Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 16
16
M O RG U N BLAÐIO
Föstuöagur 4. sept., 1964
Verkstæðispláss óslcast
Verkstæðispláss 50—100 ferm. óskast til leigu eða
kaups. — Uppl. í síma 24-700.
5 herb. íbúð
óskast til ieigu fyrir 1. október. —
Uppl. í síma 33929.
Hjúkruiiarkoviur
Deildarhjúkrunarkonu vantar á Sjúkrahús Skag-
firðinga, Sauðárkróki. Nánari upplýsingar gefur
yfirlæknir sjúkrahússins.
AfgieiSsIustúlka óskost
Óskum eftir duglegri afgreiðslustúlku nú þegar. —
Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 3—4 í dag.
Marteinn Eínarsson & Co.
Foto- t gardínudeild Lougavegi 31 - Sími 12816
Starísstúlka óskast
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni.
SjúkraKúsið SÓL.HEIMAR.
Bókbandsnám
Reglusamur og duglegur piltur óskast strax til náms
í bókbandi. Svar, merkt: „Bókband — 4137“, send-
ist afgr. Mbl.
HÖFUM VERIÐ BEÐNIR AÐ SELJA
J J ^ <-J f / - bifreið árg. 1963.
Bifreiðin er tvílit, hvít með gráan topp,
teppi á gólfum; útvarp, plötur undir
„variomatic“. Ekin 8. þús. km.
Bifreiðin er til sýnis hjá okkur frá kl.
2 — 4 e.h. í dag. Þeir, sem hefðu áhúga
á þessu eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við Gunnlaug Jóhannsson í síma
24000.
: Johnson &Kaaber %
Sætúni 8 — Sími 24000.
Sfötugur í dlag
Guðmundur Marteinsson
rafmagnseftirlitsstjóri rikisins
GUÐMUNDUR Marteinsson, raf
magnseftirlitsstjóri ríkisins er
sjötugur í dag. Er þetta bar á
góma meðal vina hans, drógum
við í efa að þetta gæti rétt verið,
því, engin ber hann þess merki,
hvorki í sjón né raun. Hann er
jafn léttur í spori og léttur í
iund eins og við vinir hans mun
um hann undanfarin 30 ár, eða
frá því hann hvarf aftur heim til
lósturjarðarinnar, eftir að hafa
dvalið meira en helming ævi sinn
ar með öðrum þjóðum.
Guðmundur er fæddur í Rvík
4. sept. 1894. Ungur að árum fer
hann utan, tekur stúdentspróf í
Stavánger 1917 og lýkur prófi í
x-afmagnsverkfræði í Þrándheimi
1922. Hann starfar sem verkfræð
ingur hjá Norsk Siemens A/S
um eins árs skeið, heldur þá
vestur um haf og vinnur að verk-
fræðistörfum í 12 ár samfleytt
hjá ýmsum þekktum fýrirtækj-
um í Ameríku, allt fram til árs-
íns 1935, er hann kemur aftur
heim til íslands.
Guðmundur byrjar að starfa
hjá Raftækjaeinkasölu ríkisins
og verður forstjóri hennar
1936-1940, eða þar til hún hættir
störfum. Á þeim árum erum við
samstarfsmenn og tókust þá
strax með okkur góð kynni, er
haldist hafa æ síðan. Frá
1940—1945 starfar Guðmundnr
aðallega að verzlunarstörfum,
stofnsetur eigið heildsölufyrir-
tæki 1945, vinnur hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur öðnx hverju
1948-52, hjá Metcalí Hamilton á
Keflavíkurflugvelli 1953-54, unz
hann er ráðinn rafmagnseftirlits-
stjóri rikisins 1954. Þetta fer nú
að bera keim af eftirmælum og
er því bezt að víkja máli sínu
eitthvað nær hinum síkvika og
glaðværa manni.
Við heimkomu Guðmundar
1935, var hér margt með öðru
sniði en nú er. Þá voru hér
kreppuár með atvinnuleysi og
mun þrengri kosti en nú þekkist.
Mér er enn í minni, að skömmu
eftir að fundum okkar bar fyrst
saman og ég hafði verið að
spyrja Guðmund um fortíð hans,
og hann var að segja mér frá er-
lendum fyrirtækjum er hann
hafði unnið hjá, að mér varð á
að spyrja, hvort hann sæi nú
ekki eftir því að hafa horfið frá
þessu og flutt sig hingað heim
í allsleysið. Ég minnist alltaf hins
ákveðna svars hans og augnatil-
lits, er hann sagði: „Nei, það er
siður en svo“. Mér var þá ekki
Kunnugt um hve mörg hugðar-
efni hann átti, en varð þess brátt
var, við nánari kynni.
Hann hafði mikinn áhuga á
öllum ræktunarmálum og ekki
hvað sízt skógrækt. Félagslynd-
ur hefur Guðmundur alla tíð
verið, enda tekið mikinn þátt í
félagsstarfsemi, verið formaður
Verkfræðingafélags íslands, í
stjórn Skógræktarfélags Islands
og formaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur frá stofnun þess
1946. _
Guðmundur er söngmaður
ágætur og hefur verið sjáifsagð-
ur forsöngvari í góðra vina hópi,
á samkomum og skemmtifundum
verkfræðinga og skógræktar-
manna. Er hann þá hrókur alls
fagnaðar, og liggur ekki á liði
sínu.
Hann er einarður í skoðunum,
óhræddur að segja áiit sitt og
ver mál sitt drengilega.
Við vinir Guðmundar sendum
honum, hans ágætu konu, frú
Ólafiu Hákonardóttir og dætrum
þeirra, okkár beztu árnaðaróskir
og vonum að hann megi enn um
ókomin ár búa við góða heilsu til
líkama og sálar.
Jón Á. Bjarnason.
Velrarkáptir —
hellsárskápur
DRAGTIR — REGNKÁPUR. — Ný sending af
enskum vetrar- og heilsárskápum með skinnum og
skinnlausar, bæði fyrir ungar og eldri dömur. —
Tweet-dragtir, regnkápur. Mjög hagkvæmt verð.
Dömubúðin Laufið, Austurstræti 1.
Rösk stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í matvöruverzlun.
Birglsbúll
Ránargötu 15. — Sími 13932.
Shólolólk
vekjoiak lukkox
Vandaðar vekjaraklukkur nýkomnar.
MAGNÚS E. BALDVINSSON
Laugavegi 12 og Hafnargötu 35, Keflavílc.
LAUGAVEGSíEÍIaPÓTEK
Bieytingoi d símunt
Frá og með föstudeginum 4. september breytast
símar okkar á eftirfarandi hátt:
Laugavegs Apótek
24045
Samband frá skiftistöð:
— receptur (læknasimi)
— almenn afgreiðsla
— skrifstofa
— apótekari
— yfirlyf jafræðingur
— fulltrúi
— skrifstofustjóri
Eftir kl. 17:
— receptur 24046
— aimenn afgreiðsia 24047
Beint samband:
— receptur og nætursími 24049
Heimasímar:
Oddur C. S. Thorarensen apótekari 23832
Werner I. Rasmusson yfixlyfjafræðingur 36316
Helgi Þorvarðarson lyfjafræðingur 18466
Guðjón B. Jónsson fulítrúi 19408
Árni Ágústsson skrifstofustjóri 50709
GARÐAR GÍSLASON H F.
11500 BYGGINGAVÖRUR
Mófavír
Bindivír
H V E RFISGATA 4-6