Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 13
Eaugaraagur 29. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 Finnbogi Jónsson, póstfulltrúi Minning Í>INGEÐ í Austur-Húnavatns- sýslu hefur mér jafnan fundist um margt einn sérkennilegasti staður, þeirra er éig hef séð á okkar landi. Umhverfi Þingeyra og nágrenni hefur einhvern veg- inn brennt sig inn í hug minn sem það landslag er væri mikilla sanda og mikilla sæva. Ekki veit ég fyrir vist hvort þar eru meiri geð guma en í öðr um byggðum þessa lands, en það hefur mér fundizt að þeir menn, er ég hef kynnst, þaðan komn- um, hafi hlotið frá þeim stöðv- um ættar og uppruna, mikinn styrk til brautargengis. — Enda er landið stórkostlegt, auðugt og gjöfult og svo vítt og rúmt til allra átta að það þrengir ekki að sálinni; en norðrinu, bak við und ursamleg engi og sandinn ægi- bláan, ríkir hinn máttugi kon- ungur hafsins, verstur allra kon- unga otg beztur, og slær sandinn •— snillingur á hörpu. Sá vinur minn, sem er til mold ar borinn í dag, Finnbogi Jóns- son, póstmeistari í Hafnarfirði, átti sínar æskustöðvar þarna norðurfrá í nágrenni Þingeyra, á Geirastöðum, og fá umræðu- efni vissi ég honum kærari en endurminningarnar úr þessu um hverfi, hvort heldur var hið yfir þyrmandi áhlaup norðanáttarinn ar að vetri til, eða vornæturnar á Sandinum við gullið haf mið- aæ tursólarinnar. Áreiðanlega var hann mótaður af þessu umhverfi æskuáranna. Skap hans var ríkt og tilfinning- ar hans næmar fyrir öllu sem fagurt var, langt umfram það sem maður á daglega að venjast. Tónlistarást hans og áhugi á hljómlist allskonar var sívak- andi. Ég vissi ekki til að hann sæti af sér tækifæri ef hann átti þess kost að heyra verk meistaranna flutt af góðum lista- mönnum. Hann minntist þess jafnan með ánægju að hann hafði sjálfur tekið virkan þátt í fiutningi tónlistar við þær að- stæður er fyrir hendi voru, en hann lék í lúðrasveit Akureyrar um árabil og síðar í Hafnarfirði meðan heilsa hans leyfði. Þessu náskyldur var áhugi fcans á bókmenntum og sögu — og á ég að minnast marigra ánægjulegra stunda í návist hans er þau mál bar á góma. Hann var einlægur unnandi okk ar gömlu sagna og svo nákunn- ugur þeim að hann hafði á hrað ber,gi orðréttar ívitnanir af blöð um þeirra þar sem stund var til og staður. Máikennd hans var hrein, glögg og upprunaleg. Mér hefur verið með sannindum 6agt að í þann tíma er þau hjón bjuggu á Akureyri hafi hús þeirra verið sannnefnt lista- mannaheimili, því þangað hafði tingir iðkendur og unnendur hverskonar lista safnazt á kvöld- um til samveru við frábæra risnu og samhug þeirra hjóna. Ég veit af reynslu að á slíkum ítundum hefur Finnboga verið ýndi að kasta fram vísu til ögr- tmar þeim, sem í þeirri kúnst þóttust eitthvað hafa til brunns að bera. í beinum tengslum við hvað- eina það er heyrir til fegrunar mannlegu lífi, var ást Finnboga heitins á gróðri jarðar og varð- ▼eizlu fagurra staða. Hann var hinn mesti áhugamaður um skóg rækt og oft talaði hann um það f mín eyru hvað hraunið væri rérkennandi fyrir Hafnarfjörð ©g hversu mikilvægt það væri »5 innbyggjarar þess staðar kæmu auga á það í tíma að tmdramyndir hraunsins má ekki þuirka út með grasflötum, þó góðar séu. — Hann var fegrunar maður að eðli og upplagi, en auð hyggjumaður var hann enginn ntnfram það er heyrir mannsæm •ndi lífi, 1 öilu féll mér hann því störf hjá Pósthúsinu á Akureyri, eins og fyrr segir. Árið 1929 kvæntist Finnbogi eftirlifandi konu sinni Fanneyju Jónsdóttur frá Ólafsfirði og eign uðust þau 3 mannyænleg börn: Henning flugvirkja, Gunnar skóg ræktarfræðiing og Margréti. Eftir lifandi systur Finnboga eru: Margrét og Ingileif, báðar bú- settar á Akureyri. •Finnbogi var mjög félagslynd- ur maður og starfaði af alhug að öllum þeim málum, sem hann tók að sér. Hann starfaði mikið Rotaryklúbb Hafnarfjarðar og var forseti hans sl. ár. Hanin var mikill tónlistEU-unnandi, og kunni vel að meta góða tónlist. Á Akur eyri starfaði hann í mörg ár í Lúðrasveit Akureyrar, og síðan með Lúðrasveit Hafnarfjarðar, eftir að hanin fluttist hingað, eða svo lengi sem heilsa hans leyfði. Einnig starfaði hann mikið í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og hafði mjög mikinn áhuga á skógræktarmálum. • Finnbogi var frábær starfs- maður að hverju, sem hann gekk, mjög fjölhæfur og virtist allt leika í höndum hans. Hann var víðlesinn og skemmtilegur heim að sækja. Hann var fáskipt- inn um hag annarra en tröll- tryggur vinur vina sinna og mjög hjálpsamur, er til hans var leitað. Heimili þeirra Fanneyjar og Finnboga var mjög til fyrir- myndar, hlýlegt og vistlegt og iþangað var gott að koma. Oft var gestkvæmt hjá þeim og allir nutu mikillar gestrisni. Við hjón- in áttum margar ógleymanlegar ánægjustundir á heimili þeirra og fyrir það viljum við þakka. Ég vil með þessum fátæklegu orðum færa Finnboga beztu þakkir fyrir góð kynmi, en því miður allt of stutt, og bið Guð að blessa eftirlifandi eiginkonu hans og ástvini alla. Stefán Sigurðsson. betur því meira sem ég kynntist honum. í þakklátri minningu um sam- býlið á Vitastíg 4 í Hafnarfirði, um þriggja ára skeið, skrifa ég þessi fátæklegu orð fyrir hönd okkar hjóna. Þar bjuggu þau á hæðinni fyrir ofan okkur, Finn- bogi heitinn og hans ágæta kona, Fanney Jónsdóttir. Margt kvöld- íð sátum við uppi hjá þeim eða þau hjá okkur. Aldrei verða þökkuð sem skyldi kynni við gott fólk, — og ekki má mér úr minni líða umhyggja þeirra hjóna fyrir mér þann dag er ég var hremmdur af þeim sama sjúkdómi sem brotið hafði heilsu og hreysti Finnboga heitins ár- um áður, — og sem nú síðast snöggt og sviplega kippti honum burt, langt um aldur fram. dag þér, á morgun mér, kæri vinur. Og nú, þegar hann verður lagð ur tii hinztu hvíldar, þann dag sem hann hefði orðið sextugur, ef hann hefði lifað, þá senoum við öll þrjú, sem bjuggum á neðri hæðinni, okkar innilegustu samúðarkveðj ur til konu hans elskulegrar og barna — og vit- um hvað þau hafá mikið misst. En yfir honum föllnum skín sólin á skjöld hans hreinan. Guðmundur Böðvarsson. RÉ'l'i' fyrir miðnætti 20. ágúst lézt Finnbogi Jónsson að heimili sínu hér í bæ. Hann hafði komið heim nokkrum klukkustundum áður, ásamt konu sinni, úr mjög ánægjulegri ferð um Noreg og var hans fyrsta og síðasta utan- för. Finnbogi hafði ekki verið vel heilsuhraustur uindanfarin ár, þó var hann alltaf hress í bragði og kvartaði lítt um sína hagi. Eins og fyrr segir, varð þessi Noregs- ferð honum, og þeim hjónum báðum, til mikillar áníegju, enda áttu þau þar marga góða kunn- ingja, sem tóku á móti þeim af mikilli alúð og gestrisni. Finn- bogi virtist mjög hress, þegar hanin kom heim úr þessari ferð, en hér hafði hann þó aðeins skamma viðdvöl, því að kallið kom, og þvi fær enginn frestað. Ég kyrmtist Finnboga fyrsta árið eftir að hann fluttist frá Akureyri til Hafnarfjarðar, en hingað fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni um áramótin 1962-53. Á Akureyri hafði hann starfað á Pósthúsinu í fjölda ára eða frá 1925, og hér tók hann við starfi af fyrrv. póstafgr.m., Oddi ívarssyni, er hann lét af starfi fyrir aldurssakir, og starf- aði hann hér síðan til æviloka. Finnbogi Jónsson var fæddur 29. ágúst 1994, að Rútsstöðum í Svínavatnshreppi, A. Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson og Vilhelmína Hendrika Stefánisdóttir er bjuggu að Rútsstöðum og ýmsum öðrum stöðum í A-Húnavatnssýslu, unz þau fluttu árið 1923 til Akur- eyrar. Finnbogi ólst upp hjá for- eldrum sínum, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar árið 1925, og hóf síðan Sigríður lliinning Fædd 15. desember 1891. Dáinn 24. ágúst 1964. ER ÉG frétti lát Sigríðar Ein- arsdóttir, eða Sigríðar í Skálholti eins og hún var kölluð í daglegu tali, sótti tregi á huga minn en þó var eins og ferskur rósailm- ur bærist að vitum mínum. Meðal þeirra fyrstu heimila er ég kynntist þegar ég fluttist til Vestmannaeyja var heimili þeirra Gísla Magnússonar útgerð- armanns og Sigríðar Einarsdótt- ur í Skálholti, en svo nefndist vinalegt hús þeirra, sem þau höfðu byggt. Gísli Magnússon var fæddur 25. júní 1886, ættaður úr Rangárvallasýslu en fluttist ung- ur til Vestmannaeyja og gerðist þar mikill aflakóngur og sjó- sóknari og einn af fremstu mönn- um byggðarlagsins um áratugi, sem braut nýjar leiðir í útgerð. Þau Sigríður og Gísli giftu sig 15. sept. 1910 og þar með var stofnað eitt það heimili sem hæst bar um höfðingsbrag og rausn í Vestmannaeyjum um langan ald- ur og segja má að þá næði Gísli sér fyrst verulega á strik og nyti sín. En Gísli var ekki einn, það er engin einn sem á góða konu að lífsförunaut, og það skildi Gísli og mat allra manna bezt. Um nokkurt árabil var allnáin umgengni milli þess er þessar línur ritar og hjónanna í Skál- holti og lét Gísli þau orð. falla, og það oft, að hann hafi aðeins orðið fyrir einu happi um dag- ana, það var þegar hann eignað- ist Sigríði fyrir konu, allt hitt hafi hann fengið með harðsækni og dugnaði, en þetta eina skar úr um gæfu Gísla og gengi og gerði hann að óskabarni ham- ingjunnar á hverju sem gekk og margt dreif á dagana Sigríður Einarsdóttir var há kona, fríð og sköruleg og sá þess glögg merki að þar var höfðings- kona þar sem hún fór. Hún var mikil og góð húsmóðir og hjá Sigríði og Gísla þótti öllum gott að vera. Framan af öldinni tíðkaðist það að útgerðarmenn höfðu sjómenn sína og starfsfólk að mestu á heimilum sínum og var þá oft þröngt setinn bekkur. Skálholtsheimilið varð strax eftirsóttur dvalarstaður og afla- sæld Gísla ásamt öðrum mann- kostum varð til þess að duglegir og hraustir menn sóttust mjög eftir skiprúmi hjá honum og þar bar enginn skarðan hlut frá borði. GísU Magnússon hafði flutzt til Vestmannaeyja lítill vexti með merki þrenginga frá uppvextin- um og var alla ævi heilsuveill, þótt þrekið væri óbilandi. Gísla var með þess vegna mikill feng- ur að eignast slíka konu »»> Sigríður var, sem vakti 'yfir heilsu hans og bjó honum það heimili sem bezt verður á kos- ið. Sigríður var hærri vexti en Gísli maður hennar, en það tók enginn eftir því, þau voru svo samrýmd og samstæð um atgervi að þau mynduðu eina heild í hugum samferðafólksins. Gísli Magnússon var stórhuga maður og framsækinn og kona hans latti hann hvergi stórræð- anna, hugir þeirra stóðu sam- taka að baki öllu sem gert var og framkvæmdirnar urðu bæði miklar og margbreytilegar. . Sjósókn og harðsækni Gísla hæfðu ekki hinir veikbyggðu bát- ar, sem þá voru notaðir í Vest- mannaeyjum, enda varð hann manna fyrstur til þess að kaupa stóra og trausta báta og fyrstur að hagnýta margs konar veiði- tækni. Gísli Magnússon varð fyrsti ís- lendingurinn, sem náði árangri í því að veiða þorsk í net og var það þegar árið 1911 og árið eftir, 1912, veiddi hann með dragnót, líka með árangri og þorsk í snurpinót veiddi Gísli fyrstur manna árið 1918, svo nokkur dæmi séu um framsýni hans og brautryðjendastarf í veiðitækni. Sigríður og Gísli urðu virðulegir fulltrúar hinnar rísandi tuttug- ustu aldar og þau kiknuðu aldrei undir verkefnum þeim, sem öld- in lagði þeim á herðar. Gísli hélt áfram að byggja stærri og betri báta og var langt á undan þróun hafnarmálanaa í Vest- mannaeyjum og lenti oft í erfið- leikum með hina stóru og glæsi- legu farkosti sína, en uppgjöf eða þreytu virtist Gísli aldrei þekkja. Heimilinu stýrði svo Sigríður er bóndi hennar sótti sjóinn og hún kvaðst aldrei hafa verið hrædd um hann. Óbilandi traust á manni sínum og meðfædd guðs- trú gerði allar götur greiðar og bar sorgarbyrðarnar þegar með þurfti. Á heimili þeirra Sigríðar og Gísla féll aldrei eitt æðru- orð. Það var gaman að koma á heimilið í Skálholti, ekki sízt á vorin um lokin, er verið var að kveðja samstarfsfólkið eftir feng- sæla vertíð og hjá Gísla urðu all- ar vertíðir fengsælar. Þá voru veitingar og veizlukostur ekki við nögl skornar frekar en endra- nær. Það er margt fólk bæði í Vest ■ mannaeyjum og annars staðar á landinu, sem nú er á manndóms- skeiði, sem áttu foreldra sem öfluðu sín fyrstu fararefni í þjónustu þeirra hjónanna Sig- ríðar og Gísla í Skálholti í Vest- mannaeyjum. Og það er margt mannvænlegt og gott fólk í land- inu, sem komst til manndóms og þroska í skjóli þeirra aflafanga, sem Gísli Magnússon hafði for- göngu um að afla úr Ægi. Eftir að sá er þetta ritar eign- aðist eigið heimili, lágu leiðirnar minna saman, að öðru en þegar hitzt var á götu eða mannamót- um og skipzt á kveðjum, en í hug anum geymist minningin um höfðingsfólk í þess orðs beztu merkingu sem gerði garð sinn frægan og unnu landi sínu og þjóð gott og mikið dagsver-k. Nú eru þau bæði dáinn, Sig- ríður og Gísli í Skálholti, líkami Sigríðar verður lagður í hina ilm- ríku, dökku mold Vestmanna- eyja við hlið manns hennar, en í hugum vina þeirra og samferða- fólks geymist minning um merka brautryðjendur, sem hafa eftir- látið öldum og óbornum mikinn arf og gott fordæmi. Ferskum rósailmi bregður fyrir vit mér í hvert sinni er ég minn- ist Sigríðar í Skálholti. Helgi Benediktsson. - Norðurlandabúar Framhald af bls. 8. eftir þriggja Norðurlandabúa ára dvöl. Þar sem hér er um að ræða sýnilegt tákn um bætta samstöðu frændþjóða á No.rðurlöndunum, skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn, að tryggja hið fyrsta með lagasetningu, að Norður- landabúar öðlist hér ríkisborgara rétt eftir þriggja ára dvöl.“ (Vegna sumarleyfa og anna hefur eigi verið hnnt að birta þessa fregn fyrr.) Keflavíkurkaupstaður Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans í Keflavík úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvör- um og aðstöðugjaldi álögðum í Keflavík 1964 auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lögtök verða fram- kvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðn- um frá birtingu úrskurðar þessa, hjá þeim gjald- endum, sem eigi gera skil á gjöldunum til bæjar- sjóðs Keflavíkur fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Keflavík, 26. ágúst 1964. Ilákon H. Kristjónsson, settur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.