Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 1
Khanh, forseti Suður Vietnam, segir af sér Stjórnarskráin nýja nuniin úr gildi IMýr þjóðarEeiðtogi verður lijöriiMi og hers- höfðingjastjórnin lætur af störfum Saigon, 25. ágúst (AP-NTB) E F T I R f jögurra daga mót- mælaaðgerðir stúdenta og Búddatrúarmanna í Suður- Vietnam neyddist herforingja stjórn landsins og Nguyen Khanh forseti til þess að segja af sér í dag og nema nýju stjórnarskrána úr gildi. Óvíst er hvað tekur við, en haft er eftir áreiðanlegum heimild- um að sennilega verði Khanh, fyrrum forseti, skipaður for- sætisráðherra á morgun og myndi nýja ríkisstjórn með aðild margra stjórnmála- og trúarflokka. Khanh tók við forsetaembætti 30. janúar sl. eftir byltingu hersins, en stjórnarskráin, sem nú er numin úr gildi, var samþykkt hinn 16. þ. m. Þrátt fyrir yfirlýsingu stjórnarinnar varð nokkuð um árekstra í dag, aðallega í bæn- um Da Nang þar sem Búdda- trúarmenn réðu*t inn í bæjar- hverfi kaþólskra og brenndu það til grunna. Þar bjuggu um þr jú þúsund manns. Áður en Khanh sagði af sér hafði hann heitið stúdentum ýms- um endurbótum, svo sem endur- skoðun stjórnarskrárinnar, tak- mörkun útgöngubannsins í Sai- gon, og breytingu á ákvörðunum um fréttaritskoðun. Þessi fyrir- heit nægðu ekki til að lægja ó- ánægjuraddirnar, og streymdu KMynd þessi af Barry Gold- = gwater, forsetaefni republik-H H ana, var tekin 19. ágúst sl,S ger hann var að halda ræðuH pfyrir fjölmennum áheyrendalE Ehópi á ríkissýningunni í Illi = Bnois. Ekki var reipið á mynd-H H inni utan um háls forsetaefn- M isins, eins og virðist í fljótuH = bragði heldur var hér um| gað ræða stag, er hélt niðri^ É| dúk þeim, er tjaldað var yfirp H ræðupallinn. uíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiTIi B stuttu mali VERKFALL, HJÁ PAN AM New York, 25. ágúst (AP) Pan American flugfélagið aflýsti í dag öllum frekari flugferðum vegna verkfalls flutningaverkamanna. — Kom etöðvunin til framkvæmda í New York kl. 20 í kvöld (ísl. tími) en nær til allra flug- ferða á vegum félagsins og til 8 þúsund faiþega, sem ætluðu að ferðast með vélum félags- ins í dag. Goldwater sakar Johnson um leynimakk við Moskvu Segir Bandaríkjastjórn grafa undan samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins Cleveland, Ohio, 25. ágúst AP-NTB) BARRY Goldwater, for- setaefni repúblíkanaflokks ins við kosningarnar í Bandaríkjunum í haust, flutti í dag ræðu á sam- komu fyrrverandi her- manna í Cleveland, Ohio. Kom Goldwater víða víð í ræðu sinni, en aðaUega ræddi hann afstöðuna til Atlantsha^bandalagsins og styrjöldina gegn komm- únistum í Vietnam. Sak- Úfför Togliattis í gœr gerð Róm, 25. ágúst (AP). ÍJTFÖR Palmiros Togliattis, leið- toga kommúnista, var gerð í Róm í dag, og höfðu hundruð þúsunda manna safnazt saman á götum borgarinnar til að kveðja þennan fyrrum leiðtoga stærsta fcommúnistaflokks hins frjálsa heims. Var kista Togliattis grafin í stærsta kirkjugarði Rómaborg- V — i óvigðri mold. Kommúnistar allstaðar að frá ltalíu fjölmenntu til höfuðborg- arinnar, og er talið að aldrei fyrr jafnmargir flokksmenn verið þar saman komnir. Báru margir þeirra rauða klúta um hálsinn, og allsstaðar blöktu fán- ar kommúnista. Kista Togliattis var flutt á opnum líkvagni sveipuð ítölskum og rauðum fánum, og fóru lúðra- sveitir frá verkalýðsfélögum þeim, er kommúnistar ráða, fyrir líkfylgdinni. Togliatti hafði verið leiðtogi ítalskra kommúnista í fjörutíu ár. Hann lézt í Jalta í Sovétríkj- unum s.L föstudag 71 árs að aldri aði Goldwater Banda- ríkjastjórn undir forustu Johnsons um að grafa und an samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins með sérsamningum við Moskvu án þess að ráð- færa sig við bandalags- ríkin. Engin mistök stjórn arinnar væru jafn alvarleg og skortur á stuðningi við Atlantshafsbandalagið Allt of oft hefur ríkis- stjórnin hundsað bandamenn sína í NATO og snúið sér beint til Sovétrikjanna, sagði Goldwater. Beina fjarskipta- línan milli Moskvu og Wash- ington er óheppilegt tákn um þetta ástand. Lánan vekur grun um leynilegar viðræður og samninga í málum, 'sem snerta öll bandalagsríkin okkar. Sagði Goldwater að ef hann yrði kjörinn forseti skyldi hann sjá til þess að hin ríkin í Atlantshafsbandalaginu fengju tækifæri til að fylgjast með því, sem fram fer um fjarskiptalínuna, annað hvort með beinu sambandi inn á iínuna eða eftir diplómatísk- um leiðum. Bætti hann því við að ef bandamenn Bandaríkj- anna fengju að vera í beinu sambandi við þessa fjarskipta- línu milli Washington og Moskvu, vissu kommúnista- leiðtogarnir að þeir hlustuðu á „samhljóma rödd 'hins stóra Atlantshafsbandalags frelsis- ins“. Varðandi ástandið í Viet- nam sagði Goldwater að svo Framhald á bls. 23. um 20 þúsund manns að skrif- stofum forsetans í morgun til að fylgja eftir kröfum sínum. Einnig reyndu stúdentar að leggja undir sig útvarpsstöðina í Saigon, en munu hafa kunnað þar lítt til verka því þeim tókst ekki að senda út mótmæli sín. Við skrifstofur forsetans krafð- ist mannfjöldinn þess að Khanh segði af sér embætti. Þegar svo hafði gengið nokkra stund bauðst Khanh til að taka á móti nefnd stúdenta í skrifstofu sinni, en því tilboði var neitað. Þess í stað var þess krafizt að forsetinn kæmi út og ávarpaði mannfjöldann. Varð Khanh við þessum áskorunum og kom út úr skrifstofu sinni í fylgd með nokkrum óvopnuðum mönn- um. Klifraði Khanh síðan, ásamt einum stúdentaleiðtoganum, upp á bifreið búna gjallarhornum. Þar las stúdentaleiðtoginn upp kröfur stúdenta um breytingar á stjórnarháttum í landinu, en Khanh svaraði og útskýrði sjón- armið sín og ríkisstjórnarinnar. Tók hann síðan undir er mann- fjöldinn hrópaði „niður með ein- ræðið“ og sagði: Ég vil gjarnan taka undir með ykkur þegar þið hrópið niður með kommúnisma, nýlendustefnu, hlutleysisstefnu og einræði, þar meðtalið hern- aðareinræði. Ræddi Khanh við stúdentana í hálfa klukkustund, en bað þá um frest áður en teknar væru frekari ákvarðanir. En þremur klukkustundum síðar var yfir- Framhald á bls. 2 jimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiminiiiiiHimiiiiiiiiiimiiíiiiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiin {Framboð Kennedys í| I New York ákveðið! 31 New York, 25. ágúst (AP). ROBERT F. Kennedy, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann yrði í framboði fyrir demó- krata í New York við kosn- ingarnar til Öldungadeiidar Bandarikjaþings í haust, ef hann hlýtur meirihlutastuðn- ing á flokksþingi demókrata í New York hinn 1. september n.k. Þessi yfirlýsing dómsmála- ráðherrans kemur ekki að óvörum, því búizt hefur verið við henni um nokkurt skeið. Sérstaklega þó eftir að Robert F. Wagner, borgarstjóri í New York, lýsti yfir stuðningi við framboð Kennedys í síðustu viku. Talið er fullvíst að flokksþingið samþykki fram- boð Kennedys, þótt framboð- ið hafi sætt nokkurri gagn- rýni vegna þess að dómsmála ráðherrann er ekki frá New York, heldur Massachusetts, og að undanförnu verið bú- settur í Virginaríki. En Kennedy mun flytja til New York í þessari viku. Robert Kennedy tilkynnti jafnframt að hann mundi segja af sér ráðherraembætti ef flokksþingið samþykkti framboðið. Sæti það, sem Kennedy hyggst keppa um, skipar nú Kenneth Keating, þingmaður repúblíkana, og bíður hann sig fram til endurkjörs. Að- spurður í dag um framboð Kennedys sagði Keating að hann byði dómsmálaráðhérr- ann velkominn til New York. „Sem Öldungadeildarþingmað ur hans mun ég með ánægju útvega honum upplýsinga- handbók, vegakort og aðrar gagnlegar upplýsingar um New York ríki, sem gáetu kom ið öllum gestum að gagm,“ sagði Keating. 3iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.