Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 12
12
MOKGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. sept. 1964
Athugasemd
ÚT AF yfirlýsingu, sem Ágúst
Sigurðsson og kona hans hafa
sett nöfn sín undir, og birt er í
Morgunblaðinu 1. þ.m., vil ég
taka þetta fram:
Ég tel óþarft að svara þeim
sökum, sem á mig og nokkra
aðra menn eru bornar í þessu
dæmalausa plaggi. Ég hefi áð-
ur gert opinberlega grein fyrir
afskiptum mínum af máli Ágústs
Sígurðssonar. Auk þess er yfir-
lýsingin þann veg úr garði gerð,
að allflestir lesendur blaðsins
munu geta áttað sig hjálparlaust
á sannleiksgildi hennar. í>að öm-
urlegasta við yfirlýsinguna er
það, að líklega kemur hún -hart
niður á hjónunum þannig, að
þau verði fyrir of hörðum og
ómaklegum dómum.
Áður en ég hét Ágústi Sig-
urðssyni aðstoð við að ná rétti
sínum, reyndi ég af fremsta
megni að grafast fyrir um trú-
verðugleik hans og lofaði hon-
um engri hjálp, fyrr en ég hafði
uppgötvað, að hann hafði, með
aðstoð löggilts endurskoðanda,
talið afföllin til Jóhannesar Lár-
ussonar fram til frádráttar á
tekjum, á skattframtölum sínum
árin 1962 og 1963 og að skatt-
stofan og niðurjöfnunarnefnd
höfðu tekið afföllin til greina
bæði árin. Af viðtölum mínum
við Ágúst Sigurðsson. bæði fyrr
og síðar, sannfærðist ég um, að
hann væri í eðli sínu sannsögull
og heiðarlegur maður — og ég
er enn ekki í neinum vafa um
þetta. Hið sama hygg ég að megi
segja um konu hans, þótt ég
þekki hana minna. Það hefur
því að minni hyggju þurft meira
en lítið til að fá þau til að und-
irrita fyrrnefnda yfirlýsingu. —
Og allir skyldu, að órannsökuðu
máli, varast að vera dómharðir
í þeirra garð. Þau munu hafa
orðið að heyja harða lífsbaráttu
og komizt í mikla fjárhagsörð-
ugleika, vegna örlagaríkra við-
skipta við menn, sem ekki var á
þeirra færi að sjá við. Slík óhöpp
eru þungbær, ekki sízt fyrir þá,
sem eru heiðarlegir og hrekk-
lausir og taka sér nærri að geta
ekki staðið skil á skuldum sín-
um.
Reykjavík, 2. sept. 1964.
Páll Magnússon.
Júníus Kr. Jónsson
Rútsstöðum
Fæddur 8. júní 1880.
Dáinn 7. ágúst 1964.
ÞAÐ var að haustlagi árið 1933,
ég man það svo glöggt enn, móð-
ir mín hafði ákveðið að notast
við okkur yngstu bræðurna til
að sækja mó, hin nýja öld raf-
magns og þæginda hafði ekki enn
haldið innreið sína á íslandi og
allra sízt út í sveitunum, og mór-
inn var enn það efni er vel dugði
til þess að hita ketilinn og sjóða
mat í eldhúsi, svo sem óþarft er
að lýsa hánar.
Það þarf svo ekki langa sögu
af því, stærri bróðir var ekill-
inn, við mamma farþegamir og
mórinn var sekkjaður og haldið
aftur heimleiðis en brautin lá
fram hjá bænum Rútsstöðum og
móðir okkar átti þar kunningja-
konu, húsfreyjuna Jóhönnu Jóns-
dóttur. Hún var búin að ákveða
að nota nú tækifærið og koma
við hjá henni hverju við bræð-
urnir vorum afar spenntir fyr-
ir. Kannski fengjum við kaffi
og sætar kökur. Og það brást
heldur ekki. Meira að segja
súkkulaði og heitar pönnukök-
ur. Ég held að mér hafi aldrei
þótt eins gott súkkulaði á ævi
minni eins og þarna hjá Jóhönnu
á Rútsstöðum. En ég man líka
að þegar við nálguðumst bæinn,
þá kom kotroskinn maður fyrir
fjóshornið og reykti pípu sína.
Það var húsbóndinn á bænum,
Júníus Kr. Jónsson. Ósköp gekk
hann hart, eða hvað rauk úr píp-
unni. Þetta hafði ég aldrei séð
áður og glápti eins og naut á
nývirki. En hví er ég að rifja
þetta upp? Það er vegna þess
að þetta var það fyrsta sem ég
man eftir Júníusi á Rútsstöðum.
Hann var þá á góðum aldri og
sikvikur við hin og önnur verk
heima og að heiman. Nú er hann
látinn, fluttur yfir landamæri lífs
og dauða og enginn verður fram-
ar aðnjótandi hans lifandi minn-
is um eitt og annað, né heldur
gamanyrða og gáska hverju hann
var ríkari af en flestir aðrir sam-
tíðarmenn. Engan vandalausan
hefi ég átt að einlægari vin held-
ur en Júníus á Rútsstöðum, því
það er sannleikur, að vinátta mín
og hans varð meiri heldur en
aðdáun á súkkulaði og sætum
kökum, sem smökkuðust vel í
munni níu ára drengs. Drengur-
inn óx úr grasi og þurfti margt
að skipta við þennan nágranna,
bæði í föðurgarði og sem hús-
bóndi á föðurleifðinni. Öll þau
viðskipti voru góð og eftirminni-
leg og fullkomlega virðuleg af
hendi hins látna vinar míns.
Ég þykist því mega með nokkr-
um rétti biðja Morgunblaðið fyr-
ir fáein minningarorð, enda þótt
að ég hafi eigi fyrr lagt í að
rita þess háttar, en það er sahn-
arlega gjört í vissu þess að Júní-
us fyrirgaf mér svo margt, þótt
að augljóst væri að betur mætti
gjöra, meðan hann var og hét
og dæmdi um verk mín.
Júníus var fæddur í Fjalli á
Skeiðum 8. júní 1880. Foreldr-
ar hans voru Jón Ólafsson í
Fjalli og Helga Eiríksdóttir frá
Litlu-Reykjum. Honum varð
ekki auðið að njóta umönnunar
foreldra sinna en var fluttur fárra
vikna að Helgastöðum í Biskups-
tungum þar sem hann ólst upp
hjá ástríkum fósturforeldrum,
Kristínu Árnadóttur og Eiríki Jó-
hannssyni. Á Helgastöðum átti
Júníus litrika og eftirminnilega
bernsku og æskudaga þar sem
saman fór gott viðmót og viður-
gjörningur húsbóndans og mikil
vinna og að því er hann oft sjálf-
ur minntist, mikið félagslíf heim-
ilisfólksins, en þar var að jafn-
aði margt í heimili.
Hann lofaði lengst af líf og
starf sitt á Helgastöðum og taldi
sig þar hafa fengið andlega og
líkamlega þjálfun við þau störf
er honum voru þar falin eftir
að hann óx úr grasi. En þar
voru smalamennskurnar stór þátt
ur en þær voru í þann tíð í
miklu fjallendi, 'ekkert gaman-
mál og þó heillaði minningin um
fjallakyrrð og óþægar ær hug-
ann, þegar Júníus rifjaði þær
endurminningar upp.
Árið 1905 giftist Júníus unn-
ustu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur
frá Hákoti í Villingaholtshreppi
og settu þau fyrst bú saman að
Helgastöðum, en fluttust árið
1907 að Rútsstöðum í Gaulverja-
bæjarhreppi, hvar þau bjuggu til
ársins 1945, er elzti sonur þeirra,
Kristinn og kona hans, Margrét
Guðnadóttir, tóku við búsforráð-
um. Hjá þeim voru Jóhanna og
Júníus til heimilis meðan líf ent-
ist, en Jóhanna lézt í ágústmán-
uði árið 1952 en Júníus hinn 7.
ágúst þessa árs.
Júníus og Jóhanna eignuðust
átta börn og komust sex þeirra
yfir fermingu, en tveimur þeirra
urðu þau að sjá á bak í blóma
lífsins, Hallfríði innan við tvítugs
aldur og Hallberg liðlega tvítug-
um, hvoru tveggja hinum mestu
mannkosta unglingum. Þau er
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiii
Halldór Sigurðsson:
AÐ tTAN
= Töluverður ágreiningur
M hefur lengi ríkt með Banda-
= ríkjunum og bandamönnum
M þeirra varðandi viðskipti við
M Kúbu. Nú virðist ágreining-
M ur þessi hafa færzt mjög í
= aukana og það land, er hér
= á einkum hlut að máli, er
= nágrannastórveldi Bandaríkj-
EE anna á meginlandi Ameríku,
| Kanada.
= Það hefur nú verið látið
H uppskátt, að Sovétríki'n ætla
= að ráðstafa töluverðu magni
H af hinum gífurlegu hveiti-
S birgðum sem þau hafa fest
= kaup á í Kanada — lang-
= mestu hveitisölu Kanada er-
S lendis til þessa — til Kúbu
s og hyggjast láta senda hveit-
{§ ið þangað beint frá Kanada.
= Krúsjeff lét svo um mælt við
H kanadiska blaðajöfurinn Roy
= Thompson fyrir skemmstu,
= að hveitiuppskeran í Sovét-
= ríkjunum hefði verið ríkuleg
S og sagði að Rússar myndu
{§ ekki þurfa að flytja inn
= hveiti úr þessu.
= Á því leikur enginn efi, að
§j Kanada muni i þessu máli
=§ fara að óskum Sovétríkjanna,
= í trássi við hið volduga sam-
S bandsríki sitt innan Atlants-
S hafsbandalagsins, Bandaríkin.
S í fyrra seldi Kanada Kúbu
S einnig hveiti. upp á eigin
M spýtur, þó það væri í mun
H minna mælf en nú.
S Það hefur áður verið mönn
S um mikil hneykslunarhella
= í Washington, hvern skiln-
= ing Kanada hefur haft á hin
= um umdeildu viðskiptum við
= kommúnistalöndin. Kanada
= hefur m.a. selt Kína hveiti
S fyrir milljarði dala í beinu
trássi við verzlunarbann
Bandaríkjamanna á Kina,
en Bandaríkjamenn hafa á
Kína algert verzlunar- og við
skiptabann eins og á Kúbu.
Ósamkomulagið milli
Washington og Ottawa stafar
þó framar öllu af Kúbu og
stjórn Castros á eynni, þegar
Bandaríkjamenn settu. við-
skiptabann sitt á eyríkið,
gripu Kanadamenn tækifærið
fegins hendi að ná í sinn
skerf af hinum ábatasömu
viðskiptum Bandaríkjanna
við Kúbu, sem numið höfðu
allt að 500-600 milljónum
dala árlegal
Kanadiskir *g kúbanskir
kaupsýslumenn notuðu sér
dyggilega tíðar flugsamgöng
ur milli Havana og kana-
disku borganna og verzlunar-
málaráðherra Kanada lýsti
því yfir í Havana, að leit
væri á eins góðum viðskipta-
vinum og Kúbönum, þeir
væru alveg fyrirtak.
Efnahagsmálaráðherra
Kúbu og helzti aðstoðar-
maður Castros, Ernesto
„Che“ Guevara, brosir líka
í kampinn og lætur svo um-
mælt, að „sumir Norður-
Ameríkumenn eru leiknir í
að sniðganga verzlunarbann-
ið. Ekki er ýkja langt síðan
það komst í hámæli, að
bandarískir verzlunarmenn
héldu sumir hverjir áfram
að senda vörur sínar til
Kúbu, rétt eins og ekkert
hefði í skorizt, með því smá-
vægilega fráviki einu sam-
an, að umskipa varninginn í
Kanada.
Það er athyglisvert I þessu
sambandi, að Kanada er eina
landið á meginlandinu Norð-
ur- og Suður-Ameríku sem
ekki er aðili að samtökum
Ameríkuríkja (OAS), sem
nú fyrir skömmu samþykktu
að beita Kúbu refsiaðgerðum,
fyrst og fremst viðskiptalegs
eðlis en jafnvel hernaðarlegs
eðlis síðar meir.
Viðskipti Kanada og Kúbu
námu í fyrrá að vísu ekki
nema rúmum 12 milljónum
dala, en mikilvægi þeirra
má hverjum manni ljóst vera
af því, hve Bandaríkín leggja
mikið upp úr því og mikið á
sig til þess að £á bandamenn
sína í Evrópu — einkum
England, Frakkland og Spán-
til þess að hætta viðskiptum
við Kúbu.
Efnahagur Kúbu og þó eink
um landbúnaðurinn er nú í
svo hörmulegu ásigkomulagi,
að ekki veitir af kanadiska
hveitinu til þess að brauð-
fæða þjóðina næsta árið.
Varla mun standa á svari í
Washington við síðustu að-
gerðum Kanadamanna varð-
andi Kúbuviðskiptin, John
Diefenbaker, fyrrverandi for-
sætisráðherra Kanada hafði
þegar skapað töluverða
spennu í sambúðinni við
Bandaríkin, er hann áskildi
sér og stjórn sinni fullan rétt
til að framfylgja sjálfstæðri
og óháðri stefnu í utanríkis-
málum. Eftirmaður hans,
Lester Pearson, núverandi
forsætisráðherra, hefur verið
vinveittari Bandaríkjunum
en fyrirrennari hans og hefur
það komið niður á vinsældum
hans heima fyrir. Hann getur
ekki lengur leitt hjá sér al-
menna gagnrýni á þessa
stefnu hans, því stjórnin er
engan veginn örugg í sessi.
Það er ekki fjarri lagi að geta
þess að lokum,. að Kanada
hefur látið að því liggja
að ekki væri allt með felldu
varðandi utanríkismálastefnu
Bandaríkjanna sjálfra, þar
sem er töluverð sala þeirra á
kornvöru til austantjaldsland-
anna.
=
3
| Kaupsýslumenn í Kanada |
| vingast við Kúbustjórn |
= =
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiii(iiiiiMi!iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;iiiiiiiiiiíiut:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu
lifa foreldra sína eru: Kristinn,
nú verkamaður í Reykjavík,
iHelga, húsfreyja í Reykjavík,
Sigurjón, verkamaður í Reykja-
vík og Sesselja húsfreyja í Sand-
gerði. Dóttir Jóhönnu, Ágústa
Guðmundsdóttir, ólst upp á heim
ili þeirra hjóna og var Júníus
henni jafnan sem bezti faðir. —
Ágústa er nú húsfreyja í Rvík.
Búskaparsaga Júníusar er saga
þúsundanna er á landi hér hófu
búskap upp úr aldamótunum og
bjuggu fram yfir síðari heims-
styrjöldina. Mikil vinna, lítil eft-
irtekja og hægfara þróun til létt-
ari starfa. Og þó miðaði í áttina
hægt og hægt. Júníus var elju-
maður mikill, enda léttur á fæti
og léttur í lund. Með eindæma
viljaþreki og dugnaði sótti hann
sjó í margar vertíðir til þess að
afla viðbótarfanga í heimili sitt,
enda var hann einn af skútu-
körlunum, sem kunni frá svo ótal
mörgu og ævintýraríku að segja,
að okkur sem ekki þekkjum til
þeirra tíma, blöskrar að mann-
legur hugur og hönd skyldu kom-
ast fram úr þeim aðbúnaði og
vinnukröfu. En ærnar og fjöll-
in á Helgastöðum höfðu hert
Júníus í skóla lífsins og hann
vandist því fljótt að ekki dugði
að hopa, enda tókst hann, með
styrkri stoð konu sinnar og barna,
á við vandann og barg heimili
sínu með seiglu og dæmafáu létt-
lyndi, sem aldrei brást, 'þótt að
fátækt, ástvinamissir og marg-
háttað þess tíma andstreymi bæri
að garði. Júníusi varð alls staðar
vel til vina, því að hann ekki
einasta vildi öllum vel þar til
hann hafði reynt hið verra, held-
ur og að hann hafði alltaf eitt-
hvað nýtt og skrýtið að segja,
sem ekki var í allra huga. Hann
var að vísu ekki frekar en aðrir
menn, rétt skilinn af öllum og
sumum kunni að þykja spjall
hans nýstárlegt, en slíkt varði
ekki lengi, því hver sem hann
þekkti komst fljótt að því sanna,
að hann var einlægur í hugsun og
leyndi aldrei skoðunum sínum ef
hann taldi rétt að láta þær á
þrykk út ganga. Hann var vel
greindur og kunni skil á ótrúlega
mörgu, sem lá langt út frá hans
verkahring. Þannig var hann
fróðari um þjóðfélagsmál en
margur sem við bóklestur situr
dag út og dag inn og ekki varð
honum flíkað um skoðun og fylgi
við þjóðmálastefnur. Frelsi og at-
höfn einstaklingsins mat hann
meir en allt annað og foragtaði
múgmennsku og ríkisafskipti af
hlutum er hann taldi einstakling-
ana geta ráðið við og beitt hyggju
viti sínu að. Hann var einlægur
Sjálfstæðismaður. Hafi hann af
minni hálfu þökk fyrir.
Júníus var unnandi sveitalífa
og starfi sveitamannsins af ein-
lægum huga. Ekki sem birtist
í kurfshætti eða úrtölum, heldur
sem birtist í framförum og ein-
lægum vilja til að heyja starf
sitt við ástríki móðurmoldar og
hóflegum kröfum til fegurra ver-
aldlegs lífs. Hann kunni ekki að
meta kröfuna um daglaun að
kveldi, en mat því meira farsæla
þróun fyrir öruggari afkomu og
þakklæti til alföður fyrir batn-
andi aðstöðu. Hann skildi aldrei
Guð sinn í sínum huga fyrir utan
garð. Það voru honum því ill
örlög er hann þeirra vegna varð
að flytja burt úr sveitinni sinni
eftir að hún hafði fóstrað hann
í hálfa öld. En hann fluttist árið
1957 með syni sínum og hana
fjölskyldu til Reykjavíkur. Þar
Framhald á bls. 17.