Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. sept. 1964
fltaðgmtfrlftfrifr
Útgefandi:
Framkvaémdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslust j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VANDAMAL
NORÐLENDINGA
uzJtAm
Fréttir frá S.t1.:
Þróunarsjððurinn
fær nýtt fjármagn
17'aupstaðir og kauptún á
Norðurlandi vestra og við
Húnaflóa eiga nú við veru-
lega atvinnuerfiðleika að
etja, í senn vegna aflatregðu
á þorskveiðum undanfarin
misseri og síldarleysis í sum-
ar. Þau byggðarlög sem þarna
er um að ræða eru fyrst og
fremst Siglufjörður, Sauðár-
krókur, Skagaströnd, Hólma-
■ vík og Drangsnes.
Á sl. vetrarvertíð var afli
með eindæmum tregur í þess-
um landshluta og dró það að
sjálfsögðu mjög úr atvinnu
fólks í landi. í sumar hefur
svo síldveiði verið sáralítil
fyrir Norðurlandi og síldar-
söltun t.d. stórum minni á
Siglufirði en að jafnaði áður,
þegar Siglufjörður hefur ver-
ið miðstöð síldariðnaðar og
síldarsöltunar í landinu.
Bæjarstjórnir og hrepps-
nefndir á þessu svæði hafa
gert sér þetta vandamál Ijóst.
Einstök byggðarlög hafa þeg-
ar fengið nokkra fjárhagslega
aðstoð vegna erfiðleika þeirra,
en sjálft vandamálið af völd-
um aflatregðunnar er óleyst.
Verður vitanlega að snúa sér
'að því af fullri festu að leysa
það eftir því sem mögulegt er.
Það er að vísu ekki ný saga,
að léleg aflabrögð valdi ein-
stökum landshlutum erfiðleik
um á landi hér. Öllum er ljóst,
að það er verulegum vand-
kvæðum bundið að bæta í
skjótu bragði úr atvinnuerfið-
leikum af völdum aflabrests.
Fiskiðnaðurinn er undirstöðu
atvinnugrein í flestum ef ekki
öllum þeim kaupstöðum og
kauptúnum, sem áður voru
nefnd. Þegar hann fær ekki
hráefni er vá fyrir dyrum.
Engú að síður er margt
hægt að gera sem léttir þess-
um byggðarlögum erfiðleika
þeirra. Umfram allt verður að
snúa sér að því að gera at-
vinnulíf þeirra fjölbreyttara
og afkomu fólksins ekki eins
háða sjávarafla eins og verið
hefur. Á Siglufirði þarf til
dæmis að leggja höfuðáherzlu
á að Tunnuverksmiðja ríkis-
ins, Síldarverksmiðjur ríkis-
ins og Niðurlagningarverk-
smiðja þeirra verði starfrækt-
ar. Er síður en svo óhugsandi
.að aflá hráefnis til fiskiðnaðar
fyrirtækjanna með því að
flytja það frá öðrum lands-
hlutum. Síldarflutningar milli
landshluta hafa verið tíðkaðir
og eru tíðkaðir.
FLEIRI STOÐIR
jRrýna nauðsyn ber til að
þessi vandamál öll verði
tekin til eins skjótrar úrlausn-
ar og frekast er kostur. Eins
og áður er sagt er hér ekki að-
eins um að ræða vandamál
Siglufjarðarkaupstaðar, sem
er stærsta byggðarlagið á
þessu svæði, heldur annarra
kaupstaða og kauptúna á
Norðurlandi. Sjávarútvegur-
inn mun að sjálfsögðu verða
undirstöðuatvinnuvegur þess-
ara byggðarlaga framvegis
sem hingað til. En renna þarf
fleiri stoðum undir atvinnu-
líf þeirra. Þar þarf að byggja
upp ný iðnfyrirtæki og
tryggja rekstur þeirra, sem
fyrir eru. Yfirleitt má segja,
að höfuðnauðsyn sé á því að
auka iðnrekstur út um landið.
Víða er hægt að gera það með
því að vinna betur úr sjávar-
afla, hagnýta hráefni útgerð-
arinnar miklu betur en nú er
gert, auka niðursuðuiðnað og
gera afurðir sjávarútvegsins
verðmætari en þær eru í dag.
Það er staðreynd, sem ekki
verður sniðgengin, að skjót-
virkasta leiðin til þess að auka
útflutningsverðmæti þjóðar-
innar og gjaldeyrisöflun er
efling fiskiðnaðarins og betri
hagnýting þess hráefnis, sem
aflað er á íslenzkum fiskimið-
um.
AF UTLU AÐ
STÁTA
17’ ommúnistar og Fram-
sóknarmenn hafa vissu-
lega af litlu að státa,, þegar
um er að ræða framkvæmdir
vinstri stjórnarinnar í land-
helgismálinu. Stærsta sporið
sem stigið hefur verið til
vérndunar íslenzkum fiski-
miðum var stigið, þegar Ólaf-
ur Thors gaf árið 1952 úr
reglugerðina um lokun flóa og
fjarða og fjögurra míina fisk-
veiðilandhelgi frá grunnlín-
um. Þá þýðingarmiklu ráð-
stöfun tókst með fyrirhyggju
og lagni að framkvæma án
þess að til teljandi árekstra
kæmi við erlendar fiskveiði-
þjóðir, sem sótt hafa á íslands
mið.
Allir fslendingar voru að
sjálfsögðu sammála um 12
mílna fiskveiðitakmörk. —
En sjávarútvegsmálaráðherra
vinstri stjórnarinnar hagaði
framkvæmdum sínum þannig,
að gildistaka 12 mílna tak-
markanna leiddi stórkostlega
hættu yfir íslénzka sjómenn
og stefndi friðunaraðgerðum
íslendinga á fiskimiðum sín-
um í mikla hættu. Lúðvík Jós
efsson hafði meiri áhuga á því
að skapa illindi og úlf úð milli
Alþjóðlegi þróunarsjóðurinn
(IDA) tilkynnti 8. júlí sl., að
formsatriðum í sambandi við
aukningu sjóðsins um 750 milljón
ir dollara hefði nú verið full-
nægt 12 rikí höfðu þá tilkynnt,"
að þau mundu leggja fram yfjr
800 milljónir dollara, en sú lág-
marksupphæð var skilyrðið sem
sjóðstjórnin hafði sett fyrir
aukningu hans. Af ríkjunum 12
ætluðu Bandaríkin að leggja
fram 312 milljónir, Bretland 96,6
mil'ljónir, og Vestur-Þýzkaland
72,6 milljónir dollara. Framlag
Danmerkur nemur 7,5 Noregs 6,6
og Svíþjóðar 15 milljónum doll-
ara.
Búizt er við að fjögur lönd til
viðbótar tilkynni síðar væntan-
ieg framlög sín, þeirra á meðai
Finnland með 2,29 milljónir doll-
aya.
Upphaflegur höfuðstóll Allþjóð
lega þróunarsjóðsins var 790,9
milljónir aollara. Til þessa hefur
sjóðurinn veitt vaxtalaus lán,
sem nema 778,3 milljónum doli-
ara, til vegagerðar, áveitugerðar,
skólabygginga, orkuvera og- ann-
Skólamót
DAGANA 6.—8. ágúst var haldið
skólamót í Árósum í Danmörku
og þess minnzt sérstaklega, að á
þessu ári, eða nánar tiltekið hinn
29. júlí, eru liðin 150 ár frá því
að fyrst var sett almenn skóla-
tilskipuh í Danmörku. Danska
kennarasamibandið hafði veg og
vanda að móti þessu í samráði
við Menntamálaráðuneytið og
nokkurri fiárhagslegri aðstoð úr
rikissjóði Dana.
Mjög var vandað til móts
þessa. Konungshjónin voru við-
stödd við opnun mótsins ásamt
tveimur dætrum stnum, en rfkis-
arfinn var við fornleifagröft ein-
hversstaðar í Danaveldi. Mennta-
málaráðherrann, Helveg Peter-
sen og Stinus Níelsen, form.
kennarasambandsins, fluttu ræðu
við opnunina. Barnakór og
blandaður kór kenrtara söng all-
mörg Ijóð og lög, er notuð höfðu
verið í skólum á þeim 150 árum,
sem liðin eru síðan skólatilskip-
unin var sett og vakti sá fi-utn-
ingur mikla athygli.
Fkitt voru nokkur erindi á
íslendinga og bandalagsþjóða
þeirra en að koma 12 mílna
fiskveiðilandhelgi á með frið-
samlegum og skaplegum
hætti. Þegar vinstri stjórnin
hrökklaðist frá völdum ríkti
vandræðáástand á íslenzkum
fiskimiðum. Það kom í hlut
Viðreisnarstjórnarinnar að
léysa það vandamál eins og
fjölmörg önnur. Henni tókst
að afla viðurkenningar Breta
og annarra fiskveiðiþjóða á
12 mílna fiskveiðitakmörkun-
um og halda jafnframt öllum
arra áþekkra framkvæmda í 22
vanþróuðum löndum.
Framlenging á eftirliti í Jemen
Eftirlit Sameinuðu þjóðanna í
Jemen var framlengt um tvo
mánuði til 4. septemiber eftir við-
ræður við ráðamenn í Saudi-
Arabíu og Arabíska sambands-
lýðveldinu og við meðlimi Ör-
yggisráðsins, segir í skýrslu sem
U Thant framkvæmdastjóri birti
2. júlí.
Ástandið í Jernen var með
tiltölulega kyrrum kjörum í maí
og júní, segir í skýrslunni, en
framkvæmdastjórinn kveðst sann
færður um, að ekki muni miða
í átt til betra samkomulags, frið-
ar og aukins samstarfsvilja nema
því aðeins að hægt verði að koma
til leiðar samningsviðræðum
milli fulltrúa ríkisstjórnanna í
Saudi-Arabíu og Arabíska sam-
bandslýðveldinu, þ.e.a.s. milli
Feisals krónprins og Nassers for-
seta. Ekkert bendi þó til þess, að
slíkra viðræðna sé að vænta í
náinni framtíð.
U Thant telur að eftirlit Sam-
jr
í Arósum
skólamóti'nu og þá fyrst og
fremst urii aðdraganda að setn-
ingu skólatilskipunarinnar og þá
þróun, er orðið hefur í fræðslu-
málum þjóðarinnar í.hálfa aðra
öld. Gestir mótsins sátu fagnað
hjá menntamálaráðherra og for-
manni danska kennarasambands-
ins og borgarstjórn Árósa bauð
öllum þátttakendum, sem voru
um 1100, til kaffidrykkiju í ráð-
húsinu.
Helgi Elíasson, fræðslumála-
stjóri og Skúli Þorsteinsson,
form. sambands íslenzkra barna-
kennara voru boðnir sem full-
trúar íslands. Dagana fyrir mót-
ið sátu þeir einnig fulltrúaþing
danska kennarasambandsins.
Haldin var athyglisverð sýning
á ýmiss konar kennslutækjum í
sambandi við mótið. I lokaræðu
sinni á skólamótinu gat Stinus
Níelsen, formaður danska kenn-
a rasa mibandsins þess, að á næsta
sumi'i yrði í fyivsta sinn haldið
norrænt skólamót á- íslandi og
hvatti hann iheyrendur sina til
þess að sækja það mót.
dyrum opnum til áframhald-
andi friðunaraðgerða.
Kommúnistar og Framsókn
armenn höfðu haft í frammi
allskonar fáránlegar fullyrð-
ingar um það, að Viðreisnar-
stjórnin hyggðist veita Bret-
um áframhaldandi heimild til
þess að veiða á takmörkuðum
svæðum innan 12 mílnanna,
þegar samningurinn við þá
frá 1961 rynni út. Vitanlega
reyndust þessar staðhæfingar
staðlausir stafir. Samningur-
inn við Breta er runninn út,
réttur íslendinga til fiskveiða
einuðu þjóðanna hafí stuðlað aS
því að bægja frá hættunni á
ófríði í Jemen, enda þótt þaS
hafi verið mjög takmarkað. Han.n
benti hins vegar á, að sér mundt
reynast torvelt að mæla með
áframhaldandi eftirliti SÞ
REBECCA WELL.ES, nítján ára
dóttir Ritu Hayworth og Orsoa
Welles, kynntist Michael Flores
í Pasadena í Californíu þar setn
þau ganga bæði á leikskóla, (því
Rebecca vill verða leikkona eina
og Rita) og nú eru þau trúlofuð
cg ætla að giftast bráðum. Unn-
usti Rebeccu er tveimur árum
eldri en hún.
• De Gaulle ræðir við
Laosprinsana
París, 2. sept. (NTB).
DE GAULLE Frakklandsfor-
seti hefur ákveðið að ræð*
við Souvanna Phouma, prins,
hinn hlutlausa forsætisráð-
herra Laos, n.k. miðvikudas
og á föstudaginn mun forset-
inn ræða við Soupanouvong,
prins, leiðtoga Pathet JLa®
kommúnista.
Prinsarnir frá Laos hafa aS
undanförnu ræðzt við í París,
en þeim hefur ekki tekizt aS
ná samkomulagi um lausn
deilumálanna i Laos. Gert er
ráð fyrir að De Gaulle mnni
l«SSja fram málamiðlunartil-
lögur þegar hann ræðir viS
leiðtoga hiutlausra og konirn-
únista, en hann hefur ens
ekki boðað hægrisinnaða
prinsinn Boum Oum á ><nn
fund.
HVEITISKORTUR
Nýja Delhi, 1. sept. (NTB)
Mikill hveitiskortur ríkir &
Indlandi, og hefur stjórnin
skorað á Breta og Bandaríkjn
menn að snúa við kornskipuoo
á leið til annarra landa *c
senda þau tit Indtands.
innan 12 mílna markanna ar
óskoraður, grunnlínur haf»
verið færðar út og friður rík-
ir milli íslendinga og ná-
grannaþjóða þeirra um þessi
mái. .
Þetta eru þær staðreyndír
sem mestu máli skipta. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
ættu að fjölyrða sem minnsfc
um frammistöðu sína í land-
helgismálinu. — íslendingar
muna ráðleysi þeirra og þau
vandræði, sem þeir leiddu yf-
ir þjóðina með ábyrgðarleysi
vinstri stjórnarinnar.