Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. ágúst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 x- „I*ess vegna grróðursetjum við plöntur og ræktum skóga, að við lítum svo á að það sé þjón- usta við lífið og til nytsemdar fyrir þjóðina, sem Landið byggir og afkomendur okkar, sem land- ið erfa“. Þannig komst Hákon Guð- mundsson, formaður skógræktar félags ía'ands m.a. að orði í á- .varpi, er hann flutti við setningu Yfirlitsmynd af fundinum. „Þjdnusta við lífið og til nytsemdar þjdð og landi“ _ 28. aðalfundur Skógræktarfélags lálands settur að Laugarvatni í gær 28. aðalfundar Skógræktarfélags Blands á Laugarvatni í gær. Formaður bauð í upphafi ræðu sinnar gesti velkomna, sérstak- lega þá Gunnlaug Briem, ráðu- neytisstjóra, og Ólaf Stefánsson, búnaðarmálastj óra. Síðan stjórnaði Þórarinn Þór- arinsson, skólastjóri á Eiðum almennum söng, en það er siður skógræktarmanna að hefja fundi sína með slíkum hætti. Þá voru kosnir ritarar fundar- ins, þeir Hafliði Jónsson, Björn Ófeigsson og Þórir Friðgeirsson. Formaður minntist þessu næst látinna félaga, þeirra Guttorms Pálssonar frá Hallormsstað, Helga Eiríkssonar, Þórustöðum, Finn- boga Jónssonar í Hafnarfirði og Sigdórs Brekkan í Neskaupstað. Kisu fundarmenn úr sætum- í virðingarskyni við hina látnu fé- laga. Hákon Guðmundsson, formað- txr Skógræktarfélagsins, flutti því næst ávarp. Komst hann m.a. eð orði á þessa leið: „Þótt liðið starfsár verði eigi tal Ið ár neinna meiriháttar óhappa í skógræktarmálum, þá má einnig með sanni segja að óhöppin hafi í öllu verulegu sneitt hjá garði, enda á það og vel við um skóg- rækt og skóggræðslu sem í orð- takinu segir, að sígandi' lukka sé bezt. Getum við vissulega glaðzt yfir því, að þrátt fyrir óþénugt veðurfar á ýmsa lund hefur þó sigið upp á við, ef svo má að orði kveða og víða um land má sjá góða ársprota á trjám. Þykir mér gott að minnast í þessu sam- bandi orða norsks skógareiganda, er ég var um daginn samferða um skógarslóðir hérlendis, en hann lét svo um mælt, að bæði í Hallormsstaðaskógi og Hauka- dalshlíð væri ársvöxtur hér eng- an veginn lakari en á sambæri- legum stöðum í hans eigin lands- eign. Get ég þess hér vegna þeirra mörgu íslendinga, sem enn standa í þeirri trú að skógar geti ekki vaxið hér á landi. Yerður það tíminn einn og framvindan, sem endanlega vinnur bug á þeirri vantrú. Þá verður skógur- inn sjálfur skýrasta dæmið og úrslitasönnunin, þegar hann stendur þar sem nú eru plöntur sem varla teygja koll sinn upp úr grasi. En það er ekki ástæða til þess að æðrast út af þessari íslenzku vantrú, hún er ekki sér- staklega hérlent fyrirbæri. Sömu sögu má segja frá sjálfu skógar- landinu Noregi. Þar hristu menn höfuðið og hlógu vestan fjalls, þegar norskir skýjaglópar eins og þeir voru kallaðir þar tóku upp á þeirri fásinnu um sl. aldamót að gróðursetja greni á stöku hlíð- um í grýttar hlíðar og hæðar- drög Vestur-Noregs. Sá skógur er af þeirri gróðursetningu reis varð svo síðarmeir fyrirmyndin og grundvöllurinn, þegar hafizt var handa um hina miklu skóg- græðslu, sem hófst á þessum sömu slóðum nú fyrir nokkrum árum og framkvæmd hefur verið með þeim dugnaði, að nú er senn lokið gróðursetningu í þau lönd sem heppilegast þykja til þeirra hluta. Stóð þá heldur hvorki á fjárframlögum né öðrum stuðn- ingi af hálfu opinberra aðila, ríkis ins og sveitarfélaganna". Formaður mælti síðan á þessa lund: „Það er mannlegt að hver og einn hafi sína skoðun á því, hvort þjóðin eigi að hagnýta þá mögu- leika sem tiltækir eru á þessu sviði til ræktunar og arðs á gróðri landsins. Heyrast í því sambandi stundum raddir um Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, flytur skýrslu. það, að nekt íslands og gróður- leysi séu þau gæði, er eigi megi spilla eða skerða. Berangurinn eigi að vera það aflið sem dragi hingað í hundraða tali ferða- langa frá fjarlægum álfum og löndum. Nekt fósturjarðarinnar, dæmigerð rányrkjan, eigi að vera söluvara og framfærslueyrir þjóðarinnar. Er það að sjálfsögðu sjónarmið út af fyrir sjg og í fullu samræmi við nektarsölusýningar nútímans. Nú skal ég að vísu engan veginn fordæma hóflega nekt, hvorki í landi né líkama, og fjarri sé mér að vanmeta hina frjálsu fegurð íslenzkra fjalla. En er það ekki oft svo sem skáldið segir, að fegurð hrífur hugann meir ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en aug að sér. Og þegar það er haft í huga að öræfi íslands og berang- ur spenna greipar um % hluta landsins, þá ættu eirðarlitlir fag- urkerar þéttbýlisins að geta tekið SkógræktarféL (við háborð), talið frá vinstri: Finar E. Sæmundsen, skógarvörður, Há- kon Bjarnason, skógræktarstjóri, í ræðustóli, Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari, og for- maður Skógræktarféiagsins, Sigurður Bjarnason, alþingismaður og ritstjóri, og Snorri Sigurðs- son. skógfræðingur. því með jafnaðargeði, þótt árlega séu gróðursett tré í nokkra hekt- ara lands. Því þótt unnið væri í hundruð ára að því að klæða ís- land trjágróðri, mundi þá samt verða eftir endalausar auðlindir til hvíldar þeim er öræfunum unna. Aftur á móti verður ekki flúið frá þeirri staðreynd, að gróðurinn, þar með talinn trjá- gróður, er undirstaða alls lífs á jörðu hér, og það er höfuðskylda hvers einasta manns að leggja fram sinn skerf honum til efling- ar og viðhalds, í orði eða verki, eftir aðstæðum hvers og eins“. Formaður lauk máli sínu með þessum orðum: „Það er svo okkar sjálfra að finna leiðirnar, leysa úr læðingi þau öfl sem okkur muni duga til þess að hrinda í framkvæmd og gera að veruleika, óskir okkar um skóga, hvort heldur við kjósum að hafa þá á Hallormsstað éða Haukadal, Barðaströnd eða Borg- arfirði. Hlutverk þessa fundar á m.a. Hákon Guðmundsson, formað- ur Skógræktarfélagsins, setur fundinn. að vera það að halda uppi sókn- inni og skipuleggja hana“. Að loknu ávarpi formanns flutti Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri, skýrslu um skóg- ræktarstarfið á árinu og ýmis mál er varða Skógræktarfélag ís- lands. Minntist hann fyrst á til- lögur þær sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi og þá af- greiðslu sem þær höfðu fengið hjá stjórn Skógræktarfélagsins. Hafði ýmsum þeirra verið hrint í framkvæmd en öðrum þokað nokkuð áleiðis. Skógrækarstjóri ræddi síðan nokkur atriði í félagsstarfinu og komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Fyrst skal tálið að Skógrækt- arfélag Bolungarvíkur var tekið inn í Skógræktarfélag fslands 19. nóvember í fyrra. Þetta er að vísu lítið félag, en í Bolungarvík eru nokkrir áhugasamir menn sem fegra vilja umhverfi staðar- ins. Þá hefur og verið rætt um skaða þann sem varð í Tálkna- firði af völdum sinubruna. Skemmdirnar voru mjög tilfinn- anlegar og hlutust fyrir hand- vömm eina. Stjórnin vann að því að gjafir til skógræktar, félaga land- græðslusjóðs og skógræktar al- menijt yrðu skattfrjálsar að vissu marki svo sem skattalög heimila. Þá var mikið rætt um, hversu auka mætti höfuðstól landgræðslusjóðs, en ekkert hef- ur enn verið gert í því efni, hér- aðsfélögunum var skrifað bréf um þetta mál og sýndist þeim sitt hverju, og vildu sem eðlilegt var fá að njóta þess fjár sem í héraði safnaðist. En ekki er mér kunn- ugt um að neitt verulegt hafi orðið úr fjársöfnun einstakra fé- laga, en vel má vera að svo kunni að hafa verið. En með því að sjóðurinn á formlegt afmæli á næsta vori væri ekki ástæðulaust að hefja fjársöfnun honum til handa. Þá veitti stjórn félagsins V9#í- laun í Menntaskólanum á Akur- eyri fyrir beztu ritgerð um skóg- rækt meðal 6. bekkjar nemenda. Var það framkvæmt á sama hátt og í Menntaskólanum í Reykja- vík í fyrra. En það var langt frá því að þátttakan væri nógu al- menn eins og árið áður og má því um kenna, að of seint var hafizt handa um ritgerðina. Stjórn félagsins ræddi töluvert um upplýsinga- og fræðslustarf- semi en minna varð úr því en ráðgert var. En þetta er mál sem halddð verður áfram á næsta starfsári. Þess má geta, að við Snorri Sigurðsson fórum um Suður-Þingeyjarsýslu nú um síð- ustu sumarmál og komum víða 'við. Þeir Þingeyingarnir geta bezt um það dæmt hvers virði svona ferðir eru. Þá var einnig rætt um friðun Snorri Sigurðsson, skógfræð- ingur, flutti skýrslu um starf- semi Skógræktarfélagsins. Reykjanesskaga, sem Þórhallur Vilmundarson kom á framfæri við stjórnina, en auðvitað var ekki annað gert en ræða málið. En þetta er mikið mál, sem snert- ir ekki aðeins friðun skagans, heldur einnig og ekki síður upp- græðslu. Loks má geta þess, að skiptiferðir sem nú er nýverið lokið tókust sérstaklega vel. Undirbúningur var mikill og góður og hvíldi hann sérstaklega hér heima á erindreka félagsins, Snorra Sigurðssyni, Einari E. Sæmundsen og nokkurra fleirL En ég má fullyrða að þessi skipti- ferð tókst ágætlega vel af beggja hálfu, Norðmanna og Islendinga. Aðeins eitt hefur valdið nokkrum erfiðleikum og það er hinn mikli kostnaðarauki sem orðinn er síð- an síðasta skiptiferð var“, sagði Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri að lokum. Skýrsia erindreka Skógræktarféiagsins Þá flutti Snorri Sigurðsson, erindreki Skógræktarfélagsins, Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.