Morgunblaðið - 02.08.1964, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.08.1964, Qupperneq 18
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagtir 2. ágúst 1984 FORMYRKVAN FYRIR FIMMTÍÖ ÁRUM Berchtold greifi. 1 TILEFNI hálfrar aldar afmælis heimsstyrjaldar- innar fyrri hefur Mbl. beð- ið höfund þessarar greinar að rita um aðdraganda og orsakir þessa þjóðaharm- leiks. Big Ben slaer elJefu AÐ kvöldi hins 4. ágúst sumarið 1914 söfnuðust ráðherrar ensku stjórnarinnar saman í Downing- stræti 10. Þetta voru vökuíölir menn, merktir áhyggjum og þreytu, sem hafði hlaðizt yfir þá undanfarandi vikur. Örlaga- stundin var að nálgast. Þá um kvöldið hafði sendiherrann í Beriín afhent Þýzkalandi úrslita- kosti um að hætta innrásinni í Beigiu; fresturinn rann út kl. 12 á miðnætti eftir miðevrópskum tíma. Mínútur og sekúndur þok- uðust áfram. Big Ben hóf að slá. Ekkert svar frá Berlín. Þegar síðasta högg risaklukkunnar hljóðnaði, reis flotamálaráðherr- ann hvatlega á fætur, gekk til ráðuneytis síns og gaf skipun um að floti hans hátignar Georgs V. hæfi stríðsaðgerðir gegn Þýzkalandi. Styrjöld Austurríkis og Serbíu, sem hófst í tilefni morðs ríkiserfingja Austurríkis, Franz Ferdinands og konu hans í Sarajevo 28. júní um sumarið, var orðin að Evrópubáli, sem inn- an fárra mánaða teygði eldtung- ur sínar heimshorna milli og kynti undir hatri, hörmungum og óhamingju um gjörvaila heims- hyggðina. Stórveldi Evrópu fremja sjálfsmorð í samanburði við þennan fjög- urra ára hrikaleik, sem skóp ný- yrðið heimsstyrjöld, urðu fyrri styrjaldir næstum barnagaman eða smásport. Að leikslokum lágu lík 11 milljóna æskumanna, blómans úr kynstofni evrópskra menningarþjóða, sundurtætt á vígvöllunum, tuttugu milljónir höfðu særzt, af þeim urðu þriðj- ungurinn örkumla vesalingar ævilangt. Milljónir flóttamanna misstu heímili sín og jafnvel föðurland. Styrjöldin skildi við Norður- Frakkland í flagi, sundraði hinu lasburða keisaradæmi Habsborg- ara, ruddi veginn fyrir kommún- istabyltinguna í Rússlandi, steypti nýstofnuðu keisaradæmi Þýzkalands og gróf grunninn undan brezka heimsveldinu. Um «umt flýtti hún þannig fyrir ó- hjákvæmilegum atburðum, en oft á hinn óheppilegasta hátt. Hið versta er þó ótalið; hún svipti vestrænar menningarþjóðir þeim siðferðiiega styrk, sem þær töldu sig með réttu og röngu eiga, og tiltölulega langt friðartíma- bil velsældar, menningar og tæknilegra framfara, án nokkurs líka fyrr eða síðar, hafði skap- að. — Pólitísk refskák hins vopnaða friðar Sagnfræðingar, stjórnmála- menn, hagfræðingar og herfræð- ingar hafa síðan eytt mikilli fyr- irhöfn, löngum árum og ódæma prentsvertu til að rannsaka og rita um, hver hafi verið hin raun verulega orsök þessa pólitíska rjálfsmorðs evrópsku stórveld- anna, styrjaldar, sem vissulega enginn af æðstu ráðamönnum Evrópu óskaði eftir, og niður- stöðurnar hafa verið næstum jafn fjölbreyttar sem rannsak- endurnir. Á síðari árum hefur 1 þreyju að fá tækifæri til að reyna aftur og þá jafna um gúl- ann á prússneska uppskafningn- um, sem fyrir vond örlög hafði tekizt að varpa skugga á dýrð franska hersins. Tölum aldrei um hefndina, hugsum alitaf um hana, er haft eftir Thiers. Boul- anger hershöfðingi og hermála- ráðherra Frakka 1886 gerði þó hvort tveggja, unz hann varð að almennu athlægi fyrir misheppn- aða samsæristilraun gegn einni af hinum 50 rikisstjórnum, sem stýrðu föðurlandi hans 1870— 1914, og skaut sig svo á gröf ástmeyjar sinnar — franskur stjórnmálamaður í húð og hár! I fyrirferðarmiklu keisara- dæmi tvíríkisins, Austurríkis- Ungverjalands, voru fjölmargar þjóðir og þjóðabrot. Þó að þetta samkrull mið- og austur-ev- rópskra kynflokka undir kórónu Habsborgarættarinnar hefði um margt hagræna kosti, hafði sí- vaxandi þjóðerniskennd gert flestum þessum þjóðum óbært að una okinu. Völdin voru einkum í höndum austurrískra og ung- verskra aðal- og yfirstéttar- manna og þeim oft herfilega mis- beitt. Balkanskagi var púður- tunna Evrópu fremur flestu öðru. Þar rákust á og mættust hags- munir stórveldanna á margvís- legan hátt. Við hlið hins fótfúna Habsborgarríkis höfðu skapazt Nikulás Rússakeisari. þó margt orðið skýrara og skiln- ingur aukizt, hleypidómar horf- ið við hreinskilnislegt mat stór- þjóðanna á eigin yfirsjónum. Menn hafa orðið á einu máli að tilnefna þessar heiztu orsakirn- ar: Ein sú helzta var hin ört vax- andi samkeppni stórveldanna á sviði verzlunar- og alþjóðavið- skipta. Af þessu leiddi kapp- hlaup um öflun markaða og hrá- efna, nýlendur og áhrifasvæði. Beinar afleiðingar þessa voru sí- aukin hervæðing, vígbúnaðar- kapphlaupið, sem ól af sér vax- andi tortryggni, hræðslu og hat- ur. Hergagnaframleiðendur hvar vetna spöruðu og lítt að blása að kolunum, þótt tök þeirra á áróðurstækjum, blöðum og tíma- ritum (útvarpið var þá enn á tilraunastigi), væru ekki eins gagnger og síðar hefur orðið. Það var almennur misskilning- ur evrópskra stjórnmálamanna, að vígbúnaðurinn væri helzta tryggingin gegn árásum, „nakið sverðið tryggði friðinn bezt“. — (Vilhjálmur II.) — Þessi háska- lega skoðun leiddi af sér hrað- vaxandi vígbúnaðarkapphlaup og viðleitni stjórnmálamanna til þess að tryggja þjóðir sínar gegn hugsanlegum óvinum með alls kyns leynimakki og hernaðar- bandalögum. Þetta kapphlaup hlaut að enda frammi á hengi- flugi öngþveitis, sem neyddi stór- veldin til afturhvarfs og samn- inga um gagnkvæma afvopnun, eða þá að spennan ykist svo, að hinn minnsti neisti yrði til að kveikja í tundurbirgðunum. Á- byrgum stjórnmálamönnum reið því á að gæta ýtrustu varúðar og hafa vakandi auga með öll- um háskaöflum, ef ekki ætti svo að takast til, að þessar ótal byss- ur færu svo að segja að skjóta sjálfar. íkveikjuefni geta verið ærið mörg. Hið aldagamla hatur milJi Þjóðverja og Frakka hafði aukizt mjög af Frakka hálfu eft- ir ófarirnar 1870—71 og missi Elsass-Lothringen héraðanna. — Franskir föðurlandsvinir og hern aðarsinnar biðu þess með ó- Sir Edward Grey. sínar á ný 1877, sameinuðust Bretar og Frakkar undir leiðsögn Bismarcks og Disraelis á Berlín- arráðstefnunni 1878 um að stöðva I Rússa með því að svipta Tyrki glæpnum. Það var að veita slav- neskum skattlöndum Tyrkja á I Balkan frelsi. Ekki alllöngu síðar reis svo upp annað Balkanvanda- mál, sem jók og flækti spennuna. Þjóðverjar fóru að leggja kapp j á tyrkneskt vinfengi og hófu lagn ingu Austurlandajárnbrautarinn- ar miklu, Berlín-Bagdad, um Balkan og Litlu-Asíu. Með því gátu þeir komizt í aðstöðu til þess að ógna aðstöðu Breta -í Austurlöndum nær. Þannig hrærðust margvíslega saman hagsmunir stórveldanna á þessu svæði og óvíst með öllu, hverjir myndu að lokum sameinast gegn hverjum. Bretar höfðu lengi litið með sívaxandi tortryggni til aukinn- ar ásóknar Rússa til Himalaja- svæðisins og Austur-Asíu og töldu Indlandsveldi sínu geta stafað hin mesta hætta af af- skiptum Rússa þar. Væru Bret- ar þannig tvískiptir í afstöðu sinni fiagnvart Rússum og Þjóð- verjum, verður það ekki sagt um Frakka. Óvinur þeirra nr. eitt I var þýzka keisaradæmið. Þeir 1 lögðu því ofurkapp á að tryggja sér vinfengi Rússa eftir 1870. Sparifé iðjusamra franskra borg- ara var óspart lánað í botnlausa eyðsluhít gegnrotins fjármálalífs zardæmisins í þeirri fánýtu von, að Frakkar fengju þar öflugan bandamann, í þessu ríki, sem þá þegar rambaði á barmi gjald- þrots og byltingar. Frönskum stjórnmálamönnum tókst þetta. Vináttubandalag varð að hernað- arbandalagi. Bretar fóru, er nær dró alda- mótum, að óttast meira hið öfl- uga keisaradæmi Þýzkalands, er réð yfir öflugasta landher álf- unnar, efldi flota sin ár írá ári og varð æ athafnasamara á sviði utanríkisverzlunar og nýlendu- pólitíkur, og drógust, jafnvægis- kenningu sinni trúir, yfir á sveif allmörg slavnesk smáríki úr ræfl inum af veldi Tyrkja á Balkan. Sterk þjóðerniskennd, úlfúð og tortryggni einkenndi sambúð þessara rikja, sem áttu sér helzt sameiginlegt hatrið á Tyrkjum. Panslavisminn, sú stefna að sam- eina allar slavneskar þjóðir í eitt öflugt ríki, hafði allmjög gripið um sig og beindi einkum fjand- skap sínum gegn Habsborgara- ríkinu, en innan þess voru fjöl- margir slavneskir kynflokkar, Serbar, Króatar, Tjekkar, Slóvak ar, Slóvénar o.s.frv. Opnun suðurgluggans Rússneskir stórveldissinnar höfðu lengi átt þann óskadraum að reka Tyrki fyrir fullt og allt úr Evrópu og setjast sjálfir í ból þeirra, opna þannig rússneskum her og verzlunarflota greiða leið til Miðjarðarhafs. Að baki þessara hugmynda lágu jafnt viðskipta- legir, hernaðarlegir og trúarlegir hagsmunir rússneska zardæmis- ins. Síendurteknar styrjaldir Rússa við Tyrki allt frá dögum Katrínar miklu undir því yfir- skyni, að þeir væru að frelsa kúgaða slava undan oki Tyrkja, votta, hversu Rússum var mikil alvara með að „opna suðurglugg- ann“. Þessi ásókn Rússa var Aust urríki og þá ekki síður Frökkum og sérdeilis Bretum, móti skapi eftir opnun Súezskurðarins. í Krímstríðinu gengu Bretar og Frakkar beinlínis í lið með Tyrkj um, en er Rússar bófu árásir Von Bethmann Hollweg. með Frökkum, þrátt fyrir vináttu við Þjóðverja og náin tengsl milli þjóðhöfðingjaætta beggja land- anna og mikla tortryggni gagn- vart bandamönnum Frakka, Rússum. Miðveldin Leiðtogar Þýzkalands og Habs- borgararíkisins höfðu allt frá tím um Bismarcks gert sér ljóst, að vegna landamæraafstöðu keisara dæmanna, sem lágu hvert upp að öðru eins og Síamstvíburar, var óvinátta þeirra sama sem glötun beggja, og treystu því vináttu- böndin eftir mætti. ítalia hafði fyrir pólitiska skáksnilli Bis- marcks bundizt vináttu við Mið- veldin, en var ótryggur banda- \ Greinarhöfundur. maður. Langt i vestri handan við sjóndeildarhring flestra ev- rópskra stjórnmálamanna lágu hin svonefndu Bandaríki Norður- Ameríku, óþekkt stærð, sem fæstir þeirra tóku með í útreikn- inga hins pólitíska tafls. Og enn lengra til austurs lá hið fjarlæga Japan, sem hafði að vísu veitt rússneska birninum svöðusár 1904, — en höfðu menntaðir Ev- rópubúar raunverulega nokkuð að óttast af hálfu þessara gulu hálfvillimanna ?! „Heimurinn í gær" Þannig var ástandið í Evrópu, varasamt, þanið, án þeSs þó að vera ógnvekjandi. Evrópubúar voru voldugir, ríkir, hamingju- samir og heilbrigðir. Höfðu þeir ekki í krafti snilli vélamenning- ar sinnar skapað meiri auð og velmegun en heiminn hafði nokkru sinni órað fyrir? Var ekki mannsandinn og fyrst og fremst hinn hvíti mað- ur að vinna bug á flestum örð- ugleikum leiðarinnar til velferð- arríkisins? Voru ekki ágætir vísindamenn í hverju landi á hverjum degi að finna upp nýjar dásemdir til að gera lífið enn skemmtilegra og vinna æ fleiri úrslitasigra á erfða fjöndum mannsins, sjúkdómum og plágum? Talsíminn, rafljósin, hljóðrit- inn, Marconiskeytin, flugvélin, bíllinn, Zeppelinfarið — talaði þetta ekki allt sínu máli um yí- irburði hins hvíta manns? Menn gátu ferðazt hvenær sem var, hvert sem var, án vegabréfs, með gulltryggðan gjaldeyrj heimalandsins í vösunum. Fyrir- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.