Morgunblaðið - 29.08.1964, Page 10

Morgunblaðið - 29.08.1964, Page 10
10 MOHGUN BLAÐIÐ Laugardagur 29. ágúst 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakúr, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÞEGAR VEGIR TEPPAST ¥vegar nokkrir fjallvegir^ tepptust í síðustu viku af vðldum snjókomu voru ís- lendingar enn einu sinni á það minntir, hversu samgöng- ur þeirra eru háðar veðurfari. Þrátt fyrir stórfelldar um- bætur í vegamálum lands- manna á undanförnum árum getur það gerzt í flestum mán uðum ársins að snjókoma loki fjallvegum og einangri einstök byggðarlög um lengri eða skemmri tíma. Víðast stafar þetta af því, hve veg- irnir eru ófullkomnir.. Þeir hafa ekki verið hlaðnir upp og snjó festir því mjög auðveld- lega og fljótlega á þeim. í flestum norðlægum lönd- um, þar sem snjókoma er veruleg, hafa vegir verið gerðir þannig úr garði að um- ferð um þá þarf að jafnaði ekki að stöðvast, þótt snjóar falli. Vegirnir eru hlaðnir sér- staklega vel upp, þar sem þeir liggja hátt. Ennfremur er víða byggt yfir vegi eða göng grafin í gegnum fjallaskörð og Háar fjallseggjar, sem veg- ir liggja yfir. I Þetta munum við íslend- ingar vafalaust einnig gera í framtíðinni. Er raunar þegar byrjað á að sprengja vegi í gegnum forvaða og stein- dranga, svo sem á Strákavegi við Siglufjörð og gegnum Arn arnesshamar á Súðavíkurvegi við ísafjarðardjúp. Kjarni málsins er, að íslend ingar munu ekki una því frekar en aðrar þjóðir að geta. ekki ferðazt um land sitt á flestum árstíðum nokkurn veginn hindrunarlaust. Það •veldur heldur ekki síður erf- iðleikum, að byggðarlög inn- an einstakra landshluta eru einangruð hvert frá öðru meg inhluta vetrar. Hefur það ástand víða komið í veg fyrir eðlilega þróun byggðarinnar og valdið stórfelldum erfið- leikum í atvinnu- og félags- lífi fólksins. Sem betur fer er nú unnið mjög ötullega að vegabótum hér á landi. Stóraukið fjár- magn hefur með nýjum vega- lögum og tekjuöflun til vega- kerfisins verið tryggt í þessu skyni. Munu flestir sammála um, að hér sé stefnt í rétta átt. Fullkomnir vegir um landið allt eru eitt af frum- skilyrðum nauðsynlegrar upp byggingar og þróunar byggð- arinnar í öllum landshlutum. SJONVARPIÐ í FINNLANDI ll/forgunblaðið átti þess ný- lega kost að heimsækja höfuðstöðvar finnska útvarps- ins og sjónvarpsins í Helsinig- fors. Þróunin í sjónvarpsmál- um Finna hefur verið mjög ör. Finnska sjónvarpið byrj- aði að senda út reglulegar dagskrár árið 1958. En nú er svo komið að það nær til um það bil 94% þjóðarinnar. Það sendir útvarpsdagskrá sína um 33 sjónvarpsstöðvar og ná sendingar þeirra allt norður að heimskautsbaug nyrzt í landinu. Sjónvarpstæki í Finnlandi munu nú vera um 550 þúsund talsins. Þar sem íbúatala Finnlands er rúmlega 4Vz milljón hafa nú 120 af hverj- um þúsund íbúum Finnlands sjónvarpstæki. Hins vegar eru ein milljón og 420 þúsund útvarpstæki í landinu og svar- ar það til þess að 310 af hverju þúsundi íbúa landsins hafi út- varpstæki. Finnska sjónvarpið sendir nú dagskrá sína í 6—8 klst. daglega. Til þess að afla sér fjár hefur það orðið að birta auglýsingar, sem sjónvarpað er í sérstökum sjónvarpstím- um en er ekki blandað inn í dagskráratriði eins og tíðkast í Ameríku og sums staðar annars staðar. Forráðamenn finnska sjón- varpsins, þeir Einar Sund- ström útvarpsstjóri og Arne yfirverkfræðingur, sögðu, að dagskrár þess væru einkar vinsælar úti um sveitir og þorp landsins. Er það í sam- ræmi við reynslu margra ann- arra þjóða, þar sem sjónvarp- ið nýtur einmitt mestra vin- sælda í hinum strjálbýlli landshlutum. Það dregur úr einangrunartilfinningu fólks- ins og færir það nær rás við- burðanna, gerir það að þátt- takanda í menningar- og fé- lagslífi fjarlægra staða inn- an síns eigin lands og meðal annarra þjóða. Finnar leggja mikla áherzlu á fjölþætta menningarstarf- semi í sjónvarpi sínu. For- ráðamenn þess sögðu, að á næstu árum mundi verða lögð megináherzla á að byggja nýj ar sjónvarpsstöðvar, sem tryggðu það að allir Finnar gætu notið sjónvarpsins. Við íslendingar mættum gjarnan fylgjast vel með því iiitiitiiiiitiiitiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiittiiiittiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiitiiiiiiiHiiiiiiiiiMiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii UíZYí Fyrsti flugstjórinn, sem fljúga mun farþegum hraðar en hljóðið ALLX bendir til þess að hinn 38 ára gamli franski flugmað- ur, Philippe Bulté, verði fyrstur til þess að fljúga far- þegaflugvél hraðar en hljóðið, fransk-brezku þotunni „Con- corde“. Flugvélin er enn ekki full- gerð, en þeir sem sjó um smíði hennar fyrir hönd Sud Aviation í Frakklandi og British Aircraft Corporation í Englandi, telja að vélin verði flugfær 1967. Það eri flugfélagið Air France, sem valið hefur Philippe Bulté til þess að verða fyrsta flug- stjórann á Concorde vél. Hann var valinn með góðum fyrir- vara vegna þess að mikillar þjálfunar er þörf, Bulté verð ur að læra allt um bygigingu og gerð hinnar nýju flugvélar oig hann hefur fylgzt með smíði hennar eins og skip- stjórar fylgjast með smíði nýrra skipa. Einnig hefur Bulté floigið mikið frönskum herflugvélum, sem komast hraðar en hljóðið, síðustu mánuðina í undirbúnings- skyni . Bulté hefur starfað hjá Air France frá 1948 en menntun sína og fyrstu reynslu sem flugmaður fékk hann í Banda- ríkjunum á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Á starfsferli sinum hjá félaginu hefur hann sýnt mikla hæfileika og þeg- 3 ar rætt var um hver fyrstur ætti að fljúga farþegaflugvél- inni Concorde hraðar en hljóðið,-þótti Bulté sjálfsagð- Pilippe Bulté ur. Þegar honum var falið s þetta vandasama starf, hafði = hann 15 þús. flugtíma að = bakil - = IIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiltillMilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllH sem gerist í sjónvarpsmálum Finna. Þessi dugmikla og harðgera nágrannaþjóð okk- ar er að fjölmörgu leyti til fyrirmyndar. — Dugnaður Finna, þrifnaður þeirra og æðrulaus kjarkur á hverju sem gengur, er aðdáunar- og eftirbreytnisverður. MORGUNGJAFIR LÝÐVELDISINS í stofnári lýðveldisins árið 1944 gáfu íslendingar því tvær morgungjafir. Hin fyrri þeirra var nýtt þjóðminja- safn. Alþingi samþykkti með samhljóða atkvæðum að reist skyldi ný og vegleg bygging yfir þjóðminjasafnið, sem lengstum hafði búið við þröng og ófullkomin húsnæðisskil- yrði. Þessari ákvörðun Alþingis var síðan hrundið í fram- kvæmd á næstu árum. Hið nýja þjóðminjasafn reis í há- skólahverfinu landi og þjóð til sóma. Vegna húsnæðisleys- is Listasafns ríkisins hefur það einnig fengið húsnæði í þ j óðmin j asaf nsbyggingunni. En þau húsakynni eru alltof þröng og er óhjákvæmilegt að nýtt listasafn verði reist á næstunni. Rýmkar þá einnig um þjóðminjasafnið, sem hef- ur fulla þörf fyrir allt sitt húsnæði. Önnur morgungjöfin, sem íslenzka þjóðin gaf lýðveldi sínu, var Landgræðslusjóður, sem landsnefnd lýðveldiskosn inganna og forystumenn skóg- ræktarmálanna höfðu for- ystu um að stofnaður var. Stofnfé landgræðslusjóðs. var 330 þús. kr. og þótti það all- mikið fé á sínum tíma. Höfuð- stóll sjóðsins nemur nú um 4,5 millj. kr. Takmark hans er að styðja skógrækt og hvers konar landgræðslu. Óhætt er að fullyrða að starfsemi land- græðslusjóðs hafi létt mjög undir mörg störf í þágu skóg- ræktarinnar. Ennfremur hef- ur sandgræðslan fengið lán úr sjóðnum, ásamt mörgum skógræktarfélögum víðs veg- ar um land. Landgræðslu- sjóður hefur þannig eflzt og styrkt 'mjög margar skóg- ræktarframkvæmdir í land- inu. Hlutverk þjóðminjasafns- ins er að geyma helga dóma og dýrgripi liðins tíma, varð- veita tengslin milli nútíðar og fortíðar í lífi íslenzku þjóð- arinnar. Það fór því vissulega vel á því, að þjóðin minntist þessara merkilegu stofnunar við frelsistöku sína. Stofnun Landgræðslusjóðs var ekki síður eðlileg á slík- um tímamótum. Hlutverk hans var að stuðla að því að gera sjálft landið fegurra og betra. Þessa má gjarnan minnast, þegar 20 ár eru liðin frá stofn- un lýðveldis á íslandi. En þó skiptir mestu máli, að hafa framtíðina í huga, nauðsyn þess að standa trúan vörð ura forn menningarverðmæti og menningararf, sem sjálfstæði þessarar litlu þjóðar hlýtur jafnan að byggjast á. Rækt- un landsins og verndun gróð- urs þess er önnur hliðin á baráttu og sókn þjóðarinnar til efnalegs- og andlegs sjálf- stæðis. í stuttu máli SPRENGING Tolucauy, Mexíkó, 25. ágúst (AP) Gífurleg sprenging varð í gærkvöldi í smábæ, skammt frá Tolucauy í Mexíkó. — Sprengingin varð í flugeldum, en út frá henni barst eldur í gasgeyma. Vitað er að 38 manns fórust. KAUNDA FVRSTI FORSETINN Lusaka, Norður-Rhodesio, 25. ágúst (AP) Tilkynnt var í dag í Lusaka að dr. Kenneth Kaunda verðl fyrsti forseti lýðveldisins Zam- bia, sem stofnað verður í Norð ur-Rhodesíu 24. október nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.