Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 6
MORCUN BLAÐIÐ Föstudagur 4. sept. 1964 Finnbogi Guðmundsson, útgerðarmaður frá Gerðum: Skiptar skoðanir um sjávarútveginn Sjávanjtvegurinn er undirstöðuatvsnnuvegur efnahagskerfisins nú og í náinni framtíð J>að hafa nú um nokkra ára sheið komið fram skoðanir um að afrakstursgeta sjávarútvegs- ins hafi þegar náð hámarki, vegna þess að fiskistofnarnir séu orðnir ofveiddir, og muni því fiskveiðar okkar ekki geta auk- izt, en fari úr þessu ört minnk- cindi þrátt fyrir aukna tækni við veiðarnar. Þess vegna sé okkur nauðsynlegt að koma skyndilega upp öðrum atvinnuvegum, sem geti komið í stað sjávaraflans til gjaldeyrisöflunar. Þessi skoð- un virðist vera orðin nokkuð almenn hjá háum og lágum í þjóðfélaginu, og jafnvel ekki hvað sízt hjá háttsettum þjóðfé- lagsborgurum. í samræmi við þessar skoðan- ir hafa menn því eðlilega horft mjög í kringum sig eftir nýjum atvinnuvegum, sem gætu komizt í framkvæmd fljótt og orðið svo nægilega stórvirkir til gjald- eyrisöflunar, að hægt yrði að halda í horfinu um þá miklu vel megun sem þjóðin býr nú við, og byggist á okkar mikla sjávar- afla og þeirri nýtingu, sem fjöl- breytni í fiskiðnaðarsölu og mark í ðsöflunarsamtökum hans hefur tekizt að ná á þeim tiltölulega stutta tíma, sem aðalfiskiðnaðar bylting og markaðsöflun hefur áttsér stað. Það hafa komið fram ýmsar ábendingar um stór iðju, svo sem kunnugt er. Kísil- gúrverksmiðja, alúminíumfram- leiðsla, olíuhreinsun og efnaiðn- aður í sambandi við það. Einnig hefur verið bent á þann mögu- leika að virkja fallvötnin til raf orkuframleiðslu og selja öðrum þjóðum. Þá hefur verið rætt um aukna ferðamannaþjónustu og fleira Sjálfsagt höfum við ýmsa möguleika til þess að skapa okkur viðunandi lífskjör á næstu árum og öldum þótt fisk- veiðimöguleikar okkar minnki eitthvað. Ein af þessum hug- myndum er nú að komast á byrjunarstig til framkvæmda, þ.e. kísilgúrverksmiðjan. Eftir því sem upplýst er um það fyrir tæki, finnst mér það væri æði ískyggilegt framundan ef sjávar af'inn rýmaði mjög skyndilega og til annarra hliðstæðra úrræða yrði skjótt að grípa. Það hefur sem sagt verið úpplýst, eftir því sem ég bezt veit, að fyrirtækið er talið svo viðamikið, að nauð- synlegt varð að fá útlendinga til að taka þátt í stofnun og rekstri, og til þess að sjá um markaðsöflun og sölu afurðanna. Einnig reyndist nauðsynlegt að veita fyrirtæki þessu undan- þágu frá öllum aðflutningsgjöld um á vélum og efnisvörum til uppbyggingar. En nú verða aðrir aðilar, sem framleiða vörur til útflutnings að greiða minnst 35% aðflutningsgjöld af öllum vélum og tækjum, sem þeir þurfa til fyrirtækja sinna. En það sem mér finnst furðulegast af öllu er það, að þetta fyrir- tæki, sem kallað er stóriðja, og hefur verið mikið á dagskrá hjá ríkisstjórn og Alþingi, útbásún- að sem mikið bjargráð, er talið að aðeins muni framleiða út- utflutningsafurðir fyrir kr. 40.000.000.— á ári, eða sem svar- ar farmi þeim af freðfiski, sem minnsta skip Jökia hf, Langjök- Fyrri hluti ull flutti í síðustu ferð sinni til Bandaríkj anna. Það er að vísu eðlilegt að menn geri ráð fyrir því, að fyrr eða síðar komi að því að ekki verði hægt að auka stöðugt magn það, sem veitt er af þeim fisktegundum, sem aðallega hef- ur verið sótzt eftir, og myndað megin þorran af sjávarafla þeim, sem aðallega hefur verið veidd- ur og notaður til matvæla í heim inum, og fram til þessa hefur svo til algjörlega verið fram- kvæmt með beinnj. rányrkju, það er að segja án verulegrar verndar eða ræktunar. En eftir því sem bezt verður vitað, er enn ekki komið að því, að um bráða hættu sé að ræða. í því sambandi má benda á álit fiski- fræðinga okkar, sem vissulega eru taldir standa mjög framar- iega í sinni fræðlgrein. En við, sem erum aldir upp við sjávar- síðuna, og höfum svo til ein- göngu starfað að fiskveiðum og fiskiðnaði alla okkar starfsævi, höfum fylgst nokkuð vel ineð fiskigöngunum svo að segja frá barnsaldri, en það eru orðnir nokkrir áratugir hjá okkur, sem komnir eru yfir miðjan aldur. Vitanlega er ég ekki spámaður og því síður lærður fiskifræð- ingur, en samt ætla ég að setja nér fram skoðanir mínar um íiskveiðimöguleika okkar næstu 3-6 árin, en lengra þori ég ekki að fara að þessu sinni. Mín sicoðun er sú, að þetta ár, sem nú er reyndar meira en hálfnað, verði nýtt metaflaár. Og ég held að næstu 3-6 árin verði einnig mjög góð aflaár, og jafnvel eitt- hvert eða einhver þeirra muni ná nýjum aflametum. Ég geri ráð fyrir, að þar sem ég tek svona stórt upp í mig, og það í jg. ■ ... Finnbogi Guðmundsson beinni andstöðu við mikinn fjölda áhrifamanna, sem túlkað hafa þá skoðun, að varlega verði að treysta á sjávaraflann, þurfi ég að færa nokkur rök að þess um skoðunum. Þær fisktegundir, sem við höf um aflað af mestu magni fram til þessa, eru þorskur og síld. Það er því þýðingarmest hvern- ig fer um þessar fisktegundir. Síldin: Svo sem kunnugt er, hefur síldaraflinn undanfarin ár verið mjög mikill. Þessi mikli síldarafli hefur fengizt vegna þess, að við veiðarnar hafa verið notuð stærri og fullkomnari skip en áður, og þar að auki stórauk- in tækni við veiðarnar. Hins- vegar hefur síldin ekki komið á miðin í auknu magni frá þvi sem oft áður, og heldur ekki hag að isér þannig, að auðveldara væri að veiða hana en oftast áður. Þvert á móti hefur síldar- magnið verið minna á miðunum þessi góðu aflaár, og á það sér- staklega við um grunnmiðm næst landinu, þar sem auðveld- ast væri annars að veiða hana, Nú í sumar er búið að veiða meira af síld fyrir Nrður- og Austurlandi en nokkru sinni áð- ur miðað við sama tíma. Þetta hefur tekizt þrátt fyrir það, að svo til engin síld hefur gengið á venjuleg síldarmið fyrir Norð- urlandi, og síldin sem aflast hef ur, hefur að mestu veiðst djúpt út af Austurlandi, og svo til öll verið af svokölluðu Noregssíld- arstofni. Síldveiðarnar fyrir Norður- og Austurlandi hafa byggst á norska síldarstofninum, eða þeirri síld, sem hrygnir við Nor- eg, og tveimur íslenzkum stofn- um, þ.e.a.s. svokallaðri vorgots- síid, sem hryggnir við Suð-Vest- urland snemma á vorin, og sum- argotssíld, sem hryggnir við Suð- Vesturland og í Faxaflóa á miðju sumri. Síldveiðarnar fyrir Norður- og Austurlandi byggj- Framhald á bls. 19. ■Jf Tómt unislag Ekki eru skattamálin enn úr sögunni — og verða það sennilega aldrei, því þau kom- ast efst á dagskrá við hverja út- borgun. Hér eru glefsur úr bréfi frá „opinberum starfsmanni": „Það má e.t.v. segja, að það sé að bera í bakkafullan læk- inn að skrifa um nýálagða skatta og útsvör, en þó ætla ég að senda hér nokkrar línur og láta í ljós skoðun mína og tel nauðsynlegt, að fleiri lands- menn geri. „Á síðastliðnu ári unnu ég og fjölskylda mín mikið og urðu tekjurnar þar af leiðandi æði háar. Var mér gert að greiða um 90 þúsund kr. í opinber gjöld. Þegar ég kom úr sumar- fríi og tók við launaumslagi mínu, var það tómt, aðeins kvittun frá gjaldheimtunni — og um leið tilkynnt, að svo yrði fram yfir áramót. „Ekki nóg með það. Konan mín yrði líka að láta af hendi allt, sem hún ynni inn allt til áramóta, svo að ekki þyrfti að selja ofan af okkur íbúðina upp í vangoldin gjöld, Nágrannar og vinir „Hvemig stendur á þessum ósköpum? Jú, borgarsjóður verður einhvers staðar að fá mikið fé til sinna framkvæmda — og einhvers staðar verður að taka það. Og auðvitað verður að taka þetta fé að mestu af þeim, sem eru svo „óheppnir" að verða að telja fram allar tekj ur sínar. „Það væri sannarlega gaman að leggja stóran skerf i góðar og skynsamlegar framkvæmdir borgarinnar, ef maður væri sannfærður um að þessar greiðslur skiptust á réttlátan hátt. En stóru skattsvikin er ekki hægt að þola. „Hverjir stela undan við framtal? Það er nú svo komið, að öllum þykir sjálfsagt að stela undan eins miklu og þeir geta. Við vitum, að nágrannar, vinir og kunningjar gera þetta. Og þetta fer stöðugt vaxandL Stór hópur „Það færist stöðugt í vöxt, að menn ráði sig ekki í vinnu annars staðar en þar sem svo og svo mikið af laununum er ekki gefið upp. Heilir starfs- hópar hafa jafnvel samtök um að neita að vinna nema þessi háttur sé hafður á. „Ég þekki bílstjóra, sem fór úr fastri vinnu — og vinnur nú aðeins þar, sem ekkert er gefið upp. Ég þekki iðnaðarmenn, sem eru í hálfgerðri einokunar- aðstöðu — og vinna ekki nema að svo og ivo stór hluti af laun- unum komi ekki fram. Húsa- leigan er nú slík, að þeir, sem leigja út, eru sennilega ekki í vandræðum með að stinga und- an álitlegum hluta — og þeir, sem byggja til að selja, verða ekki fátækastir. Hópur þeirra, sem stela undan, er stór. ■J^ Heimta rannsókn „Það er þýðingarlítið að fá framlengdan greiðslufrest. Frestun bætir á engan hátt það misrétti, sem hér viðgengst. Það verður að stinga á sjálfu kýlinu. Borgarsjóður þarf vissu lega að fá fé til sinna fram- kvæmda, þótt vafalaust mætti spara þar eitthvað — og dett- mér þá í hug, að borgarsjóður greiðir árlega tugi og hundruð þúsunda í barnsmeðlög vegna þess að fjöldinn allur af mönn- um er svo aumur að nenna ekki að ala upp eða kosta upp- eldi barna sinna. „Tillaga mín er sú, að af hálfu ríkis og borgar verði skip uð nefnd (eða stækkuð sú ný- skipaða) til þess að rannsaka og ráðast á skattsvikin. Henni til aðstoðar verðum við, hinir almennu borgarar. Nefndin aug lýsti eftir skattsvikurunum —- og ef þeir gefa sig ekki fram sjálfir gefum við þá upp. Við þekkjum þá af því að við erum mörg með kvittanir og samn- inga frá þeim. Við með tómu launapokana heimtum rann- sókn og réttlæti í þessum mál- um. — Opinber starfsmaður.14 ■Jt Enga svikasamninga Ég er að mörgu leyti sam- mála bréfritara þó að ég fallist ekki á tillögu hans. Framtið- arlausn á skattsvikamálunum getur ekki verið sú að brjóta gerða samninga: Semja við menn um vinnu, launagreiðslu og skattsvik, en hlaupa síðan með öll plögg í hendur yfir- valda^ og benda á skattsvikar- ann. í fyrsta lagi er samnings- rofi ekkert skárri en skattsvik- ari. í öðru lagi get ég ekki séð betur en sá, sem ræður mann í vinnu og fellst á að gefa ekki upp launin, sé engu minni svik- ari við þjóðfélagið en hinn, sem þiggur launin og gefur ekki upp. f stuttu máli: Lausnin er varla sú að gera samninga, sem síðar á að svíkja, heldur að gera enga svikasamninga. Menn eiga að taka höndum saman um að gera enga slíka samninga. — Slíkt net veitti heildirtni ákveð- ið aðhald þótt það veiddi ekki alla laxana í ánni. Fleiri net og stærri þarf til þess. RAUÐU fyrir transistor viðtæki. Bræðurnir Ormsson hf Vesturgötu 3. — SLmi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.