alltaf að vera þurr og það fæst með góðri hreinsun. Ég legg aldrei frá mér reykta pípu nema berja úr henni öskuna og draga hreinsara gegnum nana. Stund um fer fram aðalhreinsun, og þá nota ég koníak eða gin. Væti hreinsarann í því áður en ég dreg hann í gegn. Þá leysist óþverrinn, sem eila situr fastur. Og svo dreg ég nýjan og nýjan hreinsara í gegn, og þegar hann kemur hvítur út aftur er pípan hrein. Innan í hausinn myndast allt- af skán. Það er eins Og það á að vera, en hún má ekki verða of þykk, því það er viðurinn í hausnum sem hefur áhrif á gæði reyksins. Skánin verður að vera þunn. Maður notar helzt pípuskafa, en verður að gæta þess að ekki sé skafið út á hlið, svo að komið sé við „briarinn“. — Kaupi maður dýra pípu eru líkurnar fyrir góðum árangri meiri en með ódýrri. En það er auðvelt að skemma dýra pípu með skakkri til- reykingu, og eins með því að reykja hana án þess að þrífa hana til á milli. Þessvegna er nauðsynlegt að hafa nokkrar til skiptanna. Og þegar ég hef notað pípu um hríð hreinsa ég hana og legg hana til hliðar 2—3 mánuði. Hún hefur gott af því. Viðurinn þornar og píp an verður betri en hún var áður. — Esská. Framkvæmd vinstri stefn- f Svo er meira að segja kom- unnar sýndi, að hún er óhæf ið, að stjórnarandstæðingarn- til lengdar ,enda gafst vinstri ir telja það helzt vænlegt til stjórnin upp, en Viðreisnar-1 árangurs að segja, að ViÁ- stjórnin og stefna hennar hef- | reisnarstjórnin hafi fram- ir sannað gildi sitt, svo að ekki verður lengur um deilt. ástand í efnahagsmálum. — Þetta sýnir bezt að stjórnar- andstaðan hefir loks gert sér grein fyrir því að fólkið vill viðreisnarstefnuna, en ekki kvæmt atlt aðra stefnu en hún viost'á etefnuna. boðaði, þess vegna ríki nú gott

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.