Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 26. ágúst 1964 Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR „Guðmundur Magnússon er og verður leiðinlegur.“ Þessi orð voru einu sinni látin fjúka, ásamt fleira í svipuðum dúr, í skammargrein, sem eitt af okkar meiri háttar ljóðskáld- um beindi að Jóni Trausta (Guð mundi Magnússyni). Ekki tilfæri ég þessi ummæli hér vegna þess, að þau séu hvass ari en margt, sem menn kasta fram í ritdeilum, ekki heldur vegna þess, að þau séu það versta sem dundi á Jóni Trausta, því liann varð oft fyrir skæðu að- kasti, ekki heldur vegna þess, að merkur andans maður beindi að öðrum merkum, heldur vegna þess, að þau eru svo fullkomið öfuigmæli, að öllu meiri fjar- stæðu var ekki hægt að láta út úr sér. Þau eru gott dæmi um það, hvað jafnvel gáfuðum mönn um getur hugkvæmzt að setja saman, þegar skaphitinn hleypur með þá í gönur. Sú leið, sem liggur til almennr ar viðurkenningar, er ekki öll- um skáldum jafn greið. Sumir ganga þar beinan og blómum stráðan stíg, svo kalla má, að þeir séu bornir á höndum. Það mætti benda á höfunda, sem tek izt hefur að sigla svo milli skers og báru ,að þeir hafa aldrei orð- ið fyrir teljandi andstreymi. Höf undi kann að nægja til fram- haldandi brautargengis, að ein- hver fræg persóna verði til að lofa byrjandaverk hans, áður en aðrir hafa um það fjallað. Þá er ekki að sökum að spyrja: aðrir taka að endurróm'i sama lofið, þangað til það er orðið að einum allsherjar lofsöng um viðkom- andi höfund og verk hans. Minni spámenn vilja þá ekki leggja orðstír sinn að veði með því að láta í ljós annað mat. þó þeir séu ekki samþykkir hinni al- mennu skoðun. með öðrum orðum gæddar meiri varanleik en önnur verk Crá þeim tí,ma. Skemmtigildi þeirra hefur reynzt varanlegt, og er það meira en hægt er að segja um öll skáldverk; það er svo mis- jafnt, hvað mönnum þykir skemmtilegt á hverri tíð. Gerzt mætti lýsa þeim með orðinu spennandi, ef það orð væri ekki þegar útjaskað af ofnotkun í skrumauglýsingum. Þær eru hlaðnar fersku, seiðandi lífs- magni, svo lesandinn hrífst vilja- laus með öldu frásagnarinnar frá fyrstu línu til hinnar síðustu. Hann lifir sig inn í efnið. Ör- lög söguhetjanna verða hans eig in örlög, meðan hann sekkur sér niður í lesturinn. Á uppvaxtarárum Jóns Trausta var raunsæisstefnan hin ríkjandi bókmenntastefna. Jón Trausti varð að sjálfsögðu fyrir áhrifum frá henni eins og aðrir ungir menn á þeirri tíð. Þau áhrif urðu honum heilladrjúg, ekki sízt vegna þess, að hann var í eðli sínu rómantískur, og var því ekki nema að vissu marki móttækileg ur fyrir hin hversdagslegu við- horf realismans. Þess vegna gafst hann þeirri stefnu aldrei á vald, en dró af henni þá lær- dóma eina, sem honum þótti sjálfum henta. Annars var hann fyrst og fremst sögumaður, frásagnar- maður. Hann var töframaður í þeirri list. Þess vegna tók al- menningur sögum hans svo vel, sem raun varð. Fólkið spurði ekki um gamlar og nýjar bók- menntastefnur. Það var aðeins sótgið í sögur, örlagaþrungnar frásagnir, þar sem grafizt væri undir yfirborð hins hversdags- iega látæðis.. Skáldsögur Jóns Trausta fullnægðu þeirri þórf, eins og bezt varð á kosið. Þær ykáldi hefur heppnazt, að lýsa neilu byggðarlagi svo, að lesand inn þykist þekkja þar nálega hvern mann og hverja bæjar- leið.“ „Hvað ætli hafi svo orðið um Höllu?“ sagði maður nokkur um æið og hann lauk við Heiðar- lenzkum bókmenntum. Ekki var liðinn nema hálfur sjötti ára- tugur frá útkomu fyrstu ís- lenzku skáldsögunnar, Pilts og rtúlku eftir Jón Thoroddsen. Síð an liðu áratugir, þar til Gestur Pálsson sendi frá sér sínar sög- ur. Upp við fossa eftir Þorgils. gjallanda kom ekki fyrr en eftir aldamót. Þar með er í rauninni komið að Jóni Trausta. Fleiri en fyrrgreindir höfundar höfðu að vísu fært í letur skáldsögur á undan honum, en hér eru að- eins nefndir þeir, sem áhrif höfðu, svo öruggt megi telja, á þróun skáldsögunnar í íslenzk- um bókmenntum. Jón Trausti þurfti því ekki að kikna undir ofurþunga fyrir- Þannig er allur góður skáld- skapur. Innantómt form, hversu fagurt sem það er, megnar ekki að blása lífsanda í nokkurt verk. Til eru þeir höfundar, sem reyna að breiða yfir andleysi og ritleiða með því að slípa og fága verk sín til hins ýtrasta. skafa þau niður í ekkert. Jón Trausti þurfti ekki að leika þvílíkar sjón hverfingar. ímyndun hans var meiri en svo. Hún var sú upp- rpretta, sem ekki þraut. Vafalaust hefði hann getað skafið og heflað stíl sinn meira ef honum hefði verið það hugleik ið. En þá er líka hætt við, að ferskleiki efnisins hefði nokkur* misst. Sköpunarmátturinn var svo mikill, að á hann voru engar hömlur legigjandi. Efnið ruddi sér braut. Sjálfur frumkraftur skáldskaparins brauzt úr viðjum og skapaði sér eigið form. Það íorm er víðast hvar slétt og ein- falt. Ekki skorti Jón Trausta þó orð til afbrigðilegra stílshátta, ef því var að skipta, svo sem ráða má af smásögunni Á fjörunni. Samtímasögurnar, Höllu og Heiðarbýlið, Leysingu og Borgir, ber auðvitað hæst meðal verka Jóns Trausta. Þar skapaði hann sígildar persónur, sem eru að jöfnu gæddar eiginleikum mann legra einstaklinga og altækra þjóðlífsmynda. Sögulegu skáldsögurnar, sem Jón Trausti samdi síðari hluta fitferils síns, fengu lakari dóma en samtímasögurnar. Þó eru þær engu síður afreksverk. Smámuna samir fræðimenn reyndu að finna veilur á þeim, með því að leggja á þær þröngan, fræðileg- an mælikvarða. Slíkur mæli- kvarði er vitanlega hvergi ein- hlítur, þegar um skáldverk er fjallað, getur meira að segja ver íð villandi. Skáldskapnum verð- ur ekki kjálkað niður á einstak- ar fræðigreinar. Söguleg skáld- saga er því ekki sama og sagn- fræði. Þó höfundur noti sem yrk isefni frásagnir um fólk og at- burði liðinnar tíðar, hlýtur hann að leggja til meira eða minna af eigin ímyndun. Það er fjarri lagi að sundurliða slíkt verk, tína til efnisatriðin, eitt og eitt, og segja: þetta er sögulega rétt og þetta er sögulega rangt. Örðugt væri að skapa epískt verk, ef fylgja ætti Blaðaö í ritsafni Jóns Trausta Þeir höfundar, sem eiga svo greiðri leið að fagna, eru þó næsta fáir. Hinir eru miklu fleiri, sem hljóta bæði lof og last, eink- um last í byrjun, en þeim mun meira lof, sem æviárin verða fleíri. Aldrei getur höfundur þó verið öruggur um, að ádeiluskeyt um verði ekki framar að honum beint. Margur ungur höfnndur hefur gefizt upp eftir fyrstu til- raun, af því að frumsmíð hans hefur verið tekið harkaléga af gagnrýnendum. Aðrir hafa herzt * sókninni. Þannig var því ein- mitt varið um Jón Trausta. Hann fékk oft að kenna á óvæginni gagnrýni, og sú gagn- rýni rénaði ekki með árunum. Sitthvað mátti setja úr á rit hans eins og önnur mannanna verk, endteru þau svo mikil að vöxtum, að nærri má geta, að ekki jafnast þar allt á við það bezta, sem honum auðnaðist að semja. Sumar aðfinnslurnar höfðu við rök að styðjast. Aðrar voru fjarri öllum sanni. Skýr- asta dæmi þess er sú staðhæf- ing, sem hér er tilfærð — að hann væri leiðinlegur höfundur. Nú mundu fáir mótmæla hinu gagnstæða, að skáldsögur Jóns Trausta, sem eru vissulega meg- inverk hans, eru allra sagna skemmtilegastar. Sama má raun ar segja um önnur verk hans, eins og smásögur og ferðasögur, þó hvorugt jafnist á við lengri skáldsögurnar. Listgildið er erfitt að meta. Skemmtigildið leynir sér aftur á móti ekki, því undir því er lýð- hylli skáldverks að talsverðu leyti komin. Sögur Jóns Trausta urðu eftirsótt lestrarefni, undir eins og þær komu út. Þeim vin- sældum hafa þær haldið til þessa dags. Nú eru þær líklega meira lesnar en nokkur önnur skáld- verk, sem út komu á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Þær eru reyndust hafa ótvírætt lífssann- indagildi. Aldamótakynslóðin sá þar fyrir sér eigin örlög. Sagan af Höllu hafði aldrei gerzt í strangasta skilningi. Samt var hún alltaf að gerast. Ragmannska séra Halldórs var eins og sam- r.efnari allrar mannlegrar rag- mennsku, og seigla Ólafs sauða- manns var hliðstæð sjálfu þjóð- h'finu, eins og það var búið að þrauka í margar aldir. Þó raunsæisstefnan væri far- in að dala, þegar Jón Trausti hóf að skrifa skáldsögur, voru sannleikskröfur realismans enn ; fullu gildi. Þær voru sú ófrá- víkjanlega forskrift, sem skáld- sagnahöfundar töldu sig verða að fylgja. Saga átti að vera eins konar þverskurðarmynd af líf- inu sjálfu. Hún átti að vera senni leg, hvort sem höfundurinn hafði raunverulegar fyrirmyndir við að styðjast eða gerði fólk og atburði sögunnar af ímyndun sinni einni saman. Hvert atriði sögunnar átti að vera þannig, að það hefði getað gerzt í raunveru leikanum. Söguþráðurinn átti að birtast lesandanum eins og kvik mynd á tjaldi, þannig að hann sæi allt fyrir sér, um leið og hann las. Helzt átti hann að verða svo hugfanginn, að eigin ímyndunarafl tæki sjálfkrafa við, þar sem sögunni sjálfri sleppti. Af þeim sökum varð sagan því betri sem frásögnin var ljósari og skýrari. Ég held, að fáir íslenzkir höf- undar hafi uppfyllt þessar sann- æikskröfur betur en Jón Trausti. Árni Pálsson sagði, að honum tækist það, „sem éngu íslenzku býlissögurnar. Hann gat ekki sætt sig við, að þeim lyki, þar sem höfundurinn setti síðasta punktinn. Persónurnar stóðu honum ljóslifandi fyrir hugskots sjónum eins og lifandi fólk, sem hann þekkti af sjón og raun, og þó skýrari og hv\gstæðari en nokkurt raunverulegt fólk, þár sem hann hafði fylgzt nánar með örlögum þeirra og vissi meira um athafnir þeirra og leyndustu hugrenningar en nokkurs raun- verulegs fólks, sem hann þekkti. Það var því eðlilegt, að hann reyndi að gera sér einhverja hug mynd um afdrif þeirra, eftir að bókina þraut. Náttúrlega hefði hann viðurkennt. ef á hefði ver- íð bryddað, að sögurnar voru skáldskapur, að Halla hafði al- drei verið til og höfundurinn hafði bundið enda á söguna með síðasta punkti bókarinnar. En spurningar af því tagi komust ekki að í húga hans. Skáldskap- urinn yfirskyggði raunveruleik- ann. Sagnabálkurinn Halla og Heið arbýlið er ekki aðeins mesta verk Jóns Trausta. Hann er einn íg í röð öndvegisverka íslenzkra bókmennta að fornu og nýju. ★ Sumir gagnrýnendur átöldu Jón Trausta fyrir orðafjöldann. Sögur hans væru of langdregn- ar. Hann segði í löngu máli, það sem segja mætti í fáum orðum. Þeim aðfinnslum mátti finna stað, en ósanngjarnar voru þær engu að síður. Þegar Jón Trausti hóf að skrifa skáldsögur, var sú bók- menntagrein á frumstigi í ís- mynda, þegar hann hóf skáld- sagnaritun. Þar var hinu gagn- stæða fremur til að dreifa. Það mætti benda á höfunda, yngri og eldri en hann, sem höfðu miklu minna vald á stíl; réðu yfir svo lítilli skriflegri frásagnartækni, að naumlega dugði til að setja samán einfalda frásögn. Þess verður ekki vart, að stíllinn hafi orðið Jóni Trausta til hindr- unar. Ekki verður annað séð en honum hafi víðast hvar tek- Izt að segja það, sem hann ætl- aði sér, og það krefst út af fyrir sig mikillar leikni. Stíll hans er eðlilegur, tilgerðarlaus, alþýðleg ur. Langdreginn er hann að sönnu. Þar með er þó ekki sagt, að hann sé of langdreginn. Eða gætum við staðhæft, að sögur hans hefðu orðið aðgengilegri og áhrifameiri, ef hann hefði strikað yfir þriðja hvert orð? Þeirri spurningu held ég, að svara megi neitandi. Þó stuttorður stíll geti verið gagnlegur og sé það oft, er áhrifamáttur stíls ekki kominn undir orðafjöldanum. Hann er þvert á móti kominn undir því iífsmagni, sem í frásögninni íelst. Sumar bækur lesum við díagón alt — frá horni til horns — þykj umst ná efninu með þvi að stikla frá málsgrein til málsgreinar og renna augunum hratt yfir lesmál iff. Ekki gæti ég þó hugsað mér að hraðlesa þannig sögur Jóns Trausta. Þó orðin séu mörg. er efnismagnið ekki minna. Ein- iægni frásagnarinnar hrífur mann, svo manni finnst ekkert orð mega undan sleppa. svo ströngum reglum út í æsar. enda er ekki til þess ætlazt. í ritsafni Jóns Trausta eru all margar ferðasögur, þar sem hann segir frá reisum sínum innan lands og utan. Hann var hinn dæmigerði ferðamaður, hvar- vetna leitandi og sjáandi. Hon- um var jafn hugleikið að kanna náttúru og mannlíf íslenzkra dala og fjarða sem undur er- lendra stórborga. Þá hafði hann ekki síður yndi af að klífa fjöll, standa á háum tindum umleik- inn birtu og svala og horfa yfir víðerni hafs og lands í öllum átt um. Hér skulu tilfærð ummæli hans, sem að því lúta: „Ég er skapaður með ein- hverri undarlegri og ósjálfráðri þrá eftir víðsýni, — eftir því að komast hærra og hærra og sjá yfir meira og meira í einu. Ég held, að þetta sé máttarþáttur- inn í öllu lífi mínu og striti. Víð sýni, bæði í tíma og rúmi. Fróð- ieiksþrá mín fékk svölunina af skornum skammti á uppvaxtar- árunum. Kannske það sé því að þakka, að hún endist enn. Mér finnst að minnsta kosti við hvert spor opnast nýir og nýir heimar, sem ég þurfi að kanna betur, um leið og ég sé betur yfir þá, sem þegar eru kannaðir. — En hvað sem þessu líður: Víð sýnið er mér eðlisþörf í bókstaf legum skilningi.“ „Víðsýnið er mér eðlisþörf," segir hann. Ætli þau orð séu ekk| jafn einkennandi fyrir skáldið og ferðamanninn? Ætli þráin eftir víðsýni sé ekki ein af undirrót- um sjálfrar skáldhneigðarinnar? Erlendur Joo«ou.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.