Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. águst 1964 Finnar eru á algeru frumstigi í knattspyrnu segja Skotarnir sem horfðu * á þá vinna Island „FINNSKA liðið var svo veikt að orð fá því várt lýst. Þeir eru mun linari en Norðmenn — og svo linir að ég trúi því vart að þetta sé það bezta sem þeir geta“ Þetta eru orð Ian MeColl for- ráðamanns skozkrar knattspyrnu, Willy Bogner sýknaður SKÍÐAKAPPINN frægi Willy Bogner var í gær sýkn- aður af ákæru um að vera af gáleysi valdur að dauða tveggja heimsfrægra skíða- garpa, Bandarikjamannsins Bud Werber og þýzku stúlk- unnar B. Henniberger. Áður en dómur var kveð- inn upp hafði ákæruvaldið krafizt þess að Bogner yrði dæmdur í 4 mánaða fangelsi. Dómsskjölin verða ekki birt fyrr en í næstu viku. sem hingað til íslands kom til að sjá landsleik Finna og íslendinga af þeim sökum að Finnar og Skotar leika saman í heimsmeist- arakeppni nú í vetur. Ian McColl nýtur mikils álits s e m knattspyrnusérfræðingur, enda gamalreyndur garpur og hefur síðan fylgzt með öllu því bezta í íþróttimni. Það er því ekki ófróðlegt að heyra hans dóm um Finnana. 1 þeim dómi felst einn- ig dómur yfir okkar knattspyrnu, því séu Finnar sagðir veikir — hvað er þá hægt að segja um okkar menn, sem töpuðu 2—0 og sýndu sárasjaldain nokkurt fram- tak í leiknum. Fyrir leikinn skrifaði McColl hjá sér ýmsar athugasemdir um leikmenn Finna og á heimleið- inni sat hann við hlið Þórólfs Beck og ræddi við hann um hæfi leika Finnanna, leikaðferð og annað sem skozka landsliðinu kann að koma að gagni. Ófagur dómur Tveir kunnir skozkir íþrótta- fréttamenn komu hingað einnig til að kymnast mætti Finna. Hugh Taylor segir í Daily Record undir risafyrirsögninni „Við eigum að vinna Finna með minnst 4 marka mun. Finnland á alls ekki heimsklassalið. Ég bjóst við miklu meira af þeim. Földu þeir sína beztu menn? Voru þeir að villa fyrir Ian McColl sem sendur var , njósna- ferð. Ég held ekki. Held að þeir geti ekki meir en þeir sýndu í Rvík. Þeir eru líkamlega vel þjálfaðir, eiga góða leikmenn þar sem er Holmqvist framvörð- ur og Peltonen innherji. Vörn finnska liðsins er auðsigruð þó markvörðurinn Halme sé örugg- ur og miðvörðurinn Rinne virðist traustur þó ekki sé hann stórvax- inn. Bakverðirnir eru óöruggir og fá merki þess að framverð- imir styrki framherjana svo hættulegt verði. í framlínunni er Peltonen eini hættulegi maður- inn. Þetta virðist of auðvelt John McKenzie segir í Scottish Daily Express. „Hafi Ian McColl lært eitthvað á þeim 90 mín. sem knattspyrnu var misþyrmt í Reykjavík þá er það að forðast þá sálfræðilegu villu sem svo oft grípur skozka landsliðið þegar Efnile~ur íhróttamaður mr m? Karl Stefánsson HSK er í hópi okkar efnilegustu íþróttamanna. Hann vann sigur í þrístökki í landskeppni við Noreg og er nú nýbakaður íslandsmeistari í þo irri grein. það á að mæta veikum mótherja. Skotland getur teflt fram Jim Baxter, Willie Henderson og Dennis Law ásamt 8 efnilegum skólapiltum og unnið augveldan sigur gegn því finnska landsliði sem ég sá í Reykjavík. Finnarnir, allir áhugamenn, og leika samkvæmt því, voru á al- geru frumstigi knattspyrnulega, léku ekki eina mínútu af góðu hyggjuviti. Sundurlaus vörn þeirra gaf mér hugmynd um hvað Dennis Law og Henderson geta leikið hana grátt. Eirni áhyggjur mínar eru að þetta virðist svo allt of auðvelt fyrir Skotland. Ég á beizkar minningar um kvöld eitt í Bergen er Nor- egur vann Skotland sl. ár. Og ef að Finnarnir veita okkur enga keppni, þá munu þeir heldur ekki hjálpa okkur til með því að vinna stig af ítölum og Pól- verjum sem einnig eru í riðlin- um 1 heimsmeistarakeppninni. Þetta var dómur Skotanna um Finna. Hvað myndu þeir segja um okkar íslenzku knattspyrnu? Stórkostlegasta útsala ársins hefst mánudaginn 31. ágúst. Á útsöl- unni verður hægt að fá eftirtaldar vörur á gjafverði: KJÓLAR í hundraðatali. — Verð frá kr. 195/— HEILSÁRSKÁPUR af mörgum gerðum. — Verð frá kr. 980/— REGNKÁPUR frá Sviss. — Verð frá kr. 895/— Svissneskir og amerískir jakkar. — Verð frá kr. 495/— Franskir jakkar með málmhnöppum (blaser) Ensk ullarpils: Verð frá kr. 150/—. Einnig tækifærispils. Síðbuxur í óvenju miklu úrvali. — Verð frá kr. 95/— Stórt úrval af fallegum og ódýrum nylon undirkjólum, babydoll og náttkjólum. Verðið ótrúlega lágt. Nú er tíminn til að gera góð innkaup fyrir veturinn. Enginn hefir efni á að sleppa slíku tækifæri. — Lítið í gluggana um helgina. Tízkuverzlunin GUÐRÚN Rauðarárstíg 1 — Sími 15077. Bílastæði við búðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.