Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 1
28 sídtir
Háþróaðasta orrustuvél heiir.s, brezka vélin T S R 2, verður reynd innan skamms á Boscome Downs í Hampshire í Englandi.
Hún flvgur meira en tvisvar sinnum hraðar en hljóðið og fer að líkindum í meira en 70.000 feta hæð. Hinn í'ókni vopna-
búnaður TSR 2 er þannig úr garði gerður, að vélin getur heitt hvort heldur kjarnorkuvopnum eða venjulegum vopnum
með stakri nákvæmni hvort heldur er um er að ræða fast skotmark eða hreyfanlegt.
Inönu segir stuðning Grikkja við
Makarios vel geta valdið styrjöld
ir fengju 50 ferkílómetra svæði
á Cape Greco fyrir herstöð og
sömuleiðis annarri tillögu þar
sem gert var ráð fyrir samein-
ing'u Kýpur við Grikkland. Bæði
löndin höfnuðu endurskoðuðum
Framhald á bls. 23.
Krúsjeff
til Bonn
Bonn, I>ýzkalandi, 3. sept.
AP, NTB.
NIKITA Krúsjeff, forsætisráðh.
Sovétríkjanna hefur þegið boð
v-þýzku stjórnarinnar um að
koma til Bonn til stjórnmálavið-
ræðna við Ludwig Erhard kanzl
ara, að því er fréttastofa stjórn-
arinnar hermdi í dag.
Ekki er vitað hvenær af heim-
sókninni verður, en ólíklegt er
talið, að það verði fyr en afstaðn
ar eru forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum .
Lengi hefur verið rætt um
heimsókn rússneska forsætisráð-
herrans til Bonn og var það á)it»'»
margra að heimsókn tengdasonar
hans, Alexis Adsjubeis til Vestur
Þýzkalands í sumar er leið, hefði
verið eins konar formáíi að fyrir.
hugaðri heimsókn Krúsjeffs
sjálfs. Adsjubei lét svo ummielt
í viðræðum sínum við Erhard,
að Krúsjeff teldi að margt gott
gæti leitt af fundi leiðtoganna
tveggja.
Vestur-Þjóðverjum er umhugað
um að dagskrá fyrirhugaðra
funda leiðtoganna verði eins yfir
gripsmikil og kostur er og vilja
m.a. að rædd verði öll vanda-
málin í sambandi við sameiningu
Þýzkalands.
Bretar og Bandaríkjamenn
vondaufir um samkomulag
Ankara, 3. september, AP.
ISMET Inönu, forsætisráðherra
Tyrklands, varaði menn við því
í dag, að stuðningur Grikkja við
Makarios Kýpurforseta og mál-
slað hans, gæti hæglega leitt til
styrjaldar milli Grikklands og
Tyrklands. Inönu sagði þetta í
ræðu, er hann flutti á þingfundi
i Ankara í dag og var ræðunni
útvarpað. Sagði forsætisráðherr-
ann. að ef styrjöld brytist út yrði
Kýpur hverfandi lítill hluti
heildarmyndarinnar og telja
9. októbei
dagur Leiis
heppna
I Washington, 3. sept. NTB. \
I LYNDON B. Johnson, Banda ;
§ ríkjaforseti lýsti í dag 9. okt. É
i opinberan hátíðisdag í Banda i
| ríikjunum til minningar um =
I Amerikufund Leifs Eiriksson- |
I ar fyrir mær 1000 árum. Skrif §
I aði forsetin* undir tilskipun =
| þessa efnis í dag, en þingið \
| hefur áður lagt blessun sína i
| yfir hana. i
| 9. október í ár og héðan í i
| frá verða því fánar dregnir i
| að hún á öllum opinberum 5
| byggingum í Bandaríkjunum §
* og forsetinn bað landsmenn i
I einnig minnast dagsins í i
í skólum og kirkjum. Johnson i
: komst svo að örði í da.g að hin §
| betjulegu ævintýri norrænu |
| vikinganna á timum Leifs \
i heppna hlytu að vekja hljóm i
| grunn i hjörtum Bandaríkja- i
I mamxa allra, ekki sízt nú, |
er þjóðin ynni að ekki siður i
ævintýralegum rannsóknum á i
! hiirni endaiau.su víðáttu him- j
i ingeimsins.
menn það merki þess að Tyrkir
myndu ekki einskorða hugsan-
lega styrjöld við Kýpur heldur
telja sig eiga ekki síður sökótt
við Grikkland.
Inönu lauk lofsorði á afstöðu
Bandaríkjanna og kvað þau hafa
gert sitt itrasta t.il að leysa Kýp-
urdeiluna, en augljóst væi'i, að
meira þyrfti til.
Þá sagði Inönu frá því opin-
berlega í fyrsta skipti, hvað hefði
legið til grundvallar viðræðun-
um í Genf, sem Sameinuðu þjóð-
irnar og Bandaríkin áttu hvað
mestan þátt í að af varð, og
þeirri þróun mála er leiddi til
loftárásar Tyrkja á Kýpur í fyrra
mánuði. Kvað forsætisráðherr-
ann Grikki og Tyrki hafa sam-
þykkt, að láta ekkert uppskátt
um tillögur þær, er bandaríski
málamiðlunarmaðurinn Dean
Acheson hafði lagt fram, en að
Makarios Kýpurforseti hefði sagt
frá því sem honum hefði borizt
til eyrna frá grísku stjórninni.
Makarios hafði neitað fyrstu til-
lögunum, sem voru á þann veg,
að Tyrkir fengju fasta herstöð
á eynni og tryggður væri réttur
tyrkneska minnihlutans þar m.a.
með sjálfsstjórn margra tyrk-
neskra bæja. Inönu kvað Tyrki
hafa aftur á móti samþykkt til-
lögur þessar sem grundvöll frek-
ari viðræðna, en þeir hefðu hafn
að tillögum Grikkja um að Tyrk-
Robert Kennedy seg-
ir af sér embætti
Segni á batavegi
Róm, 3. sept. AP.
ANTONIO Segni, ítalíuforseti er
nú sagður á batavegi, þó hægt
fari, og hafa læknar hans hætt
daglegum fundum um líðan hans,
sem verið hafa við líði síðan for
setinn fékk heilablóðfall 7. ágúst
síðastl.
Washington, 3. sept. — AP.
ROBBRT F. Kennedy skýrði frá
því í dag, að hann heföi sagt af
sér embætti dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna. Kennedy er
fyrsti maðurinn úr stjórn John-
sons forseta til þess að segja af
sér, en allir voru þeir sem í
stjórninni sitja, skipaðir af hin-
um látna forseta, John F. Kenne
dy, eldra bróður Roberts.
Kennedy átti fund með John-
son forseta síðdegis í dag og
sagði fréttamönnum frá ákvörð-
un sinni skömmu síðar.
Johnson forseti lauk miklu
lofsorði á störf Kennedys i þágu
landsins er hann veitti lausnar-
beiðni dómsmálaráðherrans v ið-
töku og sagði að í tíð hans hefði
embættið aukið mjög hróður
sinn.
Robert Kennedy hefur þegar
hafið kosningabaráttuna fvrir
sæti fulltrúa New York ríkis í
öldungadeildinni, en það sæti
skipar nú Kenneth B. Keating,
sem er repúblikani, en ekki fylgj
andi Goldwater. Kennedy sagð-
ist vita það fyrir, að barátta sin
fyrir sæti þessu yrði hörð, en því
væri á annan veg farið með kosn
ingabaráttu Johnsons forseta. Fór
Kennedy lofsorðum um forset-
ann og þakkaði honum vináttu
og hlýhug í garð Kennedy-fjöl-
skyldunnar.
Deilt um birtingu minnis-
blaða Togliattis
Hóm, 3. sept. — (AP-NTB)
TALSMAÐUR ítalska
kommúnistaflokksins
skýrði frá því í dag, að á
föstudagskvöldið myndi
flokkurinn birta eftirlátin
skrif flokksleiðtogans Pal-
miro Togliatti, sem lézt á
Krím í fyrra mánuði, svo
sem kunnugt er.
Að söjrn sumra manna í
Róm er hér uni að ræða
skrif Togliattis til Krúsjefís
varðandi deilur Moskvu ©g
Peking og er Togliatti sagður
halda þar mjög fram sjálf-
ræði kommúnistaflokkanna
og mæla með meira frelsi
innan rússneska kommúnista
flokksins sjálfs.
Leonid Brezhnev, fyrrum
forseti Sovétríkjanna er sagð
ur hafa fyrzt yfir því að skrif
þessi væru sett á prent. Hefði
honum verið kunnugt um
þau áður og beðið þess að
þau kæmu ekki fyrir almenn-
ingis sjónir. Heimildarmenn í
Róm segja að minnisblöð
Togliattis séu sprengja sem
sovézkir kommúnistar reyni
af öllum mætti að koma í
veg fyrir að springi.
Minnisblöð þessi eru ný af
nálinni og er Togliatti sagður
hafa skrifað þau í fyrra mán-
uði skömmu áður en hann
lézt.
ítalska blaðið L’Espresso,
sem á að baki góða beimild-
armenn meðal vinstri sinna,
segir einn fréttamanna sinna
hafa náð að lesa minnisblöð
þessi og sé þetta helzt mark-
verðast í þeim:
— að Togliatti sé enn á
moti alþjóðlegri ráðstefnu
konmmúnistaflokkanna og ótt-
ist að hún myndi leiða tii
Palmiro Togliatti
meiri sundrungar með flokk- =
unum.
Framhald á bls. 3
Jiiiiiii»iiii»i»iii»iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimimiiiuiimmiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiMiiii!F.,iimiiiiii>iiiimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimiiimiimiiiiiiiiiiitiimig»