Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. águst 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 miiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! 1 BKUÐULEIKHUSID = hefur 12. starfsár sitt a H morgun sunnudag kl. . 3, | með sýningu á Eldfærun- | um eftir H. C. Andersen. | Þetta er hin eina starfsemi = sinnar tegundar hérlendis. | en brúðuleikhús njóta mik- E illa vinsælda í nágranna- = löndunum og hafa reyndar | hlotið viðurkenningu sem i listgrein. Brúöuleikhúsiö sýnir Eldfærin Rabbað við Jón E. Guðmundsscn, leikhússtjóra Hugmyndina að stofnun Islenzka brúðuleikhússins á sínum tíma átti Jón E. Guð- mundsson, listmálari, og heí- ur hann unnið brúðurnar og leiktjöldin að öllu leyti sjálf- ur, — svo og uppsetningu leiksins. Hann kynntist brúðu leiklistinni í Kaupmannahöfn fyrir 12 árum, þegar hann var þar að læra listmálun. Við hittum Jón E. Guð- mundsson að máli og báðum hann að segja okkur frá vænt anlegum sýningum brúðuleik hússins. — Við sýnum að þessu sinni hið sígilda ævintýri Eidfærin eftir H. C. Andersen, sagði Jón. Þetta gamla ævintýri samdi höfundurinn uppruna- lega sem brúðuleik og setti það þannig upp sjálfur. Þessi sýning stendur yfir í klukku stund, síðan er hlé og eftir það önnur skemmtiatriði með strengbrúðum. — Eru brúðurnar mismun- andi að gerð? — Já, það eru strengbrúður og handbrúður. Strengbrúð- urnar eru mun erfiðari við- fangs og krefjast mikillar þolinmæði. Ég hef reynt að kenna meðferð þeirra, en nemendumir hafa yfirieitt gefizt upp eftir eina brúðu. í einni brúðu geta verið allt að 60 strengir, annars fer fjöldi strengjanna eftir því, hvaða hlutverki brúðan gegnir. Þeir, sem komizt hafa lengst í tækninni að stjórna streng- brúðum, hafa getað látið brúð urnar leika sem töframenn og gert hinar furðulegustu sj ónhverf ingar. — En getur einn maður stjórnað fleiri en tveim ur handbrúðum? — Jú, mikil ósköp. í loka- atriðinu í Dýrin í Hálsaskógi, sem brúðuieikhúsið sýndi í fyrra stjórnuðu fjórir menn 18 brúðum. — Þú hlýtur að eiga tals- vert af brúðum, Jón? Þær eru 'hátt á annað hundrað. — Geturðu ekki notað þær aftur og aftur? — Nei, sama brúðan kemur aðeins einu sinni að notum- nema leikurinn, sem brúðan kom fram í, verði sýndur aft- ur. — Hvað eru margar persón ur í Eldfærunum? — Þar eru sex persónur, auk hundanna þriggja með Svona lítur hann út, hundurinn, sem var með augu eins stór Of undirskálar. Þetta er nomin í ævintýra- leiknum Eldfærin eftir H. C. Andersen. hin mismúnandi stóm augu. — Hvað þurfa brúðuleikhús stór leiksvið? — Það er nokkuð misjafnt. Leiksviðið í Dýmnum í Hálsa skógi var 6 metrar að lengd, þar vom svo margar per- sónur. í Eldfærunum er leik- sviðið 3 metrar að lengd. — Er ekki tónlist í Eidfær- unum? — Jú brúðumar syngja fullum hálsi. Hljómsveitar- stjóri er Einar Logi. — Þarf ekki mikinn undir- búning fyrir sl.'kar sýnngar? — Jú, það er geysimikil vinna. Undirbúningur að Eid- færunum tók 6 mánuði. Upp- haflega var gert ráð fyrir að sýningar yrðu s.l. vor, en vegna málverkasýningar, sem ég hafði í Bogasalnum í Marz, hef ég lítið getað sinnt brúð- unum fyrr en nú. — Brúðtu-nar þínar virðast flestar hverjar vera fremur stórskornar, næstum ófrýni- legar, ekki satt? — Já, það er rétt. Það er gert til þess að draga hið kómíska fra.m eins sterkt og hægt er svo að þær njóti sin úr nokkurri fjarlægð. — Em bmðuleikhús algeng úti í heimi? — Já mjög svo, enda er lit ið á þetta sem listgrein. Mestra vinsælda njóta brúðu- leikhús í Rússlandi og Tékkó- slóvakíu. íslenzka brúðuleik- húsið er í tengslum við . Al- þjóðafélag brúðuleiklhús- manna. Félagsmenn skiptast á hagnýtum upplýsingum og skýra frá nýjungum, ef ein- hverjar koma fram. í reglum Svona litur dátinn út í brúðu leikhúsinu félagsins em ströng ákvæði um það, að engir megi skoða bak við tjöldin nema félags- menn einir. — Er ekki erfitt starf, Jón, að stjórna sýningum brúðu- leikhúss? — Þetta er eins og hver önnur leikni, sem rnenn hafa yndi af að gera. Það er mikill misskilningur, að maður sé að þessu í hagnaðarskyni, - á bak við brúðuleikhúsið felst mikil vinna og mikiil kostn- aður, sem aldrei verður reikn aður. a. ind. &ÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIII,....................................................................................... STAKSTEIMAR Dæmi um neikvæða stefnu Mbl. birti á dögunum bréf frá bónda nyrðra, þar sem hann seg- ir neikvæðan barlómsáróður Framsóknarflokksins til þess fall- inn að rýra sjálfstraust bænda og geti því stuðlað að brottflutningi úr sveitum. Tíminn ræðir þetta síðan i miðvikudag. Segir vitaskuld í upphafi, að bréfið sé tilbúningur Mbl., en varla er ástæða lengur til þess að kippa sér upp við slíkar getgátur Tímans. Um bréfið segir Tíminn hins vegar, að þar komi fram þær skoðanir, sem Mbl. vilji láta bændur hafa, þ.e. að þeir geri sér ekki ljósan skarðan hlut landbúnaðar. Með svari sínu staðfestir Tím- inn, að hinn norðlenzki bóndi hafði rétt fyrir sér í bréfinu. Neikvæður barlómur og eldi öf- undar og óánægju eru sú leið, sem Tíminn og Framsóknarmenn telja líklegasta til framfara i landbúnaði. Þeir afturhaldsherrar geta ekki skilið það, að bjartsýni og framsækni eru líklegri tii framfara og velmegunar til sveita sem annars staðar. Þeir telja sig geta rakað saman fleiri atkvæðum í sveitum landsins með því að ala á óánægju og mála skrattann á vegginn. Að efla bjart sýni til framfara og framsækni er ekki leið Framsóknarflokks- ins. Trúin á landið og mátt og megin íslenzkra bænda eru ekki hornsteinar landbúnaðarins £ Tímanum, heldur öfund og bar- lómur. Eina stefnumál Framsóknar? f Alþýðublaðinu í gær er for- ustugrein helguð Framsóknar- flokknum. Þar segir: „Framsóknarflokkurinn stend- ur utan gátta í íslenzkum stjórn- málum, og finnur því meira til einangrunar sinnar, sem hún stendur lengur. Þegar samkomu- Iagið milli ríkisstjórnar og laun- þegasamtakanna var gert síðast- liðið vor, var Framsókn ráðalaus utan hjá og tók engan þátt í hinu sögulega samkomulagi. Nú hafa farið fram viðræður um skatta- og útsvarsmálin, og enn stendur Framsókn utan við — einangr- uð. Það er sama hvaða vanda ber að höndum. Framsóknarmenn virðast ekki kunna nema eitt ráð. Þeir leggja alltaf til, að skipuð sé ný nefnd með þátttöku fram- sóknarmanna. Það á að leysa all- an vanda. Hvað kostar Framsókn Einhvern veginn hefur farið svo, að þessi eilífðartillaga er ekki sérlega spennandi, og menn sjá ekki, hvaða lausn slíkar nefndarskipanir mundu verða. Þvert á móti hefur ríkisstjórn átt viðræður við launþegasamtökin, ASÍ og BSRB, og skipað nefnd með þeim til að f jalla um skatta- málin. Það eru réttir aðilar til að koma fram fyrir hönd laun- þega. Skipstjórar og útvegs- menn úr Eyjum ganga á fund ráðherra Vilja togveiðiheimild f ÖÆRMORGUN gengu sex skipstjórar og útvegsmenn í Vestmannaeyjum á fund Emils Jónssonar, sjávarútvegsmála- ráðherra, og í gærdag gengu þeir á fund Jóhanns Hafsteins, dóms- málaráðberra. Erindi þeirra var að fara fram á heimild til tog- veiða innan takmarkaðra svæða innan núverandi fiskveiðilög- sögu undan Suðurlandi. logveiðum í landhelgi að undan- förnu. Vestmannaeyingarnir telja sig hafa verið nauðbeygða til þess að veiða innan land- helgi, þótt það kosti réttarhöld og sektir, en nú verði ekki leng- ur við núverandi ástand unað. Telja þeir sjálfsagt að veita heimildina, því að hér sé um bátakost að ræða, sem ella yrði ekki nýttur, og engin hætta sé á ofveiði. Vestmannaeyingarnir kynntu Að öðru leyti vísast til grein- ar Kristjáns Gíslasonar á bls. 6 í Morgunblaðinu í dag. Togliotti í stoð Stovropol Moskvu, 28. ág. AP • Æðsta ráð Sovétríkjanna hef- ur ákveðið að skíra borgina Stavropol upp að nýju og nefna hana eftir hinum látna ítalska kommúnistaleiðtoga Palmiro Togliatti. Ýmislegt bendir til þess, að kommúnistar séu að gefast upp á samstarfi við framsóknarmenn í stjórnarandstöðu. Framsókn kann að selja sig dýrt, og hún hefur jafnvel gert kröfur á hend- ur kommúnistum um greiðslu fyrir samstarfið. Þannig hefur tekizt að kúga kommúnista til að taka framsóknaragent sem starfs- mann inn á skrifstofu Alþýðu- sambandsins, og nú heimta fram- sóknarmenn einnig að fá mann inn á skrifstofu Dagsbrúnar. Það er mikið áfall fyrir stjórn- málaflokk, að standa utan við málin í einangrun, eins og Fram- sókn verður nú að þola. . .“ ráðherrunum skoðanir sínar og t málstað, en lögðu ekki fram Erns og frá hefur verið skýrt' ákveðnar kröfur. Hins vegar í fréttum, hafa allmargir Eyja-'munu þeir bráðlega leggja fram bátar verið teknir að ólöglegum greinargerð í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.