Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. ágúst 1964 HEHIHieVA BLACK: Eitur og ást Corina gieymdi að íhuga hvers vegna henni hvarf allur leiði á svipstundu. Hún tók ekki einu sinni eftir hve miklu hraðar hjartað í henni sló núna. Það eina sem hún fann, var að hún hafði aldrei glaðst jafn inni- iega yfir neinu og þriðja sam- fundi sínum við þennan mann, sem henni hafði fundist and- styggilegur stórbokki í fyrsta skiptið sem hún sá hann. ■— Hvað eruð þér að gera hérna? spurði hún. — Eg hélt að þér væruð óralangt. í burtu. — Ég ætti líka að vera það, sagði hann. — En það kemur oft fyrir mig, sem ég á sízt von á — þó að sjaldan hafi það verið mér jafn geðfelt og núna. Nú skulum við fá okkur saeti — mér er sagt 14 að Josephine frænka komi bráð- lega. Hann dró fram stól, og Corina spurðL meðan hún var að setjast: — Er yður alvara, að segja að hún víti ekki að þér eruð hérna? — Já, blá alvara. Ég kom fyrir nálægt tuttugu mínútum. Ég vona að það líði ekki yfir hana þegar hún heyrir að þetta barn, sem hún hélt undir skírn einu sinni, sé að hugsa um að setjast upp hjá henni fyrst um sinn. — Hún verður eflaust mjög glöð, sagð: Corina. Þetta var þá ekki skyndiheimsókn — hann ætlaði að dvelja þarna! — Hvernig kunnið þér við yð- ur hérna? spurði hann með bros í bláum augunum. Henni fannst það sérstaklega aðlaðandi, að hann brosti með augunum áður en brosið kom á varirnar. Hún fann að hún roðnaði af því að horfa á mann meðan hann beið eftir svarinu. .— Mér finnst vndislegt hérna, svaraði hún. — Ég get ekki lýst hve gaman mér finnst að vera komin aftur til Egyptalands. — Þér hlutuð að koma aftur, •agði Blake. — Munið þér ekki máltækið: „Sá sem einu sinni drekkur vatn Nílar ....?“ — Jú, svaraði hún alvarleg. •- Og ég held að það hafi verið ðhjákvæmilegt að ég yrði að koma hingað fyrr eða seinna. En kannske hefði það dregist mörg ár, ef Lediard prófessor hefði ekki komið til skjalanna. — Hvernig líður prófessom- um? Og hvað gengur rannsókn- unum hans? spurði Blake. — Ég er hrædd um að hann sé vonsvikinn yfir árangrinum. — Það var leiðinlegt. En þér eruð ánægð með lífið? •— Prýðilega. En ég er ekki byrjuð að vinna ennþá. — Þér hafið heldur ekki verið hérna nema tæpan sólarhring, sagði hann. — Nei, en mér finnst ég hafa verið hérna miklu lengur .... — Ég breytti áætluninni minni réttum tólf tímum of seint til þess að geta orðið yður og frú Glenister samferða til Kaíró, sagði hann. — Og svo seinkaði mér enn. Loks komst ég af stað, en ég tafðist líka á leiðinni. Ég kom hingað sumpart með bíl og sumpart fljúgandh — Annar maður kom hingað fljúgandi líka, sagði Corinna. — Hr. Zenoupous, sem þér þekkið. — Zeneoupous! Röddin varð allt í einu hörð. — Hafið þér hitt hann? Hún sagði honum að hann hefði komið í heimsókn til Söndru Lediard daginn áður, ásamt fleira fólki, og hvað hann hefði sagt við hana. Blake hnykl- aði brúnirnar. — Jæja, vildi hann vita heimilisfangið mitt. sagði hann kuldalega. — Hann skal fá það von bráðar . . . . Þarna kemuf þá Josephine frænka. Hún var að koma inn úr hliði á háa grjótgarðinum kringum blómagarðinn og gekk nú yfir þvera flötina og með þálsbindi. Þegar hún sá fólk á svölunum bar hún höndina fyrir augun 'og herti á sér. — Hvað er nú þetta, ert þú þarna, Blake? Hvaðan ber þig að? spurði hún. — Og hvað ertu að vilja hingað? — Vitanlega að sjá þig. Þú veizt að ég get ekki án þess verið, Josephine frænka, sagði hann alvarlegur. — Hef ég ekki sagt þér fyrir löngu, að þú varst fyrsta ástin mín. Og þú hefur ekki hugmynd um hve tryggur ég er. — Haltu þér saman. Tryggir karlmenn eru ekki til. Þú kem- ur hingað af því, að þú þarft að fá húsaskjól í nótt. Hún tyllti sér á tær til þess að kyssa hann á kinnina. Svo sneri hún sér að Corinnu. — Ef þér hefðuð ekki komið sjálf- krafa, væna mín, mundi ég hafa sent eftir yður. Og svo rekst hann hingað, þessi hrappur, og truflar okkur. — Ég er ekki að biðja um að lofa mér að vera eina nótt, sagði Blake. — Eg býst við að verða hérna nokkrar vikur. — Hérna? — Ég er í fríi. Frú Glenister starði á hann. — Þá er bezt að þú farir og biðjir fólkið um að taka til í herbergi handa þér. Og á eftir geturðu talað við Corinnu meðan ég er að hafa fataskipti. Hann fór bg frú Glenister og Corinna settust. Frú Glenister tók af sér hátt- inn og spurði: — Hvernig semur ykkur Söndru? — Ágætlega, sagði Corinna. Hún fór eitthvað í hádegisverð í dag. — Ætli hún sé ekki einhvers staðar að dingla við þess flug- menn sína, tautaði frú Glenister. — Aumingja Philip! En vitan- lega er þetta honum sjálfum að kenna. Corinna gaf ekkert út á það, og frú Glenister bauð henni vindl ing. — Mér þætti gaman að vita hvað Blake er að vilja hingað, einmitt núna? sagði hún svo. — Ætli hann þurfi ekki að fá sér hvíldarstund við og við, svaraði Corinna. — Ég hef aldrei vitað hann taka sér hvíld af frjálsum vilja, sagði frú Glenister og brosti. — Seinast þegar hann sýndi mér þann sóma að verða hjá mér nokkrar vikur, var það til þess að ná sér eftir bílslys, sem hafði verið undirbúið til þess að hon- um hlekktist á — á leiðinni frá Kairo til Fayem. — Undirbúið? Corinna giennti upp augun og horfði á hana. — Já, það voru mín eigin orð, sagði frú Glenister. — Þessháttar kemur oft fyrir Blake — þó ekki verði alltaf ung og falleg stúlka til þess að afstýra voðanum! Það er svo að sjá sem hollvættir haldi verndarhendi yfir honum. — Um hvern ertu að tala, Josephine frænka? spurði Blake, sem hafði komið án þess að þær tæki eftir honum. — Ég var að tala um þig, sagði hún ofur rólega. — Verndarhendi — hvaða bull! sagði hann hlæjandi og sett- ist. — Þú veizt að gamalt mál- tæki segir: „Fjandinn hirðir um sína!“ — En kóraninn segir að örlög manna séu ákveðin fyrirfram. — Kannske, en þá með undan- tekningum, sagði hann. — Hefur nokkur reynt að drepa þig, síðan seinast? spurði frú Glenister. Hann hló. — ekki svo ég viti. — Og geturðu ekki sagt okkur neitt spennandi? — Ekkert. Og viltu leyfa mér að segja, að ef þú lest ekki neitt spennandi á hverri síðu í eld- húsreyfurunum þínum, þá lang- ar þig mest til að skila þeim aftur og fá aurana til baka. —• Hvað sem því líður þá eru bækurnar nú orðnar of dýrar núna, sagði Josephine frænka. — En segðu mér hvort nokkuð nýtt er að frétta af þessum manni, sem réðst á þig þegar þú varst með henni Corinu. Nú kom innfæddur þjónn með tevagn, og Blake hristi höfuðið, og hleypti brúnum til að aðvara hana um að tala gætilega. Frú Glenister skildi bendinguna og sneri sér strax að Corinu og fór að spyrja hana hvað fornleifa- greftri prófessorsins liðh '— Ég er hrædd um að hann sé ekki ánægður, svaraði Corina. Árangurinn verður líklega ekki eins góður og þeir höfðu búizt við. Han’n var að tala um að reyna á öðrum fjarlægari stað, í gærkvöldi. — Hvað ætli Sandra segi um það? sagði frú Glenister. — Ég hugsa að hún hafi haft lag á að hreiðra vel um sig hérna. Nú var hellt i tebollana og und ireins og innfæddu þjónarnir voru farnir út, sagði frú Glen- ister við Blake: — Þú hefur kannske áhuga á að frétta, að einn af hestastrákunum mínum fannst dauður í nótt. Stunginn gegnum hjartað með rýtingi. Ég hef að vísu gaman af að lesa um morð, en líkar alls ekki að þau séu framin við bæjardyrnar hjá mér. •— Ætli þetta sé ekki einhver nágrannakritur, sagði Blake, en hann varð allt í einu mjög alvar- legur á svipinn. — Hann kom hingað snemma í fyrri viku. Mér er sagt að hann hafi verið ókurlnugur á þessum slóðum, en hitt fólkið hérna kunni vel við hann, sagði frú Glenister. — Hassan hafði ágæt meðmæli. Mér er þetta hrein og bein gáta, og hún alls ekki geðs- leg. Ég skil þetta þannig, að yfir- völdin séu að snuðra hérna, og .. — En nú er ég hérna, óg þú skalt láta mig um þau. — Þakka þér fyrir það, ef þörf verður á því. En ég hef nú talað við sum þeirra nú þegar .... Hún hrærði hugsi í tebollan- um. — Annars er ég að hugsa um að fJytja héðan. Ég sendi hestana til Arabíu — nota mér tilboð Ibramins um að taka þá af mér. Ef ég fer heim. til Englands veit ég að klárarnir verða í góðra manna höndum — en vitanlega hefði ég mest gam- an af, að fara með nokkra þeirra með mér. — Er það alvara að þú sért að hugsa um að fara til Eng- lands? ■— Já, það er mér, svaraði hún. — Ég á góðan vin sem á hesthús í Sussex. Ég veit ekki hvort þú hefur nokkurntíma hitt hann. — Áttu við Ahmed Hassari? spurði Blake. —• Já, einmitt. — -Ég þekki hann mjög veL Bæði hann og glessaða frúna hans. — Ég var búinn að gleyma að hann átti eignir í Englandi. — Hann er að hugsa um að flytjast til Provence, sagði frú Glenister. — Hann er franskur í aðra ætt, eins og þú veizt. Blake kinkaði kolli. — Ég hitti hann í Norður-Afríku í stríðslokin. Mér gengur alltaf illa að skilja, að börnin hans skuli ekki vera hreinir Evrópumenn — og helzt Englendingar. — Já, þetta er skrítin fjöl- skylda, sagði frú Glenister og fór að útskýra fyrir Corinnu, að maðurinn sem þau væru að tala um, væri fransk-arabiskur sheik, sem hefði gifzt enskri stúlku og ætti nú að mestu leyti heima í Englandi. — Ég held að það væri réttast fyrir þig að verða á burt úr Austurlöndum um tíma, sagði Blake. — Hér eru — já, dimm ský við sjóndeildarhringinn, eða hvernig ég á að orða það. — Mér er bæði um og ó aS eiga að fara strax, sagði gamla konan. — Mér mundi verða óhætt hjá Ibramin? — Vafalaust — ef Ibramin fær að ráða. — Arabar eru vinir mínir, sagði frú Glenister. — Ég er ekk- ert hrædd. — Ungfrú Langly kynntist Ibramin í Kairo, sagði Blake. — Ó, er það Seyyid Ibramin sem þið eruð að tala um? sagði Corinna áköf. — Mér féll svo dæmalaust vel við hann. En á Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ft ins þar í kauptúninu. Að- í komumönnum skal á það / bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA Daginn eftir: ■ — Millie og Jake Smith eru rúm- föst vegna gigtar. Ég ætla til þeirra til þess að annast um heimilið. — Hvernig væri annars að þú ækir mér þangað í vagninum? Mig langar til að hafa með mér eitthvað af niður- soðnum mat og eggjum og svoleiðis. — Sjálfsagt! Ég skal vera þar nokkra daga og annast búverkin fyrir Jake. — Vel á minnzt, — búverkin. Hvar eru duglegu vinnumennirnir okkar tveir? — Litli bjór og gamli Skröggur? Þeir hafa ekki staulazt á iappir enn- þá.... eða eru kannski ennþá að hanga yíir morgunkafiinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.