Morgunblaðið - 02.08.1964, Síða 26

Morgunblaðið - 02.08.1964, Síða 26
MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 2. ágúst 1964 $ — E. J. Stardal Fram'hald af bls. 18. fólk og tízkumenn álfunnar, og reyndar Ameríku einnig, hittist í samkvæmisheimi hofuðborg- anna, á baðströndum og skeið- völlum, ræddi um nýjustu tækni- undrin, röntgéngeisla, sem gerði manninum það kleift, sem drottni einum áður var fært, að rann- saka hjörtun og nýrun, kúbism- ann, nýjustu leikrit Shaws og hugsanlegt stríð milli einhverra ríkja Evrópu. Hugsanlegt stríð? Menntamenn og mannvinir voru reyndar farnir að trúa því hálft um hálft, að hin hvíta sið- menning hefði nú loksins náð því marki, að óhugsandi væri, að hvítu stórþjóðirnar færu að berast á’banaspjót. Hins vegar voru óteljandi þróttmiklir æsku- menn og ævintýraleitendur orðn- ir dauðleiðir á þessu tilbreyt- ingarsnauða velsældarlífi, þar sem ekkert spennandi gerðist. — Ofmettir æskumenn sem höfðu eitt tveimur til þremur árum við heræfingar í litskrúðugum ein- kennisbúningum, sáu fram á frægðarlausa ævi. Það voru ekki allir jafnheppnir sem þessi enski liðsforingi, Churchill, eða hvað hann hét, sem hafði snapað uppi allar smástyrjaldir, lent í smá lífsháska og orðið þjóðfrægur fyrir vikið. Fegurð styrjalda! í þessu stríðsblaðri speglast ef til vill betur en í fljótu bragði mætti virðast ein meginhætta styrjaldar og skýring þess, að skammsýnum stjórnmálamönnum tókst að glata úr höndum sér öllum tækifærum, sem buðust til þess að koma í veg fyrir þá keðjuverkun kæruleysis, ábyrgð- arlausra yfirlýsinga og jafnvel heimsku, sem hrundu stríðinu af stað. Evrópubúar höfðu svo lengi notið friðar, að fæstir þeirra þekktu strið nema af afspurn og þá helzt smástyrjaldir þær, sem skollið höfðu á á Balkanskaga eða í nýlendunum og sízt höfðu dregið úr hernaðarandanum. — Fremur höfðu þær verið kær- komin tilbreyting og æsandi lestr arefni. Þjóðverjar höfðu löngu gleymt hryllingi Þrjátíuára stríðs ins, vígvellir Napóleons voru grónir, dauðir þeir, sem sluppu lifandi frá Krím. Vilji menn kynnast hugarfari þróttmikilla æskumanna undir og eftir alda- mótin síðustu, eru sum ritverk Winstons Churchills e. t. v. gleggsta dæmi um stríðsgalna ungiinga, en þar harmar hann sáran, hversu glæsimennska og mikilfengleg fegurð(!!) fyrri styrjalda hafi horfið í heims- styrjöldinni 1914—-’18. Hann mun sízt hafa verið einn um þá skoð- un 1914, að stríð væri fagurt og karlmannlegt athæfi, en átti eftir að lifa nógu lengi til þess að læra betur. Stjórnmálalegt slys í þessu greinarkorni er auðvit- að engin leið að greina gjörla frá atburðarrásinni sumarið 1914, frá því að erkihertogahjónin féllu fyrir drápshendi serbneska stúdentsins, sem var sannanlega verkfæri í höndum öflugrar leyni hreyfingar, er teygði anga sína langt i nn í raðir serbneskra stjórnmláamanna, þar til Bretar afhentu Þjóðverjum stríðsyfirlýs- ingu að kvöldi hins 4. ágústs. — Hægt er að fuilyrða, að engin þjóð né stjórnmálamaður stefndi að heimsstyrjöld með ráðnum hug, eins og t.d. stjórn Hitlers gerði 1939. Og engir, hvorki póli- tíkusar né atvinnu- og frægðar- lausir marskálkar, mundu hafa óskað eftir neinum ófriði, hefðu þeir séð fyrir, þó. ekki væri nema brot, af þeim skelfingarógnum, sem framtíðin bar í skauti sér. Morðið í Sarajevo varð tilefni þessa stjórnmálalega slyss, vegna þess að Evrópa var glofin í tvær vopnaðar fylkingar út af deilu- málum, sem stjórnmálamennina brast vit, djörfung, einlægni og snarræði til þess að leysa á ann- &n hátt en þann að láta vopnin Franz Austurríkiskeisari. tala, og umfram allt framsýni til þess að sjá, að þeir tóku allir versta kostinn. Mönnum finnst raunar í dag furðulegt, að viti- bornir stjórnmálamenn og tækni- menntaðir herforingjar skuli ekki ekki hafa þegar gert sér ljóst, að einmitt allar þessar furðulegu tækninýjungar ásamt margfaldri framleiðslugetu þjóðanna hlyti að leiða til því ægilegri átaka, er þjóðirnar beittu alefli sínu að tortímingu. Aðeins örfáir hugs uðir og húmanistar með ófreska innsýn snilligáfunnar greindu gegnum áróðursmoldviðrið í hrylling þann, sem framundan beið, og heyrðu bak við herlúðr- ana og hrifningaröskrin helstun- ur milljóna æskumanna, sem fengu að kynnast styrjaldarfeg- urðinni í fenjum Austur-Prúss- lands og forarvilpum skotgraf- anna við Somme. Jaurés reyndi að skipuleggja verkalýðshreyfing una til samtaka gegn stríðsæs- ingunum, en féll fyrir morðingja- hendi síðustu dagana. Zweig og Trotzky horfðu í þögulli undrun á stríðsdans fjöldans á torgum Vínar. Þetta verður hræðilegt stríð í þrjú ár eða lengur. Guð varðveiti oss, sagði Kitehener, hinn frægi foringi Breta úr Af- ríkustyr j öldunum! Hreinsum morðingjabælið! Berchtold greifi, utanríkisráð- herra Austurríkis, uppskafning- urinn, sem ætlaðist ekki annað fyrir en fá stutt sigursælt stríð við Serbíu, „hreinsa til í morð- Winston Churchill í Búastríðinu. ingjabælinu", hefði ekki leikið pólitiskt glæfraspil sitt jafn djarft, ef hann hefði haft grun um, að með því lagði hann keis- aradæmið í rúst og skráði sjálf- un sig á spjöld sögunnar sem pólitískt spilafífh Kannski var bað ofar hæfileikum hans að skynja, að keisaradæmi það, sem trúði honum fyrir mestu ábyrgð- arstöðunni, var jafn fótfúið og hinn fjörgamli keisari þess. Nikulási H. og ráðgjöfum hans var kannske vorkunnar- laust að vita eftir ófarirnar við Japani 1904—05 og óærið inn- anlands, hversu mikils Rússland myndi mega sín móti sterkasta landher í heimi þótt þeir sæu ekki fyrir Tannenbergorrustuna. Hitt var e.t.v. erfiðara að sjá fyrir, að styrjöldin myndi losa öll byltingaröfl úr læðingi og keisarinn sjálfur yrði ásamt fjöl skyldu sinni skotinn eins og hundur í stríðslok. „Þið farið í stríð út af einum pappírssnepii“. (Hollweg kanzlari við enska sendiherrann í Berlín 4. ágúst). Þýzkaland var ef til vill það ríki, sem sízt þurfti að óttast komandi átök. Bak við stærsta og bezt búna land'her veraldar stóð öflugt iðnaðar- og landbún- aðarveldi, sem átti þess ærinn kost að vinna sigur, jafnvel þó að Bretar gengju í flokk óvin- anna, sem Þjóðverjar trúðu þó ekki á, fyrr en veruleikinn blasti við. Hinn mikilsráðandi keisari þess átti ef til vill þann óskadraum að lifa í sögunni sem mikill herkeisari. Styrjald- arglamur og málæði þessa manns, sem margt var vel gef- ið, en fijótfær, hafði um ald- arfjórðung valdið róti í álfunni spilit vináttu Þjóðverja og Breta, vináttu þeirrar þjóðar, sem landi hans reið mest á að njóta. Fullyrða má, að hann vildi þjóð sinni vel, ekki sízt lítilsmegandi almúganum, og að hann leit með skelfingu á þenn- an ófrið, sem hann í fljótræði sínu gaf lausan tauminn, er hann veitti Austurríki frjálsar ihendur til þess að gera upp sakirnar við „serbnesku morð- Vilhjálmur Þýzkalandskeisari. hundana" og lofaði aðstoð Þýzka- lands. Þegar land hans barðist fyrir lifi sínu, reyndist hann fjarri því, sá mikli leiðtogi og herkeisari sem hann hafði dreymt um að vera. Enginn hlýddi lengur bjóð- andi rödd hans. Hershöfðingj- ar hans tóku völdin og töpuðu stríði, sem herfræðingar síðari tíma telja, að hefði verið auð- velt að vinna. Sjálfan brást hann kjark til þess að standa með þjóð sinni á stund neyðar- innar og kaus að flýja til þess að deyja gleymdur í gjstrisnu landi. Betlhmann Hollweg, kanzl ari hans, sneri Bismarcks-póli- tíkinni við, þegar hann lét hers- höfðingjana ráða stjórnmálim- um og samiþykkti innrásina í Belgíu samkvæmt Schlieffen á- ætluninni í blóra við þing og þjóð og. gaf þar með Bretum gagngert tilefni til þátttöku. Dýr hefnd Frakkland fékk sitt hefndar- stríð, en það var ekki skemmti- ganga til ,Berlínar á móts við rússnesku vinina, eins og þeir höfðu ímyndað sér fyrstu daga styrjaldarvknunnar. Þeir urðu sigurvegarar fyrir brezka seiglu og bandarískt fé. Þeir fengu lönd sín aftur, hið þýzka Elisass og fransk-þýzka Lothr- ingen, og gátu haldið sigurhátíð sína í grafreiti hermanna sinna, sem náði frá Sviss til Ermar- svmds, frá Aachen til Marne. íbúar þess voru færri, þrátt fyrir landaukninguna, í stríðs- lok en í uppihafi þess 1914. Þetta var því dýr hefnd. Það kom og einkum í þeirra hlut að skenkja óvinunum friðarskálina og fórst það þannig, að dreggj- arnar skoluðu Hitler upp í æðsta valdasess Þýzkalands. Sjálfir lágu . þeir þverbrotnir fyrir fótum þessa korpórals tveimur áratugum seinna. Ábyrgð vanrækslunnar 3retar höfðu vissulega engin styrjaldaráform á prjónunum, enda ærinn starfi við að melta nýfengnar nýlendur. Þeir gengu síðastir til leiks, tvískiptir og hálfneyddir, enda flestum þeirra þvert um geð að berjast með Rússum móti Þjóðverjum. Fjór- ir af ráðherrum Asquitihs-stjórn arinnar hótuðu að segja af sér, tveir gerðu það, og mótmælum friðarsinna rigndi niður. BreZka stjórnin hafði fyrst látið atburð- arásina eiga sig á meginland- inu, en þeir voru í lykilaðstöðu og áttu þvi hægt með að koma fram sem úrskerandi málamiðl- arar og stöðva stríðsvagnana í tíma. Þjóðverjar höfðu án efa farið miklu varlegar og tæp- lega hætt á strið ef Grey hefði gert þeím alvarlega Ijóst í tíma að þýzkar hernaðaraðger'ðir við Norðursjó og Ermarsund jafn- giltu stríði við Breta. Frakkar hefðu aldrei hætt á stríð við Þjóðverja með Rússa eina að bakhjarli. Ábyrgð Asquiths, Greys og annarra róðherra, er komu mest við sögu, er því ekki lítil frá siðferðilegu sjónarmiði, svo að ekki sé minnzt á af- hroð það, sem Bretland galt í stríðinu, þó að sigur félli í hlut þess að lokum. Flota.málaráð- herrann hafði hrópað hæst um styrjaldarþátttöku, en hann hefði varla skálmað svo létti- lega yfir í ráðuneyti sitt um miðnæturskeið 4. ágúst, hefði hann vitað, að þar með var hann að taka fyrstu spaðastung- una að gröif þessa heimsveldis. En hvað um það, Winston Chur chill var loksins kominn í ær- legt stríð, þótt honum yrði fljótlega sparkað úr stjórninni, og föðurland hans yrði að bíða eftir því í aldarfjórðung að sjá, hvað í þessum starfsjötni bjó. Stórir atburðir, litlir menn Það hefur verið sagt, að stór- atburðir skapi mikilmenni, en hitt mun. þó jafnsatt, að miklir atburðir verða stundum vegna skorts á stórmennum, sem geta hafið sig hátt yfir vanahugsun hversdagsmannsins, þegar allt er í veði. Það var enginn skort- ur á miðlungsstjórnmálamönn- um í Evrópu 1914, en það var enginn Gladstone í London né Bismarck í Berlín og allra sízt var nokkur Abraham Lincoln í Versölum 1919. Það er talinn heimskur mað- ur, sem ekki reynir að læra af lífsreynslunni, og urn stjórn- mólamenn, sem ekki geta lært af sögunni, gildir gamla dæm- SURTUR er sfœrsti gufu- ketill heimsins — en Giaýt&h- sá öruggasti GÍSLI HALLDIÍRSSOIU VÉLAMIÐSTÖÐfN Ilafnarstræti 8. — Sími 17800. ið um myUusteininn. Það væri ekki úr vegi fyrir stjórnmála- menn nútímans að glöggva sig dálítið á gulnuðum dokument- um ársins 1914. Svo gæti farið að hið fimmtuga nýyrði heims- styrjöld yrði sumum þeirra ekki jafn munntamt, sem fyrr, og þeim yrði ljósara að aðalhættan við ofmargar byssur er að þær fari að skjóta sjáifar. EJS Áskorun frá Áfengisvarnar- nefnd Reykjavíkur EIN lengsta frí- og ferðahelgi sumarsins er framundan — Verzlunarmannahelgin — sem orðin er að miklu leyti almenn- ur frídagur. Undirbúningur hvers og eins, til að njóta þessa langa helgarfris, hver á sinn hátt, mun að mestu fullráðinn. Þúsundum saman þyrpast menn í allar áttir, burt frá önn- og erli hins rúmhelga dags. Samkvæmt árlegri reynslu, er umferð á þjóðvegum úti aldrei meiri en um þessa helgi, umferð sem fer vaxandi ár frá ári. Hundruðum saman þjóta bif- reiðir, fullskipaðar ferðafólki, burt frá borgum og bæjum, út í sveit, upp til fjalla Og öræfa. í slíkri umferð, sem reynsla áranna hefur sýnt og sannað, að er um þessa helgi, gildir eitt boð- orð öðru framar, sem tákna má með einu orði, aðgæzla eða ör- yggi. En brot gegn því boðorði getur gætnin ein tryggt. Háfa menn hugleitt í upphafl ferðar — skemmtiferðar — þau ömurlegu endalok hvíldar- og frí dagafarar, þeim, sem vegna óað- gæzlu veldur slysi á sjálfum sér, sínum nánustu, kuningjum eða samferðafólki. Sá, sem lendir i slíku óláni, biður slíkt tjón, að sjaldan eða aldrei grær um heilt. Það er staðreynd, sem ekki verður hrakin, að ein mesti böl- valdur í nútíma þjóðfélagi, með sínamargþættu og síauknu vél- véðingu, er áfengisnautnin. Tek- ur það böl, ekki hvað sízt, til um ferðarinnar almennt, en þa sér- staklega á stórum ferðahelgum. f þessu sambandi má minna á að s.l. 7 mánuði ársins hafa orðið, hvorki meira né minna en 14 banaslys af völdum umferðarinn- ar, sem m.a. stafa af ónógri að- gæzlu. Þá má minna á, að sam- kvæmt lögregluskýrslum eru meint brot vegna ölvunar við akstur, frá áramótum rúmlega 400, en voru á sama tíma í fyrra um 300. Það er ábyrgðarleysið dæmi- gert, á hæsta stigi, að setjast að bílstýri undir áhrifum áfengis. Afleiðingarnar láta heldur ekki að öllu jafnaði, á sér standa. Þær birtast oft í lífstíðar örkumli eða hinum hryllilegasta dauðdaga. ÁfengLsvarnarnefnd Reykjavíb ur skorar á alla, sem nú hyggja til ferðalaga, um verzlunarmanna helgina, að sýna þá umgengnis- menningu í umferð sem á dvalar stöðum, er frjálsbornu og sið- menntuðu fólki sæmir. En slíkt skeður því aðeins, að menn hafi manndóm til þess að hafna allri áfengisnautn á slíkum skemmtiferðalögum, sem fyrir dyrum standa. (Afengisvarnanefnd Reykjavíkur). VILHJALMUR ARNASOM hrí. TÓMAS ÁRNASON hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA IðnatlarbankafHjsImi. Siinar Z4G35 og 1G30/ AIHUGIU að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.