Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 1
20 siður
S1 árgangur
201. tbl. — Laugardagur 29. ágúst 1964
Prentsmiðia Morgunblaðsins
Ringulreið í
Blóðug átök - Skólum lokað -
Orðrómur um nýja stjórnarbyltingu
Saigon, 23. ágúst AP-NTB
RINGULHEIÐ hin mesta ríkir í Saigon í dag. Logaði borgin í
óeirðum fram eftir degi og herma fregnir að a.m.k. tíu manns hafi
beðið bana og margir sær/.t. Uppi er sterkur orðrómur um, að ný
Btjórnarbvlting sé fyrirhuguð — og ýmislegt þykir henda til þess,
að alvarlegur ágreiningur sé milli aðila hins nýskipaða þriggja
manna herforingjaráðs. Höfðu þeir boðið til fundar með blaðamönn-
nm í dag,- en honum'var aflýst. Ilinsvegar gaf Khanh, hershöfðingi,
út yfírlýsingu — sem yfirhershöfðingi, að hann tók fram — og þykir
hún benda til þess, að hann reyni að ná fullum tökum á ný. Segir
þar meðal annars, að yfirstjórn hersins hafi ekki enn tekið til
greina lausnarbeiðni hans frá embættum forseta og forsætisráð-
herra.
Khanh, hershöfðingi staðhæfði
í yfirlýsingunni, að - hann hefði
í fórum sánum bréf frá tveim
helztu leiðtogum Búddatrúar-
manna, Thioh Tam Ohao og Thic
Tri Quang, þar sem þeir lýstu
yfir stuðningi við hann og lýstu
sig . eindregna andstæðinga
kommúnismans. Jafnframt stað-
hæfði Kharth, að erkibiskupinn í
Saigon og herinn styddu hann
svo og Duong Van Minh, hers-
höfðingi, sem Khanh svipti stöðu
í janúar sl. en er einn hinna
þriggja er skipa nýja herforingja
ráðið. Hinsvegar nefndi Khanh
ekki, að hann hefði stuðning
þriðja mannsins í ráðinu, Tran
Thian Khiem, hershöfðingja.
Þá upplýsti Khanh, að þriggja
manna ráðið hefði þegar haldið
fundi með fulltrúum hinna ýmsu
trúarsamtaka, stúdenta og stjórn
málaflokkanna. Staðhæfði hann
að fyrrverandi innanrí'kisráð
berra landsins Ha Thuc Ky, aðal
ritari Dai Viet-flokksins, undir-
búi samsæri gegn honum í sam-
vinnu við ónafngreindan hérs-
böfðingja, Ennfremur, að for-
maður flokksins, Dr. Nguyen Toh
Hoan, fyrsti varaforsætisráðherra
á fráfarandi stjórn hafi grafið
undan stefnu stjórnarinnar, með
því að ta'ka á opinberum vett-
vangi afstöðu gegn ýmsum á-
kvöirðunum stjórnarinnar, sem
hann á fundum hennar hafi stutt
og jafnvel átt upptök að.
♦ ♦ ♦
Dai Viet-flokkurinn, sem
Khanh, hershöfðingja er svo
mjög í nöp Við, er sagður flokk-
ur íhaldssamra, öfgafullra þjóð-
ernissinna. Hafði hann veruleg
pólitísk áhrif undir nýlendustjórn
Frakka. Meðan Diem-fjölskyld-
an fór með völd í S-Vietnahm
bar lítt á þessum flokki og for-
maðurinn dvaldist í útlegð í
Frakklandi. Eftir byltinguna í
nóvember sl. óx honum hinsvegar
fiskur um hrygg og í febrúar
kom formaður heim og hefur að
undanförnu haldið uppi harðri
gagnrýni á Khanh, hershöfðingja.
Flokkurinn á mestu fylgi að
fagna í mið- og norðuihluta lands
ins, og gaus upp sá kvittur í dag
að hann hefði náð völdum í
Mið-Vietnam og lýst þar yfir
sjálfstæði.
♦ ♦ ♦
Síðustu fregnir frá Saigon í
kvöld hermdu, að ástandið þar
væri afar slæmt. Skothvellir
heyrðust um alla borgina en táð
astir voru þeir frá aðaltorginu,
þar sem átök voru í mest allan
dag mil'li Búddatrúarmanna oig
kalþólskra. Vopnaðir fallhlífa-
hermenn, lögregla og brunalið
borgarinnar reyndu að kveða
niður átökin, kljúfa fylkingarnar
niður í smáflokka og skilja þær
þannig. Tugir manna voru hand
teknir. Tvö 'hundruð manna
flokkur fór með báli og brandi
um nærliggjandi stræti, kveikti
Framhald á bls. 19
Dr. Bjarni Bem-diktsson, forsætisr.áðherra, ræðir við Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra, við komu sína til Reykjavíkur
í gær. Gunnar Thoroddsen gegndi embætti forsætisráðherra i
fjarveru dr. Bjarna. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
„Mikilvægt aðeiga svo marga
trygga vini vestanhafs"
segir dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
kominn úr Vesturheimsför sinni
FORSÆTISRÁÐHERRA, dr.
Bjarni Benediktsson, ræddi
um stund við fréttamenn
Ástandið á Kýpur
stórhættulegt
segir IJ Thant
Nicosia, New York, 28. ágúst (AP-NTB)
• U THANT, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hélt í dag til Genfar til að ræða Kýpurdeiluna. Lét hann svo
nm mælt á flugvellinum í New York, við brottförina, að
ástandið á Kýpur væri stórhættulegt og þyrfti lítið til að allt
færi þar í bál og brand. Um löggæzlu SÞ á eynni sagði U
Thant, að innan tíðar yrði líklega að binda á hana enda,
vegna mikilla fjárhagslegra vandræða samtakanna.
• Makarios erkibiskup, forseti Kýpur, hefur lýst því
yfir, að hann muni beita valdi til þess að hindra, að skipt
verði um tyrkneska hermenn á Kýpur, svo sem Tyrklands-
Btjórn hefur fyrirhugað í samræmi við Kýpursáttmálann.
Hefur gríska stjórnin farið þess á leit, að mannaskiptunum
verði frestað í mánaðartíma og íhugar tyrkneska stjórnin
þau tilmæli.
Tyrklandsstjórn hafði tilkynnt
•ð skipt yrði um tyrkneska her-
mexxu á Kýpur á mánudag —
200—250 hermenn yrðu fluttir
heirp «g jafnmargir aðrir til eyj-
Framhald á bls. 19.
hlaða og útvarps í skrifstofu
sinni í gær. Greindi ráðherr-
ann þar frá för sinni til Kan-
ada og Bandaríkjanna, en for-
sætisráðherrahjónin komu
heim úr þeirri för í gærmorg-
un, svo sem kunnugt er.
Forsætisráðherra gat þess í
upphafi máls síns, að vegna hins
mikla áhuga Vestur-íslendinga
fyrir málefnum íslands, hefði
hann fengið gleggri hugmynd um
stöðu þeirra vestanhafs, en hann
hefði áður haft.
Forsætisráðrerra sagði, að svo
sem allir vissu, hefði för þeixra
hjóna fyrst og fremst verið farin
til þess að taka þátt í hátíðahöld-
um vegna 75 ára afmælis Islend-
ingadagsins, en þau hátíðahöld
hefðu farið fram í Gimli, nokkru
utan við Winnipeg í>ar hefði mik
ill mannfjöldi verið saman kom-
inn, eða um 5000 manns. En að
auki kvaðst forsætisráðherra
hafa ferðazt nokkuð um ná-
grenni Winnipeg og til nokkurra
annarra staða í Kanda.
„í>að er rótt að taka það fram“,
sagði forsætisráðherra, „að V-
íslendingar eru Kanadamenn,
'þótt þeir sóu af íslenzku bergi
brotnir. Þetta eru menn, sem
hafa unnið sér mikið álit á þeim
stöðum, sem þeir starfa. Miðað
við fæð þeirra, hafa þeir skapað
sér slíka aðstöðu, að hún er þeim
og ættlandi þeirra til sóma.“
Forsætisráðherra minntist og á
það, að í Winnipegborg einni
væru gefin út blöð á hvorki
meira né minna en 38 tungumál-
um auk ensku og frönsku, sem
væru aðalmálin í Kanada. Sýndi
iþetta hve mörg þjóðabrotin væru
þar í landi. Forsætisráðherra
sagði, að raunar væri það ekki
sérstakt að íslendingar héldu
tryggð við ættstofn siran. En hití
kvað hann athyglisverðara, hve
mikla og verðskuldaða athygli
þeir hefðu vakið á sér miðað við
fjölda. 1 Manitoha fylki væru
yfirleitt einn eða fleiri menn af
xslenzku bergi í fylkisstjórninni,
enda þótt fslendingar væru ekki
nema örlítið brot af þeim mikla
fjölda, sem byggði fylkið. í al-
ríkisstjórninni í Ottawa væri ís-
lendingur ráðherra námumála og
tækni, en þau málefni teldu
Kanadamenn mjög mikilvæg
landinu. Þá væri einn íslendinga
þeirra, sem sótt hefðu ísland
heim vegna Háskólahátíðarinnar,
nú menntamálaráðherra í Mani-
toba, en því embœtti fylgdi mik-
ill vandi og ábyrgð, ekki sízt
með tilliti til hinna ijölmörgu
þjóðabro'ta, sem fylkið byggðu.
„fslendingar virðast skara
iþarna framúr í mörgum greion-
um“, sagði forsætisráðherra. „í
Winnipeg er t. d. rekin stærsta
lækningastofnun á einstaklings-
vegum í öllu brezka heimsveld-
irau. Henni veitir forstöðu Thor-
láksson læknir, en alls starfa
iþarna 60 lækmar. Og íslendingar
skara ekki aðeins framúr í Mani-
toba, heldur hvar sem þeir eru í
Kanada“.
Forsætisráðherra sagði og, að
þeim fækkaði að sjálfsögðu, sem
skildu og töluðu islenzku. En þó
hefði það verið svo á hátíðinni 1
Gimli, að hann hefði getað geng-
ið á milli manna og haldið áfram
að tala íslenzku í heilan sólar-
hring. Menn á öllum aldri virt-
ust hafa áhuga á því að heyra
íslenzku. Á einum stað í förinni
kvaðst forsætisráðherra hafa
þurft að stytta mál sitt, og tala
aðeins á ensku. Eftir ræðuna
hefði maður einn vikið sér að
honum, og kvartað yfir því að
hafa ekki heyrt mælt á íslenzku.
Forsætisráðherra sagði, að þótt
menn töluðu ekki íslenzku sjálf-
ir, væru þeir ræktarsamir varð-
andi allt sem að íslandi lýtxxr og
stoltir af því að vera af íslenzku
Framhald á hls. 19.
Setuverkioll
niðri í númu
Coventry, 28. ág. NTB
TVEIR brezkir námaverkamenn
Gershom Jones og Jim Pearce
hafa verið 100 klst. í setuverk-
falli niðri í námu einni skammt
frá Coventry, 730 metra undir
yfirborði jarðar. Hafa læknar
margsinnis skorað á menn-
ina að koma upp til þess að þeir
stefni ekki heilsu sinni i voða.
Mennirnir tveir fóru ofan í
námuna á mánudag og eru þeir
neituðu að koma upp, var þeim
sagt upp starfi. Af hálfu námu-
stjórnarinnar er staðhæft, að
mennirnir krefjist u.þ.b. 250 —
króna (xsl.)aukagreiðslu en
konur þeirra segja á hinn bóg-
inn, að peningarnir séu auka-
atriði — mennirnir vilji einungis
að gagnger rannsókn fari fram
á rekstri námunnar. Um það bil
þrjú hundruð af þúsund námu-
yerkamönnum hafa lagt niður
vinnu i samúðarskyni með þeim
Pearce og Jones.