Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1964, Blaðsíða 6
MORGU N BLAÐID Fimmtudagur 13. ágúst 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK A SUNNUDAGSKVOLD 2. ágúst talaði Guðlaugur Jónsson um Hnappadalsvötn á Snæfellsnesi. Þau eru tvö: Hlíðarvatn, sem el 78 metrar yfir sjávarmál og 4,5 ferkílómetrar á stærð og Odda- staðavatn, sem er 57 metra yfil sjó ag tæpir 3 ferkílómetrai; Hraunholtaá tengir vötnin sam- an. Oddastaðavatn hefur mælz1 dýpst um 18 faðmar, en Hlíðar- vatn er nok'kru dýpra. Góð sil* ungsveiði er í vötnunum. Siðar um kvöldið leiddi Agnat Guðnason menn „út um hvippinn og hvappinn". Sérlega fróðlegt var viðtal hans við Magnús Guð- ntundsson í Dalbæ, en hann hef- ur verið blindur síðan hann man eftir sér. I>ó hefur hann ávallt unnið margvísleg störf og auk þess spilað á harmonikku á dans- ieikjum. Hann sagði, að á böllum í gamla daga hefði verið dansað frá kl. 10-6 og 7 á morgnana. Kaupið var venjulega tíkall á nóttu. Hinir löngu dansleikir hafa sjálfsagt byggst á því, að þeir voru miklu fátíðari þá en nú. Annars hafa sérfræðingar tjáð mér, að það mundi vera heppi- legra að mörgu leyti að loka ekki dansstöðum fyrr en eins og kl 3 á nóttu á föstudags- og laug- ardagskvöldum. Um það leyti hefðu flestir „rasað út“ og færu þá beint í háttinn að dansleik loknum. Eins og nú er, þegar dansleikir hætta kl. 1, hafa allt- of margir tilhneigingu til að halda áfram gleðskap í heima- húsum við glasaglaum og lausa- ástir ,unz roða tekur af næsta degi eða jafnvel lengur. Afleið- ingarnar láta svo ekki á sér standa. Þá voru einnig mjög fróðleg viðtöl Agnars við þá Alexander Jóhannesson, prófessor, Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóra og Baldvin Jónsson, formann Flugmálafélags íslands. Minntust þeir þess, að 40 ár eru liðin síð- an fyrsta flugvélin lenti hér á ís- landi af ílujgi yfir hafið. Á mánudagskvöld flutti Sigfús Haukur Andrésson, skjalavörður, erindi: „Ófarir Petersens, Eyrar bakkakaupmanns.“ Var það greinagóð og fróðleg frásögn af dönskum kaupmanni er hóf verzl unarrekstur á Eyrarbakka um 1790 eða um það leyti sem einok- unarverzlunin var lögð niður, enda yfirtók hann konungs- verzlun, sem áð- ur hafði verið á þessum stað. Á Eyrarbakka voru verzlunar- Sigfús Haukur skilyrði á marg- Andrésson. an hátt ágæt, verzlunarum- dæmið t.d. mjög stórt ,en samt sem áður varð þetta lítið gróða- fyrirtæki fyrir Petersen kaup- mann. Dönsk yfirvöld voru líka allströng við hann, hnepptu hann t.d. um hríð í varðhald vegna skulda, og er skemmst frá því að segja að kaupmaður gekk slypp- ur og snauður — og meira en það — frá öllu saman. Svo er að sjá sem rekstrarfjárskortur í byrjun hafi átt einna drýgstan þátt í ó- förum Petersens. Síðar á mánuðagskvöld var þátturinn: „Sitt sýnist hverjum". Voru þau Kristinn Gíslason, verð lagsstjóri, Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Sigríður Kristjáns- dóttir, húsfreyja og Sveinn Ás- geirsson, formaður neytendasam- takanna, spurð um álit sitt á frjálsri verðlagningu. Kristinn Gíslason mælti fyrst- ur. Hann sagði, að hjá sumum væri orðið haft einskonar skamm aryrði, en samkeppni lausnarorð við hverskyns vanda, einskonar sjálfvirkt stjórnarkerfi, sem byggt væri á óumbreytanlegum lögmálum .Aðrir hefðu svo þver- öfuga afstöðu. Hjá þeim væri haft lausnarorðið, en hverskonar samkeppni skammaryrði. Meðal- hófið væri þarna vandratað sagði Kristinn. Hann sagðist telja opin- fcer afskipti af vöruverði, í þeim mæli sem þau tíðkuðust hjá okk- ur, hvorki byggð á heimsku né n.annvonzku, eins og sumir virt- ust telja. Með tiliiti til þeirrar reynslu, sem fengizt hefði hér á landi, sagðist hann ekki telja auk ið álagningarfrelsi til bóta. Erlendur Einarsson, sem svar- aði næstur, taldi frjálsa álagn- ingu vera neytendum til hags- bóta. Hann sagði að þegar ströngu verðlagseftirliti hefði verið beitt hér, hefði það verið gert til að reyna að halda verðbólgu í skefjum. En verðlagseftirlit- ið hefði reynst „heiðarlega rekn um“ fyrirtækj- um fjötur um fót. Hann sagði, að neytendur þjrftu ekki annað en ganga inn í næsta kaupfélag, til að fá vitn- eskju um rétt verðlag á vöru. Væri verðlagseftirlit, þegar af þeirri ástæðu, ónauðsynlegt. Sigríður Kristj ánsdóttir, hús- Erlendur Einarsson. freyja, virtist ekki ásátt Erlendi um það, að kaupfélögin önnuðust verðlagseftirlitið. Hér á landi mundi frjáls samkeppni ekki r.jóta sín það vel, að hægt væri eftirlitslaust að fela henni ákvörð un vöruverðsins. í>á benti hún á, að það kæmi oftast í hlut hús- freyjunnar að gera dagleg inn- kaup. Hefði hún oft alls engan tíma til að fara búð úr búð, til að leita að hagstæðustu vöru- verði. Hún taldi því hagkvæmast fyrir neytendur að hafa föst verð lagsákvæði. Sveinn Ásgeirsson sagði meðal annars, að því væri ekki að neita, að fast hámarksverð gæti jafnvel haldið vöruverði uppi. Benti fcann og á ýmsa fleiri annmarka of mikilla hafta. Hann sagði þó, að frjáls álagning yrði að vera vissum skilyrðum bundin. T.d. yrði þá frjáls verzlunarsam- keppni einnig að öðru leyti og frjáls verðmyndun að vera fyrir hendi. Meðan svo væri ekki, taldi hann betra, að neytendur hefðu hönd í bagga um ákvörðun vöru- verðs og beittu til þess stjórnar- völdunum, Þáttur þessi var mjög fróðleg- ur og athyglisverður. Fulltrúi samvinnufélaganna var sá eini, sem vildi skilyrðislaust frjálsa álagningu. Virtist hann telja, að samvinnufélögin mundu nánast sjálfkrafa tryggja „heiðarlega" álagningu. Ekki lét hann þess getið, hvort samvinnufélögin mundu hækka eða lækka álagn- inguna, ef þau fengju frjálsræði til þess. Hlustendur verða að láta sér nægja að geta þar í eyðurn- ar. Dr. Áskell Löve, prófessor, flutti síðari hluta hugleiðinga sinna um lífið og tilveruna á þriðjudagskvöldið. Nefndi hann þann hluta: „Guð í alheims geymi.“ Hann taldi nær fullvíst, að „sálarverur" væru til á fleiri fcnöttum en jörðinni. Hins vegar væri fjarlægðin til þeirra svö rnikil, að óhugsandi mætti kalla að ná nokkru sinni sambandi við þær. Gætu næstu sálarverur varla verið nær en í 180,000 ljós- ára fjarlægð. Hitt var þó öllu lakara, að Áskell taldi, að Guð væri í of mikilli fjarlægð frá mönnunum til þess að hafa að- stöðu til að bænheyra þá, þótt gert væri ráð fyrir, að hann væri staðsettur úti í himingeimnum, sem hann hafði nú raunar ekki mikla trú á. En Ásgeir hugsaði sér .guðlegan rafheila“ 2ö ljósár úti í geimnum. Taldi hann marga mundu vera orðna langeygða eft ir afgreiðslu, áður en þeir fengju svar við bænum sínum slika óra vegalengd. Áskell taldi, að lífið hefði er\g- an tilgang „nema í sjálfu sér“ eins Otg listin. Hann sagði, að Guð væri rödd samvizkunnar og okkar eigin siðferðiskennd. Trú- in á Guð hefði gildj til mann- bóta og líknarverka. Ekki kvað Áskell lif að loknu þessu. Erindi Áskels var mjög fróð- legt og að ekki ástæða til að snú- ast með ofstæki gegn kenningum fcans. Þótt flestir trúi á guð, þá má segja, að menn hafi enn eng- ar skjallegar sannanir fyrir til- vist hans, né lífi að loknu þessu, fremur en vísindin fyrir hinu gagnstæða. En einkennilegt finnst mér, hve margir ræðu- menn útvarpsins hafa hneigð til að hnýta í Guð um þetta leyti. Sennilega er það merki um gott heilsufar og almenna velmegun, því að sjaldan láta menn Guð igjalda þess, að hann er ekki til, ef sjúkdómar og sorgir steðja að þeim og menn telja sig geta haft eitthvað gott jlí honum. Þetta kvöld hóf Stefán Sigurðs son, kennari, lestur nýrrar kvöld sögu. Nefnist hún „Flugslys á jökli“ og er eftir Franzisko Omelka. Stefán er orðinn all- þekktur útvarpsmaður, jafnvígur á passiusálma, barnasögur, espe rantókennslu o.fl. Á miðvikudagskvöld sá Jónas St. Lúðvíksson um dagskrá: „Vestmannaeyjar í blíðu og stríðu“. Kom þar fram margvís- legur fróðleikur úr sögu Vest- mannaeyja frá ýmsum tímum. Þá las dr. Broddi Jóhann- esson, skóla- stjóri 5 kvæði, eftir Jónas Hall- grimsson, Snorra Hjartar- son, Einar Bene- diktsson, Tómas ^^HHMMHHMGuðmund.sson g Davíð Set- '^B^^^Bfánsson .Broddi Dr. Broddi hefur rödd, sem Jóhannesson. er gædd slíkum náttúrulegum hrynjanda, að hann les bundið mál nálega sjálfkrafa vel upp. Stundum finnst manni, að þeir menn gætu náð enn meiri áhrif- um með smá tilbrigðum, en slíkt er ávalt vafasamt. Hættan er sú, að menn fái falska mynt fyrir ekta gjaldeyri. Á fimmtudagskvöld las Gísll J. Astþórsson smásögu i gaman- sömum stíl, sem hann nefndi „Líf og list“. Fannst mér næsta erfitt að fá áhuga á efni hennar, en húmorinn hins vegar of ódýr og cpinn, til að skapa list af sjálfum sér. Síðar kynnti Jón R. Kjartans- son söngplötur Sigurðar Skag- íield (1896-1956). Jón kvað Sig- urð hafa sungið inn á flestar hljómplötur allra íslenzkra söngvara, eða ekki færri en 57 talsins. Hann hafði óvenjulega mikið raddsvið og aflaði sér frægðar með söng sínum bæði austan hafs og vestan. Sig- urður var Skag firðingur. í sam bandi við það lét Jón þess getið, að flestir beztu tenórsöngvarar okkar hefðu ver- ið Norðlendingar, en baryton- söngvarar hefðu einkum komið af Suðurlandi. Fann hann enga viðhlítandi skýringu á því, en Framhald á bls. 14. Sigurður Skagfield. • Varnarliðsmenn og íslendingar Guðrún S. Helgadóttir sendi Velvakanda eftirfarandi bréf, sem hún skrifaði vegna grein- arkorns konu einnar, er birtist í málgagni Sovétríkjanna á ís- landi miðvikudaginn 4. ágúst: „Þann 5. ágúst 1964 las ég grein í „Þjóðviljanum" um álit konu einnar á varnarliðsstöð- inni á Keflavíkurvelli. Ég get ekki staðizt þá freistingu að skrifa Velvakanda örfá orð um sama málefni. Ég nefni það áð- ur, að ég er ekki með neinum amerískum hermanni, né trúlof uð eða gift neinum þeirra. Ég hef tekið eftir því, hvað sumir íslendingar líta niður á bandariska hermenn. En hvers vegna? Hvað hafa þessir menn gert okkur? Myrt einhver skyld menni okkar, stolið frá okkur, gengið um bæinn drukknir og látið öllum illum látum? Nei, það hafa þeir eigi gjört. Ef svo væri, mundi ég skilja fyrirlitn- ingu sumra ykkar. Er það ein- kennisbúningurinn, sem þið fyrirlítið? Hvað mundi verða gert, ef hermaður sunnan af Keflavíkurvelli kæmd óeinkenn isklæddur í bæinn? Þá yrði ekkert sagt. Hið eina, sem þeir gera hér, er að vera viðbúnir að verja frelsi okkar. Konan, sem skrifaði áður- nefnda grein, talar um öll óskil getnu börnin, sem fæðast hér á landi. Því miður, kæra frú, þá er það ekki allt Ameríkönum að kenna. (Hefur fæðingartala óskilgetinna barna ekki fremur lækkað upp á síðkastið?). Svo eru til, því miður, fáeinar stúlk ur hér í bæ, sem hafa komið óorði á hermennina vegna framkomu sinnar. (Fóru þær ekki „út í skip“ hér í gamla daga?). Hvernig væri að hugsa um það? Þá minnist ég eins atriðis. Hvers vegna eru stúlkur, sem ganga um bæinn, dæmdar götu etelpur umhugsunarlaust af ókunnugu fólki? Fólk hér gerir of mikið af því að dæma hvern sem er, áður en það þekkir sjálfa persónuna. Ég hef með eigin augum séð margar fram- úrskrandi stúlkur með amer- ískum hermönnum. Sem dæmi þekki ég sjálf tvær. Já, íslendingar, við gerum sjálfum okkur mikinn óleik, af því að við högum okkur stund um eins og þjóð, sem ekki kann mannasiði. Við erum litil þjóð með mikið stolt, en enginn má láta stolt sitt stíga sér til höf- uðs. Við eigum nóg af auðu landi, svo að við þurfum ekki að sjá eftir auðum og hrikaleg um landsskika suður í Keflavík. Látum nú þessa ungu menn vera í friði. Þeir eru að þjóna landi sínu og landi okkar, þjóð þeirra og þjóð okkar, með miklu stolti. Þeim hefur verið trúað fyrir varðstöðuskyldu hér á íslandi, og þeir standa vel í stöðu sinni, sem betur fer. Setj- ið ykkur, góðir íslendingar, í spor þeirra. Hvernig mundi ykk ur líða í ókunnugu landi á æskualdri? Guðrún S. Helgadóttir.M • Varnarliðið verður hér, meðan okkur sýnist Sem betur fer, þá er sambúð íslendinga og varnarliðsmanna mjög góð, eins og nú standa sakir. Hér áður fyrri komu stundum fyrir einstök tilvik, sem kommúnistar blésu upp, en þeim er uppálagt að spilla sambúð vestrænna þjóða, sem þeir mest mega. Er það skiljan- legt. Því miður tókst þeim stund um fyrr á árum að æsa fók upp, með því að spila á nótur mis- skilins þjóðarstolts og þjóðar- rembings; en þetta er liðin tíð. Við vitum, að dvöl varnarliðs hér er nauðsynleg, ef ekki á að fara fyrir okkur eins og t.d. Eystrasaltsþjóðunum. Því fögn um við dvöl Bandaríkjamanna hér, enda báðum við sjálfir um þá, og vitum, að ísland verður ekki gleypt „þegjandi og hljóða laust.“ Hér dvelst bandarískt varnar lið svo lengi sem okkur sjálf- um sýnist, Bandaríkin vilja verja okkur og við erurn 1 NATO. Engar kalkaðar komma kerlingar koma í veg fyrir það. BOSCH kæliskApar frá 4W;—8Vá cub.fet. Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.