Morgunblaðið - 26.08.1964, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.08.1964, Qupperneq 6
6 M ORG UN B LAÐ1Ð Miðvíkudagur 26. Sgúst 1964 UTVARP REYKJAVÍK A SUNNUDAGSKVOLD, 16.' ágúst, flutti Guðmundur Þorláks son þáttinn „Við fjallavötnin fagurblá“. Ræddi hann um Hraunsvatn í Öxnadal, en þar drukknaði Hallgrímur Þorsteins son, faðir Jónasar Hallgrímsson- ar skálds, með voveiflegum hætti. Vatnið er 492 metra yfir sjávarmáli, og um 60 metrar að dýpt. Silungsveiði er þar allgóð. Guðmundur taldi líklegast, að Hraundrangi í Öxnadal væri 8-10.000 ára gamall. Síðar um kvöldið sá Agnar Guðnason um „hvippinn og hvappmn". Var hann að miklu leyti helgaður bændaskólanum að Hvanneyri að þessu sinni, en skólinn var stofnaður árið 1889 og er því 75 ára gamall. Átti Agnar skemmtileg viðtöl við gamla nemendur þaðan. f lokin brá Agnar sér heim til Stein- gríms Steinþórssonar, fyrrver- andi forsætisráðherra, en hann hefur haldið dagbók nær óslitið frá fermingaraldri. Eru þar bæði mannlýsingar, skrif um þjóðmál o.fl. Líklega er hollt fyrir stjórnmálamenn að halda dagbók. Þá fylgj ast þeir trúlega betur með því, hvernig líðandi stund hverfur smátt og smátt inn í söguna. Gera sér betur grein fyrir því, hve skyndilega upphefð getur Steingrímur Verið fallvölt og Steinþórsson. hvernig meint glapræði getur reynzt ágætur úrkostur. Stein- grímur Steinþórsson er víst eini forsætisráðherra okkar, sem ekki hefur verið „langskólagenginn". Kanns.ke hefur dagbókarfærsla hans verið einn þáttur annars konar „langskóla", sem gaf ekki löggiltum menntastofnunum neitt eftir. Á mánudagskvöld talaði Björg vin Guðmundsson, fréttastjóri, um daginn og veginn. Kom hann víða við, en þræddi þó mjög troðnar slóðir um val umræðu- efna. Það var veðrið, það voru sumarferðalög, íslenzk náttúru- fegurð, hraður vöxtur Reykja- víkur, fiskveiðar, sér í lagi síld- veiðar, landhelgi og stóriðja. Að sjálfsögðu varð hann að láta sér nægja tímans vegna að grípa lauslega á hverju máli. Til dæm- is um hinn öra vöxt Reykjavík ur sagði hann, að um aldamótin síðustu hefðu íbúar Reykjavíkur verið 5802. Um síldveiðarnar sagði hann m.a., að á þessu sumri væru þegar komin í land 1,800,00 mál og tunnur, sem væri um tvisvar sinnum meira en á sama tíma i fyrra. Árið 1962 var heild- arsíldaraflinn 2,300,000 mál og tunnur, en það var bezta síld- veiðisumar eftir stríð. Björgvin taldi æskilegt að hleypa erlendu fjármagni inn í landið til stór- iðjuframkvæmda. Þó yrði að búa vel um hnútana við alla samninga þar að lútandi. Síðar um kvöldið var þáttur- inn: „Sitt sýnist hverjum“. Komu þar fram þeir Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra, Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra og Hanni- bal Valdimarsson, forseti Al- þýðusambands íslands. Skatta- málin voru til umræðu, og hvort æskilegt væri að breyta skatta- lögunum, og þá hvernig. Gunnar Thoroddsen minnti á, að mikil óánægja hefði ríkt um skattamálin, er viðreisnarstjórn- in tók við í nóv. 1959. Hefði þá bæði verið kvartað yfir of háum sköttum og skattsvikum. Stjórn- in hefði því gert verulegar end- urbætur á skattalögunum árið 1960 og hefðu flestir unað vel við þau mál um hríð. 1963 hefði orðið gjörbylting í launamálum og kaupgjald hækkað. Því hefði stjórnin aftur gengizt fyrir end- urbót á skattalögunum og skatt- skyldar tekjur m.a. hækkaðar um 30%. Þann- ig þyrfti nú t.d. verkamaður með 2 böm, sem hefði 108,000 kr. árs- tekjur, engan tekjuskatt að greiða, en hefði ella þurft að greiða yfir 1300 kr. og fyrir breytinguna 1960 hefði hann þurft að greiða yfir 4800.00 kr. Eigi að síður taldi fjármálaráð- herra þörf á Irekari endurbótum á skattalögunum. Láglaunamenn hefðu reynzt færri en talið hefði verið. Ráðherrann vildi m.a. létta skattabyrðar með hækkun persónufrádráttar. Þá var hann meðmæltur því, að skattar yrðu innheimtir jafnóðum af launum. Ráðherra hvað útsvörin í ár vera 800-900 milljónir króna alls, en tekjuskatt um 250 milljónir. Næstur mælti Eysteinn Jóns- son. Hann sagði að skattabyrði Gunnar Thoroddsen. hefði vaxið óðfluga með dýrtíð- inni. Nokkuð kvað hann þingið þó hafa lagfært þessi mál í vet- ur, og hefði þingflokkur hans greitt atkvæði með þeim laga- breytingum. En þetta væri ófull nægjandi. Hann vildi tafarlaust láta skipa nefnd með þátttöku allra þingflokka, til að endur- skoða allt skattkerfið frá rótum. Skatta- og útsvarsstigi einstak- linga sagði hann að þyrfti að lækka. Þá vildi hann láta miða innheimtu skatta sem mest við tekjur manna sjálft greiðsluárið. Gylfi Þ. Gíslason var sammála þeim Gunnari Thoroddsen og Ey steini Jónssyni um það, að þörf væri endurbóta á skattalögun- um. Hann sagði, að til greina kæmi að láta neyzluskatta og fasteignaskatta koma alveg í stað tekjuskatta. Þá sagði hann, að i núverandi skattalögum væri gert ráð fyrir 70.000-100.000 kr. sem algengum tekjum láglauna- manna. Væri lítill sem enginn tekjuskattur á þeim tekjum og lágt útsvar. En reynslan hefði sýnt, að flestir hefðu talsvert hærri tekjur. Hann sagði enn fremur, að fjöldi manna hefði ekki gert sér grein fyrir því, að auknar tekjur þeirra á síðasta ári hefðu verið verðbólguaukn- mg en ekki raunverulegar kjara bætur. Því væri skiljanlegt, að mörgum þætti nú skattur sinn þungbær. Hannibal Valdimarsson, sem talaði síðastur, sagði, að skatt- svik væðu uppi og „breiðum bökum“ væri hlíft. Hann sagði, að skattaálögumar núna brytu í bága við anda griðarsáttmálans milli ríkisstjórnarinnar og al- þýðusamtakanna i vor. Væri greiðsluþoli skattgreiðenda al- gjörlega ofboðið. Þetta var mjög fróðlegur þátt ur. Allir stjórnmálamennirnir Þorsteinn Iflatthíasson virtust sammála um, að enn stæðu skattalögin til bóta, þótt breytingatillögur þeirra væru misjafnlega róttækar. Vonandi rís upp úr endurskoðun skatta- laganna skattaálagning, sem all- ir geta sætt sig við. Það væri ekki einungis merkur tburður í skattamálum íslendinga, heldur heimssögulegur viðburður. Á þriðj udagskvöld flutti Þor- steinn Matthíasson, skólastjóri, erindi sem hann nefndi: „Gengið á vit gamalla minja.“ Fjallaði það um Ólafs- fjörð í fortíð og nútíð. Var það óvenjulega fróð- legt vandað og vel flutt erindi, og finnst mér út varpinu bera skylda til að láta endurtaka það. Þetta var ágrip af sögu íslendinga í hnotskurn, þótt lífsbaráttan í þessari afskekktu sveit hafi, ef tíl vill, verið nokkru harðari en á sumum öðr um stöðum. Eitt hafði þó Ólafs- fjörður fram yfir marga aðra staði, þaðan var örstuttur róður út á fengsæl fiskimið. Ferðalög til Siglufjarðar eða Akureyrar áður fyrr tóku hins vegar oft hálfan mánuð sjóleiðina. Séra Sigurður Einarsson hóf lestur nýrrar kvöldsögu þetta kvöld. Nefnir hann hana „Sum- arminningar frá Suðurfjörðum." Á sumarvökunni á miðviku- dagskvöldið las Baldur Pálma- son skemmtilega frásögu Þórðar Kárasonar, bónda á Litla-Fljóti í Biskupstungum. Fjallaði hún um það, er höfundur fór í verið í Keflavík, stuttu eftir aldamót, þá 17 ára gamall. Á þeim tíma fóru ungir menn til sjós, til að afla sér fjár og frama, enda voru þá opinberar „bítil“listir einok- aðar af kálfum og unglömbum í gróandanum. Helgi Sæmundsson skilaði kvæðum sínum 5 á miðvikudags kvöldið að vanda. Enn heldur hann sig mest við hin klassisku eldri skáld. Ég sé ekki annað en útvarpið verði að efna til ann- arrar ,17 ára keppni“ um fram- bærileg Ijóð handa Helga. Á fimmtudagskvöld kynnti Jón R. Kjartansson hljómplötur Hreins Pálssonar. Hann sagði m.a., að á tímabili hefðu Davíð Stefánsson, skáld og Hreinn Pálsson verið í mestum metum hjá íslenzku kvenfólki. Hreinn Pálsson er fæddur í Ólafsfirði árið 1901. Hann hefur ekkf sung ið inn á hljómplötu nú um 30 skeið, en verið mikilvirkur fram kvæmdamaður í atvinnulífi þjóð arinnar, Síðar um kvöldið flutti Ævar Kvaran þáttinn: „Á tíundu stund.“ Ræddi hann mikið um Atlantis, landið sem sagnir herma, að hafi sokkið í sæ. Land þetta mun hafa verið staðsett suður og vestur af Spáni og Gí- braltarsundi. Ævar færði líkur að því, að land þetta hefði sokk ið í geysilegum jarðhræringum og eldgosum um 9600 f. Kr. Sagnir herma, að Atlantis-menn hafi hleypt af stað fyrstu styrj- öld hér á jörð og hafi allar seinni styrjaldir verið tilraunir til að leiðrétta það misræmi, er við þá styrjöld skapaðist. Hjörtur Pálsson lauk útvarps- sögunni „Málsvari myrkrahöfð- ingjans“ eftir Morris West á föstudagskvöldið. Þetta urðu 31 lestrar alls. Ég hef ekki fylgzt að staðaldri með sögunni, en heyrði látið vel af henni, og vel var hún lesin upp. Svona langar íramhaldssögur í útvarpinu þurfa að hafa mikið til brunns að bera. Þær þurfa að vera efnismiklar, listríkar og spenn- andi. Það er ekki á allra færi að hrista útvarpssögu svo að segja út úr erminni, eins og Helgi Hjörvar. Jónas Jónasson og Páll Kolka, læknir ræddust við í útvarpinu á laugardaginn. Bar margt 4 góma. Páll Kolka sagði m.a., að íæknar nú til dags stæðu ekki I nógu persónu>gu sambandi við sjúklingana. Sérhæfingin innan iæknisfræðinnar hefði ýtt undir þá þróun. Læknunum gleymdist oft, að sjúklingurinn væri Framh. á bls. 10 Ódýrara að fljúga Fólki hefur orðið tíðrætt um kuldakastið og snjókomuna — og ekki hef ég látið minn hlut eftir liggja, enda ekki von, því ég fylltist af kvefi, eins og margir aðrir. Ég minnist á þetta enn einu sinni af því að ég heyrði í gær, að fargjalda- lækkun á flugleiðum til út- landa væri einmitt að koma til framkvæmda. Eins og í fyrra gildir þessi lækkun í septem- ber og október og lækkunin nemur heilum tuttugu og fimm prósentum. Birgir Þorgilsson hjá Flugfé- lagi íslands hringdi í mig og sagði mér, að Flugfélagið hefði náð samkomulagi við önnur flugfélög um að sami afslátt- ur yrði veittur á framhaldsleið um svo að íslendingar geta far ið langt suður í lönd á 26% lægra fargjaldi en venjulega í haust. Sumarauki Þetta er m.a. gert til að breikka, eða færa út helzta annatíma flugfélaganna, hvetja fólk til að draga ferðalagið fram á haust, því alltaf eru nógu margir sem vilja fara yfir hásumarið hvernig sem allt snýst. Fólki er sem sagt gefinn kostur á ódýrari ferð- um ef það vill bíða ögn — og má segja, að allar breytingar, sem færa öllum aðilum hags- bætur, séu til góðs. Hitt er svo annað mál, að íslendingar, sem ráðgera utan- ferðir til skemmtunar, ættu að reyna að njóta sumarsins hér heima og fá sér síðan sumar- auka með utanlandsferð að hausti hvort sem fargjöld lækka eða ekki. Ég hef nokkr- um sinnum minnzt á þetta áður — og nota tækifærið til þess enn einu sinni. Vill lengja tímabilið Annar ferðamálamaður, Ing ólfur Blöndal, minntist á það við mig, að greiðasölu að Gull fossi og Geysi yrði hætt nú um mánaðamótin og sagði hann að þetta væri allt of snemmt. Það væri hiklaust hægt að halda áfram að sýna ferðamönnum Gullfoss og hverasvæðið við Geysi fram undir miðjan sept- ember. Raunar sagðist hann hafa fullan hug á að fara með ferðamenn austur fram til sept emberloka — í framtíðinni. Það "æri hægt að lengja þetta ferðamannatímabil — bæði fram og aftur: Fram að 1. maí og til 1. október. Þá værum við komnir með fimm mánuði og það mætti teljast gott. Ráðstefnurnar Þetta minnir mig svo aítur á það, sem Birgir Þorgilsson var að segja: Óþarfi væri að halda hér allar ráðstefnur í júlí og ágúst, því þær tækju upp svo stóran hluta af hótelrými borgarinnar á þessum tíma. Sagði hann, að það yrði til mik illa hagsbóta, ef hægt yrði að fá þá, sem boðuðu til alþjóð- legra funda í Reykjavík, til að færa sig fram í júní að ein- hverju leyti — og aftur að miðjum september. Varla óskynsamlegt Út af fyrir sig er það ekki nema eðlilegt að fólk vilji fá erlenda gesti á þeim árstíma, sem mestar líkur eru á að gest- ina fenni ekki í kaf á flugvell- inum. Hins vegar er það sann- að, að fólk getur fennt í kaf á íslandi í ágúst eins og í sept- ember. Síðasta vika sannar þetta áþreifanlega. í öðru lagi eru það jafnan allmargir í hópi ráðstefnu og fundafólks, sem boðnir eru hingað af islenzk- um aðilum — og þessvegna er í rauninni ekki ástæða til að láta allt þetta fólk jafnan sitja fyrir yfir háannatímann •— og visa þar með miklum fjölda annarra útlendinga frá, fólki, sem sjálft greiðir fyrir sína ferð. Varla teldist það óskyn- samlegt að reyna að breikka ferðamannatimabilið, einmitt með því að ráðstefnufólkið dreifði sér yfir lengri tima. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og timaval. A E G - ttmboðið Söluumboð: HÚSPRÝDI HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.