Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 2
MORG UN BLA&IIÐ
Föstudagur 4. sept. 1964
Árás á mann í Stórholti
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiir-
í FYRRAKVÖLD klukkan rúm-
lega 11 var gerð skipulögð árás
á mann í Stórholtinu. Voru þar
tveir piltar að verki og hugðust
þeir ræna af manninum, Hall-
dóri Jóhannssyni, Stórholti 30,
peningatösku, sem hann hafði
með sér heim úr vinnu, en hann
starfar við benzinafgreiðslu hjá
vörubílastöðinni Þrótti. Sátu pilt
arnir fyrir Halldóri í Stórholt-
inu, og réðust á hann, ,en í stað
peningatöskunnar, sem þeir hugð
ust ræna, höfðu þeir á brott með
sér innkaupatösiku með kaffi-
brúsa og matarbita, sem Halldór
hafði einnig meðferðis.
jEr Halldór kærði þessa árás
til rannsáknarlögreglunnax,
akýrði hann svo frá, að í fyrra-
kvöld hefði hann ætlað að aka
heim frá benzínafgreiðslunni um
ellefu-leytið. Þegar hann hafði
ekið stuttan spöl, varð hann þess
var, að einn hjólbarðinn var næst
um vindlaus. Lagði Halldór því
bílnum og fór af stað fótgang-
andi heim á leið með töskurnar
tvær. f Stórholtjnu veitti hann
athygli pilti í ijósmóleitri, stuttri
kuldaúlpu, og fylgdi sá Halldóri
eftir. Á móts við Stórholtsbúð-
ina kom annar piltur fram úr
húsasundi og gekk í áttina að
Halldóri og gaf hinum í kulda-
úlpunni merki. Réðist hann þá
að Halldóri og sló hann undir
hökuna, þreif innkaupatöskuna
um leið úr hægri hendi Halldórs
og hljóp á brott, en Halldór hélt
peningatöskunni eftir í handar-
krikanum. Veitti hann ræningj-
anum eftirför, en missti af hon-
um. Hinn pilturinn hvarf aftur
inn í húsasundið.
Þegar þilturinn hafði slegið
Halldór, ók bíll um Stórholtið
og veifaði Halldór til han,s, en
bíllinn var ekki stöðvaður.
í peningatöskunni munu ha.fa
verið 15—20 þús. krónur, en í
innkaupatöskunni, sem ræning-
inn hafði á brott með sér, voru
kaffibrúsi, matarbiti og silfur-
skeið merkt H.J.
Hefur lögreglunni enn ekki
tekizt að finna árásarmennina.
Illlllllllllillllllllllllllllllllllllllilllllllillllllllllllllllllllll
„sem aldrei hefur birzt á
prenti“. Ræðunni fylgdi hann
úr hlaði með handskrifuðum
en fjölrituðum bréfum. Þá var
það sem skrattinn fór á stúf-
ana.
Steinbeck sagði í bréfi sínu
til Izvestia, að hánn hefði leit
að til félagaskrár Rithöfunda-
sambands Sovétríkjanna, sem
stóð að heimsókn Steinbecks
til Sovétrikjanna, um nöfn
fjölda manna sem hann hefði
kynnzt austur þar en ekki
munað lengur hvað hétu.
Ófyrirsjáanleg afleiðing
þessarar kurteisisskrifa Stein-
becks var 9Ú, að sérhver so-
vézkur rithöfundur, sem fékk
einta'k af ræðunni góðu og
bréfinu sem henni fylgdi, virt
Fundir heimssambands>
ins héldu áfram í gær
STJÓRNARFUNDUR lút-
herska heimssambandsins
hélt áfram í gær að Hótel
Sögu, og voru ýmis mál til
umræðu á fundunum bæði
fyrir og eftir hádegi, svo sem
útvarpsstöðin í Addis Abeba.
Á fundinum var dr. Franklin
Clark Fry kjörinn formaður
Fjársvika-
mál enn
FASTEIGNASALI einn í
Reykjavík hefur orðið uppvís
að fjársvikum, og hefur sak-
sóknari ríkisins mál hans nú
til afgreiðslu. Mu* málið vænt-
anlega ganga til sakadóms til
meðferðar á næstunni.
Málavextir eru þeir, að fast-
éignasalinn hafði með höndum
tvö skuldabréf að upphæð 660
þús. kr. Af þessu var búið að
greiða vexti og afborganir að
upphæð 90 þús. kr., sem við-
komandi maður hafði ekki stað-
ið skil á. Við rannsókn kom í
ljós að fasteignasalinn hafði
sett bréfin sem handverð fyrir
tveimur víxilskuldum að upp-
hæð samtals 310 þús. kr., og
heimilað eiganda víxlanna að ef
þeir yrðu ekki gzeiddir á gjald-
daga í byrjun júní, mætti hahn
selja skuldabréfin til lúkningar
skuldunum.
Fasteignasalinn greiddi ekki
víxlana, en eigandinn gerði út-
gefandanum aðvart um að sala
bréfanna væri á nœstu grösum.
Komst þá upp um svikin.
NMiHHiMiiiniiHmiiiitiiiiiHiiiiiiimiitMiiiimimiiimH
1 Tuomioja !il j
i Heisinki — I
= Helsinki, 3. september
| AP, NTB
1 SÁTTASEMJARI Sþ í Kýpur [
| deilunni, Finninn Sakari ;
i Tuomioja, var í dag fluttur |
= f ugleiðis frá Genf til Hels- :
_ inki í einkaflugvél. Engin \
E ástæða var gefin fyrir heim- \
E flutningi Tuomioja, sem enn =
| er alvarlega veikur, en hann ;
I fékk heilablóðfall svo sem i
i kunnugt er, 16. ágúst, fáum i
i klukkustundum áður en i
i hann sky.di leggja upp í sátta j
i ferð til Aþenu, Ankara og j
E Nicosíu.
E Með Tuomioja var kona i
E hans og dóttir og persónuleg- ;
| ur aðstoðarmaður, svissneski
| læknirinn sem stundað hefur
| sáttasemjarann í veikindum
i hans, yfirhjúkrunarkonan við
i sjúkrahúsið í Genf og finnsk
i hjúkrunarkona.
útvarpsráðs lútherska heims-
sambandsins í stað dr. Schi-
toz. Þá var samþykkt að
stofna sérstaka stofnun, sem
annast skal aðstoð við hinar
ýmsu kirkjur í sambandi við
útvegun sjálfboðaliða og
starfsmanna til stuttrar þjón
ustu.
í gærkjvöldi var síðan hald
in samkoma'í Þjóðleikhúsinu
og voru aðalræðumenn Mani-
kan frá Indlandi og dr. Sig-
urd Aske, útvarpsstjóri 1
Addis Ábeba. Biskup íslands
flutti ávarpsorð og dr. Schi-
otz og dr. Sohmidt-Clausen
skýrði tilgang og starfsemi
heimssambandsins. Þá söng
Sigurður Björnsson, óperu-
söngvari og ennfremur Poiý-
fónkórinn.
Að loknum fundum í dag
verða fluttar kvöldbænir í
Hallgrímskirkju af Bo Giertz,
biskup í Gautaborg.
Adsjubei límir aftur
„eggið” Steinbecks
Izvestia leiðréttir misskilning sprottinn
af kurteisisskriíum rithöfundarins
í NEW YORK TIMES í fyrra-
dag segir frá því, að málgagn
sovézku ríkisstjórnarinnar Iz-
vestia, lagði sig í líma við það
daginn áður, að leiðrétta mis-
skilning þann, sem bandaríski
rithöfundurinn og Nóbelsverð
launahafinn John Steinbeok
varð óvart valdur að.
Birti blaðið langt bréf frá
Steinbeck, þar sem hann biðst
afsökunar á því sem hann kall
ar „óskaplegan misskilning",
sem hann hafi orðið valdur
að eftir heimkomuna úr ferð
sinni til Sovétríkjanna í fyrra
haust.
Sagði Steinbeck, að eftir
heimkomuna hefði sig langað
til þess að þakka í einhverju
rithöfundunum, sem haft
hefðu allan veg og vanda af
heimsókninni og hefðu „öpnað
hjörtu sín“ fyrir honum. En
hann kvað sér hafa verið það
fullljóst, að ætti hann að
þakka hverjum og einum ein-
stökum, myndi það „taka æv-
ina alla“ og seinka kjörinni
vinnu hans að sama skapi.
Stokkhólmsræðan.
Hann tók því það til bragðs
að senda gestgjöfum sínum og
öðrum kunningjum eystra ein
tak af ræðu þeirri, er hann
flutti í Stokkhólmi 10. des.
1962, þegar hann tók við
Nóbelsverðlaununum. Stein-
beck sagði um ræðu þessa, að
hún væri „eina ræðan sem ég
hef flutt um ævina“ og skjal
ist ganga að því sem vísu, að g
hann væri sá eini sem Stein- 3
beck hefði viljað sýna slíka =
vinsemd. „Fjöldinn allur fór =
með þetta beint í aðaldag- =
, blaðið í heimabæ sínum og 3
báðu um að bréfið yrði birt“ 3
sagði Steinbeck, og bætti við 3
að þar hefðu þá einatt verið 3
komnir kollegar þéirra sömu 3
erinda, með sama bréfið í fór 3
um sínum og sömu ræðuna =
— þá sem Steinbeck flutti í 3
Stokkhólmi við afhendingu 3
Nóbelsverðlaunanna í desem- 3
ber 1962. „Og það var ekki =
nóg með það,“ sagði Stein- 3
beck, „heldur lenti þessi smá- 3
gjöf mín líka hjá fólki sem ég 3
hafði aldrei augum litið.“
Eins og eggjaskurn.
„Orðsending min og ágætar 3
fyrirætlanir fóru í þúsund 3
Framh. á bls. 21 =
iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiimiiiniiKr iiiimiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiijiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiim
Nokkrar verzlanir fá leyfi
fil kvöldsölu
frá borgarstjómarfuncl-
inurn 1 gær
Á borgarstjórnarfundinum í
gær var samþykkt ákvörðun
borgarráðs um að veita nokkrum
vcrzlunum í borginni leyfi til
þess að hafa opið til kl. 10 e.h.
skv. bráðabirgðaákvæði, sem
samþykkt var í vetur, þegar fja.ll
að var um afgreiðslutíma söiu-
búða. Þessi leyfi eru veitt sam-
kvæmt umsókn viðkomandi kaup
manna og var samþykkt í borgar
ráði með 4 atkvæðum fulltrúa
Sjálfstæðismanna og Framsókn-
armanna gegn 1 atkv. Kommún
ista. í borgarstjórn voru leyfin
staðfest með 11 atkvæðum Sjálf-
stæðisflokksins, Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins gegn 4
atkv. kommúnista og Sigurður
Magnússonar.
Verzlanirnar, sem fengið hafa
kvöldsöluleyfi eru þessar: Hlíð-
arkjör, Kambskjör, Matvörumið-
1715 tunnur
til Akruness
AKRANESI, 3. sept. — í nótt
fengu sex bátar héðan 1715
tunnur síldar. Skírnir fékk 325
tunnur, Haraldur 280, Sigrún
260, Höfrungur III. 90, Anna
hafði 450 tunnur og Sigurður
400. Þeir tveir síðasttöldu lönd-
uðu í Reykjavík. Höfrungur II.
fór í gær síðdegis á síld norð-
ur eða austur. — Oddur
stöðin, Jónskjör, Borgarkjör,
Nesbúðin og verzlarnirnar Árni
Einarsson, Kjöt og fiskur, Örn-
ólfur og verzlunin Grundarstíg
2A. Ennfremur Kjalafell, Lög-
berg, Hlíðakjör og Grensáskjör.
Ekki er Ijóst hvort allar þess-
ar verzlanir munu telja sig geta
notað leyfið vegria samninga
kaupmannasamtakanna við verzl
unarfólk í Reykjavík, en þar er
gert ráð fyrir því, að sölubúðum
sé lokað eigi síðar en kl. 6 e.h.
Um veitingu leyfa þessara urðu
nokkrar Umræður í borgarstjórn.
Sigurður Magnússon óskaði bók-
unar á því áliti sínu, að leyfin
mismunuðu verzlunum, vegna
þess að yfirgnæfandi meirihluti
verzlana treysti sér ekki til þess
að hafa opið vegna samningana
við Verzlunarmannafélag Reykja
víkur. Þá ætti borgarstjórn ekki
að stuðla að því, að einstakir
kaupmenn gangi á samningana
við verzlunarfólk um lokunar-
tíma.
Böðvar Pétursson, varafulltrúi
kommúnista, tók mjög í sama
streng. Væri varasamt að stuðla
að því, að kaupmenn gangi á
samningana við verzlunarfólk.
Birgir Isl. Gunnarsson minnti
á ýtarlegar umræður um þessi
efni í vetur, þegar fjallað var
um lokunartíma sölubúða, væri
ekki ástæða til þess nú að end-
urtaka það, þegar verið er að
fjalla um þetta mál nu í sam-
ræmi við fyrri samþykkt borgar-
stjórnar og staðfestingu ráðu-
neytis.
Birgir mótmælti þeim fullyrð-
ingum, að verið væri að etja
saman kaupmönnum og verzlun-
arfólki. Það væri óraunhæft að
ætla, að samþykktir borgarstjórn
ar og borgarráðs séu ávallt í sam
ræmi við einstaka kjarasamn-
inga eða samninga milli einstakl-
inga. Borgarstjórnin sé stjórn-
vald, sem verði að taka ákvarð-
anir í samræmi við hlutverk sitt
og kvaðst Birgir vona, að leyfin
af hálfu borgarstjórnar verði að-
ilum hvatning um að ná sam-
komulagi um kaup og kjör vegna
hinnar heimiluðu kvöldsölu.
Guðjón Sigurðsson undraðist
hótanir Böðvars f.h. verzlunar-
fólks og efaðist um umboð hans.
Það væri nauðsyn borgarbúa, að
verzlanir væru opnar að kvöfdi
til. Afstaða þeirra, sem stæðu
gegn því væri óraunhæf og stríði
gegn velferð borgarbúa.
Kviknuði í heyi
í Breiðdulshreppi
BREIÐDALSVÍK, 3. sept. — í
gærdag kviknaði í stórri hlöðu 1
Feilsási í Breiðdalshreppi. Bónd-
inn þar, Er-endur Björgvinsson,
telur, að um 700—800 hestar af
heyi hafi verið komið í hlöðuna
og allt að 100 hestar eyðilagzt
við brunann. Hús skemmdust
ekki. Heyið var ekki vátryggt
gegn sjálfsíkveikju, svo að tjón
er mikið. — Fréttaritari.
Þr jár togara-
sölur
ÞRIR togarar seldu í Þýzkalandi
s.l. miðvikudag. Hallveig Fróða
dóttir seldi í Cuxhaven 116 tonn
fyrir 70.800 mörk, Karlsefni seldi
í Bremerhaven 118 tonn fyrir
78.000 mörk og Þormóður goði
seldi í Kiel 121 tonn fyrir 80,011
mörk. Afli togaranna var aí
heimamiðum, fyrir SA-landi.
Þoka á
miðunum
TÍU skip höfðu tilkynnt síldar-
leitinni á Raufarhöfn um afla
sem veiðzt hafði í gærdag á mið-
unum 56—100 mílur út af Lang*
nesi. Var þar þoka í gær, ea
logn. Veiddist síldin einkum er
degi tók að halla. Þessi skip til«
kynntu Raufarhöfn um afla:
Skipaskagi 400 tunnur, Árni
Magnússon 1800, Guðrún 1800
mál, Sigurður Bjarnason 1500,
Ólafur Bekkur 1200, Ólafur Frið-
bertsson 1100, Sæþór 900, Sigl-
firðingur 2000, Gjafar 1600, Loft-
ur Baldvinsson 1600 og Húni
700.
Þá var einnig nokkur veiði
ASA af Dalatanga. Seint í gær-
kvöld voru þar nokkrir bátar
í svartaþoku. Síldarleitinni á
Dalatanga var kunnugt um afla
þriggja skipa: Björg NK til-
kynnti 950 tunnur, Seley 1400,
Einar Hálfdáns 700 og Bergur
1900.