Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 4. sept. 1964 Olympíufarar fslands valdir á mánudag í GÆR var í ráði að velja end- anlega Olympíuþátttakendur ís- lands í leikunum í Tókíó. Kom Olympíunefndin Saman til fund ar, en þegar til átti að taka var endanlegu vali frestað. Mun í ráði að gefa Guðmundi Gísla- syni kost á að sýna hæfni sína í 4x100 m fjórsundi og Jón Þ. Ólafsson á eftir eina hástökks- keppni í Svíþjóð, en þessir tveir eru fast við lágmörkin, sem sett voru til þátttöku í leikunum. Endanlegu vali var frestað og mun næsti fundur Olympíu- nefndarinnar verða á mánudag- inn. Þegar hafa þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR og Valbjörn Þorláksson KR náð tilskildum lágmörkum sem sett voru, Hrafn hildur í 100 m skriðsundi og Val- Aðgöngumið- inn kostnr vikuloun BEZTU sætin á fyrsta leik- inn í keppninni um heims- nvejstaratitil félaga í knatt- spyrnu munu kosta 25 dali eða 1075 kr. ísl. Fyrsti leik- urinn fer fram 9. september og verður á milli Indipendi- ente frá Buenos Aires og Internationale frá Milan. Völlurinn tekur 91 þús. manns. Verð dýrustu sætanna svarar til meðal vikulauna í Buenos Aires. björn í tugþraut. Olympíunefndin hefur annað og erfiðara verkefni að vinna en aðeins að velja þátttakend- urna. Þátttakan kostar mikið fé og fer endanlegt val að sjálf- sögðu eftir þeim fjármunurh sem nefndin hefur yfir að ráða. Tékkur unnu Norðmenn 112:98 TÉKKAR unnu Norðínenn í landskeppni í frjálsum íþróttum sem lauk á Bislett í gærkvöldi með 112 stigum gegn 98. Bezti árangur kvöldsins var í stang- arstökki, þar sem Tékkinn Rud- olf Tomasek stökk 5 metra og setti tékkneskt met. Annars var keppnin eins og svipur hjá sjón miðað við fyrra kvöldið þar sem heimsmetið í spjótkasti var hápúnkturinn. Kjartan Guðjónsson er einn af efnilegustu frjálsíþróttamönn- um okkar. Hann varð nýlega í 4. sæti á þrilandakeppninni. Olympíueldinum víða fagnað OLYMPÍUELDURINN er á leið sinni til Tókíó. Flugvélin, sem eldinn flytur nefnist „Tókió- borg“ og hefur víða viðkomu. — í gær kom vélin með eldinn til Manila á Filippseyjum frá Kuala Lumpur, höfuðborg Malaysiu. Eldurinn hefur haft viðkomu í allmörgum borgum síðan flug- vélin hóf sig til flugs með hann af grísKri gruúd. Hvarvetna hef- ur viðbúnaður verið mikill þar sem áð hefur verið með eld- inn. Ávörp og ræður hafa verið flutt og íþróttafólk hlaupið með blysið frá flugvöllum inn í höf- uðborgirnar þar sem eldsins hef- ur verið . gætt á virðulegasta stað hverrar borgar og vakað yf- ir honum næturlangr.. í Kuala Lumpur, þar sem sið- ast var áð með eldinn, var blys- ið geymt í glæsilegasta íþrótta- húsi borgarinnar. Var heiðurs- vörður íþróttafólks yfir eldinum næturlangt og síðan var 5 manna boðhlaup með hann á flugvöll- inn aftur. siiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiRuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiHiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinin S e I Hvar liggur hundurinn grafinn? I S MÁL íslenzkrar íþróttahreyf- H ingar eru ofarlega á baugi um = þessar mundir, einkum vegna S slakrar og tilviljanakenndrar M frammistöðu ísl. knattspyrnu S manna. Ýmsir hafa rætt um = málið í blöðum og fundið = marga ágallana á okfcar knatt S spyrnumálum og íþróttamál- n um yfirleitt og úrbætumar S sem flestir benda á, er að Is- £ lendingar verði að taka upp S atvinnumennsku í einhverri H mynd, í það minnsta að taka = upp greiðslur fyrir vinnutap, = sem verður vegna þjálfunar S o.s.frv. S íslenzka þjóðin ann iþrótt- S um og vill eiga góða og M frækna iþróttamenn. Það M stendur ekki á almenningi ^ð S koma til kappmóta og styðja = íþróttirnar þannig m.eð að- = gangseyri. EF um góða og H skemmtilega keppni er að S ræða. Hér fyrr á árum komu = þúsundir á frjálsíþróttamótin H og nutu þeirra. Við áttum = fræknar stjörnum, hverra met H standa sum hver enn í dag og = sýnir það bezt hve góð afrek = þeirra vom að met þeirra eru S 10—15 ára gömul. Stjörnur = okkar á þeim tímum áttu hins H vegar betri velgengni að fagna = á erl. grund, því á árunum S eftir stríðið — þegar okkar j| menn unnu flesta sigra erlend M is — hafði íþróttahreyfing = annara landa ekki risið úr rústum styrjaldarinnar. Það er afar algengí hér á landi að fólk fyllist ólýsan- legri gleði og aðdáun á ilþrótta mönnum, ef þeir sigra erlenda aðila. Sigurinn skiptir öllu, en getan hverju sinni, afrekið sem unnið var, skiptir minna máli. Það kann að vinnast sig ur þó ekki liggi mikið afrek að baki. Það kann líka að liggja stórt og mikið afrek að baki þó sigur vinnist ekki. Það er þessi óhlutlægi dóm- ur almennigs á iþróttafólki, sem hér skortir tilfinnanlega — og hann skortir því miður einnig hjá íþróttamönnunum sjálfum. Góð afrek vinnast ekki af tilviljun, hvorki í einstaklings íþrótt eða flokkaíþrótt. Það er heldur ekki hægt að „kaupa“ menn til afreka, ef þeir hafa éngan áhuga. Það er þessi „ÁHUGI“ sem verður alls staðar að vera fyrir hendi, ef árangur á að nást. Vanti hann vinnst ekkert afrek, hversu miklir peningar sem eru í spil inu, hversu fín og flott íþrótta mannvirki eru byggð. Vænleg ast þykir mér að happasælast yrði að styðja áhugann hæfi- lega, láta skóinn ekki kreppa — hlúa að áhuganum, skapa tækifæri. Og þetta er það sem hefur verið gert — hvort það hefur verið gert í nægilegum mæli, skal hins vegar ekki um fjallað nú, en okkar íþrótta- fólki hafa verið sköpuð allgóð skilyrði að mörgu leyti — en við kalsaveður, kulda og rign ingu ræður enginn. Eitt hefur orðið illilega út- undan og þar er kannski grundvöllinn að finna að allri ógæfunni. Þjálfun er vanrækt svo, að oft er þess alls ekki að vænta að árangur náist. Það má undravert kallast, hve langt ýmsir ísl. íþróttamenn hafa náð með sáralítilli þjálf un og fáknkenndri. Hvað hefðu þeir ekki getað ef undir staða þjálfunar væri eðlileg, svo ekki sé sagt góð? Fæst liðanna í 1. deild ísl. knatt- spymu hafa þjálfara nema tíma og tíma. Kann slíkt góðri lukku að stýra? Og hvað þá um að komast í 1. deild. Sum ir þeirra sem hér keppa í í- þróttum, vita vart hvað til- sögn er. Hjá öðrum, sem þjálf ara hafa, fá þjálfararnir sjald an eða aldrei tækifæri til að auka þekkingu sína. Sá sem fékk þjálfarapróf íyrir 10 ár- um, er ekki endalaust góður þjálfari, eL.hann ekki fylgist með. Það skiptir sama máli um þjálfarastörf og öll önnur fagstörf. Meðan svona er I pottinn búið, meðan ungu piltamir og meyjarnar ekki fá grund- vallarþjálfun á unga aldri, verður aldrei um toppárangur að ræða. Sumir segja að iþróttin sé leikur, og það er rétt. En landsleikur er ekkert grín. Þá er kominn metnaður í spilið og landskeppni er smásjá þjóð araugans, sem viðkomandi í- þróttagrein leggur sig i. Takist vel eykst hróður íþróttarinnar og öfugt ef illa fer. Það á að vera metnaður knattspymu- manna og allra annarra íþróttamanna að standa sig vel, sýna að grundvöllur er fyrir að sköpuð séu stór verk efni fyrir ísl. íþróttamenn. Sig urinn skiptir ekki öllu máli. Að falla með sæmd er engin hneisa. En eins og ágætur rit- stjpri sagði á dögunum: „Að sjá ísl. knattspyrnu finnst mér hliðstætt og ég færþ á frjálsíþróttamót og enginn ís- lendingur stykki hærra en 1,60 í hástökki ,enginn hlypi 100 m. undir 12 sek. eða varpaði kúlunni meira en 10 m. Geta ísl. knattspyrnumanna er svip uð“. Framundan er knattspyrnu- þing, þar sem rædd verða vandamál knattspyrnunnar. — Vonandi verða þjálfunarmálin þar ofarlega ábaugi, því þar liggur að mínum dómi hundur inn grafinn, auk þess sem finna má að mótafyrirkomu- lagi, niðurröðun leikja og ýmsu, sem ekki er eins þungt á metaskálunum. — A. St. uuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin= uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu M0LAR RÚSSINN Prokopenko settl á fimmtudag nýtt heimsmet í 100 m bringusundi, synti á 1.06.9. Hann átti sjálfur eldra metið 1.07.4. •------ RÚSSINN Juri Vlasov setti I gær þrjú ný heimsmet í þunga vigt lyftinga. Samanlagt lyfti hann í 3 tilraunum 580 kg. •------• SVETLANA BABNINA, Rúss- landi, setti í gær heimsmet í 100 m bringusundi kvenna á 1.17.2. — Gamla metið áttl Claudia Kolb, USA, 1.17.9. Finnar hafa endanlega val- ið Olympíulið sitt. Senda Finnar 57 íþróttamenn, 13 leiðtoga og dómara auk æðstu fararstjórnar til Tokíó. I hópnum eru m. a. 9 körfu- knattleiksmenn og 2 körfu- knattleiksleiðtogar. Á sundmóti í Madgeburg 25. ágúst setti A-Þjóðverjinn Gunter Gregor Evrópsumet í 1-0 m flugsundi, synti á 59.3 sek. Tíminn er 2/10 hetri en eldra met Hollendingsins Jiskoot. Kokichi Tsuburaya einn af Maraþonhlaupurum Japana á OL vann nýlega 10 km hlaup á 28,52,6 mín. Kimihara annar Maraþonhlaupari Japana varð 2. á 29.01.0. Þeim fyrrnefnda er lýst sem líklegum sigurveg ara í Maraþonhlaupinu. Spánska knattspyrnuliðið Zaragosa sigraði Olympíulið Mexico með 2—0 í Caracas á laugardaginn. Jastremski heimsmethafinn í bringusundi tryggði sér glæsilegan rétt til veru i Olympíuliði Bandarikjanna er hann á laugardaginn tvívegis bætti gildandi heimsmet sitt í 200 m bringusundi. 1 undan- rás synti hann á 2.28.2 mín. en i úrslitum á 2.28.7. Heimsmet hans er 2.29.6. Þjóðverjar senda 101 þátt- takendur í frjálsíþróttakeppni OL í Tokíó. 18 eru A-Þjóð- verjar, 47 vestur-þýzkir. Alsír og Colombía hafa tilkynnt þátttöku i OL í Tokió — eftir að frestur rann út, en fá að vera með. Þar með er fjöldi þátttökuþjóða kominn í 96. I. deild og bikurinn UM helgina fara fram tveir leiik- ir í 1. deild Islandsmótsins. Á laugardaginn kl. 4 leika á Njarð víkurvelli Keflavík og Valur. Á sunnudag leika á Laugardalsvelli KR og Þróttur. Þá fer og fram leikur í Bi'kar- keppni KSÍ kL 4 á laugardag á Akureyri. Þar keppa Akuxeyr- ingar pg Víkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.