Morgunblaðið - 26.08.1964, Side 2
2
MORCUN BLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. ágúst 1964
Uppreisnarmenn í
Kongó undirbúa sókn
Rússnesk mótmæli vegna „hernaÖar-
afskipta„ Bandarikjanna og Belgiu
Bukavu og Moskvu, 26. ágúst
(AP-NTB)
SOVÉTRÍKIN mótmaeltu í dag
„hernaðarafskiptum“ BeLgíu og
Bandarikjanna í Kongó og segja
í yfirlýsingu, sem Tass-frétta-
stofan birti að „íbúar Kongó eigi
sanna vini í Afríku — og ekki
eingöngu í Afríku — sem eru
færir um að veita þeim alla nauð
synlega aðstoð“.
Frá Kongó berast þær fregn-
ir að uppreisnarmenn í Kivu-
héraði hafi haldið út fyrir landa-
mærin og inn í nágrannarikið
Rwanda. Þar sló í bardaga milli
innrásarmanna og rikishersins
við bæinn Bugarama, og urðu
uppreisnarmenn að hörfa yfir
landamærin að nýju eftir harða
orustu.
í yfirlýsingu sovétstjórnar-
innar segir að Bandaríkin sendi
nú hundruð fallhlífahermanna
til Kongó ásamt vopnabirgðum,
og eru Bandaríkin sökuð um
hernaðaraðgerðir í iandinu.
Binnig segir í tilkynningunni áð
'belgískir hermann hafi tekið
þátt í hernaðaraðgerðum í
Konigó.
Um 250 uppreisnarmenn tóku
þátt í innrásinni í Rwanda, en
talið er að þeir hafi valið þessa
ieið til að komast að Bukavu,
höfuðborg Kivu-héraðs í Kongó
og ekki átt von á mótstöðu inn-
lendra hermanna. Bærinn Bugar-
ama er aðeins 50 km. fyrir
sunnan Bukavu, sem stjórnar-
herinn í Kongó náði á sitt vald
í siðustu viku eftir harða bar-
Aðalf undur Presta
félags Islands
AÐALFUNDUR Prestafélags ís-
lands verður haldinn á föstudag-
inn í Háskóla íslands. Hefst
fundurinn^ kl. 9:30-f.h. með morg
unbæn, er séra Sigurður Hauk-
dal flytur. Klukkan 10. f.h. flytur
formaður félagsins skýrslu
stjórnarinnar. Kl. 11 f.h. fytur
cand theol. Björn Björnsson
fyrirlestur um guðfræðileg
stormviðri í Bretlandi. Kl. 2 e.h.
verður tekið fyrir endurskoðun
á codex ethicus og kl, 4 e.h.
verða önnur mál tekin fyrir og
síðan fer fram stjórnarkjör. Kl.
8:30 um kvöldið verður samsæti
að Gamla Garði fyrir presta og
konur þeirra, og ræðumaður
kvöldsins verður séra Sigurður
Einarsson í HoltL
daga og mikið mannfall úr báð-
um liðum. Unnu hermann
Kongóstjórnar að því í dag að
fjarlægja lík failinna hermannna
af götum Bukavu og hreinsa til
í borginni. Fundust þá fjórir
uppreisnarmenn, sem legið
höfðu í felum í rústum póst-
hússins, og voru þeir aliir
felldir. Segir í fréttum frá
Bukavu að alls hafi á fjórða
hundrað manns fallið í bardög-
um um borgina.
Hvítir íbúar Bukavu halda
áfram að flýja borgina af ótta
við nýja gagnárás uppreisnar-
manna, sem talin er yfirvofandi
vegna liðssafnaðar 1 nánd við
borgina.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1.
lýsing stjórnarinnar birt, og er
hún í fimm aðal-liðum:
í fyrsta lagi: Stjórnarskráin
frá 16. ágúst verður afnum-
in. Felur þetta í sér afsögn
stjórnarinnar.
í öðru lagi: Boðað verður til
Skyndifundar herráðsins,
sem í eiga sæti 58 herfor-
ingjar, tií að kjósa nýjan
þjóðarleiðtoga.
í þriðja lagi. Eftir að nýr
leiðtogi hefur verið valiftn
mun herráðið segja af sér
og fulltrúarnir snúa sér að
nýju að störfum sínum inn-
an hersins með það fyrir
augum að halda áfram bar-
áttunni gegn kommúnisma.
hlutleysisstefnu, nýlendu-
stefnu og hverskonar ein-
ræði.
í fjórða lagi: Hinn nýi leið-
togi mun kalla saman þjóð-
þing til að ganga frá stjórn-
armyndun samkvæmt vilja
þjóðarinnar.
í fimmta lagi: Þar til þessar
breytingar hafa verið fram-
kvæmdar fer núverandi
stjórn með völd í landinu.
I frétt frá Washington segir að
Bandaríkjastjórn haldi áfram
stuðningi við ríkisstjórn Khanhs
og við Khanh sjálfan. Átti
Johnson forseti í dag fund með
Óryggisráði Bandaríkjanna um
ástandið, en engin tilkynning
var gefin út í fundarlok.
J NA !S hnúiar X Sn/óÁom* 7 Skúrir wss KuUatkil H Hmt |
Ii/ SV50hnúfsr • C'l! £ Þrumur V \í0ifsdl
= X gær var riltjandi átt hér þurt. Hitinn þar var 4—7 stig §{
S á Iandi norðlaag en hæg. í Reykjavík var minnstur |=
= Sunnan lands og Vestan var hiti í fyrri nótt 1 stiig plús, í §
= léttskýjað og hitinn á Suður- tveggja metra hæð en lág- s
S ströndinni yfir 10 stig um markmælir niðaxr við jörð H
S miðjan daginn en nyrðra var sýndi 5 stiga frost.
E kalt og sólarlaust en víðast =
e =
iuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii)iiiiuiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i!iiiiiimmiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiu
Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, talar a Prestastefnunni í Haskolanum í gær.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
Prestastetna íslands hafin
Haldin á jbessum tima árs vegna
stjórnarfundar Lútherska
heimssambandsins
PRESTASTEFNA Islands 1964
hófst kl. 10:30 í gærmorgun með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni í
Reykjavík að viðstöddum for-
seta íslands, biskupshjónunum,
vígslubiskupum og mörgum prest
um landsins. Séra Jakob Jónsson
prédikaði en séra Óskar J. Þor-
láksson og séra Björn Jónsson
þjónuðu fyrir altari. Kl. 2 e. h.
setti biskup, herra Sigurbjörn
Einarsson, prestastefnuna í kap-
ellu Háskóla íslands með bæn og
ávarpsorðum. Prestar sungu sálm
og dr. Páll ísólfsson og Þórarinn
Guðmundsson léku saman á orgel
og fiðlu.
Biskup gat þess m.a. í ávarpi
sínu að Prestastefnan væri nú
haldin á þessum tíma árs sökum
stjórnarfundar Lútherska heims-
sambandsins, sem hæfist um mán
aðamótin. Gæfist prestum lands-
ins nú kostur á að kynnast hin-
um erlendu leiðtogum Lúthers-
trúarmanna og sækja ýmsar sam-
komur í sambandi við fundinn.
Biskup kvað þennan fund heims-
sambandsins hérlendis enn einn
vott þess, að einangrun þjóðarinn
ar væri nú úr sögunni, og ýmis
erlend áhrif bærust þess í stað úr
öllum áttum til landsins. Á því
ylti hvernig íslenzk hugsun ynni
úr því aðstreymi. Biskup kvað
kirkjuna finna til ábyrgðar í
þessu sambandi og kvað hana
vilja vinna að því að vel tækist
til. Kirkjunni ætti þjóðin m. a.
það að þakka, að einangrun lands
ins varð aldrei algjör og á um-
byltingatímum hefði kirkjan
ekki þýðingarminna hlutverki að
gegna. Biskup kvað þjóðina aldrei
hafa þurft á kirkjunni og leið-
sögn hennar að halda sem nú. Þá
vék biskup að lokum að vaxandi
samstarfi og skilningi milli hinna
ýmsu kirkjudeilda heimsins og
kvað mannkyni skiljast æ betur
að voðinn væri hinn sami alls
staðar og hjálpin hin sama.
Að ávarpi sínu loknu flutti
biskup skýrslu sína um starf
þjóðkirkjunnar á liðnu sýnódus-
ári, en minntist fyrst séra Helga
Sveinssonar, sem lézt á árinu og
þriggja prestskvenna, sem ei'nnig
létust á árinu, Guðrúnar Jónsdótt
ur, Dorotheu Proppé og Margrét-
ar Sigríðar Tómasdóttur. Við-
staddir risu síðan úr sætum til
að heiðra minningu hinna látnu.
í skýrslu biskups kom m.a.
fram það sem hér verður á eftir
rakið. Á árinu tóku fimm kandi-
datar prestsvígslu, Hreinn Hjart-
arson, Lárus Þ. Guðmundsson,
Bolli Þ. Gústafsson, Felix Ólafs-
son og Frank Halldórsson.
Þá minntist biskup þriggja
nýrra starfa, sem til var stofnaoð
á árinu. Séra Magnús Guðmunds-
son, fyrrum prófastur, var ráðinn
til að sinna sérstaklega þjónustu
í sjúkrahúsum, séra Bragi Frið-
riksson var skipaður prestur ís-
lendinga búsettra á Keflavíkur-
flugvelli og séra Jónas Gíslason
var skipaður til fjögurra ára
prestur fslendínga í Danmörku
með 'búsetu £ Kaupmannahöfn.
Tók biskup sérstaklega fram að
stofnun embættis prests fyrir fs-
lendinga í Danmörku ætti sér
langan aðdraganda og væri það
starf jafnframt hugsað fyrir
presta, sem vildu leggja stund á
framhaldsnám í guðfræði við
Kaupmannahafnarháskóla.
Tveir prestar fengu lausn frá
embætti á árinu, þeir séra Magn-
ús Guðmundsson, prófastur í Ól-
afsvík, og séra Gísli Brynjólfs-
son, prófastur að Kirkjubæjar-
klaustri. Ýmsar aðrar breytingar
urðu á þjónustu presta í landinu
og rakti biskup þær. Tveir pró-
fastar vorU skipaðir á árinu, séra
Þorgrímur Sigurðsson á Staðar-
stað og séra Sigurður Guðmunds-
son á Grenjaðarstað. Þrír prófast-
ar voru settir. Séra Sigurður Stef
ánsson, vígslubiskup að Möðru-
völlum, fékk lausn frófastsstörf-
um að eigin ósk.
Á árinu var prestum fjölgað
um sex í Reykjavík.
Finnur Árnason, byggingameist
ari, var skipaður eftirlitsmaður
með prestssetrum og til þess að
vera ráðunautur safnaða í kirkju-
byggingum, og taldi biskup að
mikið hefði áunnizt með þessu
starfi. Þá var einnig ráðinn um-
sjónarmaður kirkjugarða samkv.
nýjum lögum þar að lútandi,
Aðalsteinn Steindórsson garð-
yrkjumaður.
Biskup sagði að kirkjan hefði
nú 128 prestsembætti auk djákna
og væri óskipað £11 embætti, en
þeim væri þjónað af nágranna-
prestum. í sumum prestakallanna
væri orðin mikil fólksfæð og
byggðir afskekktar. Kvað biskup
ekki verða hjá þvi komizt til
lengdar að taka skipan þessara
prestakalla til endurskoðunar 1
samræmi við breytta tima og að-
stæður.
Vígðar voru tvær nýjar kirkjur
á árinu, i Barðastrandarprófasts-
dæmi, að Reykhólum og Breiðu-
vík. Kirkja var endurbyggð og
endurvígð í Krísuvík og Stokks-
eyrarkirkja endurbyggð. Þá voru
og byggðar sumarbúðir þjóðkirkj
unnar við Vestmannsvatn í Aðal-
dal. Margar' kirkjur eru nú i
smíðum.
Styrkur var veittur á fjárlög-
um til byggingar Hallgrímskirkju
og smíði hennar haldið áfram.
Biskup sagði að á liðnum vetri
hefði verið gerð töluverð hríð að
þeim framkvæmdum og sagði að
ef einhverjir hefðu munað þessa
atrennu hafi það fremur verið í
jákvæða átt fyrir kirkjuna en
hitt. Einnig gat biskup þess að
minnzt hefði verið 350 ára af-
mælis Hallgríms Péturssonar á
árinu og Lútherska heimssam-
bandið hefði veitt eina milljón
króna til styrktar byggingar Hall
grímskirkju, en fé þetta fer um
hendur sambandsins frá sænsku
kirkjunni. Þakkaði biskup höfð-
inglega gjöf og lét í Ijósi ósk um
að hún mætti örva landsmenn
alla til almennari stuðnings við
minningarkirkju trúarskáldsins.
Þá minntist biskup á fram-
kvæmdir £ Skálholti. Þar er full-
gerður embættisbústaður, og unn
ið að áætlun um vatnsveitu fyrir
staðinn. Unnið hefur verið að
sumarbúðum í sumar. Miðar því
verki vel. Biskup gat þess og að
Skálholtsskóla hafi í vor borizt
álitleg fjárhæð frá Vestur-íslend-
ingum. Kvað biskup það hug-
mynd sína að veita guðfræði-
stúdentum tækifæri til sumar-
dvalar að Skálholti í framtíðinni
og þeir ynnu þá jafnframt að
þeim framkvæmdum, sem á döf-
inni væru hverju sinni.
Síðdegis í gær var fundi presta-
stefnunnar haldið áfram í Hátíða
sal Háskólans. Voru þar flutt
framsöguerindi um aðalmál
prestastefnunnar að þessu sinnL
fermingarfræðsluna. Framsögu-
menn voru séra Þorbergur Krist-
jánsson og séra Páll Pálsson, og
Helgi Elíasson, fræðsIumálastjórL
Ennfremur var kosið í nefndir.
Fundir prestastefnunnar halda
áfram í dag, og henni lýkur á
morgun, fimmtudag.