Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.08.1964, Blaðsíða 13
Miðvíkudagur 26. ágúst 1964 MORGUN BLAÐIÐ 13 Dr. Benjamín Eiríksson Athugasemd við grein Einars Sigurðssonar Á UNDANFÖRNUM árum hef- ir talsmönnum hafta- og einok- unar á sviði framleiðslu og verzl- unar farið ört faekkandi, og þeir sem flutt hafa hinn gamla boð- skap hafa gerzt hógværari með hverju árinu. Þar sem athafna- frelsið hefir verið aukið hafa jákvæðir árangrar þess yfirgnæft andófsræðurnar, enda þótt hið frjálsa athafnalíf hafi ekki alltaf fundið hinn rétta farveg vel und- irbúinn. Nú hefir samt Einar Sigurðsson, ritstjóri (og útgerð- armaður) hvatt sér hljóðs með grein sinni „Staðreyndir í stað rógs“ (Mbl. 23. 7.), og boðar mönnum þar trú á einokun myrk- ur í máli. Ég vona að fáir láti blekkjast. Einar segir nálægt upphafi, að j.skefjalaus samkeppni innbyrðis hjá einhverri þjóð getur vart ann að en rýrt þjóðartekjurnar.“ Þar sem staðhæfing Einars er ákaf- lega almennt orðuð er erfitt að fá tök á henni til andsvara. En eins og málflutningur hans er, þá er þessi staðhæfing röng, og framsetning hennar virðist mið- uð við það að blekkja lesand- ann. . Fyrst er nú það, að hörð sam- keppni fær menn til þess að leggjr. harðar að sér, en þeir niyndu annars gera. Ekki rýrir það þjóðartekjurnar. Skefjalaus samkeppni á sér einnig takmörk- un ef henni fylgir tap, þar sem tapið að lokum stöðvar hana. En hvað það er sem Einar á við með skefjalaus sézt bezt af því, að hann vill ekki leyfa nema 2 tvo — útflytjendur á frystum fiski! Einar vitnar í það, að 1930 hafi saltfiskverðið „hrunið gersam- lega“, og virðist kenna það því, að íslenzkir útflytjendur hafi boðið verðið niður hver fyrir öðrum. Þetta er ein af mörgum fásinnum Einars. Árið 1930 hófst almenn og alger kreppa I efnahags- og viðskiptalífi alls heimsins, verðlag á öllum vör- um lækkaði stórlega, og má gjarna segja að það oft hafi hrunið. En þetta var ekki eitt- hvað sem átti við um saltfisk- verðið eitt!!! Af þessari stað- reynd Einars — nánast hyrning- arsteini röksemdafærslunnar — verður ekkert ályktað um sam- keppni eða einokun. Þetta er nú upphaf „sjóferðar" Einars. Gott skipulag á verzluninni, jafn út- flutningsverzluninni sem annarri verzlun, er æskilegt og umbæt- ur því ævinlega velkomnar, en þar með er ekki fallizt á að það eéu umbætur að útiloka sam- keppnina, en það er um hana sem grein Einars snýst. Næst kemur Einar að saltsíld- inni. Segir hann að hin frjálsa samkeppni hafi „komið öllu í kaldakol". Ekki er þetta nú alveg rétt. Hið fræga gjaldþrotaspil síldarútflytjendanna (sem raunar voru þá aldrei kallaðir annað en síldarspekulantarnir) gerðist, að mig minnir í lok fyrri heims- styrjaldarinnar. En var það *spil“ mögulegt nema vegna þess að þeir höfðu í reynd með sér samtök? Hvernig var annars hægt að koma í veg fyrir að síldin væri seld? Er það rangt •ð hinir helztu þeirra hafi neit- s>ð að selja nema hinir sænsku kaupendur biðu 100 kr. fyrir tunnuna? (Þá kostaði síldin í tunn'una 10 krónur). Síðan hættu Svíarnir að bjóða og neituðu að kaupa. Nokkru af síldinni varð svo að henda, með gífurlegu tjóni. Var þetta annað en sjálfskipuð „síldarútvegsnefnd“, sem fór að ráðum Einara sinnar samtíðar, en misreiknaði sig hræðilega? Það er ekki alltaf að okrið borgi sig. Síldarverðið sem Einar nefnir, frá dögum Síldareinkasölunnar, 2 kr. fyrir síldina í tunnuna (3 kr. fyrir málið, sem mér er ekki síður minnisstætt en síldarverð- ið sem ég fyrst nefndi, því að fyrir kr. 3.00 og kr. 3.50 var ég með að veiða mikla síld), stóð í litlum tengslum við Síld- areinkasöluna, heldur hið lága verð, sem var á öllum hráefn- um og matvælum á heimsmark- aðinum á kreppuárunum. Ann- ars botna víst fáir í því, hvers vegna Einar leiðir Síldareinka- söluna fram til hýðingar, þar sem hann er að leita að dæm- um og röksemdum til stuðnings einokunarskoðunum sínum. En nú er komið að því óska- barninu, sem fær mest lofið, Síld- arútvegsnefnd, því að „þótt þetta sé ríkisstofnun, þá er það vart nema að nafninu til, því að sjón- armiða framleiðenda gætir þar mjög, og má segja, að þeir séu þar svo til einráðir. Hitt er svo annað mál, að sjálfsagt hefði átt sér stað miklu meiri framför bæði í síldarverkun og uppbygg- ingu markaða, ef ríkið hefði ekki verið hér í að krukka og lagt þar á sína dauðu hönd. Fábreytni í síldariðnaði hér á landi er með afbrigðum og allt annað en gerist hjá frændþjóðum okkar...“ Lesandinn hefði nú átt að geta vænzt þess, að Einar myndi varpa öndinni léttar, þegar hann hefði lokið lofsöngnum um Síldarút- vegsnefnd, þar sem síldarfram- leiðendurnir eru „einráðir“. Nei, eitthvað skyggir á. Og hann hættir ekki fyrr en hann hefir nælt þeim ófétishala aftan á óska- barnið, sem gerir það að hálf- gerðri ófreskju. Hann hefir sem sé litið yfir ríkið og máttinn en saknað dýrðarinnar. Hann sér það sem við hin sjáum líka: stöðnun og dauða. Allir — nema kannski Einar Sigurðsson — vita, að það er þetta ástand sem mynd- ast meðan einokunin varir. Hann kemst ekki hjá því að sjá, að síldariðnaðinn, sem stendur með miklum blóma' hjá frændþjóðum okkar — vantar. Hvað, þrátt fyrir Síldarútvegsnefnd? Þrátt fyrir „einræði" framleiðendanna? Nei, kæri lesandi, vegna Sildar- útvegsnefndar, þ.e. meðfram vegna einokunarfyrirkomulags- ins. Þetta fyrirkomulag verkar allt- af eins: einokunin tryggir með okri gróða af lítilli — stundum minnkandi — framleiðslu. Þar sem gróði er þegar fyrir hendi, og „öruggur“, þar sem samkeppn- in hefir verið útilokuð, þar þarf ekki að afla hans með framtaki, nýjungum eða framförum. Hinn auðveldi einokunargróði flýtur — að því er virðist — fyrir- hafnarlítið þjóðinni í skaut, a.m. k. seljendunum. En þetta er blekking. Jafnvel Einar Sigurðs- son getur ekki skrifað svo grein um þetta mál, að hann verði ekki að viðurkenna hinar hryggi- legu staðreyndir. Hann reynir að kenna ríkinu um. Það má hver trúa sem vill, að ríkið hafi beitt áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir uppbyggingu síldariðnaðarins og hinna er- lendu markaða, en ekki er ég reiðubúinn að trúa því. Og ekki gat ég stillt mig um að brosa eilítið, þegar ég sá orðin um hina dauðu hönd ríkisins, því nógu lifandi getur hún nú verið stundnum, einkum ef einhver „einráður" þarf hjálpar með við að afla meiri eigna. Þótt stöðnun framfaranna sé Dr. Benjamín Eiríksson. nógu alvarleg, þá eru samt fleiri fylgifiskar einokunarinnar við- sjálir. í stað vaxandi stórfram- leiðslu og vaxandi síldariðnaðar, sem frelsi og samkeppni hefðu getað knúið fram — á sama hátt og hrun saltfiskmarkaðarins og ferskfiskmarkaðarins knúðu til sköpunar frystiiðnaðarins — hef- ir síldarsaltendunum fjölgað. En við fjölgun saltendanna hefir magnið, sem hver fær að salta stundum minnkað. Fasti kostn- aðurinn á hverja tunnu hefir því hækkað. Framleiðslukostnaður- inn hefir því hækkað. Einnig þetta er gamall kunningi, þegar þessi tegund af einokun á í hlut. Hinir erlendu kaupendur eru náttúrlega ekki neitt yfir sig glaðir að finna að beitt er sam- tökum til þess að knýja þá til þess að greiða ónáttúrlega hátt verð. Þeir reyna því að kaupa sem minnst og láta þá aðra lak- ari vöru duga. Mest munu ís- lendingar hafa selt eftir fyrri heimsstyrjöldina yfir 500.000 tunnur norðurlandssíldar. Nú, kringum fjórum áratugum síðar, selur Síldarútvegsnefnd kringum 200—400.000 tunnur af þessari vöru. Snúum okkur þá að afleiðing- unum, sem bitna á okkur sjálf- um. Við höfum séð framleiðslu- kostnaðinn hækka sökum fjölg- unar smáframleiðendanna. Við höfum oft séð markaðinn dragast saman vegna óvildar kaupend- anna. Og við höfum séð stöðvun framfaranna vegna þess viðhorfs sem skortur á samkeppni og sál- arástand hins „örugga" gróða skapa. Við sjáum hvernig afleið- ingarnar eru þær, að við neyð- umst til þess að flýja á náðir vöruskiptaverzlunarinnar, til þess að breiða yfir gjaldþrota- pólitík einokunarinnar. Allt eyk- ur þetta þjóðartekjurnar sam- kvæmt kenningu Einars Sigurðs- sonar. En eitt er samt eftir. Og það er sú staðreynd, að einok- unarverðlag Síldarútvegsnefndar, sem hið óupplýsta „einræði" síld- arútflytjendanna í nefndinni, heldur að sé þeim fyrir beztu — já, og Einar segir okkur nú að sé þjóðinni fyrir beztu — þetta einokunarverðlag er sú hella sem hin mikla síldarútgerð Norð- manna við ísland er reist á. Ýms- ar þjóðir kjósa að kaupa norð- urlandssíldina af Norðmönnum. Hitt hefi ég kaupendur erlendis, sem segjast helzt kaupa hana af Svíum. Norðmenn geta vel veitt og selt þessa "síld með góðum árangri (sum árin meira magn en íslendingar, hefir mér verið sagt), svo er m. a. stefnu Síldar- útvegsnefndar fyrir að þakka. Það er bæði eðlilegt og .heil- brigt að framleiðendur og út- flytjendur hafi með sér ýmis kon- ar samtök til verndar hagsmun- um sínum, en þó fyrst og fremst til eflingar efnahagsstarfseminni. Einar virðist ekkert sjá við þessi samtök annað en vald það, sem þar sé saman komið og hvernig það verði notað í einokunarskyni. En beiting þessa valds er eins og beiting annars valds, það hefir í senn í för með sér hliðaráhrif og mótáhrif. Ef vel á að fara þarf að beita því valdi í hófi. Eins og öll menning byggist á réttum hlutföllum, þannig bygg- ist farsælt þjóðfélag á skynjun réttra hlutfalla og hófsemi í hegðun. Síldarútvegsnefnd og hliðstæð samtök ættu að fylgja þeirri upp- lýstu stefnu að efla frelsi og at- hafnasvigrúm í atvinnu- og verzl- unarmálum, frekar en þjóna rangskildum einkahugsmunum þröngsýnna braskara, sem hvort eð er geta ekki orðið annað og meira en dægurflugur í þjóðlíf- inu. Einar má gjarna tala vel um aðra, t.d. Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, en hann virðist gleyma því að það er hin stranga sainkeppni sem S. H. hefir staðið í, sem gert hefir S. H. að sterku fyrirtæki. Þróun Loftleiða sýnir okkur hið sama. Hins vegar sýn- ir þróun Eimskips hvernig ein- okunarafstaða í reynd getur verk- að óheppilega á þróun eins fyrir- tækis. Samkeppnin hefir gert S. H. sterkt. Með einokun getur í byrjun fylgt velsæld og ein- okunargróði, en í kjölfarið kem- ur hið sama: rotnun innanfrá. Vonandi er hún ekki byrjuð í S. H. Það er neyðin sem kennir naktri konu að spinna. Það var hin algera vesöld1 kreppuáranna sem gerði að menn fóru að leggja það á sig að troða nýjar — oft grýttar — slóðir og stofnsetja lít- il iðnaðarfyrirtæki „við engar aðstæður", þar með talin fyrstu frystihúsin. Erfiðleik'arnir eru því stundum blessun á dular- klæðum. Þegar „neyðin“ kemur í mynd markaðshruns og verð- hruns þá er erfitt að þekkja „neyðina“ sem velgjörning. En þegar „neyðin" er ekki annað en heilbrigð samkeppni, þ.e. það að aðrir megi líka bjarga sér eins og þeir hafa hæfileika til, þá er það lítilfjörleg lífsskoðun að kalla á lögin til verndar ódugnaðin- um. Velferð S. H. veltur á því að hún hafi æfinlega hæfilega samkeppni, ekki lögverndaða ein- okun. Hinn ferski blær sam- keppni og framtaks blæs nú um athafnalífið. Þeir sem byggt hafa á verðbólgutækifærum, einokun og ófyrirleitni, sem að réttu lagi á ekki heima í siðuðu þjóðfélagi, kæra sig ekki um hreint loft. Hvað finnst þjóðinni sjálfri? Svnnhvit Egilsdóttu kennir við Tónlistnrakndemíuna í Vín SVANHVÍT Egilsdóttir, söng- kona, er nú í stuttri heimsókn á íslandi eftir 8 ára samfellda dvöl í Vínarborg. Svanhvít hef- ur verið prófessor við Tónlistar- akademíuna í Vín síðustu 3 árin. Lýsti hún á fundi með frétta- mönnum í gær yfir mikilli, ánægju sinni að vera komin1 heim og draga að sér tært ís-; lenzkt loft. Kvaðst hún þó verða j að fara utan í næstu viku, þar sem próf hefjast við Akademíuna innan skamms. Tónlistarakademían í Vín, eða „Akademi fiir Musik und dar- stellende Kunst“ er einn þekkt- asti skóli sinnar tegundar. Kenna við hana margir heims- frægir listamenn. Við söng- deildina kenna til dæmis, dr. Sittner, forseti Akademíunar, dr. Werba, sem lék undir fyrir Irmgard Siegfried á hljómleik- unum hér á landi, og dr. Witt. Margir kennaranna eru jafn- framt starfsmenn Ríkisóperunn- . ar í Vín. Tildrög þess. að Svanhvíti var boðið kennslustarf við Aka- demíuna voru þau, að fyrir rúm- lega 3 árum þreyttu 4 nemend- ur Svanhvitar inntökupróf í Akademíuna og stóðust það, en það er mjög strangt og verða j margir frá að hverfa, enda tala ! nemenda mjög takmörkuð. Dr. | Werba tók að spyrja nemendur j þessa, hver hefði kennt þeim, og j er hann fékk að vita það, vildi ■ hann fá að hitta Svanhvíti. Eftir | þann fund var Svanhvít ráðin prófessor við Söngdeildina. Mismun Akademíunnar og Konservatoriums Vínarborgar, kvað Svanhvít vera þann, að hið j síðarnefnd er aðeins tónlistar- j skóli en í Akademíunni eru j kenndar ýmsar aðrar greinar, j enda er hún háskóli, og verða þeir nemendur, sem ekki hafa'! hlotið næga almenna menntun, að leggja stund á ýmsar náms- greinar, svo sem tungumál. Allir nemendur verða að læra1 skylmingar, dans, leikfimi og yoga, auk tungumála, ekki sízt ítölsku. Námstími við Akademíuna er 8 ár. Hins vegar fá margir nem-, enda, sem hafa oft mikla reynslu sem listamenn, að sleppa við fyrstu árin og setjast strax á bekk með þeim, sem lengra eru komnir. Þetta gerði til dæmis Sybil Urbancic fyrir skömmu. Svanhvít kvaðst hafa nemend- ux frá öllum heimsálfum. Auk Evrópufólks hefur hún nem- endur frá Norður og Suðux- Svanhvít Egilsdóttir Ameríku, Afríku, Kína, Filipps- eyjum,. Japan, Nýja-Sjálandi og svo mætti lengi telja. Alls eru nemendur söngdeildarinnar á- 3 hundrað og kennarar 15 tals- ins. „Listamenn mega aldrei hætta að læra og þroska sig, þótt þeir séu komnir í gott embætti", sagði Svanhvít að lokum. „Þeir verða að líta á sjálfa sig sem nemendur allt lífið, til þess aM staðna ekki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.