Morgunblaðið - 26.08.1964, Síða 22
22
MORCUN BLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. ágúst 1964
Akihito Japansprins
taki við OL-eldinum
AKIHITO Japansprins mun sennilega koma við sögu er Ólympíu-
eldurinn verður borinn inn á Ólympíuleikvanginn í Tókíó 10. októ-
ber nk. Hefur ákvörðunum um gang mála við setningu leikanna
skyndilega breytzt eftir að sjálfur Konstantín Grikkjakonungur af-
henti eldinn í hendur fyrsta blysberanum.
Rinjiro Deguchi, einn af nefnd-
armönnum í japönsku Ólympíu-
nefndinni, skýrði blaðamönnum
frá þessu í gær. Var hann einn
þeirra Japana sem sóttu Ólympíu
eldinn til Grikklands og kvaðst
hafa orðið mjög snortinn af
hvern áhuga konungur Grikkja
hefði sýnt þessu máli.
Því hefði hann átt uppástungu
við japönsku nefndina um að Aki-
hito prins taki við blysinu inni á
leikvanginum í Tókíó úr hendi
næst síðasta blysberans frammi
fyrir heiðursstúku vallarins og
rétti það Yoshinori Sakar, sem
valinn hefur verið þl að hlaupa
síðasta spölinn með eldinn inni é
vellinum og tendra hann á altari
vallarins.
Ódýr ferð til
LIVERPOOL
í SAMBANDI við leik K.R. og
Liverpol í Liverpool 14. sept. hef
ur K.R. tekið á leigu flugvél sem
fer frá Reykjavík föstudaginn 11.
sept. og kemur aftur þriðjudag-
inn 15. sept. Flogið verður með
80 mann-a flugvél og geta stuðn-
ingsmenn félagsins fengið keypt
far með vélinni á mjög légu
verði svo lengi sem pláss er fyrir
hendi. Eins og stendur eru nokk-
ur pláss laus.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar í síma 13025 og 33086.
Á mánudag fóru kappliðsstúlkur
Vals í meistaraflokki til keppni
á Norðurlöndum. Þær eru ný-
bakaðir íslandsmeistarar í úti-
handknattleik og má því segja
að veganestið sé gott. Fararstjóri
er Þórarinn Eyþórsson þjálfari
liðsins.
Stúlkurnar fengu sér allar
laglogar peysur og skreyttu með
Valsmerkinu svo þær koma til
með að vekja athygli á Karl
Johan og á Stríkinu.
ͻAРeru margir hnuggnir
yfir frammistöðu okkar lands-
liðs í knattspyrnu — ekki
sízt s.I. sunnudag. í leikhléi
þá var 11 drengjum úr Fram
sem unnið höfðu til verð-
launa fyrir knatthæfni afhent
heiðursmerki sín.
Þessir ungu piltar horfðu
svo á landsleikinn — sem
alla aðra leiki og vonandi
Á ALÞJÓÐLEGU frjálsíþrótta
móti Karlstad í Svíþjóð varð
Guðmundur Hermannsson KR
2. í kúluvarpi og varpaði 16,61
m að því er segir í frétta-
skeyti frá NTB í gærkvöldi.
Þetta er langbezti árangur
Guðmundar Hermannssonar,
sem nálgast hefur 16 m mark-
ið oftlega en ekki yfirstígið,
þar til nú að hann heggur
mjög nærri hinu gamla meti
Gusnars Huseby 16,74 m sem
sett var er Gunnar varð
Evrópumeistari í Brussel 1950.
Sigurvegari í keppninni í
Karlstad var Norðmaðurirm
Björn Bang Andersen sem
varpaði 17,19 m.
Ekki hafa aðrir íslendingar
sem þarna kepptu komizt
framarlega á móUnu, því aðr-
ir eru ekki nefndir.
Bezta afrek mótsins var
kringlukast Tékkans Ludvik
Danek sem kastaði 01,08 m en
norski methafinn Stein John-
sen sem var næstur kastaði
52,72.
Héraðssamband þing-
eyinga 50 ára
Óskar Ágústsson sæmdur
gullmerki ISI
HÚSAVÍK, 24. ágúst — Héraðs-
samband Þingeyinga minnist
samband Þingeyinga minntist
fimmtíu ára afmælis síns með
veglegu hófi að Laugum í gær.
Hóf þetta sátu um 250 manns
víðsvegar að af landinu. Óskar
Ágústsson, formaður IISÞ setti
hófið, en veizlustjóri var Þráinn
Þórisson.
Sambandið var stofnað 31.
október 1914 af átta félögum, en
nú eru í því 742 félagar. HSÞ
nefir látið til sín taka öll félags-
og framfaramál héraðsins, en
stærsta átakið á fyrstu árum
þess var forganga um stofnun
og byggingu Laugaskóla. En hin
síðari ár hefir starfsemi Sam-
bandsins meira beinzt að íþrótt-
um og hefir það skapað sér góða
aðstöðu til íþróttaiðkana að
Laugum með byggingu íþrótta-
vallar og fleiru. Á sviði íþrótta
hefir hróður sambandsins mestur
verið af skíðamönnum þess, sem
hafa meðal annars keppt á Olym
píuleikunum, en auk þess átt
marga liðtæka menn í frjálsum
iþróttum og góðar sveitir í hand
bolta. Fyrsta íþróttaþjálfarann
réði sambandið til sín 1915. Var
það Guðmundur Kr. Guðmunds
son, nú skrifstofustjóri í Reykja-
vík.
Alls töluðu 26 manns í hófi
þessu og margar gjafir voru sam
bandinp færðar. Skúli Þorsteins
son, framkvæmdastjóri, afhenti
sambandinu borðfána U.M.F.Í. á
silfurstöng. Gísli Halldórsson, for
seti ÍSÍ sæmdi Óskar Ágústsson
læra þeir af hvorttveggju;
það af leiknum að auka þarf
veg ísl. knattspyrnu og það
af knattþrautunum sem þeir
hafa - numið og unnið, að
knattspyrnu þarf vel að þjálfa
og vel að stunda ef hún á að
vera skemmtileg.
Myndina tók Sv. Þormss.
er Framararnir fengu merki
sin-
Óskar Ágústsson
gullmerki ÍSÍ og afhenti sam-
bandinu veggskjöld ÍSÍ, ísak
Guðmann, formaður íþrótta-
bandalags Akureyrar gaf sam-
bandinu silfurbikar til keppni,
Sveinn Jónsson, form. UMSE
færði því áletraðan silfurskjöld
frá sínu sambandi, Stefán Krist-
jánsson íþróttakennari oig frú
hans gáfu silfurbikar til keppni
á unglingamóti, Jón Illugasön,
formaður UMF Mývetninga af-
henti sambandinu 10 þús. kr. að
gjöf frá sínu félagi og svo gerði
einnig UMF Bjarmi í Höfða-
hverfi.
Aðrir ræðumenn voru Jónas
Jónsson frá Hriflu, Jónas Jóns-
son frá Brekknakoti, Sigfús Jóna
son, Einarsstöðum, Jón Sigurðs-
son, Yzta-Felli, Brynjar Halldóra
son, formaður Ungmennasam-
bands Norður-Þingeyinga, Guð-
mundur Kr. Guðmundsson,
Reykjavík, Elín Friðriksdóttir,
Laugum, Gunnlaugur Gunnars-
son, Kasthvammi, Þórir Stein-
þórsson, skólastjóri Reykholti,
Karl Kristjánsson, alþingismaður
Ármann Dalmannsson, Akur-
eyri, Pétur Jónsson, Reynihlíð,
Jón Jónsson, Fremsta Felli og
Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi
skólastjóri. Frumort kvæði fluttu .
Þórólfur Jónasson, Hraunkoti,
Ketill Indriðason, Fjalli, Páll H.
Jónsson frá Laugum, Steingrím-
ur Baldvinsson Nesi, Jón Aðal-
steinsson Lyngbrekku og Þor-
Framhald á bls. 23.